Þjóðviljinn - 12.01.1990, Qupperneq 10
ARI TRAUSTI
GUÐMUNDSSON
SKRIFAR
Tilkynning til
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því
aö gjalddagi launaskatts fyrir mánuöina nóvem-
ber og desember er 15. janúar nk.
Launaskatt ber launagreiöanda aö greiða til
innheimtumanns ríkissjóös, í Reykjavík toll-
stjóra, og afhenda um leið launaskattsskýrslu í
þríriti.
Fjármálaráðuneytið
Meðferðarheimili einhverfra
Sæbraut 2, Seltjarnarnesi
Uppeldis- og
meðferðarstörf
Meöferöarheimili einhverfra óskar að ráða
þroskaþjálfa (deildarþroskaþjálfa) eða fóstrur.
Einnig kemur til greina aö ráöa fólk meö
menntun á sviöi uppeldis- eöa sálarfræði.
Störfin fela í sér þátttöku í meðferð og þjálfun
einhverfra unglinga á aldrinum 13-17 ára og
samvinnu viö fjölskyldur þeirra og tengslastofn-
anir.
Um er að ræða vaktavinnu (þó ekki næturvaktir)
í eina stööu sem fyrst og aöra stööu 1. mars.
Nánari upplýsingar veita forstöðumaður eöa
deildarstjóri í síma 611180 frá kl. 9-16 virka
daga.
A
Tilsjónarmenn
óskast
Tilsjónarmenn vantar viö Félagsmálastofnun
Kópavogs. Verksviö þeirra er félagslegur
stuöningur við börn og unglinga og fjölskyldur
þeirra. Vinnutími er allt aö 10-40 tímar á mán-
uði. Vegna mismunandi þarfa skjólstæðinga
okkar vantar okkur karlmenn sem tilsjónar-
menn.
Upplýsingar veitir unglingafulltrúi í síma 45700.
Félagsmálastofnun Kópavogs
Dodge Aspen
árgerð 1979
til sölu til niðurrifs. Bíllinn er með 145 hestafla
vél, sjálfskiptingu og er á nýlegum vetrardekkj-
um. Upplýsingar í síma 72072.
Lögbirtingablað og
Stjórnartíðindi
hafa flutt skrifstofu sína í Síðumúla 29,2. hæð -
óbreytt símanúmer.
BEYGJA A
Á MALARVEGI!
2 ÚR RÍKI
NÁTTÚRUNNAR
Nú þegar sólin er hnípin á lofti
er næsta fátt sem minnir norður-
hjarabúann á alla orkuna og ógn-
arhitann sem þessi móðurhnöttur
lífsins ber í sér. Hvaðan kemur
orkan og hvað verður um sólina?
Sólin er milljón sinnum rúm-
málsmeiri en jörðin og meira en
100 sinnum breiðari kúla (þver-
málið er nærri 1,4 milljón kíló-
metra) en hún. Og svo er sólin
330 þúsund sinnum massameiri
(þyngri) en plánetan jörð og hún
er úr mörgum frumefnum sem öll
eru á gasformi - mest er um tvö
einföldustu frumefni alheimsins:
Vetni og helíum.
Frá um það bil 6000 stiga heitu
sýnilegu yfirborði sólarinnar
geislar ekki aðeins sýnilega ljós-
inu sem varðar okkur svo miklu
heldur nær öllu rófi ósýnilegra
rafsegulbylgna, t.d. útfjólubláu
ljósi og varma (innrauðri
geislun), röntgen- og útvarps-
bylgjum. Hættulega geislunin
stöðvast að mestu í lofthjúpi jarð-
ar - sem betur fer.
Sólin snýst á lóðréttum öxli og
punktur á miðbaugi hennar fer
einn hring á 25 dögum, punktur
Einfaldað snið af innviðum sólar
Kjamaofn á lofti
miðja vegu öðrum pól sólar á 27
dögum og upp undir pól er pun-
ktur á yfirborðinu um 30 daga að
snúast einn hring með sólinni.
Þetta staðfestir að sólin er vissu-
lega hnöttur úr lausu efni - gas!.
Sýnilegt yfirborð sólar er ótrú-
legur suðupottur þar sem heitt
gas sígur og rís, blossar glampa og
gosstrókar spýtast hátt til lofts en
svartir gígar myndast og hverfa
(sólblettir). Undir yfirborðinu,
sem hvergi er fast fyrir, vex þrýst-
ingur með dýpi og nær milljóna
loftþyngda þrýstingi nærri miðju.
Þar er hitastigið líka orðið 12 til
14milljón stig-íkjarnanum. Við
þessar sérstöku aðstæður fer
fram svonefndur kjarnasamruni
sem líkja má við viðvarandi vetn-
issprengju. Þarna sameinast
feiknarlegur grúi vetnisatóma á
hverri sekúndu og myndar helí-
umat-óm; hver fjögur vetnisatóm
mynda eitt helíumatóm.
Ferlið sem hefst með því að
tvær prótónur (jákvætt hlaðnar
þungar eindir) rekast á er nokkuð
flókið en mergurinn málsins er sá
að massi eins helíumatóms er ör-
litlu minni en massi fjögurra
vetnisatóma sem í hann fóru.
Munurinn svarar til efnis sem
breyst hefur í orku. í sólinni um-
breytast fjögur milljón tonn af
efni í orku á hverri sekúndu. Að-
eins lítið brotabrot myndi nægja
til að sjá öllum jarðarbúum fyrir
orku um fyrirsjáanlega framtíð.
Pyki mönnum stærð og afl sólar
mikið, má minna á að sólin okkar
er rétt um það bil meðalsól og til
eru risar sem eru margfalt
öflugri.
En allt eyðist sem af er tekið og
eftir álíka langan tíma og sólin
hefur nú lifað, eina 4 milljarða
ára, verður lítið eftir af vetni. Þá
breytist kjarnasamruninn og sól-
in með. Hún mun stækka (og
þynnast að stórum hluta), kólna
(verða rauðleit) og síðan taka að
blikka (breytilegt ljósmagn) og
að endingu hrynja saman í pínu-
litla dvergsól, heita og hvítleita.
Væri sólin massameiri en hún er
myndi hún springa með miklum
fyrirgangi eins og hinir risamir.
Það þarf ekki að fjölyrða um að
skilyrði lífs á jörðini breytast þeg-
ar kemur að elliglöpum sólarinn-
ar. Auðvitað kann lífið að hafa
horfið af einhverjum jarðbundn-
um orsökum í svona fjarlægri
10 SÍÐA - NÝ7T HELGARBLAÐ
framtíð. En hitt er víst að þegar
sólin stækkar og innstu plánet-
urnar lenda inni í henni verður
orðið svo hlýtt hér að jörðin miss-
ir bæði lofthjúp sinn og allt vatn.
Það verður því ætíð ljóst að lífið á
jörðinni er ekki eilíft á fæðingar-
staðnum heldur háð duttlungum
sólarinnar hér eftir sem hingað
til.
Styrkur til háskólanáms
í Hollandi
Hollensk stjórnvöld bjóðafram styrk handa íslendingi
til háskólanáms í Hollandi skólaárið 1990-91. Styrk-
urinn er einkum ætlaður stúdent sem kominn er nokk-
uð áleiðis í háskólanámi eða kandídat til framhalds-
náms. Nám við listaháskóla eða tónlistarháskóla er
styrkhæft til jafns við almennt háskólanám. Styrkfjár-
hæðin er 1.130 gyllini á mánuði í 10 mánuði.
Umsóknum um styrkinn skal komið til menntamála-
ráðuneytisins, Hverfisgötu 6,150 Reykjavík, fyrir 10.
febrúar n.k. og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt
meðmælum.
Sérstök eyðublöð fást í ráðuneytinu.
Menntamálaráðuneytið,
10. janúar1990
Lausar stöður
Eftirtaldar hlutastöður (37%) í læknadeild
Háskóla ísiands eru lausar til umsóknar:
Dósentsstaða í geislalæknisfræði.
Dósentsstaða í handlæknisfræði. Staðan er bundin
við Borgarspítalann.
Dósentsstaða í meinefnafræði.
Dósentsstaða í líffærameinafræði.
Dósentsstaða í lyflæknisfræði, sérgrein innkirtlasjúk-
dómar.
Dósentsstaða í lyflæknisfræði, sérgrein gigtsjúkdóm-
ar.
2 lektorsstöður í slysalækningum.
Ennfremur er laus til umsóknar 50% staða dósents í
lífeðlisfræði við læknadeild Háskóla íslands.
Gert er ráð fyrir að stöðurnar verði veittar frá 1. júlí
1990.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf
umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir svo og náms-
feril og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 12. febrúar 1990.
Menntamálaráðuneytið,
10. janúar1990
FÖStudaaur 12. inniípr h r>nn