Þjóðviljinn - 12.01.1990, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 12.01.1990, Qupperneq 5
• # FOST UDAGSFRET ÍIR Nýr Herjólfur Hugsanlega smíðaður innanlands Magnús Jónsson: Er bjartsýnn og vonar að nýr Herjólfur verði afhentur vorið 1992 Ríkisstjórnin hefur tekið ákvörðun um smíði nýrrar ferju fyrir Vestmannaeyinga sem verð- ur heldur minni en það 79 metra langa skip sem Vestmannaeying- ar höfðu látið teikna og viidu fá. Magnús Jónsson framkvæmda- stjóri Herjólfs segir menn káta yfir því að ákvörðun hafi loks ver- ið tekin og hann vonaði að skipið yrði sem allra best. Þegar Þjóðviljinn ræddi við Magnús var samgönguráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, ekki búinn að senda stjórn Herjólfs formlega bréf um ákvörðun ríkis- stjórnarinnar. Magnús sagðist þó halda að það næsta sem gerðist í málinu væri að einhvers konar samstarfsnefnd yrði sett á lagg- irnar Magnús sagði mestu skipta að nýja skipið yrði gott sjóskip og sér kæmi ekki á óvart að hægt yrði að færa teikningu þá sem stjórn Herjólfs hafði látið gera, niður. En það var danska skipa- verkfræðistofan Dawinger Mar- ineconsult as. sem hannaði skipið. Skipatækni sem væri augu og eyru Eyjamanna í þessum efn- um teldi alla vega að slíkt væri mögulegt. Miðað við fyrirhugaða stærð á nýjum Herjólfi sagðist Magnús telja að hægt yrði að smíða hann innanlands. Slippstöðin á Akur- eyri ætti td. að geta smíðað slíkt skip. En hvenær heldur Magnús að nýja skipið verði tilbúið og af- hent þeim eyjamönnum? „Eigum við ekki bara að vera töff og segja vorið 1992. Ef maður er ekki bjartsýnn gengur aldrei neitt,“ sagði Magnús. Hann vonaði að ákvörðun ríkisstjórnarinnar væri upphafið af endinum, ákvörðun um nýtt skip væri búin að vera svo lengi í burðarliðnum að hann vonaði að fæðingarhríðirnar væru loksins byrjaðar. -hmp Austur-Evrópa Lag fyrír nýja markaði SH: Aukin efnahagsleg velmegun kallar á meira úrval matvara eins og sjávarafurða. Horft til Tékkóslóvakíu, Póllands og Austur-Þýskalands Gylfi Þór Magnússon fram- kvæmdastjóri markaðs- deildar Söiumiðstöðvar hrað- frystihúsanna segir að söluskrif- stofa þess í Hamborg fylgist grannt með þeim breytingum sem eru að verða í ríkjum Austur- Evrópu með það í huga að koma þar á markað íslenskum sjávaraf- urðum. I því sambandi er sér- staklega horft til Tékkóslóvakíu, Póllands og Austur-Þýskalands. Nú þegar hefur Sölumiðstöðin góð sambönd við fiskkaupendur í þessum löndum og hefur því meiri möguleika en ella að kom- ast með framleiðsluvörur sínar inná þessa markaði. Þær afurðir sem SH telur sig geta selt þar eru aðallega sfld, grálúða, ufsi og þá einnig karfi til Austur- Þýskalands. Útflutningur á sjávarafurðum til Sovétríkjanna á karfa, ufsa og grálúðu hefur minnkað á síðustu árum og segir Gylfi Þór ástæðuna aðallega vera út af því efnahags- Páll Hreinsson lögmaður segir nemendum til í Bankamannaskólanum í gær. Mynd: Jim Smart. Verðbréfaviðskipti Próf gert að skilyrði Bankamannaskólinn tekur að sér kennslufyrir verðandi verðbréfamiðlara Samkvæmt lögum sem sett voru á síðasta ári er ekki lengur nóg að hafa háskólapróf í lögfræði eða viðskiptafræði og sækja síðan um leyfi til viðskiptaráðherra til að geta orðið verðbréfamiðlari. Bankamannaskólinn hefur tekið að sér fyrir ráðuneytið að halda úti tveggja anna námskeiði fyrir verðandi verðbréfamiðlara og verður það skilyrði héðan í frá að hafa lokið því námi til að mega höndla með verðbréf. Páll H. Hannesson skólastjóri Bankamannaskólans sagði nám- ið byggjast upp á fjölbreyttu námsefni sem sérstök prófanefnd á vegum viðskiptaráðuneytisins hefði tekið saman og eru annirn- ar tvær samtals 250 tímar. Fyrsta önnin er þegar hafinn og sitja 33 nemendur á skólabekk og læra að höndla með verðbréf um þessar mundir í Bankamannaskólanum. Páll sagði þetta fólk vera með fjölbreyttan bakgrunn hvað reynslu og menntun varðaði. í lögunum stendur að prófa- nefnd sé heimilt að semja við deildir innan Háskóla íslands eða aðra skóla sem veiti sambærilega menntun og sagði Páll Banka- mannaskólann hafa orðið fyrir valinu hjá nefndinni. -hmp Dómsmál Sýslumaður má ekki dæma Hœstiréttur ógildir dóm þarsem sama embœtti rannsakaði og dæmdi sakamál Hæstiréttur hefur fellt úr gildi dóm og alla meðferð máls sem dæmt var í sakadómi Arnessýslu, og vísað málinu heim í hérað til löglegrar meðferðar og dóms- álagningar. Hæstiréttur telur að sýslumanninum í Árnessýslu og fulltrúa hans, sem kvað upp dóm- inn, hafi borið að víkja sæti í máli þessu, þar sem fulltrúinn sendi málið einnig til fyrirsagnar ríkis- saksóknara. Æðsti réttur iands- ins hefur þar með skorið úr um að einn og sami maðurinn geti ekki bæði rannsakað mál og dæmt í því. Dómsmálaráðuneytið hefur sent dóminn öllum sýslumönnum og bæjarfógetum í landinu. Leiðbeiningar og fyrirmæli um hvernig bregðast skuli við dómn- um eru nú í smíðum í ráðuneytinu og verða send út í næstu viku. f úrskurði Hæstaréttar segir að í máli þessu hafi ekkert komið fram sem bendi til þess að dómar- afulltrúinn sem kvað upp héraðs- dóminn hafi litið hlutdrægt á mál- avöxtu. Hins vegar fellst Hæsti- réttur á það með Mannréttinda- nefnd Evrópu að almennt verði ekki talin næg trygging fyrir óhlutdrægni í dómsstörfum þegar sami maður vinnur bæði að þeim og lögreglustjórn. Hæstiréttur vísar í því sam- bandi til máls sem upp kom á Ak- ureyri þar sem umferðarlagabrot manns var rannsakað og dæmt af sama aðilanum. Mál þetta var kært til Mannréttindanefndar Evrópu sem komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn íslands hefði brotið gegn 1. málsgrein 6. greinar mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta og opinbera rannsókn fyrir óháðum, óhlut- drægum og lögmætum dómstóli. Sátt hefur nú náðst í því máli. Alþingi samþykkti síðastliðið vor lög sem kveða á um að frá 1. júlí 1992 verði lögreglustjórn í höndum umboðsmanna fram- kvæmdavalds ríkisins í héraði, sýslumanna, en héraðsdómstól- ar, óháðir og ótengdir fram- kvæmdavaldinu, sjái um að öngþveiti sem þar ríkir og skorts á gjaldeyri til fiskkaupa. Aftur á móti telur Gylfi Þór að efnahags- leg velmegun kunni að aukast hraðar í áðurnefndum ríkjum Austur-Evrópu sem kalli á auknar kröfur um meira úrval matvara og því séu meiri líkur en áður að þar opnist markaðir fyrir íslenskar sjávarafurðir. Þessi mál eru nú til gaumgæfilegrar athug- unar hjá markaðsdeild Sölumið- stöðvarinnar og söluskrifstofunn- ar í Hamborg. -grh kveða upp dóma. Þar með verður að veruleika algjör aðskilnaður dóms- og framkvæmdavalds. Úrskurður Hæstaréttar kemur til með að hafa áhrif á gang mála við 19 embætti úti um land þar sem ekki eru sérstakir héraðs- dómarar. Við sex embætti utan Reykjavíkur eru starfandi hér- aðsdómarar og á ekki að koma til teljandi breytinga þar. Óli Þ. Guðbjartsson dómsmálaráð- herra sagði í samtali við Þjóðvilj- ann að þessi niðurstaða hefði ekki komið ráðuneytismönnum á óvart. Þá sagði hann að vegna þessa kæmi til greina að flýta gild- isákvæði laganna sem Alþingi samþykkti síðastliðið vor. -gb Föstudagur 12. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - S(ÐA 5 Jarðgangagerð Aust- firðingar samfagna Kristinn V. Jóhanns- son: Tillaga sam- gönguráðherra með þeim betrifréttum sem ég hefheyrt lengi. Ekki um annað talað á Vestfjörðum „Þessi tillaga Steingríms J. Sigfússonar samgönguráðherra um að flýta gerð jarðganga á norðanverðum Vestfjörðum um þrjú ár er með þeim betri fréttum sem ég heyrt lengi og að sjálf- sögðu samfögnum við Austfirð- ingar félögum okkar fyrir vestan. Ef tillagan verður samþykkt verður væntanlega byrjað þrem- ur árum fyrr að bora hér og jarð- göngin tilbúin árið 1999,“ sagði Kristinn V. Jóhannsson forseti bæjarstjórnar í Neskaupstað. Þegar ráðist var í gerð jarð- gangna í gegnum Ólafsfjarðar- múla var samkomulag um það á milli sveitarstjórnamanna á Vest- fjörðum og Austfjörðum að þeg- ar gerð þeirra lyki yrði byrjað að bora á Vestfjörðum og þvínæst á Austfjörðum. Samkvæmt þeim kostnaðaráætlunum sem gerðar hafa verið er reiknað með að gerð vestfirsku jarðganganna muni kosta eitthvað um 2,5 til 3 milj- arða króna. Hluti þeirrar upp- hæðar mun verða tekinn að láni auk þess sem búist er við að við- komandi bæjar- og sveitarfélög vestra muni kosta einhverju til verksins jafnframt sem beðið yrði með að taka ákvarðanir um fjár- festingar á öðrum opinberum sviðum. Um fátt er annað rætt manna á meðal á þéttbýlisstöðum á norðanverðum Vestfjörðum en þá tillögu samgönguráðherra sem hann lagði fram á ríkisstjórnar- fundi í vikunni að gerð jarðganga í gegnum Breiðadálsheiði og Botnsheiði verði flýtt um þrjú ár. Sérstaklega þegar það er haft í huga að oftar en einu sinni á síð- ustu árum hefur embætti sam- gönguráðherra verið á hendi fyrsta þingmanns Vestfjarða- kjördæmis Matthíasar Bjama- sonar án þess að nokkuð hafi ver- ið aðhafst í málinu. -grh

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.