Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 4
BÓKABLAÐ Hugsaðu vel um þig! Eruð þið hrædd við kransæðasjúkdóm? Er orkan alveg á þrotum? Fæddist barnið of snemma? Eða langar ykkur að læra listina að elska? Lausnin er hér! Mál og menning hefur hafið út- gáfu á flokki handbóka undir heildarheitinu BETRA LÍF. Fjórar bækur eru komnar út og um býsna ólík efni. Ein þeirra er nú prentuð í þriðja sinn: hin vin- sæla og merkilega bók Listin að elska eftir Erich Fromm í þýðingu Jóns Gunnarssonar. Bókin Fitusnautt fæði er hins vegar frumsamið íslenskt verk. Það er fréttamaðurinn góðkunni, Margrét Jónsdóttir, sem deilir með notendum bókarinnar óvæntri reynslu sinni. Hún segir svo frá í inngangi: „Leiðin að hjarta mannsins liggur í gegnum magann.“ Mér fannst þetta gamla orðatiltæki hafa fengið nýja merkingu þegar maðurinn minn kom heim úr Betri næring, betri heilsa, betri líðan, betra samfélag, BETRA LÍF. Mynd: Jim Smart. rannsókn hjá Hjartavernd með þann úrskurð að blóðfitan hefði aukist. ... Ég hafði ævinlega haft gaman af að elda og borða góðan mat og átti eigulegt safn af mat- reiðslubókum og úrklippum úr blöðum og tímaritum. Mér fannst ég geta haldið bókabrennu... Það er skemmst frá því að segja að fjölskyldan tók upp nýtt mat- aræði til að lækka blóðfituna hjá heimilisföðurnum og árangurinn lét ekki á sér standa. í bókinni gefur Margrét uppskriftir að ótal ljúffengum réttum, súpum og forréttum, fisk- og grænmetis- réttum, kjúklingaréttum, eftir- réttum og kökum, sem öllum er ætlað að gera okkur lífið léttara og lengra. Að vera útbrunninn - hvað er það? spyrja félagsráðgjafarnir Barbro Bronsberg og Nina Vest- lund í bókinni Utbrunninn. Þær svara með því að lýsa stig af stigi hvernig manneskja brennur upp af þreytu, vonbrigðum eða van- mætti, og segja svo: „Sumir brenna út á innan við einu ári, aðrir spjara sig í nokkur ár eða út allt lífíð ... En mikilvægt er að hafa í huga að alltaf má breyta til batnaðar og stöðva það sem er að gerast. Það er aldrei of seint...“ Höfundar hafa haldið ótal námskeið í heimalandi sínu fyrir fólk sem vill ekki brenna upp fyrir aldur fram og fyrir þá sem finnst þeir vera útbrunnir og vilja ná sér á strik aftur. Þessi bók er afrakstur af því starfi og nauðsyn- leg fyrir alla eldhuga sem eiga á hættu að ganga of nærri sér. Aft- ast í bókinni er kafli um „hollar venjur" sem allir hafa gagn af. Ólafur G. Kristjánsson þýddi bókina og staðfærði þegar nauð- syn bar til. Fyrirburar er fyrst og fremst ætluð foreldrum sem eignast barn fyrir tímann. Þar eru útskýrð ýmis vandamál sem kunna að koma upp allt frá fyrstu klukku- tímunum sem barnið lifir og fram á skólaár. En þó að bókin sé fyrst og fremst ætluð foreldrum, segir Gunnar Biering barnalæknir í formála, „er hún jafnframt þörf lesning fyrir starfsfólk sjúkrahúsa sem fæst einkum við nýburameð- ferð.“ Sigríður Sigurðardóttir þýddi bókina og staðfærði til að hún hentaði íslenskum foreldrum sér- staklega. Uglan, íslenski kiljuklúbbur- inn, var stofnaður vorið 1986. 2. apríl það ár fór fyrsti pakkinn til um fjögur þúsund áskrifenda. Um það leyti sem þetta Bókablað kemur fyrir augu lesenda er sá sautjándi í dreifíngu til rúmlega sex þúsund áskrifenda. Við spyrj- um Sigrúnu Ingjaldsdóttur, um- sjónarmann klúbbsins, hvernig hann starfi. „Hann er öðruvísi bókaklúbb- ur en fólk á að venjast," segir Sigrún. „Það tekur okkur stund- um dálitla stund að útskýra fyrir fólki hvernig hann er hugsaður. Þó er það í rauninni einfalt: fólk er áskrifendur að bókapökkun- um eins og tímariti. Á tveggja mánaða fresti eða um það bil fær það sendan heim bókapakka með ekki færri en þrem bókum og greiðir fyrir hann núna 780 kr. fyrir utan sendingarkostnað - sem er auðvitað frábært verð! Verðinu er hægt að halda svona lágu með því að allir fái alltaf allar bækurnar, það ein- faldar kerfið og gerir það ódýrt. En gallinn er sá að fólk fær ekki að velja bækur - ekki frekar en það velur efni í tímariti eða dag- blaði sem það er áskrifendur að. Við höfum reynt að vega upp á móti þessum ókosti með því að hafa bókavalið breitt, en við reynum líka að vera liðleg við fólk og skipta á bókum ef það er óánægt. Klúbburinn hefur núna gefið út um 40 titla, en sumir eru í fleiri en einu bindi. Vesalingarnir og Stríð og friður voru til dæmis í fjórum bindum hvort verk, en umfangsmesta útgáfan er Kvik- myndahandbókin sem er fimm stór bindi. Þetta er þýðing á vin- sælli breskri handbók eftir Leslie Halliwell, en við höfum orðið vör við dálitla óánægju með hana. Fólki finnst höfundur fordóma- fullur og hlutdrægur og áttar sig kannski ekki á að hann ætlar ekki að gefa kaldar upplýsingar. Hann er að segja skoðanir sínar á myndunum." Ótrúlega breitt bókaval - Erfólk annars ánœgt með val á bókum í klúbbnum? „Þegar áskrifendur eru orðnir svona margir er auðvitað erfitt að gera öllum til hæfis í hverjum pakka. Mér finnst fólk skiptast í Sigrún Ingjalds- dóttir—sjálf fé- lagi fráupphafi. Mynd: Jim Smart. Ugla-hvað? Uglan, íslenski kiljuklúbburinn er einstakur í sinni röð á Islandi. Sigrún Ingjaldsdóttir: Reynum að gera öllum til hæfis tvö horn. Annars vegar eru þeir sem vilja létt og spennandi lesefni - þeir voru til dæmis yfirleitt ánægðir með Kvikmyndahand- bókina. Hins vegar eru þeir sem vilja fyrst og fremst sígilt efni - þeir voru sumir óánægðir með hvað Kvikmyndahandbókin tók mikið rúm þegar hún var að koma út. En við erum með ótrúlega breitt bókaval þegar á heildina er litið og reynum að hafa hvern pakka virkilega ósamstæðan þannig að hann höfði til sem flestra. Nýi pakkinn er gott dæmi; þar er fyrst að telja úrval af smásögum Ólafs Jóhanns Sig- urðssonar, yndislegt og sígilt ís- lenskt verk; svo er Jóakim vatns- fælni eftir Jorge Ámado í þýð- ingu Sigurðar Hjartarsonar, skáldsaga eftir suður-amerískan höfund sem sáralítið hefur verið kynntur hér á landi - Mál og menning hefur gefið út eina bók eftir hann áður, sem var Ástin og dauðinn við hafíð. Loks er svo spennubók, Uns sekt er sönnuð eftir Scott Turow. Með pökkunum bjóðum við oft bitastæð og ódýr aukatilboð sem enginn er skyldugur til að kaupa en auka breidjina. Vin- sælast hefur reynst að höfða til fjölskyldunnar, bjóða til dæmis barnabækur og matreiðslubæk- ur. Núna bjóðum við barnabæk- umar Jólasögu og Jól í Óláta- garði.“ Eyðir fordómum Og Sigrún heldur áfram: „Ég hef sjálf verið félagi í klúbbnum frá upphafí, löngu áður en ég fór að vinna fyrir hann, og mér fannst skemmtilegast að fá óvæntar bækur í pakka og gefa einhverju tækifæri sem mér hefði aldrei dottið í hug að fá mér. Margir karlmenn hafa hringt og sagt mér frá því hvað þeir hefðu haft mikla fordóma fyrir Ævi og ástum kvendjöfuls sem var í pakka í fyrra. Samt hefðu þeir lesið hana af því að hún var kom- in inn á heimilið og hefðu skemmt sér svona ofboðslega vel! Ég held að svona klúbbur brjóti niður fordóma hjá fólki. Það les bækur sem því hefði aldrei dottið í hug að kaupa sér í búð eða fá lánaðar á bókasafni. Eins og ég sagði áðan er ekki hægt að afþakka einn og einn pakka, áskrifendur fá þá alla senda. En það má benda fólki á að bækurnar eru prýðilegar til gjafa - ef kunningjarnir eru ekki allir í klúbbnum!“ Ritstjóri klúbbsins er Árni Óskarsson. 4 SÍÐA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.