Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 11
BÓKABLAÐ Saga Páls Jónssonar blaða- manns eftir Ólaf Jóhann Sigurðs- son er þriggja binda verk. Fyrsta bindi, Gangvirkið, kom út árið 1955, Seiður og hélog 1977 og loka bindið, Drekar og smáfuglar, 1983. Hér er um að ræða geysi- lega langt og efnismikið skáld- verk, rúmlega 1200 blaðsíður alls, þar af er Drekar og smáfugl- ar 600 síður. Allar bækurnar hafa sama undirtitil: „Úr fórum blaða- rnanns". Aðalpersónan og sögu- maður er áðurnefndur Páll Jóns- son, blaðamaður hjá blaðinu Blysfara frá því í janúar 1940 til marsmánaðar 1949. Sagan í heild spannar þó heldur lengri tíma, hún hefst í árslok 1939 þegar sögumaður er 21 árs og nýfluttur til Reykjavíkur. Móður sína missti Páll á öðru ári og föður sinn hefur hann aldrei þekkt og veit ekki einu sinni hver hann er. Hann hefur alist upp hjá ömmu sinni fyrir vestan og þegar hún deyr er ekkert sem bindur hann lengur við æskustöðvarnar. Hann flyst suður og freistar þess að verða að manni. Fimmti áratugurinn var örlaga- tími í veraldarsögunni, og með hernáminu sogaðist ísland inn í hringiðu heimsstyrjaldarinnar síðari. Miklar og örar breytingar á þjóðarhögum íslendinga köll- uðu á ný lífsgildi og nýjan lífsstíl. Frammi fyrir þessum vanda stendur aðalpersóna þessa mikla þnleiks. Frásagnartækni sögunnar er með þeim hætti að Páll Jónsson situr við skrifborð sitt laust eftir 1950 og rifjar upp líf sitt á ára- tugnum á undan.Hann er ný- kvæntur maður og hamingju- samur, en einhver skuggi hvílir þó yfir lífi hans. Lesandinn fær að vita að hann hefur drýgt einhvem glæp en fær ekki að vita hver hann er fyrr en í lokabindinu. Önnur gáta sem Ólafur Jóhann notar til að viðhalda spennu í frá- sögninni er faðemi Páls. Lesand- inn fær að vita hið sanna þegar verkið rís hæst, þann 30. mars 1949. Þá renna saga Páls og saga þjóðarinnar saman í eitt. Á þeim örlagadegi horfist Páll Jónsson í bókstaflegri merkingu í augu við eigið upphaf og fortíð. Boðskapur sögunnar fer ekk- Ólafur Jóhann Sigurðsson hafði víða sýn yfir sögu og samfélag. Mynd: Einar Karlsson Páls saga Guðbjörn Sigurmundsson skrifar um Ólafjóhann Sigurðsson ert á milli mála. Meirihluti þjóð- arinnar er á villigötum eftir að peningar taka að streyma inn í þjóðfélagið eftir hernám Breta. Margar persónur Páls sögu setja gróðasjónarmiðið ofar öllu öðru; svo er til dæmis um vinnu- veitanda Páls, ritstjórann Valþór sem annars er mörgum kostum búinn. Það verður honum að falli að hann tengist hinni skuggalegu valdaklíku í Árroðahúsinu og ræður ekki blaði sínu nema að takmörkuðu leyti. Páll hefur í hávegum dyggðir sem amma hans innrætti honum: langlundargeð, örlæti við fátæka og húsbóndahollustu. En sumar þessar dyggðir reynast tvíbentar, svo er til dæmis um húsbónda- hollustu Páls við Valþór ritstjóra. Páll ber fyrir sig hlutleysi og hlýðni og starfar árum saman á blaði sem brýtur gegn hugsjónum ömmu hans og hefur gróðann einan að leiðarljósi. En þolinmæði Páls þrýtur að lokum og hann er rekinn frá Blys- fara fyrir að skrifa ritstjórnar- grein af einlægni. Þetta gerist snemma árs 1949, skömmu fyrir hinn örlagaríka dag. Heiðarleiki Páls bannar honum að skrifa gegn sannfæringu sinni og upp- reisn hans gerir hann að manni. Nýtt líf bíður hans í sögulok. Páll Jónsson verður í sögunni fulltrúi hrekklausrar alþýðu sem gerir uppreisn gegn gróðasjónar- miðum og undirlægjuhætti og hefur gömul og góð lífsgildi til vegs og virðingar. Þótt ljóst sé hvaða persónur eru höfundi að skapi og hverjar ekki er langt í frá að dregnar séu upp svarthvítar myndir af þeim. Mannlýsingar eru með miklum ágætum í Páls sögu og ná mestri dýpt í lokabindinu, Drekum og smáfuglum. Hér skiptir mestu hvað ðlafi tekst að gera persónur lifandi og mannlegar. Þannig verða hjónin á Ásvallagötunni eftirminnileg, Bjarni skrifstofu- stjóri og frú Kamilla. Skáldið Aron Eilífs er einnig býsna vel gerð persóna, að ógleymdum Steindóri Guðbrandssyni forðum vegavinnumanni og stúdent í ís- lenskum fræðum og guðfræði en að lokum virðulegum gagnfræða- skólakennara. Steindór er ólíkur Páli að því leyti að siðferðisbjarg hans er mun léttara, hann gerir sér enga rellu út af smámunum. Hann kemur alltaf með hressilegan tón inn í söguna, orðhákur hinn mesti, fyndinn og víðlesinn. Einnig má nefna hinn gáfaða en gæfusnauða Finnboga Ingólfs- son. Átakanleg örlög hans gleymast lesanda seint. Stíll Ólafs Jóhanns er vandað- ur, blæbrigðaríkur og fjöl- breyttur í orðavali. Samtöl eru markviss, söguhetjur eru látnar lýsa skapgerð sinni með eigin orðum. Höfundur notar einnig tákn og táknmyndir til að koma boðskap sínum á framfæri, um það vitna til dæmis titlar bók- anna. í fyrsta bindi er Páli líkt við klukku sem stoppar og fer ekki að ganga aftur fyrr en jarðskjálfti gengur yfir. í Drekum og smá- fuglum er oft vísað til Völsunga- sögu og minnt á gullið sem hið illa stafaði af. Þrfleikurinn um Pál Jónsson blaðamann var lengi í smíðum. Það tók Ólaf Jóhann nærri þrjá- tíu ár að ljúka verkinu,enhandrit- ið að öðru bindi lá óhreyft frá því laust fyrir 1960 til 1975, að því er höfundur segir sjálfur í Andvara 1988. Sagan er mikið verk og vandað til þess á allan hátt. Þar rís hæst lokabindið, Drekar og smáfuglar, þar sem allir þræðir verksins eru hnýttir saman í eina órofa heild. Þetta er óumdeilan- lega mesta skáldverk Ólafs Jó- hanns og eitt af öndvegisritum ís- lenskrar skáldsagnagerðar. Rauðj græn og grábrún Sigrúnjúlíusdóttir les Nú eru aðrir tímar eftir Ingibjörgu Haraldsdóttur Ingibjörg Haraldsdóttir sendir frá sér þriðju ljóðabók sína um þessi jól: Nú eru aðrir tímar. Hún hefur eignast góðan hóp lesenda á þeim fimmtán árum sem liðin eru síðan fyrsta bókin kom út, Þangað vil ég fljúga (1974). Við höfðum samband við einn þeirra, Sigrúnu Júlíusdóttur félagsráð- gjafa í Reykjavík og spurðum hvað henni fyndist um nýju bók- ina. „Ég er mjög hrifin af henni,“ segir Sigrún. „Þetta er svo þrosk- uð og heilsteypt bók að það er fróun að lesa hana. Auðvitað les hver maður bækur út frá sjálfum sér, og mér finnst hún vera að fjalla um hjónabandið í ljóðun- um. Ég er alla daga að vinna í þessum málum svo það er nær- tækt fyrir mig að lesa bókina þannig! En maður verður svo hamingjusamur þegar ljóð fá hljómgrunn hjá manni, þegar þau eru einlæg og vel ort eins og þessi ljóð. Tilfinning þeirra ersvo sönn að mér finnst þau tala fyrir mig. Það er söknuður í þessum ljóð- um, eftirsjá, einhver tilfinning er horfin, tengsl hafa breyst. Bókin í heild miðlar einsemd sem er samt sjálfsögð, fylgir hversdagsleikan- um sem ljóðin gerast í eins og lúi. En þar með er ekki öll sagan sögð. Ingibjörgu finnst hún vera á skjön við eigin tilveru eins og' hún orðar skemmtilega í ljóðinu „Breiðholti“ - „Einhver önnur en ég gæti átt þessa úthverfu daga: svipgrátt sumarið, reykvískt regnið ... Einhver önnur en ég gengið hokin um stofur ... Meðan ég lægi nakin og innhverf og umlukin hafi eða sandi ..." Það.er hvorki gremja né sátt í þessu ljóði en pínulítil kaldhæðni. Lífið er svona en það gæti verið allt öðruvísi. Lygasagan um heiminn og mig Ein setning úr fyrstu ljóðabók Ingibjargar kom aftur og aftur upp í huga minn þegar ég var að lesa þá nýju, þar sem hún segir að þá hafi hafist „lygasagan um heiminn og mig“. Þar er vonin ennþá, eftirvæntingin eftir æsi- legri sögu framundan, allt ann- arri sögu en lygasögu leiðans, en nú eru aðrir tímar. Mér finnst erfitt að taka eitt ljóð út úr og benda á sem hið besta í bókinni því heildin orkar sterkast. En ljóðin „Auglýsing“, „BreiðhoIt“ og „Römm er sú taug“ spegla heildartilfinninguna best. „Við gluggann um nótt“ og „llaustlauf" fannst mér eiginlega sama ljóðið og þau snertu mig mjög djúpt, kölluðu á margvísleg hugrennir.gatengsl. En eftir lest- urinn er mér eitt ljóð hugstæðast þó að ég hafi ekki stöðvast við það meðan ég var að lesa. Það er „Lækurinn“. Þar eru sársauki og umkomuleysi gagnvart lífinu orð- uð ótrúlega vel. Við erum hér, það er erfitt og óskiljanlegt en þó óumflýjanlegt. Það er gaman að hugsa um hvernig bækurnar þrjár endur- spegla ólík lífsskeið. Ég sé lífs- skeiðin stundum fyrir mér í litum og mér finnst fyrsta bókin björt og blá - eða kannski rauð! Þó býr einsemd undir. í annarri bókinni, Orðsporum daganna, er allt grænt, öryggi, ástúð, annir. í nýju bókinni eru undarlega heill- andi ljóð um grábrúnan hvers- dagsleika. Þau eru eiginlega á litinn eins og hafragrautur sem er svo hollur og leiðinlegur. En ljóðin eru aldrei leiðinleg, það er það merkilega, heldur kímin og gráglettin. Enda skiptir ekki máli hvort það sem Ingibjörg segir frá er fal- legt eða ljótt, gott eða vont, hún segir frá sönnum tilfinningum sem ég á líka og hún orðar fyrir mig.“ Ingibjörg Haraldsdóttir. Mynd: Jim Smart Sigrún Júlíusdóttir: Nærtækt að lesa Ijóð Ingi- bjargar sem Ijóð um hjónabandið. Mynd: Jim Smart. SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.