Þjóðviljinn - 12.01.1990, Page 9

Þjóðviljinn - 12.01.1990, Page 9
Hugmyndin skiptir mestu Höfundur Ó- álits kemur úr felum Margir lesendur Nýs helgar- blaðs hafa haft samband við blaðið til þess að spyrjast fyrir um hver hann væri þessi Ólafur, sem teiknað hefur Ó-álitið í blaðið í næstumár. Sumirhafajafnvel haldið að höfundurinn á bak við þessar markvissu teikningar væri Ólafur H. Torfason ritstjóri eða Ólafur Gíslason umsjónar- maður Helgarblaðsins. En því er ekki að heilsa og fannst okkur því löngu tímabært að blaðið kynni hinn rétta Ólaf. En hann er ungur Reykvíkingur sem starf ar við auglýsingagerðog heitirfullu nafni Ólafur Pétursson. Ég fór í Myndlista- og hand- íðaskólann eftir stúdentspróf og stundaði þar nám á árunum 1981- 85. Þar útskrifaðist ég úr auglýs- ingadeild, og hef starfað hjá AUK hf,- auglýsingastofu Krist- ínar - síðan. Hefur þú haldið sýningar á verkum þínum eða sýnt þau ann- ars staðar opinberlega? Nei, ég hef ekki haldið sýning- ar, en ég hef gert myndskreyting- ar í bækur og víðar. Hver er galdurinn við það að gera góða blaðateikningu? Stærsta vandamálið er hug- myndin. Fjögurra ára nám í teikningu kemur að engum not- um ef þú hefur ekki hugmynd um til hvers þú átt að nota teikni- kunnáttuna. En um leið og hug- myndin er fyrir hendi kemur námið að gagni. Tæknilega út- færslan á hugmyndinni tekur oft ekki meira en 15 mínútur, en stundum fara 2-3 klukkustundir í sjálfa hugmyndavinnuna. En hitt er líka rétt að hugmyndavinnan er til einskis unnin ef hún fær ekki rétta tæknilega útfærslu. Hvar leitar þú hugmynda að teikningum þínum? Ég leita hugmynda í því sem annað fólk segir og skrifar. Ég reyni ekki að velta því fyrir mér hvort hugmyndin verki sem fynd- in, það er alltaf svo afstætt. Ég teikna frekar það sem mig langar til að koma á framfæri. Eru einhver viðfangsefni sem eru þér hjartfólgnari en önnur? Ég veit ekki hvað skal segja... ég reyni alla vega að halda póli- tíkinni fyrir utan. Það er svo mikið af henni fyrir. Ég reyni frekar að benda á aðrar hliðar mannlífsins, þótt pólitíkin snerti að vísu flesta hluti mannlífsins beint eða óbeint. Áttu þér einhvern uppáhalds- teiknara erlendan? Nei, ég get varla sagt það. Og þó, hann er mjög góður sá sem teiknar Foldu í Þjóðviljann. Hann hefur gert myndaseríur um ýmsa þætti þjóðlífsins sem mér finnst góðar. Annars pæli ég ekki mikið í því sem aðrir eru að gera. Hver var besta teikningin sem þú gerðir á síðasta ári? Ég held að það hafi verið jóla- myndin: Gleymið ekki Jesús - Hvað kostarann? Megum við eiga von á að sjá Ó-álit í Nýju helgarblaði fram- vegis? Já, að öllu óbreyttu. -ólg Föstudagur 12. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.