Þjóðviljinn - 12.01.1990, Síða 8
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans
Framkvæmdastjóri: Hallur Páll Jónsson
Ritstjórar: Árni Bergmann, Ólafur H. Torfason
Umsjónarmaður Helgarblaös: Ólafur Gíslason
Fréttastjóri: SigurðurÁ. Friðþjófsson
Útlit: Þröstur Haraldsson
Auglýsingastjóri: Olga Clausen
Afgreiðsla:@68 13 33
Auglýsingadeild:®^ 13 10-68 13 31
Símfax:68 19 35
Verð: í lausasölu 140 krónur
Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar
Síðumúla 6, 108 Reykjavík
Kjaramálin
Mörgum hefur komiö á óvart aö kynnast þeim upplýsingum
sem fram komu á forsíðu Þjóðviljans í gær, aö góöæri ríkti nú í
fiskútflutningi, bæði hvað varðar útflutt magn og það verð sem
fæst fyrir frystan fisk. Aðeins tvö ár frá stofnun Sölumiðstöðvar
Hraðfrystihúsanna 1942 hefur fyrirtækið flutt út meira magn en
1989. Magnaukningin frá 1988 nam um 20% hjá SH í fyrra. Á
sama tíma jókst sams konar útflutningur Sjávarafurðadeildar
Sambandsins um rúm 15% frá 1988. Einnig var meira flutt af
nær öllum öðrum afurðaflokkum en árið áður.
Sjávarafurðir hala inn rúm 70% af gjaldeyristekjum þjóðar-
innar. Það er von að fólk spyrji um orsakir kreppunnar, gjaldþ-
rotanna og samdráttarins á sama tíma og betur árar hjá undir-
stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar. Varla þarf þó að tíunda lengur
fyrir nokkrum þær hremmingar sem fjármagnskostnaður hefur
valdið bæði einstaklingum og fyrirtækjum undanfarin misseri.
Hins vegar spyr fólk óhjákvæmilega um fleiri þætti.
Atvinnurekendur hafa boðað svonefnda núll-lausn og full-
yrða að kjör launþega verði ekki tryggð með miklum launa-
hækkunum við þau skilyrði sem nú ríkja. Kastað hefur verið
fram hugmyndum um 3% beina launahækkun á árinu í tveim
áföngum, lækkun vaxta og fast verðlag búvöru. Ýmsar hliðar-
aðgerðir til hagsbóta fyrir almenning hafa líka verið ræddar,
ekki síst varðandi lífeyrismál. Núverandi ríkisstjórn hefur lýst
því oft yfir, að hún telji aðila vinnumarkaðarins eiga að bera
ábyrgð á kjarasamningum, en ríkisvaldið eigi þar ekki að grípa
inn í. Breytingar á fyrirkomulagi skatta, vaxta og lífeyrismála
geta því reynst torsóttar.
Launþegum þykir 3% kauphækkun ekki glæsileg, nema full
vissa sé fyrir verulegum kjarabótum með öðrum hætti. Sjaldan
hefur tekist að verðtryggja kauphækkanir eða sjá fyrir þær
forsendur sem geta raskað öllum viðmiðunargrundvelli samn-
inga á samningstímanum. Það er því eðlilegt að launþegasam-
tökin vilji fá skýr og ákveðin svör við spurningum sínum.
Miðstjórn Alþýðusambands íslands fól fulltrúum ASÍ að
halda áfram samningaviðræðum við atvinnurekendur um
kjarasamninga sem tækju ma. mið af því að halda verðbólgu í
skefjum. Hins vegar leggur ASÍ nú áherslu, að kynna al-
mennum félagsmönnum sínum sem gleggst stöðu samning-
amálanna á fundum sem haldnir eru um land allt fram í næstu
viku.
Hugsanlegt er talið að verðbólga á íslandi á þessu ári yrði
ekki langt yfir 6% ef gengi íslensku krónunnar helst óbreytt og
launahækkanir verða nálægt 3%. Hitt er Ijóst, að þessi niður-
staða ásamt öðrum aðgerðum veldur um 3% kaupmáttarrýrn-
un. Með hliðsjón af hugmyndum sjómanna og samningum
BHMR þarf talsvert að gerast áður en samkomulag næst um
þessi markmið.
Það hlýtur að vera ótvíræð krafa launþega, að mjög sterk
trygging verði fyrir því að niðurstaða væntanlegra samninga
haldi.
Sveitarstjómarkosníngar
Undirbúningur fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor er hafinn.
Alþýðubandalagið hefur víða góða reynslu af samvinnu við
aðra flokka í meiri hluta sveitarstjórna. Lengi hefur það verið
draumsýn jafnaðar- og samvinnumanna að geta tekið höndum
saman í stærstu þéttbýlisstöðunum. Sumum þykir sem
breytingar í stjórnmálum Austur-Evrópu hljóti að skapa nýjan
grundvöll fyrir slíku samstarfi núna. Með því er raunar verið að
gefa í skyn, að einhvertímamót hafi orðið hjá íslenskum sósíal-
istum á síðasta ári. Það er misskilningur. Áratugir eru síðan þeir
straumar sigruðu sem nú ryðja sér rúms í hugmyndafræði
Austur-Evrópu.
Formaður fulltrúaráðs Alþýðuflokksins gefur þá yfirlýsingu í
Morgunblaðinu í gær, að þreifingar um sameiginlegt framboð
jafnaðarmanna í Reykjavík skapi „óskaplegt álag á nýrun",
vegna kaffidrykkju á löngum samræðufundum. Á næstu
dögum og vikum færist áherslupunktur samvinnuhugmynd-
anna vonandi ofar í líkamina.
ÓHT
Setiö aö tafli á Skákþingi Reykjavíkur. Mynd: Jim Smart.
Skákþing Reykiavíkur hafið
Skákþing Reykjavíkur 1990
hófst í nýju félagsheimili Taflfé-
Iags Reykjavíkur við Faxafen síð-
astliðinn sunnudag.
Þátttakendur á Skákþinginu
eru 106, þar á meðal nokkrir
sterkir skákmenn, eins og Dan
Hansson, Þröstur Þórhallsson,
Héðinn Steingrímsson, heims-
meistari unglinga, og Sigurlaug
R. Lamm, fyrrverandi Islands-
meistari kvenna. Allrasterkustu
skákmenn okkar taka hins vegar
ekki þátt að þessu sinni.
Tefldar verða ellefu umferðir
eftir Monrad-kerfi. Keppt er á
sunnudögum kl. 14, og miðviku-
dögum og föstudögum kl. 19.30.
Biðskákadagar verða inn á milli.
Keppninni lýkur væntanlega 31.
janúar.
Keppni í flokki 14 ára og yngri
hefst næstkomandi laugardag kl.
14. í þeim flokki verða tefldar níu
umferðir eftir Monrad-kerfi og er
umhugsunartími 40 mínútur fyrir
hvern keppanda. Unglingarnir
munu tefla næstu þrjá laugar-
daga, þrjár umferðir hvern dag.
Taflfélag Reykjavíkur hefur
haldið skákþing Reykjavíkur ár-
lega frá árinu 1931. Ingi R. Jó-
hannsson hefur oftast sigrað, eða
sex sinnum. Núverandi skák-
meistari Reykjavíkur er Sævar
Bjarnason, alþjóðlegur skák-
meistari.
Leiklist
Norðmenn skoða Haustbrúði
Salka Valka á fjalirnar í Osló í haust
Þórunn Sigurðardóttir leik-
stjóri og leikskáld heldur til Os-
lóar í dag til viðræðna við for-
ystumenn Det Norske Teatret,
nýjasta og fínasta leikhússins þar
í borg, um hugsanlega uppfærslu
á leikriti sínu, Haustbrúði, sem
var sýnt í Þjóðleikhúsinu síð-
astliðið vor.
Knut Ödegard hefur þýtt hluta
leikritsins á norsku. Verkið fjall-
ar um norskt fólk og m.a. þess
vegna hafa Norðmenn sýnt því
áhuga.
í haust verður Salka Valka
sýnd í þessu sama leikhúsi undir
leikstjórn Stefáns Baldurssonar.
Hér um að ræða sömu leikgerð og
Leikfélag Reykjavíkur sýndi fyrir
nokkrum árum.
Stefán stýrði Sölku Völku í Ör-
ebro í Danmörku í fyrra og á
frumsýningarkvöldinu undirrit-
aði hann samning um stjórn
verksins í Osló við nýráðinn
leikhússtjóra Det Norske Teatr-
et. Leikhússtjórinn vildi að það
yrði fyrsta verkið á fjalirnar eftir
að hann tæki við.
Um þessar mundir er Stefán í
Árósum þar sem hann er að setja
upp Villiöndina eftir Ibsen og í
haust mun hann setja upp Dag
Vonar eftir Birgi Sigurðsson í Ál-
aborg.
-gb
Helgarveðrið
8 SÍÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. janúar 1990
Rigning, aðallega um sunnan- og vestanvert landið. Snýst í norðaustan og lægir aðfaranótt
sunnudags, en gengur þá aftur í vaxandi suðaustanátt með rigningu, fyrst suðvestanlands. Hiti
víðast 2-6 stig.