Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 7
BÓKABLAÐ W Mesti húmorim í tilverunni Andrés Indriðason á tíu ára út- gáfuafmæli í ár. f áratug hefur hann verið einn vinsælasti höf- undur barna og unglingabóka á íslandi auk þess sem hann hefur samið fjölda leikrita fyrir útvarp, sjónvarp og svið. Fyrsta verk hans var reyndar leikrit, „Köttur úti í mýri“ sem var flutt í Þjóð- leikhúsinu 1974, en fyrsta bókin hans, Lyklabarn, fékk Bama- bókaverðlaun Máls og menning- ar og kom út 1979. En Andrés lætur sér ekki nægja vinsældir heima fyrir. Polli er ekkert blávatn kom út 1981 og fékk verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur árið eftir. Hann kom svo út á þýsku 1985 og var þýddur af þeirri tungu á dönsku tveim árum seinna. Viltu byrja með mér? kom einnig út á þýsku nýlega undir því skringilega nafni „Wie versteckt man rote Ohren“ eða Hvernig felur maður rauð eyru? Hún hefur fengið prýðilega dóma. Leikrit Andrésar fyrir sjónvarp og útvarp hafa mörg verið flutt erlendis. Hann hefur starfað eingöngu við ritstörf und- anfarin fimm ár. Sautjánda bók Andrésar, ung- lingabókin Sólarsaga, kemur út á tíu ára afmælinu og ekki úr vegi að spyrja fyrst: Hvað kemur þér af stað að skrifa? Börn vilja skemmti- legar bækur „Krakkarnir í skólunum spyrja oft að þessu þegar ég heimsæki þá,“ svarar Andrés, „og ég er vanur að segja að bók byrji á hug- mynd sem getur kviknað hvar sem er og hvenær sem er. Kann- ski er kveikjan atvik sem ég hef upplifað sjálfur, heyrt eða séð, kannski bara hugdetta. Svo rúllar hún af stað og hleður utan á sig eins og snjóbolti." - Ferðu oft í heimsókn í skóla? „Ég held að ég hafi hitt yfir þúsund krakka í barnabókavik- unni einni núna í haust, og und- anfarin ár hef ég gert mikið af því að fara í skóla. Það er gaman að hitta lesendur sína og krakkarnir eru hreinskilnir við mig, segja mér hvað þeim finnst um bæk- urnar mínar og hvernig þau vilja hafa bækur. Svo reyni ég að hlýða þeim.“ - Og hvernig vilja þau að bœkur séu? „Skemmtilegar - númer eitt, tvö og þrjú. Þau vilja eiga góða stund með bókum, láta þær koma sér á óvart, koma sér til að hlæja. Þá er tilganginum náð. Og það þarf ekki að fara neinar óraleiðir til að finna skemmtileg atvik, mesti húmorinn er í tilverunni sjálfri. í einni sögunni um Jón Agnar hlekkj ar hann sig óvart við stelpuna sem hann er hrifinn af og ritdómari skrifaði að þetta væri nú heldur ósennilegt atvik. En viti menn, nokkru síðar kom frétt í blaði um ungan mann sem hlekkjaði sig við stúlku! Ekki var atburðurinn ólíklegri en svo - þó að auðvitað sé hugsaniegt að þetta hafi verið bein áhrif frá bókinni!“ Leikhúsið heillar - Hvað finnst þér skemmti- legast að skrifa? „Það er erfitt að gera upp á milli. Mér finnst mjög skemmti- legt að skrifa leiktexta og núna er ég nýbúinn með kvikmynda- handrit að sögunni Alveg milljón sem ég skemmti mér vel yfir. Svo finnst mér ákaflega gaman að búa til sögufléttu þar sem margir ólík- ir þræðir liggja eftir blaðsíðunum þangað til allt er hnýtt saman í lokin. Fléttuformið er svo skemmtilegt að mig dauðlangar til að skrifa farsa fyrir leikhús. Leikhúsið hefur heillað mig al- veg síðan ég var strákur og lék eitt aðalhlutverkið í „Ferðinni til tunglsins“ í Þjóðleikhúsinu. Sama veturinn lék ég hirðsvein í Grámanni í Garðshorni eftir Stefán Jónsson sem var sett upp í Austurbæjarskólanum. - Stefán Jónsson rithöfundur kenndi mér í ellefu og tólf ára bekk. Það fyrsta sem ég skrifaði var líka leikrit, og hefði Mál og menning ekki auglýst þessa barnabókasamkeppni og ég unn- ið hana væri ég kannski ennþá að vinna hjá sjónvarpinu og dunda við að skrifa leikrit í frístundum. Sagan Lyklabarn kom fyrir- hafnarlaust vegna þess að það lá alveg ljóst fyrir hvað mig langaði til að segja. Umræðan um velferð bama var kveikjan að þeirri sögu og tónninn í henni er dálítið sár. Það er bjartara yfir síðari bókun- um mínum flestum, en þó vona ég að í þeim sé líka ákveðinn undirtónn, því tilgangurinn með þeim er að gefa unglingum sjálfs- traust, trú á sjálfa sig. Ég vil tala máli þeirra sem eru minni máttar og láta þá sækja í sig veðrið. Og ég finn þegar ég hitti krakka að þeir hafa þörf fyrir svona bækur. “ sjáifri Engir gallar - Áttu eftirlœtisbók meðal verka þinna? „Mér þykir vænt um Lyklabarn af því að hún kom skriðunni af stað. Mér þykir líka vænt um Elsku barn sem er á sömu nótum og Lyklabarn og Polli, um ein- mana bam sem býr sér heim í ímynduninni. Svo er mér eftir- minnilegt samstarfið við Brian Pilkington.við þá bók.Hann er góður listamaður. Ég hef líka afskaplega gaman af að skrifa léttar unglingasögur eins og undanfarin ár. Nýja bókin gerist á sólarströnd á Spáni og er sjálfstætt framhald af Alveg milljón. Ég hef farið í margar sól- arlandaferðir - þar sér maður landann í hnotskurn." - Fylgja því einhverjir sérstakir kostir að vera vinsæll unglinga- bókahöfundur? „Já, maður veit að maður á les- endur sína vísa og það sem maður gerir mælist vel fyrir. Það er ómetanlegt í hvaða starfi sem er.“ - En gallar? „Engir! Auðvitað er talsvert um að krakkar hringi til mín en alls ekki svo að spilli vinnufriði.“ Stelpan og feiti karlinn eru jafnþung á vegasaltinu. Mynd: Helme Heine Myndskreytt réttindibama í Barnabókinni, bók Samein- uðu þjóðanna um réttindi barns- ins, túlka ellefu heimsþekktir myndskreytarar barnabóka ákvæði í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna svo að hvert bam getur skilið. í ár eru liðin þrjátíu ár sfð- an yfirlýsingin var gefin út. Böm eiga rétt á vemd, menntun, nægum mat og heilsu- gæslu, segir í inngangi leikkon- unnar Audrey Hepburn sem er sendiherra Barnahjálpar Sam- einuðu þjóðanna. Þetta virðist sjálfsagt mál en raunveruleikinn sýnir annað. Um allan heim er á hverjum degi troðið á rétti bama til alls þessa. „Á hverjum degi fæðast börn ... sem eru undirok- uð og arðrænd, böm sem geta ekki alist upp hjá fjölskyldum sínum vegna stríðsástands. Böm sem svelta eða fá einhverra hluta vegna ekki tækifæri til að þrosk- ast og jafnvel ekki einu sinni til að leika sér. “ Ekki veitir af að minna ráðamenn þjóða á skyldur þeirra við ungviðið. Myndir listamannanna ellefu eru í ólíkum stílbrigðum og öllum regnbogans litum og afskaplega spennandi að skoða. Mynd Berl- ínarbúans Helme Heine sem hér er birt er við 1. grein yfirlýsingar- innar: „Öll börn eiga sama rétt á ömggu og heilbrigðu lífi, hvar sem þau alast upp í heiminum. Fullorðið fólk á að sjá til þess að öllum börnum líði vel, hvort sem þau em svört eða hvít, rík eða fátæk, stelpur eða strákar.“ SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.