Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 23
Kaldar kveðjur til forsetans f fyrra kvaddi sér hljóðs með eftirminnilegum hætti ung bandarísk kona, Tracy Chap- man. Hún kom á óvart með mjög persónulegum söng, melódískum og fallegum lögum og ekki hvað síst, með pólitískum og meðvit- uðum textum. Þessi hægláta blökkukona býr yfir mætti til að skila til hlustenda gagnrýni á grimmd nútíma samfélags Bandaríkjanna, eymd með- bræðra hennar og systra, sem sökum hörundslitar dreymir ekki sömu sykursætu draumana og sjálfumglaðir upparnir með fag- urstroknar skjalatöskumar, stút- fullar af verðbréfum; vandlega pakkaðir í slétt og felld jakkaföt og draktir Sævars Karls og Báru- verslanir þeirra Ameríkumanna. Tracy Chapman kom eins og óvæntur straumur frá iðnaðar- flykkinu Bandaríkjunum, hvorki vemmilega trúuð né andstyggi- lega efnishyggjuleg eins og oft vill bregða við á þeim vestræna bæ. Á fyrstu plötunni, „Tracy Chap- man“, var að finna hárbeitta og næma ádeilu í lögum sem smugu lymskulega inn í heilann á manni. Áð heyra bandarískan þegn tala um byltingu á meðan auðvaldið fagnaði dauða sósíalismans í verðbréfahöllum sínum, var eins og vítamínsprauta í sárleiðan velferðarkroppinn. Kjör svartra og almennt þeirra sem verða undir í stórborgarlífi Bandaríkja Reagans, geta að sjálfsögðu aldrei verið skilin til fulls af hvít- um og velöldum íslendingi. En Chapman náði að ónáða mann um stund og fá mann til að reyna að skilja. En hér var ekki meiningin að tala um fyrstu plötu Tracy Chap- mans. Nú hefur tregafulli trúba- dorinn gefið út aðra plötu, „Crossroads“. Gagnrýnendur hafa ekki verið eins bergnumdir af henni og fyrstu plötunni og gagnrýnandi mánaðarritsins „Q“ gengur svo langt að saka Chap- man um endurtekningu á fyrri plötu, daufa endurtekningu. Vissulega eru ekki eins mörg fljótgrípandi lög á „Crossroads“ og á fyrri plötu. Engu að sfður er hér á ferðinni mjög vandað efni eins og áður, bæði tónlistarlega og textalega. Eina lagið sem kemst í „grípandi“ flokk fyrri plötunnar er „Subcity", þar sem sungið er um lífið í fátækrahverf- unum sem enginn vilji viður- kenna að séu til. Eftir lýsingu á staðháttum biður Chapman síðan fyrir einlægar kveðjur til forset- ans úr gettóinu. Eins og áður dregur Chapman fagmannlega upp skarpar andstæður lífs þeirra ríku og hinna fátæku, sem eiga sér sama forseta sem lætur sér greinilega mis annt um þegna sína. Til að sýna hve mikla áherslu Chapman leggur á textana, lætur hún þá fylgja á þýsku, frönsku og spönsku í textabók. Fyrir þá sem kunna að meta fallega, vel flutta tónlist með textum sem skipta máli, er „Crossroads“ fyllilega peninganna virði. -hmp Tracy Chapman. Djöflamessa í útúrdúr Ham er hljómsveit sem hefur unnið hefur sér mjög ákveðinn og afmarkaðan skika í landi tónlist- arinnar. Þar trónir hljómsveitin eins og óþekkur púki með horn og klaufir, klofna tungu, glóandi augu og djöfullega raust sem lík- ist helst hroliköldum ropa úr neðsta neðra. Kosmísk augu Mikil gróska hefur verið í tónl- istarlífinu undanfarið ár og kem- ur hún meðal annars fram í þeim fjölda platna sem koma út fyrir þessi jól. Meira að segja fyrirbær- ið HLH-flokkurinn gefur út plötu, sem bendir til þess að gröfin sem Bubbi Morthens tók ýmsu í íslensku tónlistarlífi, hafi ekki verið nógu djúp. Eitt af þeim nýju nöfnum sem dúkkað hafa upp á þessu ári eru „bræð- urnir“. En á bak við það búa nöfn þriggja bræðra, þeirra Ólafs, Ág- ústs og Jóns Ragnarssona. Þeir hafa nýlega sent frá sér plötuna, „Kosmísk augu“, sem er um margt ólík öðrum plötum ís- lenskum, en það má raunar segja um ansi margar plötur um þessar mundir. „Kosmísk augu“ sanna að þeir bræður geta samið hin ágætustu lög. Aðeins eitt þeirra hefur hlotið náð útvarpssnúða, „Mig dreymdi draum", sem Rún- ar Þór syngur með Ágústi. í útsetningum kjósa þeir bræður af fara leið dulúðarinnar, eins og nafn plötunnar bendir til. Lögin hafa yfir sér fjarrænan blæ og reynt er að skapa einhvers konar alheimsvídd. Þetta tekst ágætlega í heildina séð, en fyrir minn smekk verða þeir of „heil- agir“ á köflum. í lagi sem heitir „Óður einsetumannsins“, fær maður það t.a.m. á tilfinninguna að hátíð sé gengin í garð og stutt sé í að taka megi kófsveitt jóla- lambið úr ofninum. Bræðurnir Ólafur, Ágúst og Jón Ragnars- synir. Textarnir, veikasta hlið plöt- unnar, eiga sitt í þessari furðu- legu hátíðarstemmningu. Ef maður hefur áhuga á kærleika í brjósti mannanna, ætti maður kannski að taka viljann fyrir verkið, en það er ekki alltaf hægt þar sem hugsun textahöfunda verður allt of oft ruglingsleg og á köflum algerlega óskiljanleg. Yrkisefnið er gegnum gang- andi kærleikurinn, efnið, atómið, alheimurinn, friðurinn og sann- Ieikurinn. Ekki vont hráefni í tex- ta, en þeir bræður ættu að vera sparari á orð. En það er ástæða til að nefna líka það sem vel er gert á „Kosm- ísk augu“. Undirleikur er allur hin ágætasti. Þar koma við sögu bræðurnir sjálfir, Ásgeir Óskars- son, Birgir J. Birgisson, Kristinn Svavarsson, Pálmi Sigurhjartar- son, Sigurgeir Sigmundsson og Þórður Árnason. Saman myndar þessi sveit hógværan og vandað- an undirleik sem síðan er fag- mannlega blandaður af Gunnari Smára Helgasyni. -hmp Á tónleikum er mikill kraftur í Ham og veltur mikið á hljóð- blöndun hverju sinni, hvað mikið gaman maður hefur af hljóm- sveitinni. Á „Buffalo Virgin", þeirra fyrstu breiðskífu, sakna ég þessa krafts vegna þess hvað upp- takan er lág. Ham dregur ekkert úr kraftinum sjálf. Tónlistarlega er sami djöfulmóðurinn á þeim drengjum. Þeirra aðal er geysi- þéttur og ákveðinn lemjandi sem er oft mjög vand með farinn. Tónlist af þessu tagi er jafnvið- kvæm og andstæða hennar, hugljúf og fáguð tónlist. Það þarf lítið út af að bera til að allt sé ónýtt. En Ham nær að halda sér innan réttrar og hárfínnar línu. Textarnir á plötunni heyrast auðvitað yfirleitt alls ekki og sennilega er heldur ekki til þess ætlast. I staðinn virkar rödd Sig- urjóns eins og hvert annað hljóð- færi og er íhugandi fyrir Ham hvort þeir ættu ekki bara að sleppa því alveg að hnoða saman textum en leggja þess í stað ríkari áherslu á búkhljóð alls konar? Að vísu má heyra eina og eina setningu eins og þessa: „Við erum svín um fengitímann" (hef vonandi náð þessu rétt). Mjög viðeigandi setning. Sjálfur hefði ég ekki getað lýst Ham betur, þó ekki sé víst að þeir eigi þarna við sjálfa sig, eingöngu. Fyrir utan „Voulez Vous“ sem að sjálfsögðu veldur engum von- brigðum nema einlægum Abba OÆGURMAL Siguijón söngvari Ham. Mynd: hmp. aðdáendum, eru nokkur sterk lög á „Buffalo Virgin“. „Youth“ er til dæmis mjög gott lag og sömu- leiðis „Misery“. Af öðrum hljómsveitarmeð- limum ólöstuðum, þá er það Sig- urjón sem setur sterkasta karakt- ereinkennið á Ham með rudda- legri og djúpri rödd sinni. Það er ég hræddur um að organistar kirkna landsins myndu slá feil- nótu ef Sigurjón hæfi með þess- um hætti upp raust sína á miðri kóræfingu. Til að meðtaka djöflamessuna að fullu er algert lágmark að vera að minnsta kosti búinn að drekka 10 lítra af lútsterku kaffi, eða innibyrða eitthvað samsvarandi. Þá ætti Ham að ná að opna hlið helvítis svo vandlega upp á gátt, að ekki verður aftur frá vestur- heimi snúið eftir það. Djöfla- messa Ham er mikill og skemmti- legur útúrdúr frá hversdagslegri HEIMIR MÁR PÉTURSSON 12.900KRÓNA SPARNAÐUR! Við erum fluttir í Skipholt 7. Af því tilefni bjóðum við í samvinnu við Bondstec stórkostlegan afslátt á takmörkuðu magni af einum allra fullkomnasta og fjölhæfasta örbylgjuofni sem völ er á. BT-101 10 orkustig, eldunarprógröm, 28 Iftra innanmál, 600 vatta eldunarorka, sjálf- virk affrysting, prógrammaminni, hitastýrð eldun, barnalæsing, minni fram í tímann, hitamælir, sjálfvirk upp- hitun sem heldur matnum á réttu hita- stigi. Nákvæmur íslenskur leiðbein- ingabæklingur. Tilboðsverð aðeins 28.950. - SKIPHOLT 7 • SÍMI62 25 55 -

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.