Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 18
Thor Vilhjálmsson að fylgja eftir sigri í þeim málum. eða eins og í sögunni stendur: „Skáldskapurinn er ekki einhlít- ur og verstur andskotinn hvað hann hrín lítt á fólskunni." Þetta sem nú var rakið er alls ekki niðurstaða sem blasir við lesanda, enginn er skyldugur til að skrifa upp á hana, en við skulum vona að hún sé ekki úr lausu lofti gripin. Nákvæmnin „Postulínsfugl stóð þar átta- villtur með gigt í vængjum og undraðist hvað tíminn hefur liðið frá því var flogið síðast.“ Pessi setning er hér sýnd til að minna á margt skemmtilegt og undirfurð- ulegt í stflnum, sem er sem fyrr myndsækinn og flæðir í ýmsar óvæntar áttir og neitar þó óráðsíu. Nei, nú skulum við mæra Thor fyrir nákvæmni þegar hann vinnur við að hlaða okkur vörður um sitt sögusvið. Sú ná- kvæmni, sem hittir vel, er m. a. í Fólskan, skáldskapurinn, ástin Thor Vilhjálmsson. Náttvíg Mál og menning 1989 Sú saga, sem heiti nýrrar skáld- sögu Thors Vilhjálmssonar vísar til, rekur sig áfram með aðgengi- legum hætti (þetta er náttúrlega sagt með þá í huga sem halda fyrirfram að Thor sé skelfilega torlesinn). Tvær nætur nú og hér eru sögutíminn. Fólk hefur valist saman með ófyrirséðum hætti á öldurhús og þar er drukkið í venjulegri íslenskri óráðsíu: það þarf að halda áfram að kreista eitthvað út úr nóttinni og menn þusa hver yfir öðrum eins og gengur uns stúlka frá því fyrr um kvöldið kemur í partí og lýsir vígi á hendur sér og er handtekin og leidd á brott. Seinni nótt sögunn- ar er þeim rithneigða afleysinga- bflstjóra rænt, sem oftar en aðrir fer með hlutverk sögumanns. Prír bófar með byssu neyða hann með sér í innrás í hús gamalla hjóna og ríkra og leika þau meir en grátt og má hending ráða hvort sannkölluðum náttvígum fjölgar eða ekki. Þegar dagur rís er svo lítt forsjálum bófum smal- að saman og áður en iýkur tengj- ast þeir við það víg sem áður var framið. Að rekja slóð Þessi þráður er svo rofinn hvað eftir annað af myndum úr öðru- vísi veruieika eða fortíð þeirra sem við sögu koma. Það er mis- jafnlega auðvelt eða torvelt að rekja sig frá nútíma sögunnar og til hinna ýmsu kima liðins tíma sem skyggnst er til. Hluti af upp- rifjuninni er greinilega tengdur alþjóðlegri sjómennsku og upp- ákomum í lífi þess bófa sem síðast er handtekinn - en lesandinn fær ekki að vita af þeim tengslum nærri strax, hann má drjúgan spöl velkjast í vafa um það við hvern sú endurheimt tímans á. Ekki síst vegna þess, að fleiri hafa á sjó komið sem á flakki eru um Nátt- vígasögu - bæði „þögli sjómaður- inn“ sem er þar hálfvegis utan- veltu og svo leigubflstjórinn: þeir eiga sér báðir minningar um dauða á sjó sem upp koma með ítrekuðum hætti (ítrekunin er reyndar eitt helsta bindiefni þess- arar bókar og er beitt af æmum hagleik). En langmestur hluti þess efnis sem fléttar sig skáletraður inn í meginsöguna er ástarsaga um Hann og Hana. Ástarsaga sem rís í myndríku ljóðrænu flæði þar sem samfarir karls og konu verða eins konar heiðin helgiathöfn, helgun efnisins, hvítigaldur lífs- ins. Ástarsaga sem hnígur í vax- andi misræmi, í fjarlægð sem ger- ist frek þótt enn séu limir saman fléttaðir. Og við vitum ekki fyrir víst hver þau eru sem flétta hér saman gamla og nýja sögu af ást- arvímu og þeim dapurleika sem grípur um sig þegar þræðir rakna sundur. Við getum að sönnu haldið því fram með miklum rétti að þar fari sögumaðurinn leigu- bflakandi og stúlkan handtekna, en við getum líka spurt: skiptir það máli hvort við getum tengt alla þræði saman og við tilteknar persónur? Gátan er ekki morðgáta Það er þessi spurning. Þessi skáldsaga Thors Vilhjálmssonar er alls ekki morðgáta með laumuspili við lesandann um það, hver gerði það. En gátan er þarna og hún er líkast til þessi: hvers vegna eru sagðar sögur í sögunni, til hvers eru þræðir út frá náttvíg- unum spunnir? Hér skal bryddað upp á svari á þessa leið: Sagan öll er smíðuð úr hlið- stæðum (eða er kannski réttara að segja andstæðum?) og í þeim felst ákveðin hneigð, tiltekið mat á því lífi sem lifað er í bókinni. Tökum dæmi af dauðanum. Ann- arsvegar af dauða á sjó sem upp er rifjaður, dauða sem hefur vægi, skiptir máli með „karl- mennsku sorgarinnar“ og því „ofurefli einsemdarinnar" sem leggst á þann sem ber ábyrgð á sinni áhöfn í lífi og dauða. Hins- vegar víg dópsalans sem er ein- hverskonar markleysa, sem fær þessa kaldranalega umgjörð: „Þá sóttu þeir manninn upp á loft og báru hann hægt umlandi án meðvitundar og létu með no- stri blæða svo blóðrefillinn væri glöggur eins og þetta væri list- gjörningur, og lögðu hann í stell- ingar sem þeim þótti fara vel við Hitachi almanakið með beru stúlkunni frá Yokohama líkt og honum hefði blætt út af því hve hún var fj arri. “ Það er þó ástarsagan sem er ÁRNI BERGMANN fyrst og síðast hliðstæða og and- stæða við þann kalda fáránleika og þá heimsku grimmd sem ræður yfir heimi náttvíga. Ástar- sagan er ekkert auðveld, það er í henni grimmd, hinn „skæði fjar- ski“ leitar á, gott ef sama eitrið spillir þar ekki mennsku lífi. En þar er þó lifað því lífi sem er sam- spuni af „einhverju yndislegu og einhverju voðalegu" og rís, sem fyrr segir, í faðmlögum sem snú- ast í mikla lofgjörð og helgiat- höfn í heiðnu hofi og kannski með undirspili sjálfs Óðsins til gleðinnar: „og öll höft sprengd þegar himnarnir opnuðust af hrópinu og kvað við svo hámælt að jaðraði við öskur: Und wir betreten feuer-trunken, himmlische dein Heiligtum, af plötuspilaranum á gólfinu í mannlausu herberginu fyrir innan... og honum varð svo mikið um það og hve skyndilega það hafði gerzt sem lengi stóð til að hann gaus heiðnum gandi sín- um eins og máni sökkvir sér til botns í brunninum í miðju hofinu með opið þak og glóir þar án tíma milli hvítra steina á fertugu dýpi...“ Öngvir beinir dómar verða felldir um samanburð tveggja heima eða tveggja lífsmunstra og hæpið að við lifum á þeim tímum þegar skáldskapnum er treyst til ýmsum persónulýsingum: hér skal sérstaklega til nefndur alk- inn þurri, briddsspilarinn, sem lenti ungur í þeim ósköpum að vera talinn skemmtilegur og fest- ist í þeirri rullu og hékk þar þótt allir væru löngu orðnir leiðir. Ná- kvæmi Thors, skotfimi hans, nær sér þó best upp í útmálun bóf- anna, í fúlum fnyk af þeirra stæl- um og töffarahjali og lýðskrumi (fáir eru meiri lýðskrumarar en glæponar). Munu margir ætla að þessi heimur og hans andrúmsloft liggi fjarri penna Thors Vil- hjálmssonar en fá þá yfir sig stóra sönnun fyrir fjölhæfni hans. Um ryþma þessarar bókar mætti margt segja, hvernig lykil- atburðir eru ítrekaðir með til- brigðum og breyttu sjónarhorni, hvernig stef og lagboðar skipa sér saman með útsmognum hætti. Að öllu samanlögðu skal það mat fram borið, að í Náttvígum hafi tekist að gera góðan sáttmála milli vissu og efa, milli hins augljósa og hins tvíræða. Maður í hulstri Patrick Siískind Dúfan Hafliði Arngrímsson þýddi Bjartur 1989 Söguhetjur - ef hetjur má kalla - Patricks Suskinds eru svo sann- arlega einar í heiminum. Einn var þeflistamaðurinn í Ilminum, þeirri einstæðu sögu um refilstigu siðlausrar afburðagáfu. Einn var tónlistarmaðurinn hlálegi sem lifir í og með sínum Kontrabassa í samnefndum leikþætti. Og einn er Jonathan Noel í þeirri stuttu sögu, Dúfunni, sem nú var að koma út. Jonathan er einn að eigin ósk. Hann hefur ungur lært þá lexíu að engum er að treysta og hann leitar sér fullkomins atburða- leysis í kompu sem hann leigir undir Parísarþaki. í varðstöðu við banka sem gerir hann að manninum sem hefur staðið lengst á sama stað allra þeirra sem í Frakklandi lifa - í meira en tuttugu ár. Annað vill hann ekki - honum finnst það meira að segja óþægilegt að geta ekki komist hjá því að umsjónarkonan í húsinu þar sem hann leigir tekur eftir honum tvisvar á dag. í þessari sögu erum við stödd á brautum sem lagðar voru aftur í rómantík og hjá Kafka og fleirum: einhver ríkjandi eigin- leiki gleypir manneskjuna og ger- ir hana að einskonar skrýmsli - sjálfri sér eða öðrum. Nema hvað það er eins og í einsemd Jonat- hans sé ekkert eftir af þránni til að rjúfa múrinn, komast til manna. Öll snerting við lífið er orðin óbærileg- og því er það, að þegar dúfutetur sýnir sig á gang- inum fyrir framan herbergi Jon- athans einn hvunndagsmorgun, þá er hann gripinn skelfingu sem læsir sig um hann allan og kollvarpar öllum stoðum sem hin tíðindalausa tilvera hans byggðist á. Allt verður honum hvimleitt, ógnvekjandi og óviðráðanlegt, hve lítið sem er. Þegar hann rífur buxnaskálm sína í matarhléinu þá bregður svo við að: „Honum leið eins og það væri ekki bara á buxunum rifa sem gapti á móti honum, heldur fannst honum einnig gapa á móti sér tólf sentimetra langt sár í hans eigin holdi og úr því fossaði blóð- ið, líf hans, í stað þess að hring- sóla hið innra í lokaðri hringrás, og hann myndi deyja af völdum þessa sárs ef honum tækist ekki að loka þvf samstundis.“ Þessari ofurviðkvæmni, angist- inni sem nærist á hverju sem er, lýsir Patrick Suskind af blæ- brigðaríkri kunnáttu og er mjög fylginn sér að vanda. Þýðing Haf- iiða Arngrímssonar er einkar læsileg við fyrstu kynni, þótt svo lesandann minni (af Ilminum) að Suskind sé magnaðri stflisti en hér kemur fram. Kannski vill einhver freistast til að líta svo á að Jonathan Noel í Dúfunni sé barasta klikkaður og ekki sögu eða athygli verður. Það væri skammsýni: sjálfvalin ein- semd sem lokar alla aðra úti er ótrúlega algengt hlutskipti manna í stórborgarheimi okkar tíma. Einn slíkan mann leiðir höfundur fram á ystu nöf og lætur okkur horfa með honum framaf brúninni. Árni Bergmann 18 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.