Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 26

Þjóðviljinn - 17.11.1989, Blaðsíða 26
Hvað á að gera um helgina? Andrea Jónsdóttir dagskrárgerðarmaður Um hverja helgi í mörg ár hef ég ætlað að taka til í geymslunni minni og ég ætla auðvitað að gera það þessa helgi einsog allar aðrar. Kannski kemst ég þó ekki yfir meira en íbúðina mína. Ef þið eruð að fiska eftir menningarneyslu þá er ég ekki rétta manneskjan að leita til. Það væri þá ekki nema menningin álpaðist út úr sjónvarpinu. FÍM-salurinn, Bautasteinar, málverk eftir Ingibjörgu Eyþórsdóttur. Til 28.11.13-18virkadaga, 14-18 helg- ar. Gallerí Borg, Pósthússtræti, Temma Bell, olíumyndir. Til 28.11. Virka daga 10-18,14-18 helgar. Grafík- Gallerí Borg, Austurstræti 10, Sossa (Mar- grét Soffía Björnsdóttir), nýjar grafík- myndir, opn. ídag kl. 17.Til1.12. 9-18virkadaga. Gallerí 11, Skólavörðustíg 4 A, Ólafur Lárusson, teikningarog mál- verk, opn. lau kl. 15. Til 30.11.14-18 daglega. Gallerí List, Skipholti 50 B, Ella Magg, málverk, opn lau kl. 15. Til 26.11.10:30-18 virkadaga, 14-18 helgar. Gallerí Madeira, Evrópuferðum, Klapparstíg25, Björgvin Pálsson, Ijósmyndastækkanir. Til 24.11. virka daga 8:30-18. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti 9, Árni Páll, myndlist. Til 24.11.9-18 virkadaga. Hafnarborg, Strandg. 34 Hf, Til 3.12: Litli salurinn, Ómar Svavarsson, olíumálv. og vatnslitamyndir, opn lau kl. 14,14-19alladaganemaþri. Kaffistofa: Árni Elvar, vatnsl.myndir ogteikn.opn. laukl. 14.14-19alla daga. Hestsháls 2-4, kynning FIM-salarins og húsg.versl. Kristjáns Siggeirs- sonar á verkum Bjargar Örvar. Til nó- vemberloka. íslenska óperan, Jón M. Baldvins- son, ný og eldri málverk, opn. í kvöld. 16-19 daglega um óákveðinn tíma. Korpúlfsstaðir, sýning Mynd- höggv.fél. framlengd. Opið 13-18 lau ogsu. Kjarvalsstaðlr, opið daglega 11 -22. Arvid Pettersen, málverk. Til nóvem- berloka. Jóhanna Bogadóttir, mál- verk og teikn. opn lau kl. 14. Til 3.12. Ingibjörg Styrgerður Haraldsdóttir, textíl, opn. laukl. 14.Til2.12. Llstasafn ASÍ, Veturliði Gunnars- son, krítarmyndir. Til 19.11.16-20 virkadaga, 14-20helgar. Llstasafn Einars Jónssonar opið helgar 13.30-16, höggmyndagarður- innalladaga11-17. Llstasafn Slgurjóns, járnmyndir Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa borist undanfarin ár. Lau og su 14-17, þri 20-22. Norræna húsið, kjallari: íslensk grafík 89,20 ára afmælissýning fé- lagsins. Til 19.11.14-19 daglega. Nýhöfn, Hafnarstræti 18, Ágúst Pet- ersen, málverk, opn lau 14-16. Til 6.12.10-18virkadaga, 14-18helgar. Riddarlnn, Hafnarfirði, Við búðar- borðið, sýn. tengd verslun fyrri tíma, á vegum Byggðasafns Hf. Safn Ásgríms Jónssonar, Bergs- taðastræti, Þingvallamyndir Ásgríms. Helgar, þri og fi 13:30-16 fram í feb.1990. Slúnkaríkl, ísafirði, Guðbjartur Gunnarsson, grafískar myndir. Til 19.11. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8 Hf. Opið helgar 14-18, e/ eftir samkomulagi. Sæmundur Kristjáns- son handhnýtir net að gömlum sið 14-16sunnud. Þjóðminjasafnið, opið þri, fi, lau og su 11 -16. Bogasalur: Ljósmyndin 150 ára - Saga Ijósmyndunar á Is- landi. Til nóvemberloka, aðgangur ókeypis. Ölkjallarinn, Haukur Halldórsson, grafík. TÓNLISTIN Ljóðatónleikar verða í Gerðubergi mán kl. 20:30. Hrafnhildur Guð- mundsdóttir messósópran syngur við undirleik Jónasar Ingimundarsonar. Sönglög eftir Sigvalda Kaldalóns, Schumann, Poulence, Hahn og Montsalvage. Viðar Gunnarsson bassasöngvari og Selma Guðmundsdóttir píanó- leikari halda tónleika í Vestmannaeyjum sunnud. Tónl. verða í Félagsheimilinu við Heiðar- veg og hefjast kl. 17. íslensk ein- söngslög e/ÁrnaThorsteinsson, Sig- valda Kaldalóns, EyþórStefánsson, Karl O. Runólfsson aukóperuaría eftir Mozart, Verdi og Rossini. Karlakórinn Fóstbræður heldur tónl. í Langholtskirkju lau kl. 15 til minningar um Jón Halldórsson stofn- anda kórsins sem hefði orðið 100 ára í þessum mán. Stjórnandi Ragnar Björnsson. Kaffiveitingar í félags- heim. Fóstbræðraeftirtónl. LEIKLISTIN Frú Emilía, Skeifunni 3 c, Djöf lar, su 20:30, sýningum fer fækkandi. Haust með Gorkí: Sumargestir, leiklestur lauogsu kl. 15. Leikfélag Akureyrar, Hús Bernörðu Alba, í kvöld og lau 20:30. Næstsíðasta sýn.helgi. Leikfélag Hafnarf jarðar, Leitin að týnda brandaranum. Leikfélag Keflavíkur, Félagsbíói, Grettir. Leikfélagið Allt milli himins og jarðar, Verslunarskólanum, Ofanleiti 1, Láttu ekki deigan síga Guðmund- ur, su kl. 20:30. Leíkfélag Reykjavíkur, Ljós heimsins, litla sviðinu í kvöld, lau og su kl. 20. Höll sumarlandsins, stóra sviðinu í kvöld og lau kl. 20. Litli Leikklúbburinn, ísafirði, Fé- lagsheimilinu í Hnífsdal, þrír ærsla- leikir. Pars pro toto, Iðnó, Fjögur dans- verk, í kvöld og su 20:30. Þjóðleikhúsið, Lítiö fjölskyldufy rir- tæki, í kvöld, lau og su kl. 20. Óvitar, lauogsukl. 14. ÍÞRÓTTIR Bikarmót-Kraft 1989 lau. í Garða- skóla. Allir sterkustu menn meðal þátttakenda. Badminton. Unglingameistaramót í TBR-húsum sun. frá kl. 10. Pílukast. Úrslitakeppni (slands- meistaramóts í Sportklúbbnum lau. kl. 15-18. HITT OG ÞETTA Ljóða og tónlistardagskrá verður í forsal Borgarleikhússins lau kl. 14. OrðmennTslands, Laufey Sigurðar- dóttirfiðlul. og Páll Eyjófsson gítarl. Kaffi og vöfflur. Sovésk bókasýning verður opnuð í húsakynnum MIR að Vatnsstíg 10 í dag kl. 18.500 bækur sem sovésk bókaforlög hafa gefið út á liðnum mánuðum og misserum: skáldverk, fræðirit, listaverkabækur, uppsláttar- rito.fl. bækurnarflestaráenskuog rússnesku. Auk þess eftirprentanir af íkónum, hljómplöturog bækur ísl. höf. sem gefnar hafa verið út um fs- land og ísl. málefni. Til 26.11.17-19 virkadaga, 14-19 helgar. Ný viðhorf í sovéskri kvikmyndagerð verða rædd að Vatnsstíg 10 að lok- inni opnunarsýn. sovésku kvikmynd- avikunnar lau kl. 16-16:30. Eldar Rjazanov kvikmyndaleikstj. Leoníd Filatov leikari og Konovalov, fulltrúi Sovexportfilm. Kaffiveitingar og fyrir- spurnum svarað. Kvikmyndasýning MÍR, Vatnsstíg 10 su kl. 16: ívan grimmi (Ivan grozní) eftir Eisenstein, fyrri hluti. Myndin er gerð á árunum 1941 -44. Norræna húsið, 200 ára ártíð séra Egils Þórhallasonar, Kolbeinn Þor- leifsson heldur fyrirlestur um Egil, fyrsta íslenska kristniboðann á Grænlandi, lau kl. 16. Sýning um Egil verður opnuð f bókasafni hússins við samatækifæri. Kvikmyndasýningarfyrir böm í Nor- ræna húsinu su kl. 15. Tvær norskar myndir: Ævintýrið um Friðrik fiðlung, brúðumynd með (sl. þýðingu og Regn, leikin mynd um Herdísi, 8 ára telpu. Aðgangur ókeypis. Torfhildur, félag bókmenntafræði- nema við H.í. gengst fyrir málþingi um bókmenntagagnrýni á íslandi sunnud. kl. 15 í stofu 101, Odda. Framsöguræðurflytja Jóhann Hjálm- arsson gagnrýnandi og Ijóðsk. Guð- rún Guðsteinsdóttir bókm.fræð. Guð- mundur Andri Thorsson rithöf. og MagnúsÁsgeirsson nemi. Mælenda- skrá opin að loknum framsögu- ræðum, aðgangureröllum heimill. Al-Anon heldur sautján ára afmælis- og kynningarfund í Langholtskirkju lau kl. 20:30. A.A. og Al-Anon félagar segjasögu sína. Allir velkomnir. Neskirkja, Dr. Hjalti Hugason lektor flytur erindi um trúarlíf (slendinga áður fyrr í safnaðarheimili Neskirkju su kl. 15:15. Guðrækni á heimilum forfeðra okkar. Veitingar, öllum heim- ill aðgangur. Félag eldrl borgara í Reykjavík og nágrenni, Haustfagnaðurfélagsins verður haldinn í dag í veitingahúsinu Glæsibæ. Upplýs. og pantanirá skrifst. fél. 28812. Göngu Hrólfur hitt- ist á morgun kl. 11 að Nóatúni 17, opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3 su kl. 14. Frjálst, spil og tafl, dansað frá kl. 20. Ferðafélag íslands, dagsferð kl. 13 su, Keilisnes-Staðarborg, öku- og gönguferð, brottför BSÍ. Hana nú leggur upp í laugardags- gönguna frá Digranesvegi 12 kl. 10. Nýlagað molakaffi. Útivlst, dagsferð su kl. 13: Straumsvík- Lónakot, strandganga. Brottförfrá BSf. Hljómsveitin Loðin rotta leikur á ef ri hæð Hollywood um helgina. Meistarakeppni 89 í 8 dönsum verð- ur haldin á Hótel fsland sunnud. Keppt verður í einum flokki, 16 ára og eldri í enskum vals, foxtrot, tangó, qu- ick step, cha cha cha, rúmbu, sömbu ogjive. Keppni hefstkl. 20, húsið opnað kl. 19, aðgangseyrir 1000 kr. fyrir14áraogeldri. Átthagafélag Strandamanna í Reykjavík verður með dansleik í Domus medica lau, húsið opnað kl. 22. FJÖLMIÐLAR ÞRÖSTUR HARALDSSON Virðisauki fjölmiðla Skattamál eru mjög til umræðu í fjölmiðlum núna og einkum nýi skatturinn sem settur verður á um áramótin: virðisaukaskattur- inn sem leysir söluskattinn af hólmi. Meðal annars hefur mikið verið rætt um það hvort leggja beri nýja skattinn á menningar- starfsemi á borð við bókaútgáfu og fjölmiðlarekstur. Hingað til hefur bókaútgáfa borið fullan söluskatt en fjölmiðl- ar einungis að litlu leyti. Auglýs- ingar, þe. gerð þeirra, er sölu- skattskyld en að öðru leyti hafa dagblöð og ljósvakamiðlar ekki þurft að hafa áhyggjur af sölu- skatti. Tímarit hafa mörg hver verið undanþegin skattinum sam- kvæmt fordæmisreglu sem Ragn- ar Arnalds setti í ráðherratíð sinni. Hann ákvað að rit sem hefðu menningarlegu hlutverki að gegna skyldu undanþegin skattinum en ekki hin. Mér er ekki kunnugt um það hvernig virðisaukaskatti á fjöl- miðlun er háttað í öðrum löndum. Það hefur komið fram í umræðunni að víðast hvar sé hann amk. mun lægri á bókum en hér er fyrirhugað ef hann er þá yfirhöfuð lagður á þær. Þau lönd sem komast einna næst okkur í skattlagningu bóka munu vera lönd frændþjóða vorra á Norður- löndum. Þegar útgefendur minnast á það við pólitíkusa og embættis- menn að rétt væri að styrkja menningarlíf þjóðarinnar með því að veita því undanþágu frá nýja skattinum er svarið oftast á þá leið að með virðisaukaskattin- um sé einmitt verið að skrúfa fyrir allt undanþágufarganið sem hafi verið búið að eyðileggja söluskattinn. Undanþágur komi mjög illa við nýja kerfið og trufli alla framkvæmd þess. Ég verð að játa að ég hef aldrei skilið þessa mætu skattmeistara þegar þeir fara að beita tæknilegum rökum eins og þessum. Þá verð ég alveg jafn langleitur og þegar mér er sagt að ómögulegt sé að hafa tekjuskattsþrepin fleiri en eitt, það sé svo erfitt í framkvæmd. Ég fer að hugsa um það hvort skatt- kerfið sé tæki til að þjóna þegn- unum eða öfugt. Skattamenn hafa viljað fara Krísuvíkurleiðina í skattamálun- um í þeim tilvikum þar sem þeir geta ekki staðið gegn kröfum um ívilnanir vegna virðisaukaskatts- ins. Þeir hafa viljað að fyrirtæki innheimti skattinn en fái hann endurgreiddan með einhverjum hætti. Þetta er aðferðin sem ætl- unin er að beita við algengustu matvælategundir. Ég hef hins vegar ekki komið auga á af hverju þetta er auðveldara í framkvæmd en að láta skattinn einfaldlega niður falla. Ég skil hins vegar þegar rætt er um að nota skattkerfið til tekju- jöfnunar, svo sem með greiðslu barna- og húsnæðisbóta. Ég hef heyrt því fleygt að hugmyndir séu uppi um að koma á svipuðu kerfi í fjölmiðlun. Það er rætt um að láta fjölmiðla innheimta virðisauka- skatt en að peningarnir renni í sjóð sem nota á til að veita fjöl- miðlunum styrki og lán. Þetta er í sjálfu sér ágæt hugmynd og gæti alið af sér svipað kerfi fjölmiðl- astyrkja og í gildi er í Noregi og Svíþjóð og ég ræddi um í síðasta pistli. Hættan við þetta fyrirkomulag er hins vegar sú að það detti í sama farið og barnabætur og elli- lífeyrir hafa gert: að peningunum verði jafnað út yfir alla, burtséð frá efnahag, svo þeir vel stæðu fái jafnmikið og hinir sem þurfa að lifa á bótunum einum saman. Það er heldur klént jafnrétti eins og menn vita. Að vísu má segja að núverandi undanþágukerfi sé raunar enn verra hvað það snertir því það hefur í för með sér að Mogginn og DV fá miklu meiri ívilnanir en litlu blöðin. Það er svo alveg séríslenskt fyrirbæri að þetta skuli ekki vera komið á hreint þegar aðeins sex vikur eru þangað til margnefndur virðisaukaskattur skellur á. Það er oft rætt um að versti dragbítur íslensks efnahagslífs sé skortur á stöðugleika. Hvernig má annað vera þegar stjómmálamenn nota slíka stórbreytingu á skattkerfi landsmanna sem gildistaka virð- isaukaskattsins er til að stemma af fjárlögin og geta svo ekki kom- ið sér saman um það af hvaða starfsemi eigi að greiða skattinn fyrr en á Þorláksmessu, rúmri viku áður en skattheimtan á að hefjast? Hvernig eiga fjölmiðla- fyrirtæki að gera áætlanir fyrir næsta ár við slíkar aðstæður? 26 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 17. nóvember 1989

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.