Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 08.12.1989, Blaðsíða 16
 WJ|r»elat'M'eíaÍiSÍ»'<^ OtsKerium.Hu hún,óraðb neti o9 UIU"' .j-.cthún Kría setur segl eftir vikustorm í Atlantshafi. Og hvernig skyldi vera hægt að taka mynd af skipi úti á rúmsjó? Jú, úr öðru skipi! „Venjulega er maður aleinn í heiminum úti á reginhafi," segir Unnur, „en þarna rákumst viðaf tilviljun á ástralska skútu og notuðum tækifærið til að taka myndir." Kjölfar kríunnar Kjölfar kríunnar, á skútu um heimsins höf heitir ný bók um sigl- ingar og skútulíf eftir tvo unga Is- lendinga, Unni Jökulsdóttur og Þorbjörn Magnússon. Eins og þau segja frá í bókarköflunum hér á eftir voru þau snemma gripin ólœknandi œvintýraþrá, en þau létu sér ekki nægja drauminn: þau smíðuðu sjálf skútuna Kríu og sigldu á henni um heimsins höf. Bókin sem þau hafa skrifað um ferðalagið er dýrlega skemmtileg og einstaklega fallega úr garði gerð með fjölda litmynda. Hér á eftir fáum við að vita hvernig þetta byrjaði allt sarnan. Kútter sem kveikti draum í fjörunni, rétt ofan við snjó- flekkótt flæðarmálið, stóð gamall eikarbátur á búkkum. Þrátt fyrir 'áratuga niðurníðslu hélt hann sinni sjólegu reisn og stolt og mjúk var sveigja borðanna frá bröttu stefni aftur undir aflmikla bungu bolsins. Hann hóf sinn stormasama feril sem kútter, þil- skip undir seglum, tvístefnungur að norrænni hefð. Okkur fór að dreyma um að gera þessa öldnu kempu upp, setja hana aftur undir segl í sinni upprunalegu mynd. Það var hávetur í sjávarplássi úti á landi og við í stífri vinnu eins og gengur, togarar og frystihús, en mættum þegar færi gafst til vinar okkar í fjörunni. Og smám saman varð ímynd- unaraflið kuldanum og vinnu- stressinu yfirsterkara, skútan tók á sig fullbúna mynd og sveif þöndum barkrauðum seglum yfir túrkisbláan sjó, að hvítsendnum ströndum suðrænna pálmaeyja. „Á honum Garðari hefur aldrei vöknað löpp,“ sagði einn fyrrverandi skipverji, gamall skútukarl með skörp og kímin augu. „Heillafleyta,“ tóku aðrir undir. Og víst var það, þessi síð- asti móhíkani þilskipanna hafði skilað sér og sínum heilum í höfn úr síðustu sjóferð. Tréskip vita fátt verra en að standa uppi og þorna árum sam- an og það var furða hvað kútter Garðar hafði staðist þá þolraun vel. Þótt vasahnífnum væri otað í viðina á leyndustu stöðum var svotil allsstaðar fast fyrir, enginn þurrafúi. Að vísu hafði hann, eins og vonlegt var, spýtt kalfött- uninni og hér og hvar þurfti að 16 SfÐA skipta um borð eða band. Okkur duldist ekki þrátt fyrir draumór- ana, að það yrði umfangsmikið verk að gera hann sjó- og seglfæran, tæki sjálfsagt fleiri ár- en hvað um það, viljinn var fyrir hendi, það yrðu einhver ráð. Þá var hringt til okkar... einn af erfingjum slippstöðvarinnar og komið beint að efninu: „Það eruð þið sem hafið verið að lóna kring- um kútterinn í fjörunni undanfar- ið, ekki satt? Þið hafið þrjá daga til stefnu ef þið eruð að hugsa um að kaupa hann. Hann verður dreginn útá sjó og brenndur núna í vikulokin. Það hvílir á honum gamall viðgerðarkostnaður og svo auðvitað slippgjaldið fyrir öll þessi ár sem hann hefur staðið á okkar lóð,“ og svo nefndi hann upphæðina, svimandi háa tölu sem var alveg útí hött í saman- burði við ástand bátsins. Svo nú lá alltíeinu öll þessi ósköp á að brenna kútterinn. Okkur leið líkt og við hefðum fengið upphringingu frá mannræningja, sem hótaði að drepa einhvern nákominn ef við reiddum ekki fram lausnargjald- ið í hvelli. Það eina sem gat legið svona á var auðvitað að grípa okkur, þessa bjartsýnu einfeldninga að „sunnan", glóðvolg í draumaglýj- unni, láta okkur punga dýrt út fyrir því sem þeim var einskisvert flak og eldiviður og þeir hefðu mátt þakka fyrir að losna við. Við gerðum það sem í okkar valdi stóð, töluðum meðal annars við þjóðminjavörð sem var skiln- ingsríkur en annars jafn blankur og við sjálf. Það kom heldur ekki til mála að borga lausnargjaldið og vera svo áfram uppá slippinn komin með viðgerðir, hugmynd- in um ævintýri og óháð líf skyldi þó fj andakornið ekki byrj a á kúg- un. Kútter Garðar fékk að sigla sinn sjó - í öðrum skilningi en við höfðum ætlað. Auðvitað var hann svo ekki brenndur en fékk að grotna niður lengi enn á sama stað. Loks var hann kominn á hliðina í fjörunni, brotinn og búinn að vera. Þarna munaði minnstu að við yrðum sjálfboðaliðar í varðveislu fornminja landsins, gerðum upp sjófæran safngrip frá skútuöld. En þótt ekki væri kveikt í bátnum þá var tendrað hjá okkur nýtt takmark þarna mitt í veðurteppt- um vetri fjarðarins: Sól vindur haf og segl, sigling og framandi strendur. Blágómu- bljús Það sem máli skipti í útgerðar- bænum voru milljónir. Tonn og milljónir. Það opnaði enginn kjaftinn í bakaríinu, hjá rakaran- um, í ríkinu hvað þá bankanum, án þess að segja annaðhvort tonn eða milljón. Og þessi orð smugu oftar en önnur gegnum hljóðbæra ver- búðarveggi. Menn voru að gera það gott og gátu svo leyft sér suðurferðir og sólarfrí þegar bflskúrinn klárað- ist, kagginn var kominn á hús og kellingin búin að fá sófann. Víst kostaði það djöfulgang, stress og sleitulausa vinnu, en það hafðist - já það hafðist allt á úthaldinu. Hér var rétti mórallinn til að standa í að eignast eitthvað, við fórum að safna fyrir skútu og þeim heimi sem hún myndi opna okkur. Skúta? Það hljómaði hreint ekki svo galið í sjávarpláss- inu - féll ágætlega í kramið. Sjó- mennska og sólarlandaferðir voru jú þekktar stærðir á staðn- um, við ætluðum bara að setja samasemmerki á milli þeirra. Unnur vann í frystihúsi, rækju- verksmiðju, netagerð, kaupfé- lagi og sláturhúsi, helst öllu í senn, sem þótti um að gera í svona plássum. Það var þraukað á þrekinu í ormum og beinum í bónusnum, þar sem eigin sam- viska er svipan og hvert augna- blik innlegg í útborgunardaginn. Ég komst að sem afleysinga- maður á skuttogara, topp afla- skip, og það var oftast nær ein- hver í fríi, því menn urðu að gæta sín á skattinum. í hvert sinn sem launin bættust inn á bankabókina óx gjálfrið í verðbólgulekanum, hann var fljótlega farinn að jafngilda því að maður hellti niður í snjóinn heilli flösku af rauðvíni á dag. Það var ekki svo langt síðan ríkið hafði ginnt okkur auðtrúa skólakrakka til að kaupa „spari- merki“ fyrir sælgætispeningana. Samkvæmt áróðrinum átti það að gefa ómælda eignasælu síðarmeir (sbr.börnin á myndinni aftaná ljósgrænu sparimerkjabókinni, þessi ánægðu með allt dótið...) en þegar til kom dugði sparnað- urinn ekki einusinni fyrir kók og pulsu. Merkin höfðu gufað upp bótalaust og með gufunni leystist upp traust heillar kynslóðar sam- viskusamra skólabarna á ríkis- forsjóninni. Þið getið rétt ímyndað ykkur allt gotteríið sem fór í súginn. Þetta uppeldisævintýri ól af sér afburðafólk í eyðslusemi: Nær að kaupa gott og troða því uppí sig áður en ríkið stæli aurunum. í okkar sporum var, eins og all- ir vissu, best að steypa sér í skuldir og fjárfesta í steinsteypu, svo við skruppum suður til þess að mæna á eitthvert tiltekið hólf í loftinu vestur á Melum, þar sem ennþá var ekki nokkurn skapað- an hlut að sjá, en byggingarmeist- arinn sagði að íbúð unga fólksins myndi líkamnast í sjálfu borgar- skipulaginu. Það yrði þvottahús á hæðinni, sána uppi á lofti og ann- arlega stórar suðursvalir til þess að skjótast útá þegar ský drægi frá sólu. Ef þetta voru ekki loftkastalar þá vissum við ekki hvað. Nú vorum við búin að hlekkja okkur við þófturnar á galeiðu at- vinnulífsins og rerum undir merkjum skynseminnar. Eftir tveggja ára frílaust áframhald höfðum við greitt lausnargjaldið úr víxlaánauðinni, tókum við hinni traustu fasteign tilbúinni undir tréverk, og fluttum beint inní grjótið suður á mölinni, eins- og gengur, einsog gerist; einsog hvert annað ungt og upprennandi par. Unnur vatt ofan af sér vinnu- snúningana með aðeins einfaldri vinnu en ég brá mér í gervi hvers- kyns fúskara við íbúðar- innréttingar og tók stýrimanna- skólann utanskóla með múrryk- inu, allan tímann með kollinn fullan af skútum og ferðalögum.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.