Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 2
BÓKABLAÐ W Bækur, kaffiog smákökur í bókaverslun Máls og menn- ingar við Síðumúla 7-9 í Reykja- vík er öldruðu fólki boðið að koma til 15. desember og versla til jólanna með afslætti. Þegar við komum í búðina 21. nóvember var hún full af kátum Kópavogs- búum sem skoðuðu bækur og rit- föng og spjölluðu saman. Með þeim var Anna Sigurkarlsdóttir, forstöðumaður starfs aldraðra í Kópavogi og við spurðum hvort þetta væri vinsæl þjónusta. „Þegar Erla verslunarstjóri bauð okkur að koma í fyrra vor- um við um það bil tuttugu sem þáðum boðið,“ svarar Anna. „Núna kom full rúta, fjörutíu manns. Þetta spurðist svo vel út. Þeir eru margir sem eiga bágt með að nota strætisvagna og komast ekki í búðir nema fá hjálp, þó að það vilji stundum gíeymast. Þetta er þægilegt héma, Erla var búin að senda Þær bera saman bækur sínar. Anna Sigurkarlsdóttir er fyrir miðju. Mynd: Jim Smart. okkur skrá yfir fáanlegar bækur ásamt verði, fólkið var búið að fara yfir skrána og merkja við og svogengurþað beint að bókun- um.“ Þegar fólk er búið að versla eða vill hvíla sig bíður þess heitt kaffi og smákökur. „Og það besta er að hér eru nógir stólar,“ segir Anna, „því sumir eiga bágt með að vera lengi á stjái.“ Fólkið þekkist greinilega innbyrðis, það situr og spjallar saman, ber sam- an bækur sínar í bókstaflegri merkingu! Ein hefur sankað að sér endurminningabókum frá undanförnum árum, önnur hafði heyrt að Eins og gengur eftir Sig- urð Thoroddsen væri fyndin bók og ætlaði að fá sér hana, sagðist ekki vilja neitt væl. Sú þriðja var með fulla körfu af barnabókum, sú fjórða hefur fengið sér ís- lenska orðsnilld og segir: „Ég las hana í vor hjá frænku minni sem fékk hana í stúdentsgjöf og nú vantar mig góða bók handa tví- tugum manni.“ - Er þetta mikið bókafólk, spyrjum við Önnu. „Já, þetta eru miklir bókmennta- og listunnendur. Það er hreint óborganlegt hvað þau hafa í kollinum. Þegar við höldum bókmenntastundir vinn- ur fólkið allt sjálft, velur efnið og flytur það, lærir jafnvel heilu kvæðin utanbókar. Sumir flytja bókmenntaþætti, tala um skáld eða rithöfunda og verk þeirra, án þess að hafa nokkuð á blaði. En skemmtilegast er þegar sá sem segir frá hefur þekkt skáldið per- sónulega og rifjar upp minningar sínar um það.“ Snilld íslenskra bókmennta Ritsnilld bætist við Orðsnilld og ljóðabækur í ár koma út tvær bækur í hinn vinsæla flokk gjafabóka sem hófst með endurútgáfu á ís- lenskri lýrik: íslensk kvæði og ís- lensk ritsnUld. í íslensk kvæði valdi Vigdís Finnbogadóttir forseti ljóð, eink- um frá 19. og 20. öld, og tileink- aði bókina íslensku æskufólki á öllum aldri. Valið er oft óvænt og spennandi enda segist Vigdís hafa lesið allar Ijóðabækur sem hún kom höndum yfir. „Það liðk- ar svo hugsunina að lesa Ijóð,“ sagði forsetinn í viðtali við Nýtt Helgarblað Þjóðviljans 23. mars þegar bókin kom út. „Þau eru eins og andleg eróbikk! Þau halda huganum vakandi, halda orðunum vakandi." í haust bættist svo íslensk rit- snilld í hópinn, „sjálfstætt fram- hald af íslenskri orðsnilld frá í fyrra,“ segir Guðmundur Andri Thorsson sem verkstýrði fríðum flokki manna við valið. „Það var valsað fram og aftur í íslenskum bókmenntum eins og þar og raðað niður eftir efni í kafla sem heita Ástin, Dauðinn, Bernskan og svo framvegis, en teknir lengri kaflar. íslensk orðsnilld var byggð upp á spakmælum og Guðmundur Andri Thorsson rit- stýrði (slenskri ritsnilld. snjöllum setningum, í Islenskri ritsnilld reynum við að taka stutt- ar afmarkaðar heildir, kafla sem geta staðið sjálfir.“ - Var munur á að velja úr eldri og yngri bókmenntum? „Já, óneitanlega. Maður hyllist til að taka í svona safn texta þar sem höfundur ávarpar lesendur og segir honum skoðun sína á mannlífinu, en slíkar yfirlýsingar eru ekki til í íslendingasögunum. Þar er allt bundið saman og höf- undur stígur ekki út úr sögu sinni til að tala við lesandann. Það var svolítið merkilegt að finna þenn- an mun.“ — Hvað var erfiðast við verkið? „Að gera það ekki að safni úr bókum Halldórs Laxness. Hann er íslensk ritsnilld lifandi komin! Við reyndum að gefa sem fjöl- breyttasta mynd af íslenskum bókmenntum, taka ólíka texta eftir ólíka höfunda en raða þeim þó þannig upp að textarnir köll- uðust á.“ - Fyrir hvaða fólk er þessi bók? „Hún er ætluð þeim sem finnst gaman að lesa skemmtilegar glefsur úr bókum yfir gestum sín- um. Þetta er bókin sem sparar manni að hlaupa upp í bókahill- ur!“ Sagnasjóður stórtjókanna vex Stórbækur Máls og menningar einkennast einkum af þrennu: Þær eru stórar í sniðum, efnis- mikiar og þó ódýrar. f þessum flokki hefur til dæmis komið út geysistórt úrval sagna eftir ís- lenskar konur, verk Þórbergs, sögur Astrid Lindgren, Matur og drykkur eftir Helgu Sigurðar- dóttur og sögur Þórarins Eld- járns. í haust bætast tvær í hóp- inn, Sögur Halldórs Stefánssonar og Djöflaeyjan eftir Einar Kára- son. Það er þó ekki eingöngu Þar sem Djöflaeyjan rís í stórbók Ein- ars Kárasonar heldur allar „eyja- bækurnar“ þrjár, Gulleyjan og Fyrirheitna landið líka. Nú gefst þeim sem ekki eiga fyrri bækurn- ar tækifæri til að eignast allan bálkinn, því stórbókin kostar að- eins þúsund krónum meira en nýja bókin í sér bandi. Smásagnasöfn Halldórs Stef- ánssonar hafa flest verið ófáanleg um langt skeið en í nýju stórbók- inni birtast þau öll fimm, yfir sex- tíu sögur. Halldór Guðmunds- son, dóttursonur skáldsins, ann- aðist útgáfuna, skrifaði fróðlegan eftirmála um afa sinn og ævi hans og tók saman skrá bæði yfir rit- verk Halldórs á íslensku, þýdd og frumsamin, og þýðingar á sögum hans á önnur mál sem eru geysi- margar. Halldór Stefánsson fæddist 1892 á Fljótsdalshéraði en var alinn upp á Fáskrúðsfirði og Eskifirði. Hann var prentari að iðn en vann mestalla starfsævi sína í Landsbankanum, fyrst á Eskifirði og svo í Reykjavík. Fyrsta smásagan hans birtist í Eimreiðinni árið 1921, en bók gaf hann ekki út fyrr en tæplega fer- tugur: í fáum dráttum 1930. Halldór Stefánsson gat ekki helgað sig ritstörfum eingöngu én það er drjúgt sem eftir hann liggur. „Allt annað mál er að hann var jafnan maður fárra orða í ritverkum sínum,“ segir í eftir- mála, „spar á lýsingar og hugleið- ingar, en ástríðan undir niðri oft þeim mun meiri. „Það er eins og spiluð sé nóló á grandspil“,“ sagði Halldór Laxness í grein um nafna sinn sextugan. Halldór Stefánsson var einn af stofnendum Félags byltingar- sinnaðra rithöfunda og lengi í stjórn Máls og menningar. Stjómmálaskönmgur frá blautu bamsbeini Pólitísk ævisaga Brynjólfs Bjarnasonar: Einn mesti pólitískur hugsuður okkar á öldinni segir frá í fyrra voru fluttir í Útvarpi Rót samtalsþættir sem Einar Ól- afsson skáld átti við Brynjólf Bjarnason fyrrum ráðherra sem þá stóð á níræðu. Nú hafa þessir þættir verið gefnir út í bókinni Brynjólfur Bjarnason, pólitísk ævisaga, ásamt ítarlegum inn- gangi Einars um æviatriði Brynj- Vigdís Finnbogadóttir valdi ís- lensk Ijóð. ólfs önnur en þau sem hann segir frá í útvarpsþáttunum. Þar notar Einar til dæmis „Minnisblöð handa Ellu“, skemmtileg endur- minningabrot sem Brynjólfur skráði og gaf dóttur sinni Elínu. í viðauka eru svo birtar síðustu ræður og greinar Brynjólfs. Brynjólfur Bjarnason var geysilega fjölhæfur maður og af- kastamikill á langri ævi. Hann fæddist árið 1898 í Ölvisholti í Flóa, bóndasonur sem fljótlega fékk merkilegan áhuga á um- heiminum. Hann segir til dæmis frá því að þegar hann hafi verið að leika sér við tjarnirnar heima ungur drengur hafi hann gert sér eins konar landabréf í mýrinni, og um leið voru þarna komin „öll heimsins lönd sem ég heyrði talað um í fréttum. Ég þaut á milli þess- ara landa í stjórnmálaerindum og oft var stríð eins og í veruleikan- um ...“ Brynjólfur var ekki aðeins pól- itískur eldhugi og heimspeking- ur, hann var líka áhugamaður um bókmenntir og tungu. f Norræn- um ævintýrum sem Mál og menn- ing gaf út fyrir fáeinum árum eru þýðingar hans á safni sagna og ævintýra eftir H.C. Andersen sem hann gerði ungur en endur- vann fyrir þessa útgáfu, heill í anda þó að líkaminn væri farinn að þreytast. Rithöfundar mótmæla morð- hótunum Hin umdeilda skáldsaga Sal- mans Rushdie, Söngvar Satans, er komin út á íslensku. Hún var fyrst gefin út í Bretlandi í fyrra og varþám.a. tilnefnd til hinnavirtu Booker verðlauna. Þegar Khom- eini erkiklerkur írana gaf út byssuleyfi á Salman Rushdie neyddist hann til að fara í felur og fer enn huldu höfði. Þá tóku nokkur hundruð rithöfundar sig til, víðsvegar um heiminn, stofn- uðu alþjóðlega nefnd til varnar Rushdie og sendu frá sér eftirfar- andi yfirlýsingu: „Þann 14. febrúar 1989 gaf Ajatolla Khomeini öllum mús- limum fyrirskipun um að elta uppi og drepa Salman Rushdie, höfund bókarinnar Söngvar Sat- ans, og alla sem ættu þátt í að gefa bókina út, hvar í heiminum sem væri. Við undirrituð viljum standa vörð um skoðanafrelsi og rit- frelsi, eins og kveðið er á um í Mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna, og við lýsum því yfir að við eigum öll þátt í útgáfu þessarar bókar. Við eigum þátt í henni hvort sem við erum hlynnt því sem í henni stendur eða ekki. Við gerum okkur grein fyrir því að bókin hefur valdið sorg og við hörmum mannslífin sem hafa týnst af hennar völdum. Við hvetjum allt mannkyn til að styðja rétt allra manna til að tjá hugmyndir stnar og trúarskoðan- ir og ræða þær af gagnkvæmri til- litssemi við þá sem eru á öðru máli, án ritskoðunar, án kúgunar og ofbeldis. Við biðjum valdsmenn heimsins að halda áfram að vísa á bug hótunum gegn Salman Rush- die og þeim sem eiga þátt í útgáfu bókar hans og vinna markvisst að því að hótanirnar verði dregnar til baka.“ Meðal þeirra ríflega sjö hundr- uð rithöfunda sem undirrita yfir- lýsinguna eru Alan Ayckbourn, Samuel Beckett, Joseph Bro- dsky, Angela Carter, Margaret Drabble, Nawal el Saadawi, Car- los Fuentes, William Golding, Nadine Gordimer, Graham Greene, Christopher Hampton, Kazuo Ishiguro, Doris Lessing, Penelope Lively, Norman Mail- er, Ian McEwan, Arthur Miller, Iris Murdoch, Harold Pinter, Anatoly Rybakov, Mario Vargas Llosa, Kurt Vonnegut og Marina Warner. Sjá grein um bókina eftir Árna Óskarsson á bls. 8. 2 SÍÐA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.