Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 5
BÓKABLAÐ W Thor Vilhjálmsson gefur út skáldsögu um þessi jól, Reykja- víkursöguna Náttvíg, æsandi sögu af vígaferlum, mannráni, drykkjuskap, ástum og ofur- mennsku af ýmsu tagi. Svo margt gerist í bókinni og svo mörgum sögum fer fram í henni að lesanda finnst að hann geti kannski aldrei aftur lesið venjulega sögu sem gengur sinn gang frá a til ö, hann muni framvegis heimta marg- falda sögu eða enga sögu ella! Hvernig verður svona bók til, svona margslungin saga, spyrjum við Thor - sem vill kannski held- ur tala um Kjarval og Laxness og fálát yfirvöld í menningarmálum en eigin verk. - Átti sagan alltaf að verða eins og hún er? Greið leiðfyrir þá sem vilja „Allt var þetta með ráðum gert,“ svarar Thor, „og engin til- viljun. Allt samkvæmt áætlun þó að maður viti aldrei ferðina ná- kvæmlega fyrir þegar lagt er af stað. Pó að maður sé búinn að ráðgera ferðalagið og gera sér margs konar kort þá kemur alltaf eitthvað óvænt upp á í svona ferð sem þarf að bregðast við eins og í öðrum ferðum. Þarna er samt nokkuð greini- leg atburðarás fyrir þá sem vilja Thor Vilhjálmsson: Nafnið komið frá Snorra Sturlusyni. Mynd: Þór- arinn Óskar Þórarinsson. við að rabba saman og þá segir hann: „Það var nú gott að við töpuðum stríðinu, annars hefði maður kannski þurft að vera þús- und kílómetra von der Heimat, að heiman frá sér, til að halda uppi reglu!“ Það fór svolítill hrollur um mann. Það var heppilegt að við skyldum ekki fá hingað þýskan her í stríðinu úr því við þurftum yfirleitt að búa við annan her en Hjálpræðisherinn sem sveiar burt öllum syndum með mandólínspili og gleðibrosi! En sjómennskan var góður skóli fyrir mig þótt hún yrði aldrei mikil.“ Heimspekingar á leigubíl - Leigubílstjórinn í bókinni er djúphugull maður ... „Já, finnst þér það ekki? Þeir eru margir góðir heimspekingar, leigubílstjórarnir okkar, og sjá stundum fleiri hliðar á mannlífinu en þeir hefðu kosið sér. Sumir eru líka góðir sálfræð- ingar og sagnamenn." Farangur okkar er í minningunum Thor Vilhjálmsson skrifar Reykjavíkursögu úr samtímanum hafa það, og ég lagði af stað með burðargrind að henni. Svo hlóð hún utan á sig alls konar fylgihlut- um frá fólkinu í atburðunum sem sýna hver þau eru. Hver er maður nema allt þetta sem hefur borið fyrir mann á ævinni? Farangurinn í minningum. Við lendum í at- burðum sem við ráðum misjafn- lega við, en þá höfum við þennan farm í huganum sem ræður því ansi mikið hvernig við bregðumst við. Svo geta minningarnar breyst, orðið eitthvað allt annáð sem vex upp af minningunum í huganum. Minningar um minningar. Þarna eru sagðar margar sögur með þessum hætti þó að atburðarásin sé greinileg. Það á að vera greið leið um aðalgöturnar. En menn geta verið lengur eða skemur í ferðinni. Þeir sem eru að flýta sér geta brunað í gegnum söguna, sleppt skáletrinu til dæmis. Svo geta þeir fengið sér bita og bita af skáletrinu seinna. Hver á að hafa sína hentisemi og aðalatriðið að sem flestir fái eitthvað út úr þessu ferðalagi. Annars verða þeir að reyna að komast í eitthvert annað ferðafé- lag! Ef þeir kýla bókinni frá sér þá er vonandi að hún fái að liggja einhversstaðar, kannski á hvolfi úti í horni, svo þeir geti tekið hana upp einhvern tímann seinna og athugað hana betur.“ Nafniðfrá Snorra - Sagan heitir Náttvíg. Hefur hún heitið það lengi? „Nei. Yfirleitt kemur nafnið Stefán Hörður Grímsson Yfir heiðan morgun heitir ný ljóðabók eftir Stefán Hörð Grímsson, einlæg og gjöful sem hinar fyrri. Þó að merking ljóð- anna sé ekki alltaf einhlít er ævin- lega ljóst hvar samúð skáldsins er. Vei þeim sem vanvirða lífsins gjafir, svipa Stefáns er hárfín og sker þá djúpt. En örlátur býður hann öllum var sem lífinu unna, fuglum blómum og elskendum. NÆTURGRIÐ Jarðneska kyrrð vertu mér náðug um stund. Og vektu btóð minni ieyndaræð og láttu dropa hníga sem vesæla þakkarfórn í mjúkan svörð. Skógarhvíld veittu mér friðlausa ró er ég vakna, og fylltu brjóst mitt útþrá sem löngum: Minni gjöfulu heimþrá! seinast hjá mér. Stundum eru út- gefendur jafnvel orðnir áhyggju- fullir af því það þarf að gera bókarkápu og svoleiðis og eitthvað verða bækur að heita. Það er allt öðruvísi að skíra bók en skrifa bók. { þetta skipti var það hvorki meira né minna en sjálfur Snorri Sturluson sem lagði mér nafnið til. Það er úr Egilssögu, úr kaflan- um þegar Egill hittir höfuðfjend- ur sína, Gunnhildi konungamóð- ur sem vildi helst drepa hann strax og Eirík blóðöxi sem var alveg til í það líka. En Egill átti góðan vin sem aldrei brást hon- um, Arinbjörn hersi, og hann stingur að kóngi að það sem Egill kunni að hafa misgert við hann megi hann bæta með lofi sem uppi verði meðan heimurinn stendur. Gunnhildur vildi samt láta drepa hann strax og hamast á kónginum, segir að hann sé nú ekki minnugur ef hann muni ekki hvað Egill hafi gert honum. Arin- björn vill þá að Egill fái að minnsta kosti gálgafrest, fái að lifa af nóttina, „því náttvíg eru morðvíg“, segir þar.“ Glysljósin kviknuðu fyrst - Kaflarnir af sjónum eru ansi magnaðir. Notarðu eigin reynslu þar? „Ja, allt byggist auðvitað á ein- hverju og ég get játað að sumt gerir það, án þess að ég vilji fara nánar út í þá sálma. Annað bygg- ist á því sem manni hefur verið sagt. Ég var ekki á sjó í stríðinu þó að ég hefði getað verið það, margir fóru ungir á sjó. Ég fór fyrst á togara sem hét Skalla- Grímur eftir stríð. Svo var ég á Reykjafossi elsta og sigldi á meg- inlandshafnirnar. Þá sá maður ýmis merki stríðsins. Þessar borg- ir voru margar í rúst, til dæmis Hamborg, en furðu fljótt fóru að kvikna svona glysljós frá nætur- klúbbum og stöðum þar sem braskað var með blíðu og annað í eymdinni. Það var skrítið að sjá glampa á þessi næturklúbbaljós í rústunum, þau voru eitt fyrsta lífsmarkið. Svo stóð maður vakt yfir þýsk- um verkamönnum í lestunum og ég man hvað mér fannst þeir ó- skaplega auðsveipir. Undirdán- ugir. Þessi þjóð sem ætlaði að trampa allan heiminn undir sig. En slíkar hugmyndir voru kann- ski ekki komnar frá þessum mönnum. Löngu seinna ferðaðist ég með Dronning Alexandrine og var í klefa með þýskum malara sem átti fyrirtæki. Eitt kvöldið vorum - Ertu ánœgður með bókina? „Ég myndi ekki láta hana frá mér fara ef ég gæti ekki unað sæmilega við hana. Nú verður hún að standa sig sjálf, ég hef engan atkvæðisrétt lengur. Ég verð bara að treysta henni til að spjara sig.“ Innan garÓs Ný ljósmyndabók Þórarinn Óskar Þórarinsson hefur myndað íslenska hulduherinn - og fáeina erlenda málaliða líka. Einar Kárason skrifar texta. Hvort tveggja segir óþægilegar staðreyndir á óþægilegan hátt. Svona bók hefur ekki verið gerð áður hér á landi. síða 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.