Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 21
Fjórir dansar Pars pro toto sýnir í Iðnó: FJÖGUR DANSVERK eftir Láru Stefánsdóttur, Ingólf Björn Sigurðs- son, Hany Haday og Syiviu von Kosp- oth. Nú eru sex sýningar að baki á fjórleik danshópsins Pars pro toto í Iðnó. Það má telja til stórra tíðinda þegar sjálfstæður sam- vinnuhópur dansara, dansahöf- unda og leikara tekur sig til og kemur fjórum nýsmíðum á fjal- irnar. Listdans er þrátt fyrir allt dansstússið á þjóðinni tjáningar- form sem á brattann verður að sækja. Við erum stefnulaus í danslist okkar þótt að hér á landi sé rík og fjölmenn hreyfing sem stundar dans að staðaldri. Hér virðist vera gjá milli þeirra sem stunda dans sem listgrein og hinna sem stunda dans sem tóm- stundagaman, líkama og sál til fullnægju. Ekki er mér ljóst hvernig þetta bil verður brúað þannig að þessir tveir heimar mætist og listdans hljóti hér þann sess sem greinin verðskuldar. Ljóst er þó að hræringar kringum íslenska dansflokkinn kalla á að þessi mál verði skoðuð og rædd. Þetta er tilraunaflokkur að upplagi. Hann hefur hygg ég staðið að einni sýningu og nú gefst mönnum kostur á að sjá af- rakstur af samvinnu þessa unga listafólks í fjórum verkum. Dag- skráin er falleg og verkefnin öll spennandi, hvert á sína vísu. Hér verður sá kostur valinn að fjalla um hvert þeirra fyrir sig. ORANTE ‘89 eftir Sylviu Kospoth. Tónlist eftir Sofíu Gubaidulina. Dans- arar: Lára Stefánsdóttir og Hany Ha- dava. Fyrsta verkið á efnisskránni er dans fyrir tvo í tveim aðskildum þáttum. Dansinn er tilbrigði við þemað um einmanakennd og ást, samskipti karls og konu, stríð og sátt. Hann er einfaldur og þröng- ur í uppbyggingu, þemað er skoðað í nokkuð fábrotnu formi, elti sem er tjáð á kaldhamraðan máta af þeim Láru og Hany, nán- ast tilfinningasnauðan andstætt blæbrigðaríkri tónlist sem vissu- lega gaf tilefni til dramatískrar túlkunar og ofsalegri. Þannig gat gisið söguefni dansins miðlað meiru en raun varð á. Hany reyndist vera fimur og stinnur dansari. Lára varð hinsvegar að sýna tilbrigði við mímuleik sem voru ósannfærandi og ekki nógu hnitmiðuð. Og þar sem kvöldið hefst á Orante ’89 má að ósekju huga að áhorfandanum: er hreinn dans án skýrrar sögu á- kjósanlegur fyrsti réttur á boð- stólum? LAUS FESTA eftir Ingólf Björn Sig- urðsson. Tónlist eftir Pál Svein Guð- mundsson. Leikmynd og búningar: Anna Þ. Guðmundsdóttir/Ásdís Guð- jónsdóttir. Dansarar: Auður Bjarna- dóttir, Lilja ívarsdóttir, Margrét Gísladóttir, Björgvin Friðriksson, Friðrik Thorarinsson, Ingólfur Björn Sigurðsson. Hér er meira færst í fang. Tónl- istin er kollage af ýmsum kunn- uglegum hljóðum. Ómstríð, margbreytileg og gefur óteljandi möguleika. Aftur er viðfangsefn- ið samband/sambandsleysi, draumur um tengsl eða tengsl í raunveruleikanum. Þetta verk Ingólfs var að mínu mati há- punktur kvöldsins, fallegt og hríf- andi, fullt af gildum hugmyndum og tengslum sem hófu hugann á loft. Hér er leikið með ýmis form, rásir með endurtekningum, rof og hik einfara í hóp, tvenndir sem rofna og myndast á ný. í miðju verksins eru Auður Bjarnadóttir. Hún er ekki viljandi sá möndull sem dansinn snýst um en tjáning hennar er ekki einhöm, mótun hennar í hreyfingum er slík að augu manns festast á henni og PÁLL BALDVIN BALDVINSSON fylgja henni eftir. Allt hennar fas er miðað og skilar sér fullkom- lega í fallega blæbrigðaríkum sviðbrigðum. Mér skilst að Auður dansi nú á ný eftir nokk- urn tíma og góða eigum við að ef hún getur miðlað okkur áfram af list sinni og kunnáttu um nokkurt skeið. Vitaskuld verður hennar þátt- ur ekki sem raun ber vitni nema fyrir þá sök að heildarmynd dans- ins er góð. Niðurskipan hans í rúmið hugsuð og nýtir það vel. Leikurinn með bandið, þráðinn sem rofnar, flækist og huggar í gælum, er góð hugmynd en nýtist ekki til fulls - gildari þráð? En eftir ágæta frammistöðu Ingólfs og hans manna var maður ham- ingjusamur. VERA eftir Láru Stefánsdóttur. Tón- list eftir John Speight. Leikmynd og búningar eftir Ragnhildi Stefánsdótt- ur og Friðrik Weishappel. Dansarar: Auður Bjarnadóttir, Helga Bern- hard, Guðmunda Jóhannesdóttir og Katrín Þórarinsdóttir. Einleikari á klarínett: Jón Aðalsteinn Þorgeirs- son. Þriðja verkið á dagskránni galt þess að það byggði á nokkuð ó- ljósri hugmynd. Andstætt verki Ingólfs tókst ekki til fulls að lík- amna dansinn og hygg ég að þar hafi árekstur orðið milli efnis og forms. Leikmyndin minnti óþægilega á kunna leikmynd eftir Svoboda, og sú tilfinning sem ég gat ráðið úr dansinum um hring- rás í reynslu stúlkubarns/móður/stúlkubarns var ekki fullnægjandi. Aftur hljóta áhorfendur að krefjast samsvörunar milli yfirlýsts til- gangs, söguefnis og árangurs. Hér mátti enn kalla fram nánari skyldleik við dramað, átök í dansinum til að skerpa merkingu hans og tilgang. SAGA ÚR EDEN eftir Hany Hadaya. Tónlist eftir Oswald von Wolkenstein og fl. Leikmynd og búningar: Ólöf Ingólfsdóttir og Ingiríður Lúðvíks- dóttir. Dansarar: Arni Pétur Guð- jónsson, Ólafía Bjarnleifsdóttir, Birg- itta Heide, Óskar Ingólfsson og Ric- hard Korn. Síðast á dagskránni var gaman- leikur um hið eilífa stef sköpun- ar, losta, tryggð og þrá. Höfund- urinn stillir saman leik, dansi og tónlist í grátbroslega mímu um karla og konur, sköpun og synd. Hér lá söguefnið ijóst fyrir en var á hinn bóginn tæpast klætt nógu fjölbreytilegum tilbrigðum um breytni hins gamla Adams. Hér var aftur brotið uppá nýstáriegu formi og þótt stórbrotnar hreyf- ingar leikara, hljómlistarmanna og bassa séu mikið á skjön við dansmennt stúlknanna, verður þeirra þáttur að teljast dans og skemmtileg slaufa á kvöldið. í heild litið var sýning Pars pro toto hressandi og skemmtileg. Þeir sýna aftur laugardag og sunnudag og blessuð skellið ykk- ur niðrí Iðnó. Ég vil samt hvetja hópinn enn frekar til að skoða átökin í danssköpun sinni sem kveikju sögunnar, grunn við hreyfingunni. Vænlegt væri að leita frekara samstarfs við mynd- listarmenn. Umfram allt látið okkur sjá! Dansinn verður að brjótast úr því sviplitla lukta fasi sem hann hefur verið læstur í svo lengi. Lífsnautnin Eva Luna eftir Isabel Allcnde Tómas R. Einarsson þýddi 256 bls. Mál og menning 1989 Út er komin á íslensku þriðja og nýjasta skáldsaga chileanska rithöfundarins Isabel Allende sem heimsótti okkur í hittifyrra þegar Hús andanna kom hér út, sællar minningar. Sögusviðið er Suður-Ameríka eins og fyrr, þó ekki Chile. Eva Luna gerist í landi sem liggur að Karíba hafi, þar sem eru vellandi olíulindir, og berast böndin óðara að Ven- ezúela. Þar fékk Isabel Allende einmitt hæli þegar hún flúði föðu- rland sitt eftir að herforingjar hrifsuðu völdin af löglega kjör- inni stjórn og myrtu föðurbróður hennar, félaga forseta Allende. Eva Luna minnir að ýmsu leyti meira á Hús andanna en Ást og skugga sem kom út hér í fyrra. Sagan er geysilega viðburðarík og teygir sig yfir mestalla öldina, persónur eru undramargar og sumar alleinkennilegar. Eva Luna, söguhetja og sögumaður sem rekur ævi sína fyrsta aldar- fjórðunginn, er fædd í stríðinu, við skulum nefna árið 1943 til hægðarauka, það getur passað. Hún segir líka sögu móður sinn- ar, Consuelo þjónustustúlku, sem er ekkert unglamb þegar hún eignast hana, gæti verið fædd um 1910. En lengra aftur nær ættar- saga Evu ekki því Consuelo er munaðarlaus og meira en það, enginn vissi hvaðan hún kom í trúboðsstöðina í miðjum frum- skóginum þar sem hún ólst upp. Hvít er hún á hörund og eldrauð- hærð og deyr þegar dóttir hennar er sjö ára. Þá fer Eva í vist í hús- um fína fólksins og flækist víða. Faðir Evu er indíáni sem er úr sögunni þegar hann hefur barnað Consuelu. Engin útlitslýsing er á söguhetju, en káputeiknarinn, Robert Guillemette, er viss um að Eva hafi erft háralit föðurins en ekki móðurinnar. Eva Luna ákveður með sjálfri sér að hún sé falleg og hugsar svo ekki um það meir, en víst er að hún heillar karlmenn, allt frá götustrákum og tyrkneskum kaupmönnum til Tolomeo Rodriguez, yfirmanns alls herafla landsins. Þó á hún ekki önnur auðævi en lífs- nautnina sem fylgir nafninu og sögurnar sem hún segir hverjum sem heyra vill og ekkert lát er á. Víkur þá sögunni til Austurríkis Fljótlega eftir að Eva byrjar sögu sína tekur hún upp annan þráð, aðra aðalpersónu í fjarlægu landi. Átta árum áður en Eva fæðist kemur í heiminn lengst austur í Evrópu drengurinn Rolf Carlé. Faðir hans er kennari og heimilisharðstjóri sem endar ævi sína á skelfilegan hátt þegar drengurinn er á fermingaraldri. Móðir hans sendir hann þá til frænda síns í hinu ónefnda landi Ameríkuríki og þar fylgjumst við grannt með ævi hans án þess að hún komi nokkuð nálægt Evu, lengi vel. Eins og tvær söguhetjur, hvor í sinni sögu, væru ekki nóg bætist sú þriðja við skömmu á eftir Rolf. Það er Huberto Naranjo, hinn íturvaxni og karlmannlegi fyrir- liði götustrákanna framan af og skæruliðanna í fjöllunum seinna meir. Þau Eva kynnast á unga aldri, hann er tveim árum eldri en frjóa hún og verður einn af örlaga- völdum í lífi hennar. Úr lífsþráðum þessara þriggja heimilislausu flækinga fléttar Isa- bel Allende viðburðaríka sögu sína, með millitilvísunum og merkilegum forspám til að auka á j spennuna, og undir lok sögunnar þættar hún alla þræðina listiiega saman. Þá er komið árið 1968 sem Eva, Rolf og Huberto halda upp á með einstæðum hætti. Þá er líka komið að hápunkti sögunnar og sögulokum, fyrir utan stuttan endi þar sem Isabel bæði seður forvitni lesenda sinna og ögrar þeim. Listrænn hápunktur verksins finnst mér vera aðeins fyrr, í sög- unni sem Eva segir Rolf um sagn- akonuna sem skáldaði stríðs- SIUA AÐALSTEINSDÓTTIR manninum minningar þangað til hún átti engar eftir handa sjálfri sér einni. Þetta er margslungin dæmisaga um skáldskap og ást sem á vel við bækur Isabel Al- lende. Sagnasjóður Frásagnarháttur Evu Lunu er djarfur, byggður upp af sterkum myndum og mögnuðum andstæð- um. Með vitin full af ilmi af langþráðri hérasteik förum við með móður og börnum til að grafa fórnarlömb útrýmingar- búða nasista fyrir utan austur- ríska þorpið þar sem Rolf er alinn upp. Á skrifstofugólfinu, önnum kafin við hversdagslega iðju sína, fæðir skúringakona barn með tvö höfuð, annað hvítt og hitt svart. Söguefnið er svo mikið og marg- víslegt að norrænir nýraunsæis- höfundar hljóta að fýla grön yfir bruðlinu. Sagan af geipilegri hefnd þorpsbúa fyrir morðið á syni Inezar kennara væri til dæm- is efni í langa og mergjaða smá- sögu; hún tekur tæpa blaðsíðu í bókinni. Hreystiverk söguhetj- anna í bókarlok væri eitt sér efni í heila skáldsögu. En hér er óþarft að teygja lopann, sögurnar vella og bullast upp eins og leir í heit- um hver. Evu Lunu hefur verið líkt við sápuóperur sjónvarpsins sem reyndar koma mikið við sögu í bókinni, og vissulega skrifar Isa- bel Allende ævintýralegar sögur um konur og karla þar sem snögglega er skipt milli sjónar- sviða og skammt er milli stórvið- burða. I sögum hennar skipta til- finningar líka miklu máli, meira en annað, og þó að hún viður- kenni fúslega að ástin geti verið hverful er hún rómantísk og trúir því jafnvel að einhvers staðar eigi fólk sinn útvalda, „maka” sinn, sem það hittir ef það er lánsamt. En fólk Isabel Allende lifir ekki í tómarúmi, þar skilur með því og persónum sápuóperanna. Á bak við það er fortíð, saga, full af viðburðum og manneskjum; umhverfis það er þjóðfélag, þétt- skipað fólki sem á sér fortíð og sögu, og framundan er líka tími og spurningin alltaf nálæg: hvern- ig viljum við hafa framtíðina? Erum við ánægð með skipulagið eins og það er? Er hægt að breyta því og þá hvernig? Hvað með öðru gerir þetta sögurnar hennar seðjandi, vegna þess að lesendur finna að söguhetjur lifa áfram þó að sögunni ljúki. Dásamleg bók. Orðmargur, litríkur stíll sög- unnar nýtur sín vel í íslenskri þýð- ingu Tómasar R. Einarssonar. En hann er byrjandi og vandað málið verður einstaka sinnum klisjukennt og teygt. Það er óþarfi að „yfirgefa hús” þegar maður er bara að fara út. Sögnin að ríkja og skýringatengingarnar þannig, því og þess vegna eru of- notaðar, einkum framan af, sömuleiðis ábendingarfomöfnin sá og þessi, en þetta eru lítil at- riði. Kápumyndin af litlu stúlkunni með svuntuna sem stelst til að horfa á málverkið í stofu hús- bændanna segir manni meira að lestri loknum en áður en maður byrjar á bókinni. Hún stæði betur sjálf ef meiri mynd væri á mál- verkinu en það hefði ef til vill hlaðið of miklu á kápumynd sem þarf að vera einföld. Útlit bókar- innar er prýðilegt. Föstudagur 17. nóvember 1989 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.