Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 20
Af hverju eru allir svona daprir? Að sjálfsögðu vegna þess að þeir þora ekki, kunna ekki eða vilja ekki viðurkenna veruleika sinn. Oft fer þetta allt saman og er í samræmi við þjóðarsálina. Þegar ég vann fyrir mörgum árum, sem hjúkrunarmaður á Kleppi, komu margir inn á þess- um árstíma. Þetta var á þeim tíma, þegar íslendingar héldu að þeir væru hraustasta þjóð í heimi, ofan á alla bjartsýnina. Þar af leiðandi var það skömm og ræf- ildómur ef menn voru líkamlega veilir - þeir töldust til pappírs- búka. Að vera sinnisveikur var smán, sem best var að fela. Þeir sem komu inn voru haldn- ir einhverri „skammdegisveiki". Sjálfir sögðust þeir ekki vera veikir. Væri spurt, hvers vegna þeir hefðu komið var svarið: Af því bara. Síðan voru þeir „inni“ í þrjár vikur og fóru þá aftur út á lífið sem kallað er. Mér eru minnisstæðir menn- irnir sem höfðu eitt svar við öllu: „Af því bara“. Ekki vegna þess að þeir væru einu „af því bara mennirnir á íslandi", heldur af því þeir gáfust á vissan hátt upp fyrir getuleysi við að greina and- legar útlínur sínar. Þeir komu „inn“ sökum dapurleika á deildir, sem veittu þeim aðeins öryggi með nógri birtu, róandi lyfjum og velvilja starfsfólksins. Ekki koma allir daprir inn á geðdeildir, hvorki í skammdeg- inu á veturna, né í náttleysinu á sumrin. Menn láta sig hafa það, hvað þeir eru daprir, stundum frá vöggu til grafar, vegna þess að kvíði tilverunnar hrjáir þá alla tíð. Sumir menn - og þannig erum við flest - eru daprir af ákveðnum ástæðum. Þeir þekkja þær en þora ekki að láta slíkt í ljós nema kannski undir rós. Þess vegna temja þeir sér „af því bara til- veru“ í umgengni við aðra og sjálfa sig, í von um betri tíð og nýja sannfæringu. Um þessar mundir eru margir sósíaiistar daprir vegna atburð- anna í Austur-Evrópu. Margir láta eins og „þeir hafi alltaf vitað þetta“. Ýmsir viðurkenna vissan grun, en samt... Það sem þeim gremst mest er að þeir geta ekki króað sökudólgana af, þá „sem tróðu lyginni í þá“, mennina sem höfðu „séð þetta“, þótt þeir segðu allt annað en sjónin og sannleikurinn krafðist. I raun og veru langar hina sviknu að halda „lygalaupabrennu" fyrir allra augum. En... við lifum í siðuðu samfélagi, þar sem öllum er leyfi- legt bæði að ljúga og segja satt, trúa eða trúa ekki. Þar af leiðandi verður hvorki hugurinn hreinsað- ur né sálin með því að brenna lygalaupa á báli. Það er bara að þrauka, bíða eftir nýju bjartsýn- iskasti, nýjum sannleika, og strengja þess heit, að leyfa eng- um að leika á mann þá. Margar konur eru daprar, vegna þess að þrátt fyrir það að þær hafi kosið Kvennalistann hefur ekkert miðað áfram í jafnréttisátt. Sú lýðræðislega að- ferð Listans að takmarka þing- setu kosinna fulltrúa kvenna á Alþingi hefur aðeins ýtt undir flótta frá ábyrgð stjórnmálanna. Það hefur líka sýnt sig, með þing- setu fulltrúa hans, að auðveldasta leiðin frá vanda er að vilja aðeins takast á við hann með orðum, en forðast að lenda í fangbrögðum við meinin. Vegna þess að hræði- legi vandinn og veruleikinn eru ljótir, óhreinir, klúrir og karlkyns. Hvernig stendur á því að hug- sjón kvenna hefur æxlast þannig? Svarið er „af því bara“. Konur geta ekki tekið í lurginn á konum, brennt læpurnar á pól- itísku báli. Og þess vegna er bara að bíða fram á nýja öld, með nýj- ar kvenhugsjónir. Þeim hefur alltaf skotið upp í iok alda og byrjun þeirra. Af hverju eru kristnir menn daprir? Vegna þess að nú er alveg öruggt að guð skapaði ekki heim- inn. Lífið er meira að segja allt öðruvísi en maður las um það í náttúrufræðinni. Þar var því haldið fram að aðeins hestar og asnar gætu blandað kyni, en með „nýjustu tækni og vísindum" er hægt með „frumubrengli" að búa til menn jafnvel með rottuhausa. En það er ekki hægt að halda „guðsbrennur" og brenna guð á biblíubáli. Menn verða bara að láta sig hafa það, hvernig málum er komið í trúmálum. Það þýðir ekkert að draga prestana fyrir al- þýðudómstóla, sem hverja aðra lygalaupa. Þó er til einn hreinsunareldur við alþýðuhæfi: sjónvarpið. Þeir sem sitja fyrir alþýðudóm- stólum næstum öll kvöld eru stjórnmálamennirnir, einkum þeir sem eru í ríkisstjórninni. Þeir mega varla fá sér kaffisopa, án þess að fréttamaðurinn Ingimar Ingimarsson (sem hefur hlotið sæmdarheitið „sjónvarpssvip- an“) sé kominn með hljóðnema og kvikmyndavél til að spyrja lýðinn: Borgaðir þú fyrir þennan kaffi- bolla úr eigin vasa? Alþýðudómstóll er inni í stofu á hverju kvöldi og fólk fær að æsa sig (en bara inni í stofu) einsog á tímum nasismans í Þýskalandi og eftir byltingarnar í alþýðulýð- veldunum, með alþýðudómstól- ana sína. Þar voru allir að hreinsa sig með heilagri, logandi reiði. Maður verður að láta sig hafa þetta í sjónvarpinu, í von um að sannleiksleitendur og „alþýðu- svipur" nútímans, fréttamennirn- ir, fái sig brátt meira en fullsadda og sætti sig við gamla þjóðlega og lítilláta svarið við spurningunni: Hvers vegna er spilling á ís- landi? Nú, af því bara. Hægrimenn eiga þá von, að jafn skjótt hættir þjóðin að vera samsafn ónýtra pappírsbúka. Hún verður hraust á ný, sívinn- andi. Splunkunýr Ólafur Thors fæðist þá. Og hann mun loksins efna loforð sitt og draga penna- strikið fræga yfir öll „vandamál lifandi stundar og nútímans“. Familíubisniss Þjóðleikhúsið sýnir á stóra sviðinu: LÍTIÐ FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI eftir Alan Ayckbourne. Þýðingogstaðfærsla: Arni Ibsen. Leikstjóri: Andrés Sigurvinsson. Leikmynd: Karl Aspelund. Búningar: Rósberg R. Snædal. Tónlist og hljóð: Hilmar Örn Hilm- arsson. Lýsing: Páll Ragnarsson. Leikendur: Anna Kristín Arngríms- dóttir, Arnar Jónsson, Björn Karls- son, Gísli Rúnar Jónsson, Helga Braga Jónsdóttir, Jóhann Sigurðar- son, Lilja Guðrún Þorvaisdóttir, Lilja Þórisdóttir, Margrét Guðmundsdóttir/SigríðurÞorvalds- dóttir, Ölafur Guðmundsson, Róbert Arnfinnsson, Sigurður Sigurjónsson, og Sólveig Arnarsdóttir. Borgar sig að staðfæra hingað gamanleiki sem eru rótfastir í öðru samfélagi en okkar? Raunin hefur sýnt að landinn kann stað- færslum vel þótt þær hafi oftast verið á nokkuð yfirborðskenndu plani, mönnum hafi dugað að heimfæra nöfn á persónum og fyrirtækjum, lagfæra tilvísanir þannig að hinn ytri heimur í samfélaginu passi við reynslu- heima áhorfenda. Hugmyndin um staðfærslu eða adapteringu á sér víðast hvar mun dýpri rætur og er þá ekki endilega bundin hreinum yfir- borðsatriðum. Hún næristgjarna á talþjálfun leikara í ólíkum mállýskum, djúpstæðri skoðun á samstæðum menningarkimum eða atvinnuháttum. Er í raun rót- tækari og djúpsæknari en sú til- raun sem líta gat á sviði Þjóðleik- hússins liðið föstudagskvöld. Sú staðfærsla var heldur aumt yfir- klór í annars ljómandi lipurri og fyndinni þýðingu Árna Ibsen á nýlegum gamanleik eftir krýndan meistara Breta í gamanleikja- gerð, Alan Ayckbourne. Hann hefur á tveim áratugum skrifað rúmlega fjörutíu gaman- leiki en hefur ekki náð neinni fót- festu hér á landi þótt tveir þeirra hafi verið settir hér á svið og þeir báðir reyndar notið talsverðrar hylli víða um heim. Ayckbourne er afburðasnjall höfundur. Verk hans eru ríg- bundin í stofunaturalismann, hefðbundin í formi og standa föstum fótum í gamalli hefð sem byggir á því að fátt er sagt, ekkert ýict, en áhorfendum látin eftir fyndnin í bókstaflegri merkingu þess orðs. Verk hans eru í fram- haldi af því bæði hnyttin og kostuleg, líka í bókstaflegri merkingu, en allt er þetta undir merkjum þess eðlilega. Texti hans er þannig til dæmis gerólík- ur breskri farsahefð eins og hún var mótuð af Travers og Woo- dhouse. Hann á ákaflega lítið skylt við Feydeau og Fo svo nefn- dir séu til tveir farsameistarar sem kunnir eru hér á landi. Leikurinn sem Þjóðleikhúsið frumsýndi á föstudag var skrifað fyrir stóra sviðið í Þjóðleikhúsinu breska, stórt vængsvið enda gerir höfundurinn ráð fyrir mörgum eru nánast á sama báti en vilja allir róa í sitthverja áttina. Sig- urði hefur verið hent inn sem hláturgjafa og ferst það sæmilega úr hendi. Hann finnur sig mis- jafnlega vel í fimm hlutverkum, stundum brilljant en oftar ó- markviss, jafnvel vandræða- legur. Gísli Rúnar er að leika í allt annarri sýningu. Hann virðist ekki hafa hugmynd um hvert hlutverk sitt er í fléttunni, hvaða tón persónan gefur í framvindu verksins. Skopmyndin sem hann dregur upp er samt unnin af þess- ari smásmygli sem hann einn ræður yfir. Gerð persónurnar verður hinsvegar nokkuð vélræn hjá honum, ekki nógu afslöppuð. Arnar Jónsson er aftur að leika í farsa, sprangar um vanstilltur, yfirborðskenndur og fullkomlega ósannfærandi, enda leyfi ég mér að efast um að þetta hlutverk hæfi hans dramatíska skapi. Það er nánast sniðið fyrir leikara sem hefur „understatement" á valdi sínu og þannig hefur Arnar Jóns- son aldrei unnið. Ljóst má vera af framansögðu að sýning Þjóðleikhússins á Litlu fjölskyldufyrirtæki heppnast síður en svo vel. Hún er misleit, stíllaus og losaraleg. Hér verður að kalla til ábyrgðar bæði leikstjórann sem ræður ekki við verkefnið, leikhússtjórnina sem í veigamiklum atriðum tekur rang- ar ákvarðanir um hlutverka- skipan, jafnvel leikstjóraval, því þótt Andrés hafi sýnt og sannað að hann sé þess verður að fást við leikstjórn í atvinnuleikhúsi hefur hann ekki til þessa sannað hæfni sína á naturalískum verkefnum. Hann leitar alltaf út úr ramma hins hefðbundna stofudrama. Eitt dæmið um það er val á sam- starfsmönnum í tónlist og hijóð- um við sýninguna. Þó Hilmar Örn sé prýðis listamaður á sínu sviði og eigi óefað erindi í leikhús, þá hygg ég að vand- fundnari sé maður sem á jafn lítið saman að sælda við heimssýn og list Alan Ayckbourne. Þessir pilt- ar eiga að vera að fást við verk full af spurn, ógn og seiðmagni, nú- tímaleg verk, tilraunaleikhús. Stofudramað er ekki á þeirra landakorti. Það er næstum ljótt að senda þá þangað. Hitt má líka vera ljóst að frum- sýningargestir skemmtu sér mjög vel á sýningunni. Þrátt fyrir alla sína bresti er hún víða fyndin. Hún verður aldrei óhugnanleg og hún kallar aldrei til spurnar þá hugmynd manna um breska við- skiptahætti, breskan heiðarleika sem höfundurinn vildi tæta niður, einungis vegna þess að dæmin utn hið gagnstæða blöstu við allra augum. Enda má spyrja hvort að slík siðfræði eigi nokkra stoð í okkar veruleika, afhjúpun á því orðagjálfri nokkurt erindi við okkar áhorfendur. Svari hver fyrir sig. sviðsmyndum sem geta nánast staðið hlið við hlið á sviðinu, nokkur heimili, svefnherbergi, böð, stofur, forstofur, anddyri og eldhús. í þröngu sviðsopi Þjóðleik- hússins er mönnum nokkur vandi á höndum. Þeir hverfa frá því að nota hringsviðið og smíða þess í stað leikmynd eftir teikningum Karls Aspelund á nokkrum pöllum sem er samt sem áður svo breið að henni verður að hnika til svo sjónlínur skerist ekki. Bak- veggir eru rammar með teinum og gegnsæir þannig að allar innkomur eru áhorfendum ljósar áður en persónan stígur inn í at- burðarásina. Þegar þungamiðja atriða hverfur frá einu herbergi til annars innan sama hússins kostar það leikendur hlaup, stökk svo að á tíma fer tilfærslan að ráða ferðinni í sýningunni. Þegar svo við bætist flutningur í atburðarásinni úr einu húsi í ann- að og leikmyndin er þau öll þá fer gamanið að kárna. Erum við heima í eldhúsi hjá Borgari eða mági hans Guðbjarti eða bróður hans Bergi? Eða Karli föður þeirra? Ög þó óhagkvæmni íeikmyndarinnar sé látin lönd og leið og smekkleysi hennar líka, þá er eftir vandinn að lýsa hana. Ég skil satt að segja ekki hvað vakir fyrir aðstandendum þessar- ar sýningar að láta slíkt klambur viðgangast. Stærsta ávirðingin er sú að leikmyndin skaðar sýning- una. Það er nokkurt áhyggjuefni hversu misleitur hópurinn er í leiknum. Þrír leikaranna skera sig alveg úr hvað leikstfl og tækni varðar. Róbert, Jóhann, Björn, Margrét, Liljurnar báðar, Anna Kristín og ungu krakkarnir þrir, þetta fólk er nokk á sama rólinu, misstillt samt. Róbert, Margrét og Jóhann vissu nákvæmlega hvað þau voru að gera. Leikkon- urnar þrjár voru hins vegar allar nokkuð yfirspenntar og aldrei verulega heima í hlutverkum sín- um eins og þær væru allar að stilla sér upp frekar en leika. Og þótt sá strengur liggi ofarlega í hlut- verkum þeirra allra mega þær að ósekju finna mjúka bletti í sýn- ingunni og staldra við á þeim. Unga fólkið, Ólafur og Helga, þreytti hér frumraun sína þokka- lega. Sólveig stóð sig ágætlega. Sigurður Sigurjónsson, Gísli Rúnar Jónsson og Arnar Jónsson PÁLL BALDVIN BALDVINSSON 20 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.