Þjóðviljinn - 08.12.1989, Qupperneq 9

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Qupperneq 9
BÓKABLAÐ W EvuLunu skrifaði ég af tómri ást Isabel Allende: Segðu fólkinu þínu að mér hafi þótt dásamlegt að vera á íslandr Einkaviðtal við chileanska rithöfundinn Isabel Allende Þriðja skáldsaga Isabel Al- lende, Eva Luna, er komin út á íslensku í þýðingu Tómasar R. Einarssonar. Fyrri bækur henn- ar, Hús andanna og Ást og skuggar, hafa notið fádæma vin- sælda hér á landi, og ekki spillti heimsókn höfundarins til Islands haustið 1987, því konan er ein- staklega aðlaðandi. Isabel Allende er fædd og alin upp í Chile en flúði til Venesúela þegar herforingjastjórnin hrifs- aði völdin af réttkjörnum forseta landsins sem lfka var föðurbróðir Isabel. Hún bjó í Caracas í nokk- ur ár, en á fyrirlestraferð til Bandaríkjanna kynntist hún þar- lendum lögfræðingi og giftist honum sumarið 1988. Síðan hef- ur hún búið í litlum bæ fyrir norðan San Francisco í Kaliforn- íu, skrifað, haldið fyrirlestra um bókmenntir og ferðast um heim- inn til að fylgja skáldsögum sín- um eftir. Þegar við hringdum til Isabel til Kaliforníu spurðum við fyrst hvort henni hefði orðið meint af jarðskjálftunum á þessum slóð- um í haust. Hún fullvissaði okkur um að svo væri ekki og þá spurð- um við hvað hún vildi segja les- endum sínum á íslandi um bók- ina Evu Lunu. Og gefum henni orðið. Best aðgetagert veru- leikann betri en hann er „Eva Luna fjallar um hvernig það er að vera kona og segja sögur og ég skrifaði hana bara af því að mig langaði svo til þess. Báðar fyrri skáldsögurnar skrif- aði ég vegna þess að ég stóð á örlagaríkum tímamótum í lífi mínu, mér leið illa og ég þurfti að skrifa mig frá því. En Evu Lunu skrifaði ég af tómri ást! Þetta er marglagskipt saga - eins og stór terta! Eva segir frá ævi sinni, en smám saman fer manni að detta í hug að hún sé ekki öll þar sem hún er séð heldur sé Eva að búa til sína eigin sögu jafnóðum. Undir lokin komumst við að því að hún er að skrifa handrit að sápuóperu fyrir sjón- varpið - erum við kannski að lesa það handrit? Mér hefur líka lengi fundist að ég sé alltaf að búa til, skálda upp mitt eigið líf, að það sem fyrir mig kemur geti ekki átt sér stað, verið raunverulegt. Það hljóti að vera skáldsaga eftir mig! Og auðvitað er það rétt líka, þó að veruleikinn sé auðvitað partur af sögunni. Það besta við að vera rithöfundur er að geta fundið upp nýjan veru- leika og umskapað þann gamla, gert hann betri en hann er.“ Höfundurinn rœður ekki öllu „Eva Luna er ein af þeim sem lifir af, og það sem bjargar henni eru sögurnar sem hún segir. Fyrst hefur hún býtti á sögum og húsa- skjóli og mat, seinna hlýtur hún ást að launum fyrir sögurnar sínar. Þegar ég byrjaði að skrifa sög- una um Evu Lunu átti hún að verða ástarsaga Evu og Huberto Naranjo. Sagan átti að vera um þau, ástir sagnaþularins og skæruliðans í fjöllunum. Ailt skyldi stefna að því að láta þau ná saman að lokum! En því miður gekk það ekki. Persónuleiki Hu- bertos þróaðist þannig, hann varð svo „macho“, svo mikil karlremba að hann reyndist ekki góður lífsförunautur fyrir Evu. Maður getur ekki ráðið öllu þó að maður sé höfundurinn! Þegar það rann upp fyrir mér að þessi maður yrði aldrei stór hluti af lífi Evu - þá fyrst kom Rolf Carlé til skjalanna. Steig inn á sviðið! Fram að því var hann alls ekki með í sögunni. Sögu Rolfs fékk ég að gjöf í Þýskalandi. Á einni ferð minni þar hitti ég mann sem sagði mér átakanlega sögu sína. Faðir hans var sadisti eins og faðir Rolfs og margt annað er beint frá þessum manni, en auðvitað bætti ég mörgu við og skar annað burt af því sem hann sagði mér. Og þeg- ar hann var fullskapaður féll hann eins og flís við rass að lífi Evu Lunu.“ Danskt hús andanna - Hvað hefurðu verið að gera síðan þú laukst við Evu Lunu? „Þeir sem láSu handritið að þeirri bók fyrir mig nefndu marg- ir að þá langaði til að heyra fleiri af sögunum hennar Evu sem ekki eru sagðar í bókinni. Og ég er nýlega búin með smásagnasafn sem heitir Sögur Evu Lunu. Fyrsta sagan þar og sú sem kom öllu af stað er sagan sem Eva segir Rolf Carlé um stríðsmann- inn sem þráði aðra fortíð en þá sem hann átti og keypti hana af sögukonunni. Smásagnasafnið kemur út í vor á Spáni og á ensku næsta haust.“ - Við fréttum það fyrir nokkru okkur til mikillar furðu að Dani hefðifengið leyfi til að kvikmynda Hús andanna ... „Já, Bille August. Það er saga að segja frá því. Auðvitað voru margir leikstjórar í Hollywood búnir að biðja um að fá að kvik- mynda Hús andanna, en málið var að ég fann að þá langaði ekk- ert til þess í raun og veru. Þeim fannst það bara góð hugmynd. Ég var ekkert áfram um að hún yrði kvikmynduð yfirleitt, ég vissi hvað hún yrði hryllilega erfið við- fangs, svo að ég átti ekkert bágt með að neita þeim. Svo einn daginn hringdi Bille August til mín - sem ég þekkti hvorki haus né sporð á - og sagði mér að honum fyndist Hús and- anna yndisleg bók, hann elskaði hana hreint og beint! Kvikmynd- in hans um Pelle sigurvegara var þá ekki komin til San Francisco og ég hafði ekki séð hana og hann spurði hvort hann mætti korna og sýna mér hana! Ég tók boðinu og hann kom fljúgandi í tveggja daga heimsókn og við horfðum saman á Pella. Það er dásamleg mynd. Ég góndi á hana heilluð og sagði undir eins og hún var búin: „Þú mátt kvikmynda Hús and- anna!“ Bille August er alvörugefinn maður og mjög fær í sinu fagi, en ég kunni líka geysilega vel við hann sem manneskju. Hús and- anna er afskaplega suður- amerísk saga, ýkt og yfirdrifin á alla lund. Danir eru hins vegar alvarlegir og yfirvegaðir. Ég hef trú á því að svolítill skandinavísk- ur svali („scandinavian cool- ness“) verði Húsi andannaholl- ur.“ - Ertu byrjuð á nœstu bók? „Nei, ég er að bíða eftir 8. jan- úar. Ég hef byrjað á öllum bók- unum mínum 8. janúar. Ekki það að ég sé hjátrúarfull, sei sei nei, þetta er bara dagurinn þegar ég byrja á bókunum mínum. Já, ég veit um hvað hún á að verða, en ég get ekki sagt þér það, þá rýf ég töfrana." - En œtlarðu að koma aftur til íslands? „Já. Á næstu yfirreið minni um Evrópu ætla ég að koma til ís- lands og hafa manninn minn með mér. Ég er búin að segja honum að ísland sé furðulegt land, fár- ánlegt land, eins og tunglið! Hann hlakkar voðalega til að sjá það. Segðu fólkinu þínu að mér hafi þótt dásamlegt að vera á íslandi og ég geti varla beðið með að koma þangað aftur.“ Síða 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.