Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 9
Viðbrögðin í Bundestag voru heimskuleg Viljum ekki sameinað Þýskaland segja austurþýsk ungmenni, sem hér eru í heim- sókn á vegum UMFÍ „Það var bæði kjánalegt og heimskulegt að sjá viðbrögð þingmannanna í þinginu í Bonn þegar þeir sungu þjóðsönginn „Deutschland, Deutschland uber alles“ eftir að Berlínarmúrinn hafði verið opnaður. Við sáum líka að sumir þingmennirnir voru vandræðalegir, og Kohl kanslari söng ekki textann heldur blíst- raði. Þetta var fáránlegt," sögðu 10 austurþýsk ungmenni sem dvalið hafa hér á landi í kynnis- ferð. Hópurinn er frá Dresden og er hingað kominn á vegum eins kon- ar ferðaþjónustu austurþýsku æskulýðssamtakanna, FDJ og Ungmennafélags íslands. Flestir innan hópsins eru vinnandi fólk í ýmsum starfsgreinum, en einn er námsmaður. Þótt hópurinn sé á vegum FDJ, sem eru æskulýðs- samtök sósíalíska einingarflokks- ins, SED, þá eru þau ekki öll fé- lagar í honum. Ein stúlka í hópn- um er talandi á íslensku, þótt hún hafi aldrei til íslands komið áður. Hún sagðist starfa á bókasafni. Viljum ekki kapítalisma Þær umbætur sem verið er nú að framkvæma í DDR eru bæði nauðsynlegar og óumflýjanlegar, en okkur líkar ekki þegar V- Þjóðverjar láta eins og að við vilj- um selja okkur undir vesturþýsk yfirráð eða sameinast Sambands- lýðveldinu. Þetta eru ólík þjóðfé- lög með ólíka þjóðfélagsskipan og í ólíkum bandalögum, og við viljum ekki innleiða kapítalisma í okkar landi. Við kjósum ekki að leiða yfir okkur þjóðfélagskerfi þar sem allt gengur út á neyslu, og þar sem sérhyggjan og sér- hagsmunapotið er ráðandi í mannlegum samskiptum. Hverju viljið þið þá breyta, hvaða umbœtur eru mest ákall- andi? Við höfum orðið vör við það að hér á Vesturlöndum halda menn að ferðafrelsið skipti okkur mestu máli. Það er misskilningur. Það sem skiptir okkur mestu máli eru annars vegar efnahagslegar umbætur og hins vegar að sjálf- stæði og tjáningarfrelsi einstakl- ingsins sé virt og að fréttaflutn- ingur og fjölmiðlun sé bætt. Við höfum of mikið skrifræði og of mikla miðstýringu. Áætlunar- búskapurinn hefur reynst hemill á framfarir og það þarf að auka sjálfstæði einstakra fyrirtækja. Við teljum ekki að einkavæðing í iðnaði sé rétta leiðin, og við vilj- um ekki innleiða kapítalisma. En það mætti vera meiri einkavæð- Austurþýsku ungmennin í kringum eldhúsborðið í húsi UMFÍ við Bárugötu í fyrradag. Ljósm ólg. ing í þjónustugreinum og það þarf að opna möguleika fyrir er- lent fjármagn og samvinnu við er- lend fyrirtæki um rekstur. Þótt við stöndum betur efnahagslega en önnur A-Evrópuríki, þá höf- um við dregist aftur úr tæknilega. Tölvubyltingin hefur t.d. farið framhjá okkur, og þegar við höf- um flutt inn vestrænan tæknibún- að höfum við oft átt í erfiðleikum með viðhald vegna tregra við- skiptasambanda. Ánnað atriði sem við teljum mikilvægt er að sú regla sé virt að mönnum sé umbunað eftir fram- lagi sínu og vinnu. Það er of mikið um það í okkar þjóðfélagi að fólk þiggi laun án þess að leggja tilsvarandi vinnu á móti. Það verkar lamandi á efnahaginn og frumkvæði og vinnugleði hinna. Þetta á bæði við um vinn- ustaði og skóla. Nú talar flokksforystan um að það eigi að efna til frjálsra kosn- inga. Hvaða flokkar munu taka þátt í þeim? Það eru 5 flokkar í DDR: SED (kommúnistaflokkurinn), Frjáls- lyndi demókrataflokkurinn, Þjóðlegi demókrataflokkurinn, Kristilega lýðræðisbandalagið (CDU) og Bændaflokkurinn. Umbótahreyfingin Neues Forum stefnir ekki að flokksmyndun eða kosningaframboði. Flokkur og ríki Hvaða vonir bindið þið við nýja flokksleiðtogann og forset- ann, Egon Krenz? Það er óneitanlega erfitt að skilja, hvernig hann hefur getað kúvent í afstöðu sinni eins og raun ber vitni. Og það er ekki æskilegt að sami maður gegni tvöföldu forystustarfi eins og hann sem flokksleiðtogi og for- seti lýðveldisins. En það verður að virða að hann hefur fram- kvæmt umbætur, hann hefur beitt sér persónulega fyrir þeim og lýst því yfir að ekki verði grip- ið til kínverskra aðferða í Á- Þýskalandi. Við gætum vel hugs- að okkur mann sem hefði sterkari persónuleika í hans stöðu, en það þarf líka að gefa núverandi stjórn sín tækifæri. En hvað um Hans Modrowfor- sœtisráðherra og flokksleiðtoga í Dresden? Hann er hugrakkur maður sem þorði að standa upp og gera það sem nauðsynlegt var. Hann er í miklum metum, að minnsta kosti í Dresden. Að lokum, hvernig kemur ís- land ykkur fyrir sjónir? Þetta er gott land og fallegra en við bjuggumst við. En verðlag er hér hátt, og margar nauðsynjar mun dýrari en hjá okkur. Bygg- ingarlistin hér í Reykjavík kemur okkur undarlega fyrir sjónir, við höfum ekki séð neitt sambærilegt annars staðar. Við höfum fengið allgóða hugmynd um vestræn samfélög í gegnum sjónvarpið, og í raun koma hlutirnir okkur ekki svo mikið á óvart. Hópurinn dvelur hér í viku og fer á laugardag. -ólg Föstudagur 17. nóvember 1989 NYTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.