Þjóðviljinn - 12.01.1990, Síða 21

Þjóðviljinn - 12.01.1990, Síða 21
Föstudagur 12. janúar 1990 HELGARPISTILL Syndin í sam- félaginu Einu sinni var karl, heim kom- inn frá kirkju, spurður að því, hvað presturinn hefði talað um í sinni prédíkun. Hann talaði um syndina, svaraði karlinn. Og hvað sagði hann um syndina? var þá spurt. Hann var á móti henni, sagði karlinn. En það hefurtil þessa dags ekki fengist botn í þaö hvaða synd það var sem klerkur tók fyrir. Þvísyndin er ekki ein, hún er lævfs og lipur og bregður sér í margrakvikindalíki. Þú skalt ekki aðra guði hafa í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins á aðfangadag jóla var til dæmis fjallað um einhverskonar skyrhræring í trúmálum, þar sem blandað væri saman kristnu bæn- ahaldi og austrænni hugleiðslu með svo yfirþyrmandi umburðar- Iyndi að enginn vissi lengur hver ' er hvað og mætti þjóðkirkjan vara sig á slíku sukki. Blaðið var að vara við þeirri synd sem reynt er að taka fyrir í Móselögmáli með boðorðinu: Þú skalt ekki aðra guði hafa. Annar var þó sá vansi, sem höf- undur Reykjavíkurbréfs hafði þyngri áhyggjur af, en hann er sá, að prestar þjóðkirkjunnar vilji láta meira að sér kveða en áður á þjóðmálasviðinu. Greinarhöf- undur segir: Er Kristur þjóðfélags- ádeila? „Sumir segja jafnvel að félags- fræðin sé farin að hafa veruleg áhrif á guðfræðina og túlkun á orði heilagrar ritningar. Má ekki spyrja hvort hinn félagslegi þátt- ur í kirkjulegum boðskap sé ekki beinlinis til þess fallinn að fæla þá frá þjóðkirkjunni sem hafa áhuga á að leita styrks í trúnni á Jesúm Krist? Er ekki ástæða til að velta því fyrir sér, hvort þarna hafi orð- ið þau skil í boðun trúarinnar, sem verði til þess að ýmsir þeir sem hafa ríka trúarþörf leiti ann- að en til þjóðkirkjunnar? ... Á- stæðulaust er að flækja trúna á Jesúm Krist með því að gera hann að einskonar þjóðfélagsádeilu." Hér er margt að athuga. Ekki síst vegna þess að í næstu máls- greinum víkur höfundur Reykja- víkurbréfs að þýðingu kristninn- ar fyrir þróun til lýðræðis í löndum Austur-Evrópu og eru forystumenn kirkna þar lofaðir fyrir að hvetja sitt fólk „til að Iétta okinu af herðum sér“. Hér rekur sig eitt á annars horn: það má ekki gera Krist að „einskonar þjóðfélagsádeilu" á íslandi, það getur fælt menn frá hinni hreinu trú. En það sýnist hinsvegar vera gott og fagurt að gera eitthvað svipað svo framarlega sem það sé gert austantjalds. Ríkir menn og Lasarusar Hér er reynt að sleppa með ódýrum hætti hjá þeirri óþægi- legu staðreynd, að Kristur hlýtur, hvar sem er, hvar sem kúgun eða rangsleitni eða misskipting auðs á sér stað, að vera „einskonar þjóðfélagsádeila". Fleinn í holdi samfélagsins, segja prestarnir. Kristinn dómur er að sjálfsögðu ÁRNI BERGMANN ekki einskorðaður eða takmark- aður við það sem einatt er nefnt „félagslegt fangaðarerindi", en það er til staðar í ritningum helg- um, fram hjá því komast menn ekki, hvernig sem þeir reyna. Og snar þáttur þess erindis er sá, að fátækir skuli fá uppreisn í heimi komanda en ríkidæmi þyngi syndabyrði manna að miklum mun: við munum öll orðin frægu um ríka manninn, úlfaldann og nálaraugað. Biblían öll gefur ekki sömu svör um þessi mál. Það er algengt viðhorf í Gamla testamentinu að auðsæld er talin réttmæt umbun Drottins við þá sem hans orði og fyrirmælum hlýða. Spámennirnir sumir hverjir líta svo öðrum augum á málið, andstæður auðs og örbirgðar eru þeim meirihátt- ar synd. Og Nýja testamentið er einatt mjög afdráttarlaust í for- dæmingu sinni á ríkidæmi. í dæmisögunni um ríka manninn og Lasarus er ríka manninum refsað með Heljarlogum eftir dauðann, ekki vegna þess að hann hafi safnað auði með sví- virðilegri aðferð. Það segir ekk- ert um það hvernig hann komst yfir fé. Heldur brennur hann í logum vegna þess, að auður er synd meðan aðrir búa við skort. Sömu hugsun má greina í Jak- obsbréfi og víðar. Jafnaöarkrafan fyrr og nú Því er það svo, að þeir trúaðir menn sem hafa tengt Krist við „þjóðfélagsádeilu" eru ekki „að flækja málin“ eins og Morgun- blaðið segir, heldur fylgja þeir sterkri og gamalli hefð sem á sér mikla stoð í helgum textum. Og það er fáránlegt að láta að því liggja, að með því að minna á félagslegan boðskap guðspjall- anna séu menn „að blanda saman kristindómi og marxisma“ eins og höfundur Reykjavíkurbréfs ger- ir. Á öllum öldum hafa risið upp alþýðuhreyfingar til að mótmæla bflífi höfðingja, þar á meðal kirkjuhöfðingja, og þær hafa vís- að beint í Biblíuna til að fá stað- festingu á því að reiði þeirra væri í raun réttri heilög. Og það er ein- mitt af þeim sömu ástæðum sem félagsleg afskiptasemi kirkjunnar hefur á seinni árum orðið mest og róttækust í löndum Rómönsku Ameríku, þar sem einna hrika- legastar hafa orðið andstæðurnar milli kristins boðskapar um fé- lagslegt siðgæði og réttlæti og grimms veruleika. Hann gekk burt hryggur Aftur á móti er það rétt, og sannast enn einu sinni í Morgun- blaðsgreininni, að þeir sem best eru settir í tilverunni eru lítið hrifnir af því að vera minntir á þá óþægilegu Biblíustaði sem hér hefur lítillega verið minnst á. Þeir hafa komið sér upp þeirri kenn- ingu að markaðsbúskapur og samkeppni feli í sér það eina rétt- læti sem púkkandi sé upp á. Og þegar bent er á það að frjáls leikur þeirra afla mismuni mjög mannanna börnum, þá setja hinir ríku vitanlega upp hundshaus og segja sem svo að félagslegt rétt- læti sé falshugtak og til trafala einungis við góða hagstýringu. Ungi maðurinn sem Kristur sagði að selja eigur sínar og gefa fá- tækum, hann gekk burt hryggur því hann átti miklar eignir. Upp- inn í okkar samtíð mundi láta sér fátt um finnast og svara Kristi á þessa leið: Vitleysa er þetta í þér maður, hver á þá að fjárfesta? Synd og synd ekki En hvað finnst okkur sem nú og hér lifum: finnst okkur ríki- dæmi vera synd? Kannski verður svarið nokkuð á reiki: stundum og stundum ekki. Við freistumst til að telja suma misskiptingu guðs gjafa „ásættanlega“ eins og það heitir, en aðra svo herfilega að hún gangi glæpi næst. Það er þó nokkurt þanþol á aðlögunar- hæfni okkar og fordæmingarvilja í þessum efnum. Ef við reynum að tengja málið við nýlegar fréttir: þegar fréttir bárust af bílífi til dæmis forystu- manna Austur-Þýskalands, sem höfðu reist sér veiðihús mikil með innfluttum þægindum, þá urðu menn mjög hneykslaðir. Sem betur fer. Sem betur fer kom það í Ijós innan sem utan Austur- Þýskaíands að menn voru inni- lega hneykslaðir á forréttinda- sukki manna, sem bjuggu sér til ríkmannlegan fríðindaheim í einkalífinu, jarmandi um alþýðu- völd og sósíalisma við hvert opin- bert tækifæri. Engu líkara reyndar en almenningsálitið í heiminum teldi að einmitt þessir kommúnistaforingjar hefðu gert sig seka um alveg sérstaklega syndsamlegt guðlast í breytni sinni: þeir höfðu lagt nafn hug- sjóna við hégóma. Að minnsta kosti bar lítið á því að menn vís- uðu til þess, að í öðrum pörtum heimsins væru til miklu glæstari hallir auðmanna og valdsmanna, meðan alþýðan þar um slóðir lifir ekki bara við vöruskort eins og í Austur-Evrópu heldur beinlínis við neyð og hungur. Það var reyndar eins gott að menn fóru ekki langt út í slíka samanburðar- fræði, vegna þess að það hefði getað hljómað eins og verið væri að afsaka Honecker og aðra slíka, með því að vísa til þess að einhverjir væru enn verri. En á hitt er að líta, að frá kristnu sjón- armiði á náttúrlega ekki að greina á milli fordæmingar á for- réttindapakki eftir því hvort það belgir sig á austurevrópsku ríkis- valdi eða þeim auði sem menn hafa safnað í öðrum hlutum heims með augun rauð og guðs orð á vör meðan aðra brauðið vantar. NÝTT HELGARBLAÐ - SÍÐA 21

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.