Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 12
Orð- snilld Dags Glímuskjálfti, ljóð 1958-1988, geymir allar ljóðabækur Dags Sigurðarsonar og ljóð sem ekki hafa birst á bókum. Þegar Dagur kom fram sem skáld var hann oft kallaður „hræðilega barnið“ - „enfant terrible" íslenskra bók- mennta. Nafngiftina hlaut hann ekki síst fyrir meitlaðar og ögr- andi setningar í ljóðum sínum, eins konar slagorð sem oft minna á snjallt veggjakrot. Hér eru sýn- ishom: Eina rádið tilþessað útrýma bánkaræníngjum erað útrýma baunkum Fimm ára gamallsá ég gegnum lífslýgina Gatan varsú jörð sem við erfðum Þráttfyrirsjúklegan kommún- isma varhann einstaklíngssál Þótt undarlegt kunni að virðast er ég samansaumaðurskyn- semisdýrkandi og menningar- postuli Tímabil hinna gáfuðu einstak- línga erliðið Vei þeim sem lendir í klandri og á ekki hreinar nærbuxur! efég hataði sjálfan mig hvernig gæti ég elskað aðra Öllum leiðast stjúpmæður eins og nafniðgefurtilkynna Öllumhafísverri ertaugahrollurinn í Austurstræti eftirhádegið lífsreynslan humm lífsreynslan (ogþroskinn ekki má gleyma honum!) Ástin eralltsem ég á nema bót fyrirrassinn Peníngar eru takmörkun þess sem stöðva skal Án erílls heima nema fylgjurhafi Amlóði (ex machina): Það er eitthvað rotið í skattakerfinu Raun vísinda: stofnun háskólans Traktorakynslóðin erekkiskyggn á annað en rússagrýlur Undirritaður, ég alheimskóngurinn, ég Slægðir fiskarfíjúga Engill, pípuhattur og jarðarber heitir nýja sagan eftir Ijóðhöf- undinn og sagnaskáldið Sjón. Þetta er saga um pilt og stúlku á sólrík- um stað í fjarlœgu landi þar sem furðulegir atburðir gerast. Astar- saga með draugalegu ívafi - eða hvað finnst ykkur um 19. kaflann sem fylgir hér á eftir? Hvinur rýfur kyrrðina. Og skvamphljóð. Drengurinn og stúlkan líta upp. Skammt út af ströndinni flýtur dauður makríll andartak áður en hann sekkur og skilur eftir hring- laga gárur sem fjara hratt út. „Þetta var undarlegt!" Segir hann. „Af hverju?“ Spyr hún. „Það var búið að gera að fiskin- um!“ Þau bíða. Glitrandi silungur þeytist fram undan klettabroti innar í víkinni og svífur í stórum boga og skellur með skvamphljóði á sjónum og snýr upp opnum kviðnum og sekkur. „Hann var slægður.“ „Og hann flaug!" Þau hraða sér að klettabrotinu og beygja sig ósjálfrátt þegar rauðspretta þýtur gegnum loftið yfir höfðum þeirra. Glufan milli brotsins og klettaveggsins er of þröng til að hægt sé að ganga í gegnum hana svo þau smeygja sér úr skóm og sokkum og hann brettir upp buxnaskálmarnar og hún heldur uppi kjólfaldinum. Þau vaða fyrir brotið. í fjörunni hinum megin stend- ur lágvaxinn maður í dýrum mjólkurhvítum kvöldjakka og piparsvartri skyrtu með stífuðum kraga og riffluðu brjósti og hné- síðum karfarauðum sjóskíðabux- um með berjabláu mynstri og sítrónugulum strigaskóm upp á miðja leggi. Hann er krúnurak- aður fyrir utan einn lokk sem fell- ur krullaður niður á ennið eins og úr rjómasprautu og nemur við egglaga sólgleraugu á miklu nefi sem hann fitjar upp á um leið og hann herpir varirnar. Um hálsinn er velhnýtt hrásilkislaufa. Við fætur hans er ljós plastbali fullur af fiskum af ólíklegustu tegund- um. Fyrir framan hann er voldug teygjubyssa úr dökkum viði sem hefur verið stungið ofan í fjöruna og skorðuð föst með grjóthnull- ungum. „Sérðu hver þetta er?“ Mjöll hnippir í Stein. Maðurinn tekur ekki eftir þeim og horfir hugsi ofan í balann. „Þetta er alla vega líkt hon- um.“ Maðurinn hallar sér fram og tekur upp stóra sfld og skoðar í krók og kring áður en hann kem- ur henni fyrir í teygjunni. Hann hinkrar og lítur út á víkina og kemur auga á drenginn og stúlk- una og bandar þeim í burtu. Þau vaða í land og ganga upp í fjöruna spölkorn frá honum. Hann strekkir á og skýtur sfldinni og fylgist einbeittur með henni þangað til hún sekkur. Þá nuddar hann saman hreistrugum hönd- um og lítur í balann. „Þetta er hann!“ Segir Mjöll. „Tölum við hann?“ Hún grípur laust í handlegg Steins. „Tala þú við hann. Ég kann ekkert að tala við svona menn.“ Svarar hann og lítur upp eftir klettinum. Maðurinn horfir í gegnum Stein og Mjöll og heldur áfram að fleygja fiskum út í sjóinn. Para- dísarfiskur. Áll. Ansjósutorfa. Heilagfiski. Og ýsa. „Við hittumst uppi á klettin- um!“ Mjöll gengur til mannsins. Maðurinn skeytir ekki um hana. Steinn fetar einstigið upp klett- inn. „Halló!“ Kallar Mjöll til mannsins sem svarar engu. Hún gáir að Steini. Hann er næstum kominn alla leið. „Ég er að þessu fyrir vin minn.“ Segir maðurinn allt í einu við stúlkuna og réttir henni skötu. „Þú skilur?“ Hann bíður ekki eftir svari. Ofan af klettabrúninni fylgist Steinn með Mjöll hjálpa mannin- um við að halda skötunni í teygjunni og svo fer hún sömu leið og allir hinir. Dálítil konubók Kristín Ómarsdóttir vakti at- hygli þegar hún hlaut verðlaun í leikritasamkeppni sem Þjóðleik- húsið efndi til í tilefni af lokum kvennaáratugar 1985. Þá var hún aðeins tuttugu og þriggja ára. Einþáttungurinn hennar, Draumur á hvolfl, var svo sýndur á Litla sviðinu 1987 og sama ár kom fy rsta bókin hennar út, lj óða - bókin í húsinu okkar er þoka. í ár koma sögur og bókin heitir í ferðalagi hjá þér. Við hringjum í Kristínu svo snemma morguns að hún er enn- þá í draumunum. „Þetta er smásagnasafn með tengdum sögum,“ segir hún. „Þær eru ekki um sama fólkið, en þær eru einhvern veginn skyldar. Kannski eru þær frænkur." - Fyrsta sagan er um litla stúlku sem elst upp hjá sex konum - er þetta kannski kvennabók? „Hún er áreiðanlega fyrir menn líka, en það er satt, þetta er dálítil konubók. Þó ætlaði ég mér það ekki. Áður var ég alltaf að teikna menn og skrifa um þá. í Draumi á hvolfi eru tveir menn og ein kona og ljóðabókin var um bæði kynin jafnt. En allt í einu var ég farin að teikna konur, ég skildi það ekki, og smám saman áttu þær meira í textanum líka.“ Svona koma þær: Margar konur koma til mín. Koma til mín. Taka í hönd mína. Halda með báðum höndum í hönd mítia. Klappa henni. Horfa djúpt í augu mín. Tala. Þegar þœr eru búnar að tala klappa þœr mér á aðra kinnina. Vertu sœl vinan. Segja þœr. Líði þér vel. Klappa mér á upphandlegginn. Ég horfi á þœr fara. Ég horfi á hvernig þœr fara frá mér. Margar konur drekka með mér kaffi. Þœr segja mér að fá mér meiri kökur. Þær horfa á mig borða. Setja hönd undir kinn, horfa á mig borða. Hvernig ég tygg. Ég tygg með lokaðan munn. Horfi á þœr. Þœr segja að það sé gott að sjá eplakinnar, eplakinnar sem borða köku og hrausta stelpu. - Er fyrsta sagan, „Margar konur“, bernskuminning? „Nei,“ svarar Kristín, „ég var ekki alin upp hjá sex konum. ^n það er mikið af konum í minni ætt og mikið af konum kringum hyert barn.“ - Er þetta hættuleg bók? „Ég vona það!“ Kristín Ómarsdóttir: Frændsemi sagnanna óljós. Mynd: Jim Smart. 12 SÍÐA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.