Þjóðviljinn - 01.12.1989, Page 20

Þjóðviljinn - 01.12.1989, Page 20
PÉTUR í* Pf GUNNARSSON PISTILL Hvem erver'i aöjarða? Já atburöirnir eru teknir á rás. Maður er orðinn alger fréttafrík- ill og fúlsar við kvöldfréttunum ef það erekkia.m.k. einn heimsvið- burður. Helst að hrynji einn kommúnismi á dag. Og samt - í miðjum útfara - sálmi hvarflar að manni þessi hugsun: er örugglega verið að jarða rétt ríki? Það er að segja: er það jarðað undir réttu nafni? Kommúnismi? Hvað er kommúnismi? Ef við ættum að svara til um raunveru- legt innihald orðsins, þá væri það einhvers staðar í námunda við kúk. Kommúnismi ergersamlega forklúðrað samfélag þar sem fólk stendur í biðröð til að láta hrækja á sig. Ætli flestir hafi ekki þetta í huga þegar þeir heyra minnst á kommúnisma? Að vísu er til ein- hver opinber mærð um alþýðu og frið og jafnrétti og heilaga tilveru sem dauðasaynd sé að bera brigð- ur á. Nei, við erum alveg í réttri jarðarför, en það er ekki kom- múnisminn sem er í kistunni. Og samt kalla þeir sig kom- múnista og andstæðingar þeirra slíkt hið sama. Æ, hér er komin flækjan sem hefur verið að flækj- ast sjö af níu tugum aldarinnar og er orðin svo þæfð og margflækt og flókin að best væri að hrista hausinn og láta hana vaða at- hugasemdalaust í gröfina. En þá er hætt við að vofan muni lengi reika laus á meðal okkar og framlengja refilstigu. Stöldrum því ögn við. Allt frá því að Marx og Engels höfðu skilgreint kommúnismann í samnefndu ávarpi - var öllum ljóst að kommúnismi var af- springur háþróaðs kapítalisma. Avarpið er nánast einn samfelld- ur dýrðaróður um kapítalismann. Framleiðsluöflin sem hann hefur leyst úr læðingi. Hvernig hann hefur gert gervallan hnöttinn að vettvangi sínum, komið á sam- göngum heimshornanna, hrúgað upp borgum, mokað burt skil- rúmum milli þjóða, skýrt alla drætti samfélaganna, komið á lágmarks siðmenningu lesturs og skriftar. Það sem kommúnistar hugðust gera var að klippa þessa undur- samlegu framleiðslumaskínu úr fjötrum markaðarins og láta hana skapa öllu mannkyni auð og vel- sæld. En eitt bar öllum saman um: til að koma á kommúnisma þurfti fyrst kapítalisma, og hann góðan. Jafnaðarmenn 19. aldar og öndverðrar tuttugustu mátuðu sig jafnan við fremstu auðríki jarðar: Pýskaland, England, Fra- kkland... Kommúnismi myndi komast á nokkurnveginn í þessari röð, en það var raunar óþörf spekúlasjón því öll þessi lönd voru svipað langt gengin með, líkt og þrjár systur sem allar eru farnar að taka upp undir og eiga svo með stuttu bili. Nú keyrði auðvaldsheimurinn inn í ragnarökkur heimsstyrjald- arinnar fyrri og byltingin brast á - í Rússlandi. Vanþróaðasta ríki álfunnar skv. lögmáli veikasta hlekkjarins. En það var allt í lagi, byltingin var alls staðar á dagskrá og höfu- ðsmiðir byltingar bolsévika töldu sig standa vaktina þar til hin þró- aðri auðvaldslönd tækju við ke- flinu og skiluðu því í höfn. En þau mættu aldrei í hlaupið. Byltingin rússneska hljóp með blóðbragð í munni uns hún hneig til jarðar komin að niðurlotum. Hér varð jafnvel Lenín ósk- hyggjunni að bráð og hannykrif- aði að leiðarlokum árið 1923: „Sé ákveðið menningarstig nauðsynlegt til þess að koma á sósíalisma... hvers vegna ættum við þá að byrja á því að skapa forsendurnar fyrir þessu ákveðna stigi eftir byltingarsinnuðum leiðum og SÍÐAN ... draga hinar þjóðirnar uppi.“ En ekki þurfti að segja jafn kórréttum marxista og Lenín hvað það þýddi. Að fyrst yrði að endurreisa og byggja upp kapítal- isma í Rússlandi. Og kapítalismi var óhugsandi án arðráns. En þetta arðrán átti að fara fram undir ströngu eftirliti kommún- istaflokksins. Það var NEP- bastarðurinn svokallaði, kapítal- ismi undir kontról. Að Lenín gengnum kom það í hlut Stalíns að hamfletta hræið af sósíalismanum og smokra því upp á hinn sovéska ríkiskapítal- isma sem var byrjaður að standa í fæturna og fá heimshreyfingu kommúnista til að gangast við af- kvæminu. Súrrealisminn varð fullkominn þegar kommúnistaflokkurinn varð að valdatæki kapítalistanna og tröllreið sovésku þjóðfélagi með linnulausri ógnarstjórn sem enginn virtist óhultur fyrir. Sanntrúaðir kommúnistar voru drepnir hvar sem í þá náðist eða settir út í kuldann. Ógnaræðið gat jafnvel snúist gegn sjálfum blóðmörskeppum kerfisins svo sem forstjórum ef flokkurinn taldi þá vera að vaxa flokknum yfir höfuð. Auðvitað var hvim- leitt að eiga jafn hverfula ógn yfir höfði sér. Ur því var bætt með valdatöku Krúsjoffs og gengið tryggilega frá því að flokkurinn snerist ekki gegn sinni eigin auðstétt. Lenín orðaði eitt sinn forsend- ur byltingar í þá veru að bylting væri á dagskrá þegar valdhafarnir gætu ekki lengur stjórnað og þegnarnir ekki lengur lifað við óbreytt skilyrði. Hér er komin gagnorð lýsing á ástandinu sem fleytti Gorbatsjoff í valdastólinn. Sovétríkin voru á leið niður skol- præsið. Brauðfæðslutakmarkið var enn þá fjarlægt eftir 70 ára valdastjórn kommúnistaflokks- ins, barnadauði og andlegt niður- drep setti æ sterkari svip á samfé- lagið - og síðast en ekki síst - klúðrið og klamburbrallið var orðið heimshættulegt eins og Tjernobylurinn sannaði. Sovétríkin höfðu dregið her - feng sinn úr heimsstríðinu síðara niður á sama menningarstig og þau voru á sjálf. Arðsugu þessi lönd og lifðu á þeim sníkjulífi og settu til þess á valdastóla leppi sem nú velta úr sessi einn af öðr- um jafnskjótt og alþýða landanna skynjar að þeir eiga ekki lengur bakhjarl í Sovét. Og „kommúnismarnir" falla einn og einn, flokkarnir skipta um nöfn, ekki bara austan tjalds heldur vestan líka. Og bráðum verður enginn kommúnismi eftir í Evrópu, bara lönd misjafnlega langt komin undir einu og sama hagkerfi. Hvað var þá sagan að gera í þessum langa útúrdúr? Er yfir- leitt hægt að tala um söguna eins og hún hafi ráð og rænu? Er hún blint fálm eða úthugsuð leik- flétta? Er NEP kannski fyrst að ljúka núna og skilyrði loks sköpuð til að stíga úr kapítalism- anum yfir í kommúnismann? Helsjúkur spurði Lenín þessar- ar spurningar árið 1923: „... heppnast okkur - þrátt fyrir kotbændabraginn á fram- leiðslu okkar, þrátt fyrir ringul- reiðina í efnahagslífi okkar - að þrauka þar til auðvaldsríki Vestur-Evrópu hafa þróast til sósíalisma?" Er svarið loks að fæðast 66 árum síðar? Christoph Ransmayr Hinsti heimur Kristján Arnason þýddi Forlagið 1989 Pessi merkilega skáldsaga segir frá rómverska skáldinu Ovid sem orti Metamorfósur, Ummyndan- irnar, þar sem það gerist einatt að einhver mennsk hegðun, eigin- leiki, verður eilíf í náttúrunnar ríki. Þetta áttum við að lesa í menntaskóla ef vel væri, en héld- um náttúrlega að það væri meira spennandi að lesa það sem Ovid, tenerorum lusor amorum, kvað um Ástarlistina, kennslubókina í að vekja athygli kvenna, ná hylli þeirra, njóta þeirra og gleyma þeim. Ágústus keisari sendi Ovid í út- legð til Svartahafsins þar sem nú er Rúmenía - í þann tíma, átta árum eftir Krists burð, var þetta land á enda veraldar og svo er kannski enn. Um ástæður þess að Dekalíon og fylgikona hans flýja syndaflóðið á fjallstind Parnassos. Úr 15.aldar myndskreytingu við Ummyndanir Óvíds. Veröld sem var, er og verður keisarinn lék skáldið svo grátt eru uppi margar kenningar, og Christoph Ransmayr útfærir viss- an kjarna úr þeim á sinn snjalla hátt eins og annað. Hann rifjar upp gamlar og nýjar vonir um að eitthvað niðurrífandi sé í skáld- skap fólgið, eitthvað andstætt sjálfumgleði valdhafa sem halda að ríki þeirra muni standa í þús- und ár. „Titill þessrar bókar hafði ver- ið ögrun við Ágústus keisara og það í sjálfri höfuðborg hans, upp- ivöðslusemi í Rómaborg þar sem sérhver bygging var minnisvarði um stjórnina og skírskotaði til stöðugleika, varanleika og óhagganleika valdsins. Metam- orphoses, Ummyndanir - hafði Nasó nefnt þessa bók og goldið fyrir hana með Svartahafsvist." En með því að höfundurinn skilur manna best, eins og oft kemur fram í textanum, hvernig einræði starfar, þá hafði keisar- inn ekki lesið skáldskap Ovids frekar en aðrar bækur, hann hafði ekki heldur heyrt hneykslanlega ræðu sem skáldið flutti við vígslu mikils leikvangs í Róm, hann hefur ekkert um mál skáldsins sagt, hann bandar því frá sér eins og hverjum öðrum leiðindum. En það er sjálf hand- arhreyfing keisarans sem síðan „ummyndast" (eins og allt annað í bókinni) og verður að útlegðar- dómi. Valdið er sjálfu sér sam- kvæmt í tortryggni sinni og grimmd, um leið og það er undar- lega blint, ruglað, kannski eins og meðvitundarlaust um það sem gerist. Fallvaltleikinn Annars segir skáldsagan frá því að Kotta, vinur Ovids skálds, er kominn til þess hundsrass við Svartahaf, Tómí, þar sem síðast spurðist til útlagans fræga. Hann leitar hans og finnur kveðjuorð skáldsins til heimsins á steinum og dulum, en með þeim hætti er þræll Ovids, sjálfur Pýþagóras, að reyna að geyma hvert orð sem hann sagði. Hann finnur líka að Ovid og skáldskapur hans er með miklu og undarlegu ltfi í Tómí, það fólk sem hann mætir er úr Ummyndununum ættað, er með nokkrum hætti ummyndun um- myndana, sem Christoph Ransmayr fylgir eftir af miklum lærdómi og hugkvæmni. Ummyndunin er reyndar höfuð- þema í þessari sögu og smýgur um hana alla eins og taugakerfi um skrokkinn. Og höfundurinn, útsmoginn og úrræðagóður, gerir okkur aldrei auðvelt fyrir í sinni útfærslu. Ummyndunin er marg- ræð, hún verður ekki gleypt í ein- um bita. Hún er lífsmark ímynd- unaraflsins eins og skáldskapur Ovids. Hún minnir á vongefandi ÁRNI BERGMANN Ovid skáld: Það er ómaksins vert að reyna að stela honum. fallvaltleika þess valds sem þjóð- irnar stynja undir. En enn frekar minnir hún á hinn dapurlega for- gengileika, svo mjög sem að les- andanum er halaið mögnuðum myndum af tortímingu, rotnun og hnignun. Hvað minnir á annað og hverfist í annað á þeirri braut: fall og niðurlæging hins dáða skálds minnir Kotta vin hans á grjóthrúgurnar sem glæsihallir Rómar munu sannarlega um- myndast í. Honum verður ljós „fislétt byggingarlag heimsins, óstöðugleiki fjallanna sem fuku og urðu að sandi, hverfulleiki hafanna sem gufuðu upp í skýja- bólstra og skamvinnur blossi stjarnanna". Allir tímar f heimi sögunnar ríkir „hin ei- lífa endurkoma". Þetta er ekki söguleg skáldsaga af þeirri teg- und, að höfundur reyni að fela samtímamál sín og málarekstur í búningi ytri þekkingar á smáu og stóru á tilteknu tímabili. Heldur hefur hann allar aldir undir í einu, ekki bara tíma Ágústusar, Ovids og Krists. Hann fer aftur í þann tíma þegar guðir og menn áttust við, Jason Argófari er þar, keisaranna Róm, kristniboð og kirkja og allt til gyðingamorða okkar aldar. Og söguvettvangur- inn Tómi er fullur af skrani allra tíma, þar fást myndvarpar og niðursuðudósir án þess að leitað sé lengi og allt nær þetta saman í einn heim með furðulegum hætti. í einn heim sem stefnir í synda- flóð eins og það sem Ovid kvað um og víða breiðir sér yfir jörðu í sögnum og inn í spá um nýtt mannkyn úr maurum eða steinum: „Kyn gætt hörku málms og með hjarta úr blágrýti, augu úr slöngum, tilfinningalaust, án ástamáls en einnig án nokkurrar tilhneigingar til haturs, með- aumkvunar eða sorgar, jafn ósveigjanlegt, heyrnarlaust og þrautseigt og klettarnir á þessari strönd“. Ekki erfitt reyndar fyrir lesarann að tengja þessa forn- eskjulegu ummyndun steina í menn við útópíurnar illu, sem menn hafa skrifað á okkar öld og fjalla einatt um allsherjaraf- mennskun tvífætlinga. Hlutskipti skáldsins Þetta er ein af þeim fágætu skáldsögum sem lengi má yfir liggja og súpa af sér til hressingar. Til dæmis hefur ekki enn verið farið að ráði út í þá „eilífu endur- komu“ sem snýr að hlutskipti skáldsins. Að valtri frægð þess og hégómleika sem vill vinsældir út fyrir raðir þeirra sem bækur lesa. Áð tvíræðum samskiptum við valdið. En ekki síst að því, að skáld sem nafn hefur eignast, hann er, hvað sem hann hefur ort eða gjört, mikil freisting: allir vilja stela honum. Eigna sér hann. Stjórnarandstaðan í Róm, sem gerir Ovid að pólitískum píslarvætti, jafnt sem nýr keisari sem kallar hann einn af bestu sonum Rómar. Og þá er eins gott fyrir alla að skáldið sé horfið og helst dautt, svo að hver geti farið með það eins og honum best líkar án þess að eiga það á hættu að heyra andmælahljóð úr horni. Kristján Árnason er í flokki bestu þýðenda, á því er enginn vafi, lesandinn gengur inn í sterk- an og blæbrigðaríkan texta og kann hið besta við sig. 20 SÍÐA-NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 1. desember 1989

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.