Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 16
Frakkar skiptast í tvær and- stæðar fylkingar. Eins og á dögum Júlíusar Caesars eða Dreyfusmálsins ólgar landið af stöðugum flokkadrætti, það líður ekki svo dagur að ein- hverjir málsmetandi menn taki ekki afstöðu með miklum bægslagangi og franska þing- ið er undirlagt af deilum. Reyndar er sýnt að önnur fylk- ingin er allmiklu stærri en hin, en á móti kemur það að þessi klofningur gengur þvert ofan á alla venjulega og hefðbundna flokkaskiptingu í landinu, þeir sem taka sömu afstöðu virð- ast gjarnan hafa ólíka bak- þanka, margir vita ekki sitt rjúkandi ráð, og ekki verður betur séð en sá sem valdið hefur boði tvær andstæðar skoðanir samtímis. Um hvaö standa svo allar þess- ar deilur? Um þrjár unglings- stúlkur í gagnfræðaskóla í bænum Creiir sem heimta aö koma í skólann með hárið vandlega falið í þess konar klút sem þær telja að Kóraninn bjóði þeim að bera á höfðinu. Stoðar lítið þótt ein- staka blaðamenn bendi á að ekki fari sögur af hlálegra deiluefni síðan mjóendingar og digur- endingar áttust við í Putalandi sællar minningar: rökin halda áfram að ganga á víxl íklædd alls kyns stóryrðum. Sumir boða þá kenningu, að það sé angi af kynþáttahatri að meina múhameðstrúarstúlkum að bera þetta höfuðfat sitt í skólum, eins og skólastjórinn í Creil vill gera, og væri mönnum nær að virða það, á þessum upplausnartímum, að til sé ungt fólk sem vilji halda fast í forna siði og séreinkenni. Aðrir segja aftur á móti, að það sé einn af hornsteinum lýðræðis í Frakklandi, að ríkið sé hlutlaust í trúmálum og þá einnig ríkis- skólarnir: þess vegna megi menn ekki láta það viðgangast að nem- endur mæti í skólann með ein- hver áberandi trúarleg tákn - slíkt hafi í för með sér þá hættu að skólarnir breytist í einhvers kon- ar vettvang fyrir látlausar trúar- bragðadeilur og illdindi. „Hlutleysi” ríkisins Ef menn utan Frakklands eiga yfirleitt að fá nokkurn botn í þetta mikla mál, sem virðist nú hafa þokað öllum öðrum deilu- málum til hliðar, verður að segja nokkur orð um stöðu trúar- bragðaílandinu. Grundvöllurinn sem hlutleysi ríkisins í trúmáium hvílir á er aðskilnaður ríkis og kirkju sem gerður var í byrjun aldarinnar, en sá atburður var þó jafnframt nokkurs konar „upp- gjör” franska lýðveldisins við ka- þólsku kirkjuna - sem var þá hlynnt konungsstjórn, íhaldssöm í menningarmálum og hafði lengi gert tilkall til ýmiskonar ítaka í landinu - og komu aðrir trúflokk- ar þar lítið sem ekkert við sögu: mótmælendur studdu að vísu að- skilnaðinn en létu lítið á sér bera, gyðingar höfðu um allt annað að hugsa og ekki voru þá til múhameðstrúarmenn fyrir norðan Miðjarðarhaf. Allar götur síðan hefur þessi staða mótað það sem menn kalla „hlutleysi” ríkisins og skólanna í trúmálum. Vegna gamalla vær- inga hafa menn gjarnan haft til- hneigingu til að líta svo á, að þetta „hlutleysi” sé í rauninni ein- hvers konar barátta gegn ka- þólsku kirkjunni og ítökum hennar í þjóðfélaginu, enda er trúarfræðsla af hvaða tagi sem er útlæg gerð úr ríkisskólum, - þannig að þeir sem þaðan útskrif- ast geta verið gersamlega fáfróðir um biblíuna eða einföldustu grundvallaratriði kristindómsins, - og barnakennarar hafa jafnvel stundum litið á sjálfa sig sem ein- hvers konar „postula” trúleysis og forvígismenn í að kveða niður hjátrú og forneskju. En þegar á heildina er litið er sennilega rétt- ara að túlka „hlutleysið” sem vopnahlé og þegjandi samkomu- lag milli þeirra tveggja aðila sem áttust við í upphafi: þannig virða skólarnir kaþólska helgidaga, t.d. allraheilagramessu og aðrar slíkar hátíðir, þess var jafnan gætt, meðan kaþólska kirkjan krafðist þess á annað borð, að hafa fisk í skólamötuneytum á föstudögum, og reynt hefur verið að hafa kennslubækur þannig að þær brjóti sem minnst í bága við kenningar kirkjunnar. í staðinn hafa kaþólskir menn löngum forðst að seilast til ítaka í skóla- kerfinu, enda hafa þeir fengið að stofna sína einkaskóla og reka þá með ríkisstyrk. Petta fyrirkomuiag hefur löngum staðið svo föstum fótum, að þegar sósíalistar reyndu að breyta því árið 1984 og draga úr styrkjum til einkaskóla voru þeir hraktir á flótta með háðung, því það kom í ljós, að mikill meiri- hluti Frakka var hlynntur styrk- veitingum af þessu tagi, og svíður enn undan þeim ósigri. En að undanförnu hafa þess sést ýmis- leg skýr merki að brestir væru að koma í „vopnahléð”. Kannski má segja að það hafi verið kaþólskir menn sem riðu á vaðið: eftir „sigurinn”1984 byrjuðu þeir á alls kyns undirróðri til að reyna að koma því til leiðar að einhvers konar fræðsla í kristnum fræðum yrði tekin upp í skólum, sem val- grein eða annað slíkt. Pessi undirróður var ekki sér- lega vinsæll meðal þeirra sem vildu koma í veg fyrir aðm kaþól- ska kirkjan fengi aftur ítök í menningarmálum, enda óttuðust sumir þá þegar að hann væri liður í stærri sókn, - þetta gerðist um sama leyti og kirkjan fór að ham- ast gegn kvikmynd Scorseses „Síðustu freistingu Krists”. En málið versnaði til muna, þegar þeir fóru að láta á sér kræla sem ekki höfðu verið aðilar að „vopn- ahlénu” í upphafi. Gyðingar byrjuðu og fóru að heimta að nícisskólar virtu helgidaga þeirra og matarvenjur ekki síður en þeir höfðu jafnan virt sams konar reglur kaþólsku kirkjunnar. Að þessu gátu skólayfirvöld ekki gengið nema að takmörkuðu leyti, og hlaust af því margháttuð spenna: ýmsir gyðingar tóku t.d. upp á því að láta börn sín hrein- lega skrópa á laugardögum. Þeg- ar múhameðsmenn fylgdu á eftir sauð hreinlega upp úr, og voru klútarnir í Creil ekki nema átylla. Þeirri skýringu heyrðist oft fleygt, að þar sem múhameðstrú væri ekki þáttur af franskri menn- ingu frá fornu fari - eins og kristin trú og gyðingdómur eru - væri eðlilegt að áreksturinn yrði harð- ur. Þetta er vafalaust rétt svo langt sem það nær, en þó ekki nema hluti af sannleikanum: svo virðist nefnilega sem hér blandist saman tvenns konar togstreita, annars vegar deilur milli heit- trúaðra manna og ríkisvalds sem vill vera hlutlaust í trúmálum, og hins vegar sú spenna sem skapast af því að til Frakklands eru nú komnir stórir hópar innflytjenda með framandi siði og menningu. Á stuttum tíma hefur sú óvænta staða sem sé komið upp í landinu, að múhameðstrúarmenn eru orðnir næst stærsti trúflokkurinn, á eftir kaþólskum mönnum en á undan bæði mótmælendum og gyðingum, og kemur í ljós, að undir þetta voru Fransmenn alls ekki búnir. En þetta er engan veginn vandamál sem snertir þá eina: svipuð staða hefur komið upp víðar en í Vestur-Evrópu, einkum í Vestur-Þýskalandi og Englandi. Er fróðlegt að bera saman viðbrögðin og velta því fyrir sér um leið hvert þróunin stefnir. Eins og illar pútur í Frakklandi sjálfu hefur þessi samlagning tvenns konar tog- streitu sem sagt leitt til þess að á ólíklegustu stöðum skiptast menn í andstæðar fylkingar, hinir ólíklegustu menn eru allt í einu orðnir samherjar og rök- semdirnar ganga á víxl. Um leið og sú fregn spurðist að skólastjóri í bænum Creil hefði bannað þremur námsmeyjum að mæta í tíma með hárið vafið inn í þennan margumtalaða klút, sem nefnist „hidjab” á arabísku, varð uppi fótur og fit og talsmenn þek- ktustu samtakanna sem berjast gegn kynþáttahatri (þau nefnast „SOS-kynþáttahatur”) lýstu því yfir, að þetta bann væri merki um kynþáttafordóma af versta tagi: klútur þessi væri þáttur af siðum og menningu múhameðstrúar- manna og særði það siðgæðis- og blygðunartilfinningu trúaðra kvenna að þurfa að taka hann niður - þeim fyndist þær þá vera kviknaktar.... Auk þess yrðu skólayfirvöld að virða „frelsi” námsmeyjanna. Nú sýnir reynslan að það eru lítil takmörk fyrir því hvað hægt er að fá vinstri menn til að gleypa með því að ógna þeim með þeirri ljótu Grýlu að ella skuli þeir kynþáttahatarar heita. Þessi rök skutu því mönnum illyrmislega skelk bringu á vinstri vængnum. Og áður en þeir voru fyllilega búnir að átta sig, komu önnur rök úr gagnstæðri fylkingu sem stefndu í sömu átt. Það er hlálegt tímanna tákn, sögðu ýmsir menn utarlega til hægri, að skólayfirvöld skuli amast við því að stúlkurnar vilji klæða sig eins og trú þeirra fyrir- skipar þeim, meðan þau láta afskiptalaust að námsmeyjar komi í skólann í rifnum galla- buxum og málaðar eins og illar pútur... (þetta er orðrétt tilvitn- un). Þær stjórnir sósíalista og hálfsósíalista sem með völd hafa farið í landinu, sögðu þessir hægri menn, hafa viljað valta yfir allan mismun á mönnum af ólfkum uppruna og gera lítið úr trúar- brögðum og lífsstefnum með því að gera þetta að einföldum skoð- anaatriðum. Einn af kunnustu blaðamönnum yst til hægri hvatti stúlkumar þrjár í Creil einarð- lega til að standa sig og láta hvergi undan... Loks lýstu ýmsir málsvarar kaþólskra manna og gyðinga yfir því, að þeir hefðu fullan skilning á málstað þessara námsmeyja og samúð með hon- um. Með slíkan hakhjarl vom múhameðstrúarmenn í París óhræddir við að fara í mótmæla- göngu gegn skólastjóranum í Creil: fyrir henni stóðu þau samtök sem kröfðust þess í fyrra að bók Salmans Rushdie yrði bönnuð... Tákn um undirokun Ástæðan fyrir því að „kyn- þáttahaturs-Grýlan” hafði þó ekki meiri áhrif vinstra megin en raun ber vitni var sú, að hún rak sig óþyrmilega á aðra rótgróna hefð vinstri manna, sem sé bar- áttuna gegn íhlutun trúflokka: margir þeirra voru enn í sárum eftir deilurnar 1984 og staðráðnir í að láta ekki beygja sig aftur, og nú fengu þeir dyggan stuðning margra sem höfðu verið andstæð- ingar þeirra þá. Umræðurnar um málið urðu ruglingslegri fyrir þá sök, að menn rugluðu gjarnan saman þessum „múhameðstrúar- klút” eða hidjab, sem lítur sak- leysislega út, og þeirri blæju eða tsjador. sem konur bera í mörg- um löndum múhameðstrúar- manna og er dálítið annað fyrir- bæri. En ekki skorti rökin. Þeir sem voru andvígir trúar- táknum innan veggja skólanna , vildu ekki fallast á að klútar af þessu tagi væru einföld „hefð”: bæði um þá og ekki síður blæjuna hefðu staðið miklar deilur meðal múhameðstrúarmanna sjálfra sögðu þeir, og væri þetta „klúta- mál” nú engin tilviljun heldur lið- ur í skipulagðri herferð samtaka heittrúuðustu fylgismanna Spá- mannsins. Það væri fráleitt að halda að námsmeyjar í Creil og annars staðar hefðu sett upp þennan klút „af frjálsum vilja”, - þær væru undir miklum þrýstingi frá fjölskyldum sínum og imam staðarins. Með því að leyfa þetta trúarlega tákn myndu skóla- yfirvöld taka afstöðu í innbyrðis deilum múhameðstrúarmanna, sem sé með þeim sem heit- trúaðastir væru, og leyfa þeim þannig að beita þrýstingi gegn þeim námsmeyjum sömu trúar sem vildu ekki bera þetta tákn. í þessu sambandi var oft bent á að blæja, tsjador, hidjab og allt slíkt væri fyrst og fremst tákn um þá undirokun sem konur yrðu að sæta í löndum múhameðstrúar- manna - tákn, sem þær hefðu gjarnan barist gegn á síðustu ára- tugum - og væri það ekki tilvilj un að þegar heittrúarmenn færu á stúfana bitnaði það fyrst á kon- um. Samsæri trúardeilda? Eftir að hafa svarað á þennan hátt kenningunni um að það væru „kynþáttafordómar” að amast við þessum margumtalaða klút - og deilurnar um þetta ollu þegar klofningi innan samtakanna „SOS-kynþáttahatur” - sneru andstæðingar þessa trúartákns sér að því að verja hlutleysi skól- anna í trúmálum. Héldu þeir því fram að hvers kyns undanláts- semi væri varhugaverð: stuðning- ur kaþólskra manna og gyðinga við klútaburð væri gruggugt samsærisbrölt og hefðu þeir í undirbúningi nýja sókn, því fengju múhameðstrúarmenn sínu framgengt væri ekki hægt að banna öðrum að bera sín eigin trúartákn - eða sitja heima á sín- um eigin helgidögum eða eitthvað enn annað. Var þá rifjað upp hvernig múhameðstrúar- menn studdu kaþólska í tilraun- um þeirra til að fá kvikmyndina um „Síðustu freistingu Krists” bannaða, og hvernig kaþólikkar studdu í staðinn fylgismenn Spá- mannsins í deilunum um skáld- sögu Salmans Rushdie... Og svo sögðu skólastjórar víða um land frá því, að þeir hefðu leyft þennan múhameðstrúarklút í skólum sínum án þess að það færi hátt, en þá hefðu gjarnan komið fram nýjar kröfur: stúlkur sem fengju að bera klútinn heimtuðu þá næst að vera undan- þegnar leikfimi, sundi og öðrum tímum, t.d. náttúrufræðitímum. sem þær segðu að væri andstæðir trúnni. Það hefði jafnvel komið fyrir að múhameðstrúarstúlkur neituðu að mæta í tónlistar- tímum, því tónlistin sneri mönnum burt frá Allah... Og múhameðstrúarmenn væru einn- ig farnir að amast við því að piltar og stúlkur væru saman í tímum. Þess vegna sögðu skólastjórarnir að hvergi mætti slaka á, og undir það tóku í einum kór allir þeir hægri menn sem af einhverjum ástæðum hafa horn í síðu innflytj- enda í landinu. Ráövilltur ráðherra í þessum deilum virtist menntamálaráðherra alveg ráð- villtur: hann boðaði hlutleysis- stefnu skólanna í trúmálum og bann við öllum trúartáknum innan vébanda þeirra, en þó skyldi leyfa klútana ef ekki væri hægt að fá nemendur ofan af því með neinum fortölum að bera þá... Var þetta að ákveða stefn- una og uppgjöfina í senn. Þegar deilurnar hörðnuðu, andstæðing- ar klútanna virtust hafa betur og það leit jafnvel út fyrir að franskir kennarar væru allir sem einn komnir í einhverja allsherjar krossferð gegn þessum skelfilegu klútum, var það síðasta fangaráð menntamálaráðherra að leggja málið undir þann dómstól sem kveður úr um það hvort lög og reglur séu í samræmi við stjórn- arskrána eða ekki. Og þar við sit- ur nú. En það hlálegasta við þetta allt er, að í þeim nágrannalöndum þar sem ríki og kirkja hafa ekki verið aðskilin, hafa múhameðs- trúarstúlkur mætt í skóla með sína klúta á höfðinu án þess að af því hafi sprottið nokkrar deilur... Menn skyldu þó ekki hæðast um of að Fransmönnum: vandamál af þessu tagi eiga áreiðanlega eftir að skjóta upp kollinum í framtíðinni víða í Vest- ur-Evrópu. e.m.j. Trúar- bragða- deilur út af klút Stúlkurnar þrjár i Creil, Fatima, Samira og Leila. 16 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. nóvember 1989 | ('• ooeaea • imis nival>iy3R sor • m TUAflesanAJBueua

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.