Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 14
ísland er fleytifullt af viður- nefnum. í ákveðnum hópum hérlendis er afbragðskona nokkur áfram kölluð, í mesta sakleysi og af fullri kurteisi, „Vigga franska", eins og tíðk- ast hafði feimnislaust í að minnsta kosti áratug, meðan hún var þekkt sem frönsku- kennari og áður en hún gerð- ist hlunnindabóndi með meiru á Álftanesi. „Alli ríki“ stundar útgerð á Eskifirði og „Einar ríki“ sinnti sömu verkefnum í Eyjum. „Bláfátæki Bensín-Bjössi“ stund- ar bæði útgerð og rekstur olíusölu á Vesturlandi. „Föru-Sveinn“ var nafn Sveins Einarssonar í munni þeirra sem fannst hann gera of tíðreist til útlanda í starfi sem Þjóðleikhússtjóri. Guðrún Helg- adóttir forseti sameinaðs Alþing- is segir í viðtalsbók að í æsku hafi hún í Hafnarfirði yfirleitt gengið undir nafninu „Rúna mont“. í dreifbýlinu er hugmynda- flugið frjóast eins og vanalega. „Siggi þjófur" var svo kallaður af því að það var stolið frá honum úrinu. „Óli hauslausi" er sprellif- andi, - uppnefnið fékk hann á sjó eftir að lykkja lenti utan um háls- inn á honum. Spilmaðurinn stoppaði tímanlega, áður en herti að, en viðurnefnið hefur loðað við. „Jón rakari“ stundar ekki hárskurð en var í lögfræðinni greindur á þennan hátt frá al- nafna sínum í sömu háskóladeild, - báðir þóttu „rakir“ en annar þó öllu „rakari". Pé-ið í Sigurður P. Guðmunds- son á Siglufirði stendur fyrir „poki“ og er hann kenndur við „Pokahöllina“ þar forðum tíð, en þar voru lengi pókar fyrir gluggum meðan húsið var í bygg- ingu. Á Siglufirði bjó líka „Ljós- finnur Kristmyndari", en það nafnform er dæmi um sérstakan, algengan orðaleik, því maðurinn var ljósmyndarinn Kristfinnur Guðmundsson. Af sama toga er nafnið „ísmann í Kristhúsinu“, sem átti við Kristmann í íshúsinu í Vestmannaeyjum. „Gulli stjarna“ er Gunnlaugur Guð- mundsson, stjörnuspekingur en Jón Sigurðsson iðnaðar- og við- skiptaráðherra gengur stundum enn undir nafni „Jón þjóðhagi", en það viðurnefni vísar til yfir- mannsstöðu hans á Þjóðhags- stofnun á sínum tíma. „Runki þjóstur“ er prúð- mennið Rúnar Gunnarsson, að- stoðarframkvæmdastjóri Sjón- varps. „Halli Hitler“ er veitinga- maður á Norðurlandi, áhuga- maður um 3. ríkið. „Sigurður fag- ri“ er Sigurður bóndi Þórólfsson í Ytri-Fagradal í Dalasýslu, myndar- og búmaður góður. „Sigurður kanslari“ er þekktari fyrir píanóleik en verknað þann sem viðurnefnið stafar af, að „kanna dömur“. Alexander mikli var algengasta viðurnefni Alexanders Stefánssonar, nú þingmanns Framsóknarmanna og fyrrum ráðherra, meðan hann var bæjarstjóri í Ólafsvík, enda maðurinn hinn reffilegasti og tyllti sér þó á tá í ræðustól. Óli kommi er Ólafur Þ. Jónsson, vitavörður á Hornbjargi, viður- nefndur svo vegna sérlega ein- dregins málflutnings á vinstri væng. Ragnar skjálfti eða „Skjál- ftinn“ er Ragnar Stefánsson jarð- skjálftafræðingur. „Kiddi pikk“, var lengi pikkóló á borginni, lærði til þjóns og er nú fram- kvæmdastjóri Félags fram- reiðslumanna. „Nonni kelling“ og „Steingrímur silfurböllur" eru hvorugur ánægður með viður- nefnin, hvað þá „Stebbi geit“. Þó er til nokkur huggun harmi gegn. Úr fombókmenntum okkar staðnæmast Ketill, flatnefur, Hallfreður vandræðaskáld og Jómnn mannvitsbrekka í minni flestra, einkum vegna eftirminni- legra viðurnefna. Menn ættu því ekki að örvænta þótt illa sé með þá farið í upp- nefnum, það hjálpar til að nafn þeirra mun vísast verða lengur Beysi: Gælunafn Davíðs Odds- sonar borgarstjóra frá því í barn- æsku á Selfossi. uppi en annarra, eins og sannast hefur á Gvendi dúllara, Sæfinni með sextán skó og Sigurði mál- ara. Litir Allmargir menn hafa hlotið einhvern lit sem viðurnefni, allt frá Eyjólfi gráa í Gísla sögu Súrs- sonar og Þorsteini rauð í Eyr- byggju. Skemmst er að minnast sjómannsins Stjána bláa sem dul- nefnda skáldið Örn Arnarson orti um. Skírnarnafn Arnar var Magnús Stefánsson. Asi svarti er Ásmundur S. Jó- hannsson, lögmaður á Akureyri, Gústi svarti fékk viðurnefni sitt sem tilþrifamikill unglingur í vesturbæ Reykjavíkur og Svarta- Péturs nafnið hafa ýmsir borið, m.a. Pétur heitinn Guðjónsson. Batti rauði er líka látinn,en hann stundaði leigubflaakstur í Reykjavík. Redbody eða bara „Red“ var Hallgrímur Hallgríms- son, lengi bókavörður á Lands- bókasafni, rauður nokkuð og þrútinn. „Hvíti negrinn" var upp- nefni á Kjartani Jóhannssyni, fyrrv. þingmanni Alþýðuflokks- ins og vísaði til andlitsfalls. Brauð og kökur Ýmis uppnefni tengjast bak- stri og brauðgerð. Börnin skiptu hvert öðru hérna áður fyrr í „fra- nsbrauð" og „rúgbrauð" eftir því hve þau kiknuðu mikið, þegar stokkið var fyrirvarlaust upp á herðarnar á þeim. „Rúgbrauðin“ þoldu meiri þyngd. Kærustupar var nefnt „samloka" ef það hætti um of að umgangast aðra. „Hnallþóra“ er svo aftur tegund- arheiti á sérstaklega stórum tert- um, sem nefndar eru eftir ákveð- inni konu og upprunnið í „Kristnihaldi undir Jökli“. Loks verða menn eins og „kleina" ef þeir fara hjá sér. Þrír piltar, sem héldu hópinn stíft í Hamrahlíðarskóla á átt- unda áratugnum, meðan mengja- fræðin var að halda innreið sína í skólakerfið, fengu samheitið „Kakan“. Hver um sig voru þeir svo kallaðir „Hveitið", „Eggið“ og „Sykurinn", - og ganga sumir undir þeim nöfnum enn. Bingó, Dódó, Kapten B. „Draugurinn“, „Hrossið“, „Einbúi" og „Moby Dick“ eru þekkt nöfn í rosknum, íslenskum hippahópum. Sá síðastnefndi stundaði um hríð hvalveiðar. „Nálin“ er Níels Árni Lund, deildarstjóri í landbúnaðarráðu- neyti, og er uppnefnið dregið af fangamarki hans, NÁL. Sama kyns er uppnefni kennara í Menntaskólanum í Reykjavík, ÓMÓ fyrir Ólaf M. Ólafsson og Bingó fyrir Baldur Ingólfsson. Og sama er að segja um Dódó, uppnefni nemenda á fyrrum skólameistara MA, Steindóri Steindórssyni frá Hlöðum. Basi Alexander mikli: Alexander Stef- ánsson, alþm. Framsóknarfl. á Vesturlandi. og Bjúsi voru kennarar við Menntaskólann í Reykjavík. Svalur og Valur er banka- stjórar í Landsbankanum, annar Arnþórsson en áhöld um hver sá svali er. Kapten B. nefndist Bald- ur Hermannsson, sjónvarpsmað- ur og nú rithöfundur, á velmekt- ardögum sínum í Skandinavíu, og um tíma kölluðu finnskir náms- menn hann Burkhardt. Listamannsnöfn Duri er framreiðslumaður sem spilar á trompet í frístundum, en þá hljómar frá honum du-du. Hér er áfram haldið að rekja ýmis mis- jafnlega þekkt upp- nefni, dulnefni og viðurnefni innan lands og utan Bubbi Morthens heitir öðru nafni Ásbjörn Kristinsson. Tolli listmálari bróðir hans heitir Þor- lákur. Bauja kona Tolla heitir Guðbjörg Thoroddsen. Steinn Steinarr hét Aðalsteinn Kristmundsson, Magnús Þór Jónsson tók sér listmannsnafnið Megas innan við tvítugt. Tarnús og Zator eru reykvískir mynd- listarmenn og Stefán Jónsson frá Möðrudal signerar oft málverk sín með nafninu Stórval. Fetar hann þar í fótspor Kjarvals, sem réttu nafni hét Jóhannes Sveins- son. Gíó er leikstjórinn Guðjón Pedersen. Dunganon var hö- fundarnafn Karls Einarssonar, greifa af St. Kildu. Tveir íþróttamenn hafa borið nafnið Úrsus, fyrst Gunnar Sa- lomonsson og nú Hjalti Árnason. Oft hljóta menn viðumefni sem skýrgreina list þeirra, eins og Sigurður málari Guðmundsson á síðustu öld, Palli rödd á Akureyri (Páll Jóhannesson óperusöng- vari), Jón bassi Sigurðsson, sem leikur á kontrabassa í Sinfóníu- hljómsveitinni og sonur hans Sig- urður Rúnar sem spilar á hvað eina en kallast Diddi fiðla. Óstaðfestar fregnir herma að Hrafn Gunnlaugsson hafi ritað sakamálasögur undir nafninu Atli Högnason, en nokkuð víst er að hann hefur birt ljóð sem Gunnlaugur Sveinsson. Gefjun og Iðunn er uppnefni á skáldsystmnum Kristínu og Ið- unni Steinsdætrum. Leikmundur er Hallmundur Kristmundsson, leikmyndagerðarmaður á Akur- eyri. Gólon var uppnefni Hafnar- Kengon: Jón Helgason prófessor og skáld. stúdenta á Benedikt Elfar, með- an hann stundaði söngnám. Kengon var hins vegar Jón pró- fessor Helgason, sem notaði upp- nefni óspart í skáldskap sínum eins og kvæðið „Daginn fyrir dómsdag“ ber með sér. Kvæðið hefur gengið manna á meðal og í því er allt með þver- öfugum hætti við það sem venju- lega tíðkaðist með stúdentum í Höfn. Síðustu línurnar hljóða svo: Jónas komst ekki í kvenmanns arma og kyrrðin ríkti um Snadda þarma. Björn Karel enga klámsögu kunni. Kengon varð sannleiksorð á munni. Snaddi var Steingrímur Guð- mundsson en Kengon Jón Helga- son sjálfur. ísland — ísisland Landið okkar á svo alls konar uppnefni eins og „Skerið" eða „Grjóthólminn góði“. Uppi eru líka hugmyndir um að nafnið ís- land sé ekki dregið af orðinu ís, heldur egypska gyðjunafninu „ísis“ Kolbeinn Þorleifsson, kir- kjusagnfræðingur, hefur ýtt þess- ari umræðu á flot og einnig bent á að orðið „ís“ hafi merkt karlmað- ur með fornþjóðum. Ennfremur að Esja landnámskona á Kjalar- nesi hafi etv. heitið „ísja“ (karl- ynja). Frá Ásgeiri til Ashgari? íslenska nafnið Ásgeir á sér fáa líka í vestrænum löndum, en hins vegar bera íranir og Arabar unnvörpum nöfn eins og Ashgari og Ashger. íslenskir Ásgeirar bú- settir erlendis hafa því einatt lent fyrir misskilning á póstsendinga- skrám ólíkustu hópa muslima. Dökkbrýndir gestir hafa jafnvel bankað upp á og viljað rækta við Ásgeirana frændsemi og þjóð- rækni eða stunda pólitískt trú- boð. Þegar Ásgeirar íslenskir kvarta undan þessum ágangi ber við að hinir suðrænu menn gefa þeim óbrigðult ráð: „Skiptið bara um nafn, þá sleppið þið alveg við óþægindi." Það gefur svo auga leið, að íslendingar, sem til skamms tíma skylduðu nýja borgara hér til að taka alveg ís- lensk nöfn, hafa sjaldan heyrt aðra eins fásinnu og hugmyndir um nafnbreytingar á sjálfum sér erlendis. Ýmiss konar ættfærslur Sumir eru ættfærðir á svo sér- kennilegan hátt að lætur í eyrum við fyrstu heyrn jafn illa og tölu- orð á dönsku: “Siggi Gunnu Bjarna Dóra Lalla Magg“ er Sig- urður, sonur Guðrúnar Bjarna- dóttur og Halldórs Lárussonar Magnússonar. í sjávarþorpum eru menn iðulega kenndir við mæður sínar vegna fjarvista sjó- mannanna. „Mangi Indu“, „Gunni Júllu“, „Óli Sínu“ í Hafn- arfirði osfrv. Valur Arnþórsson bankastjóri Landsbankans gekk fram að tví- tugu undir nafninu Valur Þórar- inn Jensen. Halldór Laxness not- aði áður fyrr Guðjónsson og Kilj- an sem eftirnöfn. Sumir telja að hann hafi verið seinheppinn með Laxness-nafnið og ekki nógu vel að sér í enskunni, en þar þýðir „lax“ slappur og kærulaus. Gunnar Dal rithöfundur heitir Halldór Sigurðsson. Eðvarð T. Jónsson fréttaritari Ríkisútvarps- ins í Færeyjum nefndist “Edward Taylor“ meðan hann bjó hér á ættlandi sínu og var blaðamaður á Morgunblaðinu. Fjölnismenn notuðu skrítnustu dulnefni um sjálfa sig. í nýrri út- gáfu Svarts á hvítu á heildarrits- afni Jónasar Hallgrímssonar sést að hann ritaði undir eða við bréf sín nöfn eins og „Vainamöinen", „Hraungerðis-Gráni“, „Gröndal Kvist Olsen Tutt“, „Viktor Ere- mita“ og „Mr. Sjonne". Pólverj- inn Karol Wojtyla nefnist nú „Jó- hannes Páll II páfi“, en hefur birt ritverk undir mörgum dulnefn- um. Á sama hátt hafa klausturfólk og prestar innan Rómversk- kaþólsku kirkjunnar öldum sam- an tekið sér ný nöfn við vígslu til reglna sinna, þótt sá siður sé á undanhaldi og víða af lagður. Má nefna, að systur af Francisk- ussreglu hérlendis köstuðu fyrir nokkrum árum klausturnöfnum sínum og tóku aftur í notkun upp- runaleg skírnar- og ættarnöfn sín. „Kollubani" var umdéilt upp- nefni Hermanns Jónassonar, fyrrum forsætisráðherra og áður lögreglustjóra í Reykjavík, kom- ið til vegna slúðurs um æðarkoll- uskytterí. Allir vita hver sonur hans „Denni“ er og „Reikistjórn Steingleyms“. „Beysi“ er gælu- nafn Davíðs Oddssonar borgar- stjóra. Kenningar Einars Pálssonar Einar Pálsson, fyrrum skóla- stjóri Málaskólans Mímis, telur mannanöfnin í miðaldabók- menntum eins og Njálu, Laxdælu og Eddukvæðum vísa þráðbeint til fornrar stærðfræði- og laun- helgaþekkingar fornmanna. Rekur hann þráðinn ekki síst til Egyptalands og Persíu. Einar hefur rökstutt að nöfnin Njáll og Flosi eigi rætur að rekja til Ne- leusar og Peliasar í Trójusögn- um. Einar gerir því skóna að Kári í Brennu-Njáls sögu sé meira en sögupersóna. Nafnið Kári þýðir vindur. Kári sé því í Njálu tákn vindsins, loftsins og tímans. Á svipaðan hátt rekur Einar hliðstæður Gunnars á Hlíðar- enda og gríska kappans Herakl- esar. Báðir voru afbragðs íþrótta- menn á sömu sviðum, í bogfimi og skylmingum, svipaðir á vöxt. Athyglisverðast er þó, að Herak- les eignast tvö börn, sem kennd eru við kattarkyn og hestakyn: Antileon og Hippeus, og Gunnar á Hlíðarenda eignast líka tvö börn sem kennd eru við kattar- og hestakyn: Högna og Grana. í framhaldi af því má svo rekja aðr- ar hliðstæður og táknmál. Sér- staklega hefur Einar Pálsson fjallað um Sám, hund Gunnars, og tengsl hans við hundastjörn- una Síríus, og er þá fátt talið af fræðum þessum. Nokkur heimildarit: Arfur Kelta The Golden Bough Comparative Rehgion Bibh'an Biblíuhandbókin þfn Katolsk mini-leksikon Kóraninn Eyrbyggja Njála The Penguin Dictiónary of Saints Jónas Hallgrimsson: Bréf og ritgerðir. Snorra-Edda Heimskringla eftir Ólaf H. Torfason - Síðari grein 14 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.