Þjóðviljinn - 12.01.1990, Blaðsíða 15
Föstudagur 12. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15
um eins og allir hinir. Mér finnst
mjög gaman að spila í hljómsveit
og finnst aðrir hljóðfæraleikarar
vera öfundsverðir að geta lagt
það fyrir sig. Píanóleikarar eru
oftast nær einangraðir í sínu
horni.
Ég hef fengið mjög fjölbreytt
verkefni, spilað með íslensku
hljómsveitinni, Kammersveit
Reykjavíkur, Sinfóníunni, með
söngvurum og hljóðfæraleikur-
um og hef gert ýmsar upptökur,
svo eitthvað sé nefnt. Ég vann til
dæmis alltaf með Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur þegar hún kom
heim í frí og hef gert upptökur
með henni. Svo fékk ég stöðu við
Söngdeild Tónlistarskólans í
Reykjavík, við það að spila með
söngvurum deildarinnar.
Skipulagning
yfirleitt
einkaframtak
- Ég held að ég hafi fyrst unnið
með Paul Zukofsky þegar
Kammersveitin flutti verk eftir
Mahler í útsetningu Schönbergs.
Okkur gekk strax mjög vel að
vinna saman og það varð til þess
að þegar hugmyndir komu upp
um að hann ásamt Kammer-
sveitinni flytti mikið verk eftir
Messiaen, Frá gljúfrunum til
stjarnanna, bað hann mig að spila
einleikshlutann, sem er gríðar-
lega stór. Ég hafði aldrei tekist á
við svona flókna píanórödd áður
og var mjög tvístígandi því mér
þótti þetta ákaflega spennandi
öðrum þræði.
Það varð svo úr að ég gerði
þetta úr því að Paul taldi mig geta
það en þetta var óskaplega mikil
vinna. Ég var með nóturnar frá
því um sumarið 1988 og tónleik-
arnir voru svo í febrúar 1989.
Þannig er það að vinna með Paul,
hann gerir miklar kröfur og fær
mann alltaf til að gera meira en
maður heldur að maður geti, -
hann ýtir manni aðeins lengra í
hvert skipti.
Eftir tónleikana hringdi hann
svo í mig og sagði að sér hefði
verið boðið að halda tónleika á
vegum Tónlistarfélagsins og bað
mig að spila með sér. Ég sagði
náttúrlega strax já við því. Hann
var þá þegar með þetta verk eftir
Feldman í huga.
Þetta eru mjög óvenjulegar
nótur. Feldman skrifar eina línu
fyrir fiðluna og eina fyrir píanóið,
svo fljótt á litið heldur maður að
þetta séu bara venjulegar píanó-
nótur. Ég fékk þær í haust og
hafði aldrei séð svonalagað áður'
Við æfðum síðan saman frá því í
nóvember og þurftum að velja
tónleikadaginn mjög vandlega
því ég var ólétt, - og við komumst
að því að þessi óveðursdagur í
janúar myndi henta okkur mjög
vel. Þetta var mjög gaman og
ákaflega lærdómsríkt að flytja
svona verk.
Mér finnst íslenskir áheyrend-
ur tvímælalaust vera opnir fyrir
nýjungum. Við getum tekið
þessa tónleika sem dæmi, þeir
voru vel sóttir og fólk hlustaði
vel, mér finnst að í það minnsta
áheyrendur séu ennþá tilbúnir að
taka einhverja áhættu. Fólk er yf-
irleitt forvitið og langar til að
heyra eitthvað nýtt og óvenju-
legt. Þetta er alveg eins og þegar
maður fréttir að verið sé að sýna
nýja kvikmynd eftir ungan ís-
lending, þá verður maður forvit-
inn og langar til að sjá myndina.
Við erum yfirleitt forvitin um það
sem hinir eru að gera hér á landi.
Tækifæri til að halda tónleika
skapar maður sér yfirleitt sjálfur.
Það er mjög sjaldgæft að einhver
bjóði manni að halda tónleika og
mér finnst það í rauninni ekki
skipta máli hvort maður ákveður
sjálfur að halda tónleikana eða
hvort einhver annar býður manni
það. Ég býst samt við því að betra
skipulag myndi hjálpa mikið upp
á sakirnar. Ef einhver tæki til
dæmis að sér að skipuleggja tón-
leika fyrir fólk væri kannski hægt
að fara víðar og flytja sömu verk-
in oftar en einu sinni. Eini mögu-
Anna Guðný: Það var ekkert sjálfsagt mál að ég yrði píanóleikari. Mynd - Jim Smart.
leikinn, sem ég veit um til tón-
leikaferða er þessi styrkur, sem
hægt er að fá frá menntamála-
ráðuneytinu til að halda tónleika
utan Reykjavíkur, en þá verður
maður sjálfur að skipuleggja
ferðina og það er allt of mikil
vinna að æfa fyrir tónleika, spila
og standa í skipulagningu þar að
auki.
Það munar því miklu þegar
tónleikar eru skipulagðir fyrir
mann, en slíkt er yfirleitt einka-
framtak hér á landi. Um tíma var
rekin hér skrifstofa í tengslum við
þennan styrk þar sem tvær konur,
þær Rut Magnússon og Kristín
Sveinbjarnardóttir, tóku að sér
þessa vinnu fyrir listamenn en
það er erfitt að sjá hvernig slíkt á
að ganga, því þeirra þóknun varð
að klípa af því sem listamenn
fengu í sinn hlut.
Nú skipuleggur Tónlistarfé-
lagið tónleika, það hefur sinn
fasta áheyrendahóp og sér um
alla auglýsingu og sama gildir um
Kammersveit Reykjavíkur og ís-
lensku hljómsveitina, en allt
byggir þetta á einni eða tveimur
manneskjum, sem vinna þetta að
meira eða minna leyti í sjálfboða-
vinnu.
Ljóðatónleikarnir í Gerðu-
bergi eru enn eitt dæmi um einka-
framtak í skipulagningu tónleika
og það gefur fólki möguleika á að
halda fleiri en þessa einu. En það
er eins og ráðamenn hugsi sem
svo að úr því að allt þetta fólk spili
endalaust án þess að eiga nokk-
urn pening og gangi svona vel án
þess hljóti það að geta haldið
áfram. Én ef þessir sjálfboðaliðar
hættu allt í einu sínum störfum
væri ekki hægt að halda áfram.
Mikið til sama
fólkið á
tónleiknum
- Næstu tónleikar, sem ég spila
á, eru enn eitt dæmið um einka-
framtak, eða tónleika skipulagða
af persónulegum áhuga. Það er
Tónskóli Sigursveins D. Kristins-
sonar sem stendur fyrir tón-
leikum í lok febrúar í tilefni af 25
ára afmæli sínu. Þá spila ég með
Gerði Gunnarsdóttur fiðlu-
leikara, sem lærði lengi við Tón-
skólann en er nú við framhalds-
nám í Köln. Við spilum meðal
annars verk eftir Cesar Franck,
sem er algjör andstaða Feld-
mans.
Hvað svo tekur við veit ég
ekki. Ég veit sjaldnast um tón-
leika fleiri mánuði fram í tímann,
nema ef það eru tónleikar með
Paul, íslensku hljómsveitinni eða
Sinfóníunni, sem eru meðal
þeirra sem skipuleggja sína tón-
leika með löngum fyrirvara.
Hvað með áheyrendur? Er það
alltaf sama fólkið sem kemur á
tónleika?
- Það er misjafnt eftir því
hvers konar tónlist er verið að
flytja. Sinfónían er til dæmis með
fastan áheyrendahóp á áskriftar-
tónleikum en það fólk skilar sér
kannski ekki allt ef einhver
söngstjarnan kemur til landsins.
Þó held ég að það sé mikið til
sami hópurinn sem heldur uppi
tónlistarlífi í landinu, þótt sá hóp-
ur hafi stækkað með auknu fram-
boði. Við verðum bara að vona
að næsta kynslóð verði opnari
fyrir þessu og að þeim sem koma
á tónleika haldi áfram að fjölga.
Það er í rauninni einkennilegt að
fólk fer hiklaust í bíó til að njóta
góðrar bíómyndar án þess að vita
nokkuð um kvikmyndafræði, en
margir þora ekki á tónleika á
þeim forsendum að þeir viti of
lítið um músík. Rétt eins og ekki
sé hægt að njóta góðrar tónlistar
á sama hátt og góðrar bíómynd-
ar.
Ég skil ekki þessa skiptingu,
sem líka virðist vera á milli tón-
listartegunda. Þeir sem hlusta á
rokk fara ekki á jasstónleika eða
klassíska, jassáhugamenn halda
sig í sínu horni og þeir sem hlusta
á klassík sinna oft á tíðum hvorki
rokktónlist né jassi. Það er eins
og þetta séu þrír ólíkir heimar
sem eigi ekkert sameiginlegt.
Ég held að það myndi skipta
miklu í þessu samhengi ef
krökkunum væri gefinn kostur á
að kynnast tónlist þegar í barna-
skóla. Við breytum ekki for-
eldrakynslóðinni og hún hefur
vissulega sín áhrif á þá sem yngri
eru, en það má þó kynna krökku-
num tónlist svo þau hafi ein-
hverja möguleika á að velja og
hafna. Tónlist er svo mikilvægur
hluti af lífinu og menn þurfa ekki
að vera atvinnumenn í tónlist til
að geta notið hennar.
Það er náttúrlega geysilegur
fjöldi af krökkum í tónlistar-
skólum nú, en ekki nærri allir og
ekki þar með sagt að þeir sem
ekki eru í tónlistarnámi hafi ekki
áhuga. En það verður auðvitað
að vera mikill vilji fyrir hendi á
heimilum þar sem börn eru mörg
til að láta skólagjöld til tónlistar-
skóla ganga fyrir. Tónlistarnám
er að vísu hluti af náminu í ein-
staka skóla þar sem lúðrasveitir
eru starfandi, ég veit í það
minnsta um tvo.
Tónlistarlíf hér á landi hefur
breyst mjög mikið síðan ég var í
Tónlistarskólanum. Þegar ég
kom frá London var tónleikaald-
an að skella yfir, tónleikum í
Reykjavík fjölgaði geysilega á
stuttum tíma. Nú er svo mikið
meira um að vera í tónlistarlífinu
á landinu vegna þess hve vel
menntuðu tónlistarfólki hefur
fjölgað mikið, - og það bætast
sífellt fleiri í hópinn, þótt ennþá
höldum við eingöngu tónleika í
kirkjum, myndlistarsölum og
bíóum. LG