Þjóðviljinn - 08.12.1989, Qupperneq 13

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Qupperneq 13
BÓKABLAÐ Erfiðast aðþuria aðgefastupp fyrir ofríkiBreta Bók um öll landhelgisstríð Islendinga. LúðvíkJósepsson: Ég á von á að um hana verði harðar deilur „Landhelgismálið í 40 ár, það sem gerðist bak við tjöldin, fjallar ekki bara um baráttu íslendinga fyrir 50 mflna landhelgi. Ég fjalla líka um baráttuna fyrir 4 mflna og 12 mílna landhelgi og 200 mflna efnahagslögsögu. Þetta eru allt kaflar í sömu sögu,“ sagði Lúðvík Jósepsson um nýja bók sína sem fjallar um merkan hluta íslands- sögunnar á þessari öld: sjálfstæð- isbaráttu okkar til sjós. „Ég hafði margsinnis neitað að taka saman bók um þetta efni og það var ekki meining mín, uns mér fannst ég vera skyldugur til þess. Ekki síst vegna þess að Magnús Kjartansson hafði komið reiðu á baráttuna fyrir 12 mflna landhelgi, skrifað um hana heilan bækling sem ég nota talsvert í bókinni. Mér fannst ég þurfa að gera það sama fyrir baráttuna fyrir 50 mflunum, safna á einn stað frumgögnum til þess að fræðimenn seinni tíma ættu greiðan aðgang að þeim. En svo fór að ég tók lfka saman efni um baráttuna fyrir 4 mflum, 12 mfl- um og 200 mflum.“ - Hver finnst þér núna að hafi verið erfiðasti hjallinn? „Margt var erfitt, en erfiðast af öllu var þegar Ólafur Jóhannes- son kom heim með samning við Breta haustið 1973 þar sem hann gaf eftir í sambandi við 50 mflurn- ar. I>á höfðum við unnið barátt- una bæði á hafinu og í allri um- ræðu. Viðhorf allra höfðu snúist okkur í vil - og þá urðum við að gefast upp fyrir ofríki Breta. Ólafur gerði þennan samning upp á sitt eindæmi og við stóðum allt í einu frammi fyrir gerðum hlut.“ Verst fer fyrir Nato »Égá von á að það verði harðar deilur um það sem sagt er í þess- ari bók,“ heldur Lúðvík áfram. „Ég var beinn aðili að þessum málum allan tímann, líka árið 1948 þegar landgrunnslögin voru sett, og ég hafði mótað fastar skoðanir sem ég túlka áfram hér. Aðrir hafa ekki sömu skoðanir. Menn fara auðvitað misjafn- lega út úr sögunni. Ólafur Thors kemur allvel út úr henni, Her- mann Jónasson einnig. Sjálfsagt kemur engum á óvart að Guð- mundur í. Guðmundsson kemur illa út og Ólafur Jóhannesson af- leitlega, en Einari Ágústssyni er Ásgeir Blöndal Magnússon Uppruni orðanna Ómetanlegt verk um ættir íslenskra orða eftir Ásgeir Blöndal Magnússon íslensk orðsifjabók Ásgeirs Blöndals Magnússonar er fyrsta verk sinnar tegundar á íslensku. Þar eru 25000 uppflettiorð, jafnt úr fornu máli sem nútímaís- lensku, borin saman við grannmál okkar, önnur germ- önsk mál og fjarskyldari mál þeg- ar þörf er á. Einstök bók fyrir alla áhugamenn um íslenska tungu. Ásgeir Blöndal Magnússon fæddist 2. nóvember 1909 vestur í Dýrafirði og ólst að mestu upp á Þingeyri. Hann stundaði nám við MA, lauk stúdentsprófi þaðan og síðan cand.mag-prófi í íslenskum borin vel sagan. Verst fer fyrir Morgunblaðinu og Nato. Nato var í spilinu allan tímann og beitti sér gegn íslenskum stjórnvöldum. Við vorum í þessu bandalagi og samkvæmt hug- myndum þess skiptust ríki í vina- og bandalagsþjóðir og óvini. En eins og títt er í bandalögum reynast þau ævinlega tala máli hinna stóru og sterku, og Nato leit alltaf svo á að íslendingar ógnuðu samstarfinu með því að taka sér stærri landhelgi. Það voru ekki Bretar sem rufu sam- starf vestrænna þjóða með því að ráðast á okkur; það vorum við sem áttum alla sök! Þegar varð- skipin okkar voru að verja ís- lenska lögsögu voru þau kölluð „gunboats“ sem réðust á saklausa breska sjómenn við að draga björg í bú!“ Bók Lúðvíks er mikið rit, 330 bls., prýdd fjölda mynda. Lúðvík Jósepsson: Aðrir hafa ekki sömu skoðanir. Mynd: Þórarinn Óskar Þórarinsson. fræðum við Háskóla íslands vor- ið 1946. Þá var hann löngu orðinn virkur félagi í samtökum sósía- lista og samdi og þýddi rit um kenningar sósíalismans. Frá því að hann lauk prófi var hann starfsmaður Orðabókar Há- skólans, sem gefur Orðsifja- bókina út. Þegar Asgeir Blöndal Magnús- son lést sumarið 1987 hafði hann unnið að íslenskri orðsifjabók árum saman. Þó að hann fengi ekki að sjá hana fullbúna mun hún halda nafni hans á lofti með- an íslenska er töluð. SÍÐA 13 Islensk teiknimyndasaga Þorri og Sjón leggja saman í Ævintýri Tinnu og Hreins Borgfjörð Ævintýri Tinnu og Hreins Borgfjörð 1937 heitir teiknimyndasaga í heilli bók eftir Þorra Hringsson og Sjón. Þar segir frá dularfullu hvarfi ungra ís- lenskra drengja og dularfullri komu einkasnekkju Adolfs Hitlers til Reykjavíkur. Er samband þarna á milli? Hreinn Borgfjörð rannsóknarlögreglumaður og bókmenntaséní (eða var það öfugt?) reynir að komast að því með dyggri aðstoð stelpunnar Tinnu. Æsileg saga eftir hugmyndaríka unglistamenn. ElNKASÚtKejA HÍUEkS RKlSltKNSL- ARA t£)M if'fRR.ADAfe T'lREVKJAVikuR. 6ALKPÓRU YPÍRFoRÍNtJAR, SLÍPSIN5 ÍBOBi RlKÍSStmRNARÍNNAR AUSTofR iABGUUFOSSi Ot&BiSÍ .”,V\S0 AÚRILU''

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.