Þjóðviljinn - 12.01.1990, Qupperneq 11
Blessun og bölvun
sjávarútvegsins
Er óstjórní
fiskveiðum
helsta hindrun
efnahagslegra
framfara á Is-
landi?
Þorkell Helgason: Sjávarútvegurinn hefuralltaf búið við auðlindaskatt.
VÍ9 íslendingar Iifum af fiski.
Oll okkar efnahagslega af-
koma snýst að meira eða minna
leyti um það, hvernig okkur tekst
að nýta þá gjöfulu auðlind sem
fiskimiðin eru.
Við erum okkur yflrleitt vel
meðvituð um þetta og skýrum
gjarnan þær miklu sveiflur og
kollsteypur, sem gengið hafa yfir
íslenskt efnahagslíf með þeirri
einföldu fullyrðingu að fiskurinn
sé kenjótt skepna og því sé ekki
nema eðlilegt að öldugangur sé í
efnahagslífinu. Galdurinn við
stjórnun efnahagsmálanna sé í
því fólginn að stíga ölduna og að-
laga sig þessari kenjóttu skepnu.
Þær raddir hafa þó heyrst á
undanförnum árum og einkum á
síðustu misserum, að sveiflurnar
og áföllin í íslensku efnahagslífi
eigi ekki rætur sínar í kenjum
náttúrunnar eins og við höfum
viljað trúa, heldur sé meinsemd-
arinnar fyrst og fremst að leita í
óskynsamlegri stjórnun, og að
kjarna meinsemdarinnar sé ein-
mitt að finna í því, hvernig staðið
hefur verið að nýtingu okkar
dýru auðlindar, fiskimiðanna.
Vísbending Þorkels
Á síðastliðnu ári birtust tvær
greinar eftir dr. Þorkel Helgason
prófessor í tímaritinu Vísbend-
ingu, þar sem hann bendir á það,
hvernig við íslendingar höfum á
liðnum áratugum nýtt ágóðann af
fiskimiðunum fyrir þjóðarbúið í
heild.
Hann bendir þar á að grund-
vallaratriðið í íslenskri efnahags-
stjórnun hafi ávallt falist í því að
halda sjávarútveginum á svoköll-
uðum núllpunkti, þannig að þar
myndaðist ekki „óeðlilegur"
hagnaður. Hagnaðurinn hafi ver-
ið tekinn úr sjávarútveginum
með tiltölulega hárri skráningu
gengis krónunnar, þannig að al-
menningur hafi getað keypt inn-
fluttan varning á vægara verði en
ella væri. Þannig hafi arðinum af
fiskimiðunum verið miðlað til
þjóðarinnar. Sjávarútvegurinn
hafi í raun verið skattlagður með
þeim hætti að hann fái ekki greitt
fullt verð fyrir gjaldeyrinn sem
hann skilar. Fyrir 1970 fór inn-
heimta skattsins fram með þeim
hætti að ríkið lagði háa innflutn-
ingstolla á þann varning sem
keyptur var fyrir gjaldeyrisfram-
lag sjávarútvegsins. Innflutnings-
tollarnir voru um leið stjórntæki
til þess að bæta samkeppnisað-
stöðu annarra atvinnugreina hér
á landi.
Eftir 1970 höfðu alþjóðavið-
skipti tekið slíkum breytingum að
verndartollastefnan var ekki
lengur fær. Ríkið lagði þá sölu-
skatt og síðan virðisaukaskatt á
varninginn, um leið og gengis-
stefnan sér til þess að arðurinn af
sjávarútveginum sé hirtur jafn
óðum. Þessi breyting hafði afdrif-
aríkar afleiðingar fyrir allt það at-
vinnulíf í landinu, sem ekki býr
við þá yfirburðastöðu sem sjávar-
útvegurinn hefur með ókeypis
aðgang að fiskimiðunum, segir
Þorkell. Þegar verndartollarnir
voru aflagðir stóð iðnaðurinn
(þar með talin fiskvinnslan) og
aðrar þær atvinnugreinar sem
áttu í erlendri samkeppni, ber-
skjaldaðar og þurftu í reynd að
selja sitt erlenda aflafé á sama
afsláttarverðinu og sjávarútveg-
urinn. Auðlindaskatturinn sem
sjávarútvegurinn hefur í reynd
greitt til samfélagsins, var þá
einnig lagður á þær atvinnugrein-
ar sem ekki höfðu úr neinni
sambærilegri auðlind að moða og
fiskimiðin eru. Jafnframt þurftu
þær greinar að aðlaga sig að
öllum þeim sveiflunum og kolls-
teypum sem urðu í afkomu sjáv-
arútvegsins. Þegar vel áraöi í sjáv-
arútvegi hækkaði raungengi
krónunnar þannig að allar aðrar
útflutningsgreinar komust á von-
arvöl.
Við þetta bætist svo að mati
Þorkels sú staðreynd að há geng-
isskráning skapaði „falskan“
kaupmátt í landinu, olli miklum
viðskiptahalla og halla á ríkis-
sjóði og kallaði á erlendar lán-
tökur, sem skrifaðar voru á
reikning komandi kynslóða.
Ný hugsun
Þorkell tekur upp þráðinn frá
hagfræðingum eins og Bjarna
Braga Jónssyni og Gylfa Þ. Gísl-
asyni og segir að hugsa þurfi
dæmið upp á nýtt: rjúfa þurfi þau
beinu tengsl sem eru á milli sjáv-
arútvegs og annarra atvinnu-
greina, ef skjóta eigi fleiri stoðum
undir íslenskt atvinnulíf. Það
verði ekki gert nema með því að
hætta núgildandi skattlagningu á
sjávarútveginn með háu raun-
gengi krónunnar. Þess í stað eigi
að innheimta arðinn af fiskimið-
unum með veiðigjaldi og miða
gengi krónunnar við hallalaus
viðskipti við útlönd eins og tíð-
kast í flestum löndum. Þessi ráð-
stöfun sé í raun forsenda þess að
aðrar atvinnugreinar fái þrifist
hér á landi.
Þorkell segir að tvær leiðir séu
til þess að innheimta veiðigjald:
annars vegar sé hugsanlegt að
hafa uppboð á aflakvótum á
frjálsum markaði, hins vegar
megi hugsa sér ákveðna gjald-
töku fyrir veittan aflakvóta. Sá
kostur fylgi uppboðsaðferðinni,
að þá þurfi yfirvöld ekki að á-
kveða gjaldið. Þorkell segir jafn-
framt að gengisfelling sé mikil-
væg við álagningu veiðigjalds.
Með þessum samræmdu aðgerð-
um megi halda afkomu sjávarút-
vegsins óbreyttri, en skapa starfs-
grundvöll fyrir aðrar útflutnings-
greinar um leið.
Of stór fiskifloti
Þessari kerfisbreytingu er ekki
bara ætlað að losa aðrar atvinnu-
greinar úr heljargreipum sjávar-
útvegsins. Henni er líka ætlað að
auka hagkvæmni í rekstri sjálfs
sjávarútvegsins og minnka til-
kostnað. Þótt öllum sé ljóst að
núverandi kvótakerfi hafi bjarg-
að fiskimiðunum frá algjörri
eyðingu, þá eru menn yfirleitt
sammála um að það hafi brugðist
í því meginmarkmiði að draga úr
tilkostnaði útgerðarinnar: fiski-
skipastóllinn er talinn að minnsta
kosti 20-30% of stór. Með þeirri
yfirfjárfestingu fer stór hlutur af
arði fiskimiðanna beint í súginn.
Fræðimenn hafa bent á það að
veiðigjald sé vænlegasta leiðin til
þess að stuðla að fækkun fiski-
skipa. Menn munu ekki kaupa
Ólafur Gíslason
skrifar
eða gera út óþarfa skip þegar
greiða þarf fyrirfram fyrir
óveiddan fisk og þeir geta náð
þeim afla með betri nýtingu færri
skipa.
Reikningur Þorkels
Þorkell Helgason lætur ekki
staðar numið við að leggja fram
þessar hugmyndir. Hann býr til
reiknilíkan um það, hver mögu-
leg áhrif samvirkrar gengisfel-
lingar og veiðigjaldheimtu gætu
orðið og niðurstöðurnar eru
einkar athyglisverðar (sjá með-
fylgjandi töflu).
Þar kemur fram að 15%
gengisfelling jafngildi því að
leggja megi 14% veiðigjald á
tekjur útgerðarinnar. Þá er mið-
að við óbreyttan rekstur útgerð-
arinnar að öðru leyti. Áhrifin
kæmu síðan fram í 5% hækkun
framfærsluvísitölu miðað við það
að tekjum af veiðigjaldi yrði
meðal annars varið til þess að
greiða niður virðisaukaskattinn
um 6 stig.
Þorkell segir hins vegar að ekki
sé raunhæft að miða við óbreytt
skilyrði útgerðarinnar að öðru
leyti. Tíu prósent samdráttur í
fiskveiðiflotanum gæfi tilefni til
þess að hækka veiðigjaldið í
18%, sem aftur gæti þýtt lækkun
söluskatts um 8% og hækkun
framfærsluvísitölu um 4%.
En sú endurskipulagning og
endurreisn sjávarútvegsins sem
stefnt er að með þessum
breytingum kynni hins vegar fela
í sér 25% fækkun fiskiskipaflot-
ans. Þá er einnig gert ráð fyrir að
10% aukning verði í afla vegna
hóflegrar sóknar. Þannig endur-
skipulagður gæti sjávarútvegur-
inn skilað 33% veiðigjaldi og þá
þyrfti að nota veiðigjaldið til þess
að greiða virðisaukaskattinn nið-
ur um 14 prósentustig til þess að
halda framfærsluvísitölunni
óbreyttri frá því sem var. í síðasta
dæminu er gert ráð fyrir því að
ávinningurinn af hagræðingunni
renni óskiptur í veiðigjaldið. f
öllum tilfellum er reiknað út frá
15% gengisfellingu.
Kjarabótin fyrir almenning
fælist þá í að bægja því atvinnu-
leysi frá, sem annars er fyrir-
sjáanlegt. Því náist hagræðing í
sjávarútveginum (sem er for-
gangsverkefni ef halda á
óbreyttum lífskjörum í landinu)
og verði gengisskráningin áfram
miðuð við afkomu hans, mun það
ganga af öllum samkeppnisgrein-
um í landinu dauðum. Jafnframt
myndi kerfisbreytingin draga úr
þörf fyrir skuldasöfnun erlendis
og jafna viðskiptahalla við út-
lönd.
Álit Gylfa
Útreikningar Þorkels byggja á
þeim hugmyndum sem hagfræð-
ingar eins og Bjarni Bragi Jóns-
son og Gylfi Þ. Gíslason hafa
fyrir löngu sett fram. Það nýstár-
lega í framlagi Þorkels er, að
hann setur þessar hugmyndir inn
í fræðilegt líkan og reiknar fram
möguleg áhrif.
Við spurðum Gylfa Þ. Gísla-
son hvort honum fyndust út-
reikningar Þorkels vera trúverð-
ugir:
„Innlegg Þorkels Helgasonar í
þessa umræðu er tvímælalaust
mjög mikilvægt, og ég tel að þeir
tölfræðilegu útreikningar sem
hann setur fram í Vísbendingu
séu fullkomlega raunhæfir. Hins
vegar er mikilvægt að hafa það í
huga í þessu sambandi, að engum
dettur í hug að endanlegt veiði-
gjald verði lagt á í einu vettvangi.
Við sem höfum unnið að þessum
hugmyndum leggjum áherslu á,
að að þessu verði unnið í smáum
skrefum, og við erum þeirrar
skoðunar að veita beri heimild til
þess að leggja slíkt veiðigjald á
sjávarútveginn þegar á þessu ári.
Fyrst þyrfti hins vegar að gera
fræðilega könnun á því, hversu
hátt gjaldið ætti að vera. Raun-
gengi krónunnar er nú þegar orð-
ið það lágt, að sú 15% gengisfell-
ing, sem Þorkell talar um í Vís-
bendingu væri ekki nauðsynleg.
En ef frekari gengisfelling yrði
framkvæmd, þá mætti nota tekj-
ur af veiðigjaldinu til þess að vega
upp á móti verðlagshækkun með
lækkun virðisaukaskattsins.“
Hvers vegna er
sjávarúvegurinn
blóðmjólkaður?
Þessar róttæku hugmyndir
vekja efalaust margar spurningar
og sumar flóknar. Sú augljósasta
er þó þessi: Er það rétt að við-
halda þeirri grundvallarreglu að
„blóðmjólka“ sjávarútveginn,
hvort sem það er gert með gengis-
skráningu eða veiðigjaldi? Er
ekki rétt að útgerðarmenn njóti
sjálfir hagnaðarins af þeirri miklu
hagræðingu, sem augljóslega má
og þarf að framkvæma í
greininni?
Svar Gylfa Þ. Gíslasonar við
þeirri spurningu er jafnframt
helsta röksemd stuðningsmanna
veiðigjaldsins fyrir þeirri
breytingu: „Fiskimiðin eru sam-
eign þjóðarinnar og það er ekki
pólitískt eða siðferðilega rétt-
lætanlegt að afhenda afrakstur
þeirra fámennum hópi manna."
Tilraunir meö veiöigjald
Tilraunir Reikniforsendur Beinar verölagsaf leiöingar
Floti eöa úthald Afli Gengi Veiöigjald - hlutfall af tekjum veiöa VSK-prósenta Framfærslu- vísitala
1. Jafnvægisgengi Veiðigjald 0% 0% -15% 14% -6 5%
2. Jafnvasgisgengi Veiöigjald Úthald -10% Afskriftir þó óbr. -10% 0% -15% 18% -8 4%
3. Jafnvægisgengi Hagkvæmur floti Hámarksafli Veiöigjald -25% 10% -15% 33% -14 0%
_______________________________________________________________Heimild: Þorkell Helgason/Þjóöviljinn____________________________________________
Föstudagur 12. janúar 1990 (NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 11