Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 15
BÓKABLAÐ W Astríd Lindgren segir sjáif frá í ár koma út á íslensku fjórar bœkur eftir Astrid Lindgren, hinn ástsœla barnabókahöfund. Ég vil ekki fara að hátta var fyrsta mynda bók Astrid, kom út á sœnsku 1947. Nú hefur Ilon Wikland myndskreytt nýja útgáfu sem er líka komin út hjá okkur. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi. Börnin í Skarkalagötu, systkinin María, Jónas og Lotta, hitta íslensk börn í nýrri þýðingu Sigrúnar Árna- dóttur, og svo koma tvær vinsælar myndabœkur í endurútgáfu, Víst kann Lotta að hjóla og Jól í Óláta- garði. Margir hafa forvitnast um höfundinn á bak við allar þessar sívinsælu sögupersónur, og árið 1972 tók Astrid sig til og svaraði spurningunum sem hún þurfti oft- astað svara. Henni segist svo frá: „Það er gaman að fá bréf frá lesendum sínum, en því miður gefst ekki tími til að svara þeim öllum. Þess vegna langar mig til Kennslu- bækur MM Mál og menning gefur út mikið úrval af kennslubókum. Meðal annarra má nefna: Fram á ritvöllinn, endurskoðuð útgáfa Þýska fyrir þig. Málfræði,lesbók, vinnubók ofl. Dansk, det er dejligt Dansk uden problemer Frönsk málfræði Leiðréttingarlykill í stafsetningu Bókin um DOS. Komin aftur'. Námsvísir við Almenna efnafræði Töifræði Veður- og haffræði Ökunámið. Ný útgáfa Hugtök og heiti í bókmenntum. Kilja Tag fat Hej med dig. Dönsk málfræði Nice and easy, æfingar í ensku Waiting for the police. Hraðlestr- arsögur Áttavitinn, grunnbók um fjöl- miðla Myndirnar tala. Um greiningu og lestur mynda Tónfræði 2 Stafur á bók, stafsetningarefni Og margar nýjar kiljur í bók- menn takennsluna að setja á blað svolítinn æviút- drátt sem ég vona að svari nokkr- um algengustu spurningunum. Við skulum byrja á byrjuninni - í nóvember 1907, því þá fæddist ég í gömlu rauðu húsi með epla- trjám í kring. Ég var annað barn Samúels Ágústs Ericssonar og Hönnu konu hans. Býlið hét - og heitir enn - Nes og er rétt hjá bænum Vimmerby í Smálöndum. Nes hefur verið prestssetur síðan 1411 en faðir minn var ekki prest- ur heldur leiguliði prestsins í Nesi eins og faðir hans á undan honum og sonur hans á eftir honum. í rauða húsinu, sem hafði verið prestssetrið sjálft á átjándu öld en hýsti nú leiguliðann og fjöl- skyldu hans, fæddust á næstu árum tvö böm £ viðbót. Við urð- um sem sagt fjögur systkinin, Gunnar, Astrid, Stína og Ingi- gerður, sæl og glöð eins og börnin í Ólátagarði. Skólinn var í Vim- merby og þangað komumst við á fimmtán mínútum. Ég nauðaþekkti sveitina og smábæjarumhverfi frá bernsku, og þar gerast flestar sögurnar sem ég hef skrifað. í sveitinni búa börnin í Ólátagarði, Emil í Katt- holti, Rasmus og margir fleiri krakkar, í þorpunum búa til dæmis Lína langsokkur, Kalli Blómkvist og félagar, Maddit og krakkarnir í Skarkalagötu. Þegar ég var búin með skyld- una fór ég til Stokkhólms, varð ritari, réð mig á skrifstofu, gifti mig og eignaðist tvö börn. í Stokkhólmi gerast sögur sem eru á einhvern hátt „óraunsæjar" eins og Kalii á þakinu. Ég hætti mér líka út í Skerjagarðinn en þó ekki fyrr en ég hafði dvalið þar hvert einasta sumar í þrjátíu ár - þar gerist sagan Á Saltkráku. „Hvernig stóð á því að þú fórst að skrifa?“ er oft spurt. Sannleikurinn er sá að ég ákvað snemma að skrifa aldrei bækur. Fæstir taka líklega formlega ákvörðun um að skrifa ekki bækur, en ég gerði það. í skóla var sífellt verið að segja við mig: „Þú verður ábyggilega rithöfund- ur þegar þú verður stór“ og af einhverju tilefni var ég kölluð - með svolitlum hæðnistón - „Selma Lagerlöf Vimmerbæjar". Ég held að ég hafi orðið hrædd, og ég þorði ekki að reyna þó að ég fyndi innst inni að það gæti verið gaman að skrifa. Heitið hélt ég árum saman og það sem olli því s(ða 15 að ég rauf það að lokum var eftir- farandi: Árið 1941 fékk Karen dóttir mín lungnabólgu. Hún var sjö ára þá. Á hverju kvöldi þegar ég sett- ist á rúmstokkinn hennar rellaðí hún einsog börnum er tamt: „Segðu mér sögu!“ Eitt kvöldið spurði ég dauðuppgefin: „Um hvað á sagan að vera?“ og þá svaraði hún að bragði: „Línu langsokk!" Nafnið kom bara si svona. Ég spurði ekki hver Lína væri heldur fór strax að segja frá. Þetta var furðulegt nafn og stúlk- an var furðuleg líka. Karen og vinum hennar þótti strax ein- kennilega vænt um Línu og ég varð að segja sögur af henni endalaust árum saman. Dag einn í mars 1944 snjóaði í Stokkhólmi, og þegar ég kom labbandi eftir gangstéttinni með- fram Vasagarðinum um kvöldið steig ég á svell þakið nýsnævi. Ég datt og sneri fótinn illa og varð að liggja í rúminu um tíma. Mér til afþreyingar fór ég að hraðrita sögurnar um Línu langsokk - ég var prýðilegur hraðritari síðan ég vann á skrifstofunni og byrja enn á að hraðrita öll mín verk. Karen átti tíu ára afmæli í maí og ég ákvað að hreinskrifa sögurnar um Línu og gefa henni handritið í afmælisgjöf. Næsta skref var að senda handritið til útgefenda. Ekki að mér dytti eitt andartak í hug að hann myndi gefa það út - bara! Ég var sj álf hálfhneyksluð á Línu og ég man að bréfið frá mér endaði á þessum orðum: „f von um að þér gerið ekki barnavernd- arnefnd viðvart...“ Handritið fékk ég í hausinn eins og ég hélt, en meðan ég beið eftir því skrifaði ég aðra bók, því nú var ég komin á bragðið. Þetta var stelpubók sem heitir Britt- María léttir á hjarta sínu og hana sendi ég útgefandanum Rabén og Sjögren sem hafði auglýst stelpu- bókasamkeppni. Kraftaverkið gerðist, ég fékk önnur verðlaun. Aldrei hef ég orðið glaðari en þegar ég fékk þau boð seint haustið 1944. Árið eftir, 1945, efndi sama forlag til samkeppni um barnabók. Þangað sendi ég handritið um Línu langsokk svo- lítið endurbætt, og hlaut fyrstu verðlaun. Síðan gekk allt eins og í sögu. Lína varð geysivinsæl þó að margir yrðu hneykslaðir og hræddir um að allir krakkar færu að haga sér eins og hún. „Ekkert eðlilegt barn étur heila tertu í kaffiboði," skrifaði einn fullur vandlætningar. Og það var laukrétt. Ekkert eðlilegt barn getur heldur lyft upp hesti. En ef maður getur það þá getur maður líka hesthúsað heila tertu. Næsta ár, 1946, bauð sami út- gefandi verðlaun fyrir ieynilög- reglusögu handa unglingum, þá skrifaði ég fyrstu bókina um Karl Blómkvist og deildi fyrstu verð- laununum með öðrum höfundi. Síðan hef ég ekki tekið þátt í sam- keppni en skrifað tugi bóka, nokkur leikrit og kvikmynda- handrit. Frá 1946 til 1970 stýrði ég barnabókaútgáfu Rabén og Sjögren. Börnin mín eru bæði gift og ég á sjö barnabörn. ... Stundum spyr fólk: „Hver er tilgangurinn með þessum bókum? Hver er hugmyndin með Línu langsokk? Hvernig á góð barnabók að vera?“ Og fleira í þeim dúr. Því er til að svara að ég meina ekki neitt með bókunum mínum, hvorki Línu langsokk né öðrum. Ég skrifa til að skemmta barninu í sjálfri mér og vona bara að ég skemmti öðrum börnum um leið. Ég veit ekki hvernig góðar barnabækur eiga að vera - af hverju spyr enginn hvernig góðar fullorðinsbækur eigi að vera? Ég reyni að „segja satt“ í listrænum skilningi þegar ég skrifa - það er mitt einasta leiðarljós. „Færðu hugmyndir frá börnun- um þínum eða barnabörnum,“ spyr fólk líka. Því svara ég sem svo að ekkert barn getur gefið mér hugmyndir nema barnið sem ég var sj álf einu sinni. Maður þarf ekki að eiga börn til að skrifa barnabækur. Maður þarf bara að hafa verið barn - og muna nokk- urn veginn hvernig það var.“ BÓKABLAÐ W Bókablað Máis og menningar Útgefandi: Mál og menning Ábyrgðarmaður: Árni Kr. Einarsson Umsjónarmaður: Silja Aðalsteins- dóttir. Efni er eftir SA nema annað sé tekið fram Útlit: Þröstur Haraldsson Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans Prentun: Blaðaprent hf. Veggspjöld handa krökkum Ef þið sendið okkur bréf sendum við ykkur plakat í staðinn Langar ykkur til að eignast mýnd til að líma upp á vegg? Þá langar okkur til að gefa ykkur plakat af Karólínu eða Pappírs-Pésa. Þið skulið skrifa til okkar og segja okkur heimiiisfangið ykkar og hvora myndina ykkur langar í. Utan á bréfið til okkar á að skrifa: Mál og menning Laugavegi 18 Pósthólf 392 121 Reykjavík

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.