Þjóðviljinn - 12.01.1990, Page 17

Þjóðviljinn - 12.01.1990, Page 17
Rauða hættan var aldrei til Time valdi Gorbatsjov mann áratugarins. Sovéska kerfið hrundi ekki vegna þrýstings utanfrá. Haukarnir í vígbúnaðarkapphlaupinu höfðu rangtfyrir sérí 40 ár. Stefna Vesturveldanna byggðistá blekkingum og ofsóknaræði. Hvað á nú að gera við Nató? Rauða hættan lítur mun meinleysislegar út þegar hún er skoðuð á jörðu niðri en á myndum sem teknar eru úr njósnahnöttum á sporbaug um jörðu. Ungir Sovétmenn í herskyldu. að hefur vænti ég ekki farið framhjá neinum að múrarnir hafa verið að hrynja að undan- förnu. Ekki síst þessi stóri utan um austanverða Evrópu. Við það vinnst margt, meðal annars og ekki síst aukið útsýni yfir þessi lönd sem hafa verið hjúpuð tilbú- inni gjörningaþoku um liðlega Qögurra áratuga skeið. Og nú er tími endurmatsins runninn upp. Kalda stríðinu er lokið og tilveran hrokkin upp úr þeim gömlu hjólförum. Hernað- arbandalögin tvö, Nató og Var- sjárbandalagið, orðin eins og hver önnur nátttröll sem enginn veit með vissu hvað á að gera við. Það er varla neinn tilgangur í að halda uppi miklu hernaðarbatt- eríi til að verjast Lech Walesa og félögum í Póllandi, ungverskum nýkrötum eða rithöfundinum Vaclav Havel. En að sjálfsögðu gengur mönnum misvel að horfast í augu við nýjan tíma, nýjar aðstæður. Þótt frá Pentagon heyrist nú raddir um að skera niður flota- styrk Nató á Atlantshafi stendur það enn sem fyrr upp úr Þorsteini Pálssyni, Birni Bjarnasyni, Hreini Loftssyni og öðrum Sjálf- stæðismönnum að því fari fjarri að Nató hafi týnt tilgangi sínum, þvert á móti sé enn fýllsta ástæða til að slá skjaldborg um hið vest- ræna frelsi. Því til sönnunar er bent á þá „staðreynd“ að það hafi verið fýrir styrk og samstöðu Nató-ríkjanna að Gorbatsjov lét nudda sér að samningaborðinu. Án Evrópuflauganna hefðu engir samningar verið gerðir um af- vopnun. Maður áratugarins Vestur í Bandaríkjunum er gefið út fréttarit sem nefnist Time Magazine, það stærsta, elsta og virtasta sinnar tegundar, gefið út vikulega í hálfri fimmtu miljón eintaka og selt um allan heim. Þetta rit hefur um langan aldur aðhyllst borgaraiegar dyggðir, verið heldur í íhaldssamari kant- inum og oftast talið hallt undir Repúblikanaflokkinn. í kalda stríðinu þýddi það að ritið efaðist aldrei um ógnina sem Vestur- löndum stafaði af sovéska birnin- um og sem var næg réttlæting á því að verja ótöldum miljörðum í vopnakapphlaupið. í flestum greinum túlkaði blaðið svipuð sjónarmið og íslenski Sjálfstæðis- flokkurinn. En tímarnir breytast og menn- irnir með. Einn þekktasti blaða- maður Time er Strobe Talbott sem skrifar reglulega greinar í blaðið, ekki síst um samskipti austurs og vesturs, vígbúnað og afvopnun. Um það hefur hann ritað margar bækur og er af flest- um talinn einn mesti sérfræðing- ur í blaðamannastétt á því sviði. Um hver áramót hefur Time haft þann sið að velja mann ársins í heiminum og þykir það mikill heiður að verða fyrir valinu. Um nýliðin áramót valdi blaðið svo mann áratugarins og sá sem hlaut þann heiður er forseti Sovétríkj- anna, Mikhaíl Gorbatsjov, og AÐ UTAN kemur sennilega fæstum á óvart. í það minnsta er erfitt að finna nokkum þann sem hefur haft meiri áhrif á gang heimsmála á níunda áratugnum. Allt þarf að endurskoða í tilefni af þessu vali blaðsins birti það greinaflokk um frammi- stöðu Gorbatsjovs og önnur tíð- indi úr austanverðri Evrópu. Þar bar hæst grein eftir Strobe Tal- bott sem hann nefndi Rauða hættan endurmetin. Niðurstöður hans eru vægast sagt athyglis- verðar, ekki hvað síst fyrir þá sem hafa hæst um nauðsyn þess að allt sé endurskoðað í ljósi þeirra tíð- inda sem orðið hafa í Evrópu að undanförnu. Meginniðurstaða Talbotts er semsé sú að rauða hættan sé liðin hjá og það sem meira er - hún hafi aldrei verið til. Hann segir bemm orðum að „dúfurnar“ í umræðum síðustu 40 ára um víg- búnað og afvopnun hafi allan tímann haft rétt fyrir sér en „haukarnir", þe. þeir sem mest létu um nauðsyn þess að hlaða upp sem mestum vopnabirgðum og þjarma duglega að bölvuðum rússunum, þeir hafi öll eftirstríðs- árin haft á röngu að standa. Talbott segir að stefna Vestur- veldanna hafi í fjóra áratugi verið grundvölluð á stórkostlegum ýkj- um um ógnina sem af Sovétríkj- unum stafaði og að hugmyndir herforingja um sovéska innrás í Vestur-Evrópu hafi alla tíð ein- kennst af votti af ofsóknaræði. Hann segir einnig að hugmyndin um óvænta kjarnorkuárás sovét- manna á Bandaríkin hafi ekki átt við nein rök að styðjast og að staðhæfingar um gífurlegan hern- aðarmátt Sovétríkjanna hafi komið í veg fyrir að menn gætu lagt hlutlægt mat á augljósa veik- leika þeirra. Þannig eru viðhorf Talbotts. En hann bætir því við að af ein- hverjum óútskýranlegum ástæð- um séu þeir sem ákafast fagna einmitt þeir sem höfðu rangt fyrir sér, haukarnir, vígbúnaðarsinn- arnir, bandarískir repúblikanar. „Stefna Bandaríkjanna mótast nú að verulegu leyti af þeirri biekkingu að Gorbatsjov sé ein- ungis jákvæður vegna þess að hann sé rökrétt afleiðing af fram- sýni, samstöðu, þolgæði og harð- fylgni Vesturveldanna. Sam- kvæmt þessum skóla eru stórtíð- indi ársins sem leið einungis af- rakstur þeirra 9.300 miljarða bandaríkjadala sem það hefur kostað Bandaríkin að heyja friðinn frá árinu 1951.“ Ekkert er fjarri lagi, segir Tal- bott. „Gorbatsjov er einungis að bregðast við þrýstingi innan frá, ekki utan frá. Hrun sovéska kerf- isins stafar af eigin ófullkomleika þess og grundvallarbilunum í því en ekki af neinu því sem um- heimurinn hefur gert eða ekki gert eða hótað að gera.“ Með öðrum orðum: kjarninn í stefnu Reagan-stjórnarinnar og Nató allan síðastliðinn áratug og raun- ar miklu lengur var út í hött. Nýtt öryggistæki óskast Talbott sér þó ýmislegt jákvætt í stefnu Bush gagnvart Sovétríkj- unum. í fyrstu hafi afstaða hans einkennst af yfirdrifinni var- kárni, hann hafi látið sér nægja að fylgjast með og hafast ekki að. Nú sé þetta að breytast. Hann sé farinn að velta því fyrir sér hver eigi að verða hlutur Bandaríkj- anna í viðleitninni til að snúa af braut vígbúnaðarkapphlaupsins. Hins vegar standi það honum fyrir þrifum að vilja ekki kannast við að kapphlaupið hafi verið háð á röngum forsendum. En það er orðið afar brýnt að huga að því hvað beri að gera við garminn hann Nató. Talbott telur rétt að setja Nató á eftirlaun, að vísu með láði en án eftirsjár. Það er hins vegar lítil hætta á að rasað verði um ráð fram í því að leggja hernaðarbandalagið niður. Leið- ÞRÖSTUR HARALDSSON togar Vesturveldanna séu sam- mála um að Nató geti orðið að liði í þeim miklu hræringum sem óhjákvæmilega munu fylgja endursköpun Austur-Evrópu og afvopnun álfunnar. En það sé brýnt að menn séu meðvitaðir um að líf Nató sé einungis framlengt um stundarsakir og að það helgist af því að eitthvað þurfi til að brúa bilið þangað til nýr og betri vett- vangur er orðinn til. Talbott bendir á að Nató hafi verið stofnað í þeim tilgangi að verjast gegn annarra hernaðar- blökk. Það sé hins vegar allsendis ófært um að takast á við innbyrðis deilur ríkja í Austur-Evrópu eða skærur milli ólíkra þjóðernishópa innan sama ríkisins. „Nató er hvorki til þess gert né tækjum búið að glíma við skærur td. Ung- verja og Rúmena sem eru ekkert alltof miklir félagar, eða þá hugs- anleg átök Serbíu og Slóveníu, tveggja sjálfstjómarlýðvelda í Júgóslavíu.“ Hann bætir því við að það verði að teljast James Baker utanríkisráðherra Banda- ríkjanna til tekna að hann hafi í ræðu í Berlín í desember boðið ráðamönnum Vestur-Evrópu að taka þátt í leitinni að nýju tæki til að tryggja öryggi Evrópu að loknu köldu stríði. Gömul viðhorf ríkjandi En þegar horft er til annarra heimshluta er torvelt að sjá neinar breytingar á bandarískri utanríkisstefnu, segir Talbott. Þegar lýðræðisbyltingin virtist vera að ná fótfestu í Kína hafi Bush orðið hálfórólegur, hann hafi aðeins tekið dræmt undir með lýðræðissinnum og viðbrögð hans við stjórnvöldum í Peking efti' að þau drekktu lýðræðisbylt- ingunni í blóði sl. vor sýni að hann ætli sér enn sem fyrr að halda uppi þríhyrningsstefnu sinni milli risaveldanna þriggja. Hugsunarhátturinn frá áttunda áratugnum ráði enn ríkjum á því sviði. Talbott segir að nauðsynlegt sé fyrir Bandaríkin að hugsa utan- ríkisstefnu sína upp á nýtt og losa hana úr því fari að miðast ein- göngu við að takast á við Sovét- ríkin og útsendara þeirra. Þess sjái hins vegar harla lítinn stað. „í ósveigjanlegum fjandskap sínum gegn Kúbu, Nicaragua og Víet- nam er eins og Bush-stjómin stjórnist af sjálfstýringu sem var forrituð meðan Sovétríkin stund- uðu enn útflutning á byltingunni. Fidel Castro, Sandínistarnir og stjórnendur í Hanoi em vissu- legar hver á sinn hátt og í mis- miklum mæli vafasamir pappírar. En það sama má segja um fjöl- mennan hóp þjóðarleiðtoga sem Bandan'kin eiga góð samskipti við. Bandaríkjastjóm gæti orðið hæfari til að glíma við þessa þrjá ofannefndu aðila ef hún hætti að meðhöndla þá sem handbendi Sovétríkjanna. Það hugtak glat- aði merkingu sinni á síðasta ári.“ Önnur vandamál bíða Bandaríkjamenn mega vara sig á því að festast ekki í því farinu að hugsa einungis um það hvernig þeir geti komið Gorbatsjov til að- stoðar. Það er nauðsynlegt að spyrja einnig hvað Gorbatsjov geti gert fyrir Bandaríkin. „Hann hefur þegar gert svo margt, ein- faldlega með því að opna okkur nýja innsýn í Sovétríkin sem em víðlent ríki sem glímir við stór- kostleg vandamál og er að reyna að komast í gegnum tuttugustu öldina í heilu lagi,“ segir Talbott. Hann bætir því við að kalda stríðið hafi snúist um meira en fjárframlög til vígbúnaðar, það hafi verið ein stór meinloka. „Það hefur afskræmt gildismat okkar og afvegaleitt marga af bestu hugsuðum tveggja kyn- slóða stjórnmála- og mennta- manna. Önnur vandamál hafa hrannast upp og sum þeirra þola enga bið.“ Þar nefnir hann heist fátækt og skuldafjötra þriðja heimsins sem ógni þeirri lýðræð- isþróun sem víða hefur gert vart við sig á undanförnum árum. Einnig tekur hann til uppgang Japans og auknar erlendar skuldir Bandaríkjanna sem hvort tveggja stefni bandarískum hags- munum í voða. Bandaríkin kunni að hafa sigrað í kalda stríðinu en það sé á góðri leið með að tapa tækni- og viðskiptastríðinu við Japani. „Á meðan bíður um- hverfið, sem að vísu hefur komist í tísku hjá slagorðaglömrurum í pólitík, þess að ráðamenn, lög- gjafinn og almenningur taki á vanda þess af þeirri röggsemi og alvöru sem ástandið krefst.“ Eilíft endurmat Eins og glöggt sést á skrifum hins bandaríska blaðamanns eru það fleiri en vinstrimenn sem þurfa að endurskoða sín mál. Væri því ekki nær fyrir suma skriffinna og áróðursmeistara að taka til í sínum eigin bakgarði áður en þeir eyða meiri prent- svertu í að hvetja vinstrimenn til endurmats? Það virðist nefnilega hafa farið framhjá Görrum og Staksteinum íslenskra fjölmiðla að evrópskir vinstrimenn hafa verið á bólakafi í endurmati um margra áratuga skeið. Er ekki rétt að ástunda stöðugt endurmat? Það er í það minnsta öllu skárra en að sitja blýfastur í skotgröfum kalda stríðsins eða stela heiðrinum frá alþýðu Austur-Evrópu af því að leggja sovéska björninn að velli og binda enda á kalda stríðið. Sennilega stæði það enn ef Garri og Staksteinar fengju nokkru ráðið. Sovéska kerfið hrundi af völdum innri mótsagna og ófullkomleika en ekki vegna þrýstings eða hótana utan frá. Síberískur kolanámumaður í verkfalli. Fostudagur 12. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 17

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.