Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 7
orkulmdum. Þessi afstaða Alú- sviss hefur nú keyrt málið í öng- stræti. Því kemur vel til álita að ríkisstjórn íslands beiti sér fyrir sérstökum viðræðum við hið sænska og hið hollenska fyrirtæki og láti þar þær áherslur sem ég rakti áðan setja meginsvip á mál- flutning íslands. Velferðarkerfið Nýr grundvöllur - nýr grund- völlur í íslenskum þjóðmálum felur hins vegar ekki aðeins í sér breytta stefnu í málefnum at- vinnuvega og í hagstjórninni. Hann vísar einnig veginn til öflugri velferðarþjónustu og manneskjulegra samfélags. Nýr grundvöllur felur í sér að almannatryggingar og skattkerfi séu byggð upp á þann veg að hin- ar margvíslegu bætur komi fyrst og fremst til þeirra sem tekju- lægri eru. í breyttu þjóðfélagi samtímans og framtíðarinnar þjónar það litlum tilgangi og sam- rýmist lítt almennri siðgæðisvit- und að greiða jafnháar upphæðir til þeirra sem hafa mörg hundruð þúsund krónur á mánuði í laun og hinna sem eru aðeins með 50-60 þúsund krónur í mánaðartekjur. Tekjutenging tryggingabóta, barnabóta og annarra greiðslna úr sameiginlegum sjóði lands- manna hlýtur að verða eitt af brýnustu viðfangsefnum næstu ára. Slík breyting getur skapað öflugt tæki til jöfnuðar og tryggt að takmarkaðir fjármunir fari fyrst og fremst til þeirra sem á þeim þurfa að halda. Nýr grundvöllur felur einnig í sér nýtt skipulag í ríkisrekstri - aukna valddreifingu, ráðdeild og hagsýni á vettvangi hins opin- bera. Ljóst er að í tímans rás hef- ur margvísleg eyðsla og óþarfa útgjöld fundið sér fastan sess á vettvangi ríkisins. Það er ekki verkefni okkar að standa vörð um slíkt ríkiskerfi. Þvert á móti eigum við að knýja í gegn víðtæka endurskipulagningu sem vissu- lega getur falið í sér að flytja til sveitarfélaga, félagasamtaka og einstaklinga fjölda verkefna sem á árum áður voru talin best vistuð í stofnunum ríkisins. Ný tækni, öld upplýsinga og valddreifingar gefur okkur kost á margvíslegum nýjum rekstrarformum sem áður voru utan við mörk hins mögu- lega. Nýr grundvöllur felur í sér byggðastefnu sem tekur mið af breyttum og bættum samgöngum í landi okkar. Þar sem áður tók heilan dag að fara á milli héraða skjótast menn nú á einni stundu. Varanlegt slitlag á vegum og tíðar flugsamgöngur um landið allt hafa skapað nýja möguleika til samvinnu byggðarlaga og sérhæf- ingar sem áður var útilokuð. At- vinnuþróun og fjárfestingar verða að taka mið af þessum nýju möguleikum. Umdæmin stækka, byggðarlögin í héröðunum færast nær hvert öðru. Áhersluþunginn í byggðastefnu nýrrar aldar hlýtur að taka mið af byltingu í samgöngum og fjarskiptatækni, boðskiptum og atvinnuháttum. Nýr grundvöllur mun einnig móta samskipti okkar við um- heiminn á annan hátt en áður. Daglega eru okkur færðar fréttar af nýsköpun Evrópu, lýðræðis- þróun og kerfisbyltingum sem áður voru fjarlægur draumur. Evrópa er okkar álfa Evrópa er okkar álfa. Menning okkar og saga eru samofin ör- lögum hennar um aldir. Við hljótum því að taka virkan þátt í því verki að færa álfuna í nýjan farveg lýðræðis og friðsamlegrar sambúðar. Kaida stríðið, skipting Evrópu í víggirt bandalög hernaðar undir yfirstjórn tveggja stórvelda, kalda stríðið þar sem ógnarjafn- vægið var dagskipanin í marga áratugi, - heimsmynd kalda stríðsins var forsenda þess að bandarískur her tók sér á ný ból- festu á íslandi að heimsstyrjöld- inni lokinni. Endalok kalda stríðsins, hrun Berlínarmúrsins, opnun Ungverjalands, ríkis- stjórn Samstöðu í Póllandi, sjálfstæðishreyfingar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen - öll þessi þróun eyðir á einni nóttu þeim röksemdum óttans sem málsvar- ar bandaríska hersins hafa beitt á íslandi í áratugi. Hin nýja Evrópa gerir að engu forsendur Varðbergs og Varins lands fyrir bandarískri herstöð á íslandi. Afvopnun stórveldanna, fækkun í sovéska hernum á meginlandi Evrópu, brottflutn- ingur meðaldrægra kjarnorku- vopna og daglegt samráð Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna um meðferð mála f heiminum öllum skapar nýjan grundvöll fyrir kröfuna um brottför bandaríska hersins, nýjan grundvöll fyrir heim þar sem smáríki taka þátt í samfélagi þjóðanna af fullri reisn og virðingu, í stað þess að vera í gíslingu hjá stórveldunum. Við hljótum því að fagna hinni nýju þróun í Evrópu. Hún opnar nýja möguleika og gefur málstað okkar aukinn kraft. íslendingar hljóta að vera reiðubúnir til víðtækra viðræðna við allar þjóðir Evrópu um þróun álfunnar á næstu árum. Sú þróun snertir ekki aðeins markaðssvæði Evrópubandalagsins sem iöngum er kennt við ártalið 1992, heldur einnig þær öru breytingar sem birtast á degi hverjum austar í álf- unni. Hún snertir einnig tengsl hinna hlutlausu ríkja og smáríkj- anna innan EFTA við hinar ör- lagaríku breytingar á megin- landinu sjálfu. Virk þátttaka íslands í þeim viðræðum ber okkur fs- lendingum að leggja áherslu á baráttuna fyrir friði, lýðræði og raunhæfri afvopnun. Við verðum einnig að tryggja útflutningi okk- ar aðgang að öflugum markaði álfunnar án þess þó að láta af hendi forræði yfir auðlindum hafs og fallvatna. Skilyrðin um for- ræði íslendinga sjálfra yfir auðæf- um landhelginnar, réttur okkar til að vernda lítið hagkerfi gegn drottnun erlendra stórfyrirtækja, andstaðan við yfirþjóðlegar stofnanir sem ella fengju forræði í ísienskum málefnum - þetta eru þeir leiðarvísar sem marka eiga sérstöðu íslendinga í slíkum við- ræðum. Þeir eru skýrir og þeim ber að halda til haga. Þeir mega þó aldrei verða til þess að við tökum ekki virkan þátt í þeirri jákvæðu og stórkost- legu umsköpun sem nú birtist okkur daglega í álfunni, álfunni okkar sem áður skóp heimsstyrj- aldirnar tvær og tortímingu milljóna manna. Hin nýja Evr- ópa getur vissulega gert að engu áhrifasvæði stórveldanna, vikið hernaðarbandalögunum burtu af borðinu, skapað lýðræði og af- vopnun nýja möguleika, leyst smáþjóðir undan oki erlendra herja og flutt bandaríska herinn burt frá íslandi. í siíkri Evrópu eigum við vissulega heima. Verk að vinna Árið 1990 markar upphafið að endalokum sögufrægrar aldar. Að tíu árum liðnum gengur ný í garð. Tíu ár eru ekki langur tími. Á þeim kunna að ráðast stærri örlög en oftast áður í sögu okkar litlu þjóðar. Það er verkefni Al- þýðubandalagsins að tryggja að á næstunni verði hafið það verk sem ég hef hér lýst í stórum drátt- um, að leggja nýjan grundvöll að framtíð ísiands í breyttum heimi. Alþýðubandalagið þarf að hafa áræðni og innri styrk til að veita þá leiðsögn sem nú er brýn. Liðin ár hafa vissulega á ýmsan hátt verið okkur erfiður tími, tími hugmyndalegrar endurnýjunar og nýsköpunar í stefnumótun. í því umbótastarfi sem framundan er verðum við að geta slegið striki yfir hið liðna og látið málefnin og verkefni framtíðarinnar ráða för. Kröftum samtímans og mögu- leikum framtíðarinnar má ekki sóa með því að endurvekja sí og æ orðræður og skak sem á að heyra sögunni til. Rök fortíðarinnar til- heyra fortíðinni. Tilfinningar fortíðarinnar eiga að vera vanda- mál fortíðarinnar. Nú verður að fylgja eftir þeirri nýsköpun sem undanfarið hefur farið fram í flokknum. Það má ekki torvelda umbótastarfið með viðbrögðum sem sprottin eru af sárindum og með vinnubrögðum sem eiga við aðra tíma í sögunni en nú eru uppi, og aðra gerð af stjórnmá- lasamtökum en Alþýðubanda- lagið hefur ásett sér að vera. í flokki okkar eru og eiga að vera margar vistarverur. Hann verður aldrei breiðfylking án þess að umburðarlyndi og fjölskrúðug lýðræðisleg umræða fái að njóta sín til fullnustu. Enginn okkar er handhafi sannleikans. Við eigum öll að bera virðingu fyrir leit hver annars. Skipulag og starfshættir eiga að finna sér farveg í samræmi við óskir hvers og eins og verk- efni líðandi stundar. Hann má ekki leysast upp í frumeindir sem ekki eru í kallfæri hver við aðra, en það er ekki lausnarorðið að steypa hann í stirðnað og óum- brevtanlegt mót. Á þessum landsfundi eru okk- ur birt drög að nýrri stefnuskrá Alþýðubandalagsins. Þau eru ávöxtur starfs sem við ákváðum fyrir tveimur árum að setja í formlegan farveg. Stefnuskráin lýsir þeim viðhorfum sem flokk- urinn hefur í verki fylgt í langan tíma, og færir þau í búning sem hæfir næstu framtíð. Alþýðu- bandalagið er flokkur íslenskra sósíalista, flokkur jafnaðar- manna og félagshyggjufólks. Al- þýðubandalagið er flokkur þing- ræðis og lýðræðis, þar sem máttur fjöldans og skapandi kraftur ein- staklinganna er hreyfiafl hinnar sögulegu þróunar. Alþýðubandalagið hefur ávallt leitað samvinnu við aðra íslenska jafnaðarmenn og félagshyggju- fólk sem starfar á vettvangi ann- arra flokka. Við höfum ávallt kappkostað að ná breiðri sam- stöðu allra þeirra sem aðhyllast hugsjónir jafnaðar og Iýðræðis, félagshyggju og réttlætis. Sósíalisminn - jafnaðarstefnan - er hugsjónin um jafnrétti og bræðralag, samvinnu frjálsra ein- staklinga sem í sameiningu vilja skapa nýja veröld þar sem manngildið og frjáls hugsun, jöfnuður og réttlæti eru í æðsta sessi. Aldahvörf Árið 2001 verður fyrsta ár nýrrar aldar. Árið 2001 verður spurt - hver er í reynd hin nýja heimsmynd? Árið 2001 verður ljóst hvort nýtt samstarf þjóðanna hefur hindrað eyðingu ósonlagsins og bjargað jarðarbúum frá eyði- mörk gróðurhúsaáhrifanna. Árið 2001 verður prófsteinn á hvort hugsjónin um jafnrétti, bræðralag og samhjálp hefur bor- ið sigurorð af kreddunni um markaðsdrottnun peningahyggj- unnar. Árið 2001 - aðeins rúmur ára- tugur þar til það gengur í garð. Tekst á þeim tíma að skapa ís- lenskri framtíð nýjan grundvöll? Tekst á þeim tíma að skapa heim án hernaðarbandalaga, skeið afvopnunar í stað vígbún- aðarkapphlaups? Tekst á þeim tíma að slíta bönd hersetunnar og friðlýsa ísland? Tekst á þeim tíma að veita manngildinu og virðingunni fyrir auðæfum náttúrunnar og gróðri jarðarinnar nýjan sess í verð- mætamati mannkynsins? Tekst á þeim tíma að víkja auðmagninu úr öndvegi og setja manninn sjálfan þess í stað? Árið 2001 - örlagaglíma um hina nýju heimsmynd Manngildið gegn auðgildinu. Gróðurinn gegn tortímingar- eðli efnishyggjunnar. Bræðralag gegn stríðsboðskap og hatri þjóða í millum. Frelsi einstaklingsins gegn frelsi fjármagnsins. Lýðræði fjöldans gegn drottn- un hinna fáu. Árið 2001 - áfangi að nýjum heimi. Önnur öid - æviskeið barna okkar. Það er okkar hlut- verk að skapa lífi þeirra nýjan grundvöll. Það er okkar hlutverk að vísa veginn inn í nýja tíma. Til þess erum við komin hér félagar og vinir. Við ætlum að heilsa nýrri öld undir okkar merkjum. Að vera er að þora. Að vera er að skapa. Höldum með áræðni og styrk til móts við nýja öld. Megi hin nýja heimsmynd færa draum- inn um þjóðfélag jafnréttis og bræðralags, lýðræðis og réttlætis nær veruleika milljónanna sem byggja með okkur öllum þorpið Jörð. Mynd: Kristinn ISKIP FERÐATÆKI, GEISLADISKA, % ÖRBYLGJUOFNA og margt fleira. Okkar annáluðu hagstæðu verð eru á sínum stað og alltaf einhver sértilboð í gangi. Það borgar sig að líta við í OPUS. Verið velkomin, næg bílastæði. Föstudagur 17. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ — SfÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.