Þjóðviljinn - 12.01.1990, Blaðsíða 26
Hvað á að gera um helgina?
Alþýðubankinn, Akureyri, Ruth
Hansen, málverk. Til 2.2.1990, opið á
afgreiðslutíma bankans.
FÍM-salurinn, Garðastræti 6, sam-
sýning félagsmanna, 14-18 virka
daga.
Gallerí Borg, jólasýning á verkum
„gömlu meistaranna". Grafíkgallerí-
ið, blandað upphengi e/ fjölda höf-
unda. Opnunartími verslana.
Gallerí List, Skipholti 50 b, málverk,
postulín, rakú og glerverk e/fjölda
listamanna. List opnar 10:30 og lok-
un fylgir verslunartíma.
Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran leika einleik á tónleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í íþróttahúsinu á Akranesi kl. 20.30 í kvöld.
og hljómsveit, Sinfónía nr. 2. Einl.
Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar
Kvaran, stjórnandi Petri Sakari.
Gallerí Sævars Karls, Bankastræti
9, Málfríður Aðalsteinsdóttir, mynd-
vefnaður. Til 25.1. Verslunartími.
Hafnarborg, Hf, Safnasýning, söfn í
eigu einstaklinga, ásamt hlutum úr
Ásbúðarsafni og Byggðasafni Hafn-
arfjarðar. Suogmán14-19, síðustu
sýningardagar, lokað lau.
Húsgagnaversl. Kristjáns Sig-
geirssonar, Hestshálsi 2-4, Anna
Gunnlaugsdóttir, málverk.
Kjarvalsstaðir, 11-18 daglega,
austursalur: Kjarval og landið, verk e/
Kjarval í eigu Rvíkurborgar. Vestur-
salur: Margrét Jónsdóttir, olíumál-
verk, vesturforsalur: Helgi Þorgils
Friðjónsson og Hallgrímur Helgason,
portrett.
Listasafn ASÍ v/ Grensásveg, Sigur-
jón Jóhannsson, málverk, opn lau kl.
14. Til 28.1.16-20 virka daga, 14-20
helgar.
Listasafn íslands, allir salir, verk í
eigu safnsins (1945-1989). 12-18
alla daga nema mán. kaffistofa opin á
samatíma. Myndjanúarmán.
„Mynd“ e/ Gunnar Örn Gunnarsson,
ieiðsögn fi 13:30-13:45. Aðgangur og
leiðsögn ókeypis.
Llstasafn Einars Jonssonar opið
helgar 13.30-16, höggmyndagarður-
innalladaga 11-17.
Listasafn Sigurjóns, járnmyndir
Sigurjóns og gjafir sem safninu hafa
borist undanfarin ár. Lau og su 14-17,
þri 20-22.
Norræna húsið, anddyri: Túlkanir-
Ijósmyndir Bruno Ehrs af höggmynd-
um.opn lau.Til 11.2.12-19su,9-19
aðra daga. Kjallari: Pétur Halldórs-
son, málverk, opn lau kl. 14.
Mjóddln, Halla Haraldsdóttir sýnir
vatnslitamyndir og glerlist í versl.
Hjartar Nielsen. Til janúarloka, 10-
18:30 virka daga, 10-16 lau.
Nýhöfn, Hafnarstræti 18, jólasýning,
verk e/ fjölda listamanna. 10-18 virka
daga.
Smiðagallerí, Mjóstræti 2B. Lilja
Eiríksdóttir, málverk. Virkadaga 10-
18,laugardaga14-17.
Riddarinn, Hafnarfirði, Við búðar-
borðið, sýn. tengd verslun fyrri tíma, á
vegum Byggðasafns Hf.
Safn Ásgríms Jónssonar, Berg-
staðastræti, ÞingvallamyndirÁs-
gríms. Helgar, þri og fi 13:30-16 fram í
feb.
Sjóminjasafn fslands, Vesturgötu 8
Hf. Opið helgar 14-18, eða eftir
samkomulagi.
Þjóðminjasafnið, opið þri, fi, lau og
su 11-16.
Ölkjallarinn, Haukur Halldórsson,
grafík.
TÓNLISTIN
Tónskólí Sigursveins D. Kristins-
sonar, Hraunbergi 2, Hávarður
Tryggvason kontrabassaleikari, Sig-
urðurSveinn Þorbergsson básúnu-
leikari og píanóleikararnir Brynja
Guttormsdóttir og Clare Toomer flytja
verk e/ Bottesini, Hoffmeister, We-
ber, Martin o.fl. lau kl. 17.
Sinfóníuhljómsveit íslands heldur
Brahms tónleika í íþróttahúsinu á
Akranesi kl. 20:30 í kvöld. T ragíski
forleikurinn, Konsert fyrir fiðlu, selló
Gunnar Guðbjörnsson tenór og
Jónas Ingimundarson pianól. halda
Ijóðatónleika á Egilsstöðum lau.
Heiti potturinn, Duus húsi, jasstón-
leikarsukl. 21:30.
LEIKLISTIN
Leikfélag Akureyrar, Eyrnalangirog
annaðfólk.
LH, Unglingaleikhús, Þú ert í blóma
lífsins fíflið þitt, frums. lau.
Leikfélag Reykjavíkur, Ljós
heimsins, litla sviðinu í kvöld, lau og
su kl. 20. Höll sumarlandsins, stóra
sviðinu í kvöld og lau kl. 20. Töfra-
sprotinn lau og su kl. 14.
Þjóðleikhúsið, Heimili Vernhörðu
Alba lau kl. 20. Lítið fjölskyldufyrir-
tæki í kvöld og su kl. 20. Óvitar su
kl.14.
ÍÞRÓTTIR
Handbolti. 1 .d.ka.: KA-Valur, ÍR-
Stjarnan, ÍBV-HK, Grótta-Víkingur
lau.kl. 16.30.1.d.kv.:Grótta-Haukar
lau. kl. 15, Stjarnan-Fram sun. kl.
14.30, FH-Valurkl. 15.15.2.d.ka.:
Þór-Selfossfös. kl. 20.15.2.d.kv.:
iBV-ÍRfös. kl. 20 og lau. kl. 15, Þór-
Selfossfös. kl.21.30.
Karfa. Úrvalsd.: Þór-ÍBK, UMFG-
UMFN, Valur-UMFT, Reynir-Haukar,
ÍR-KR sun. kl. 20.1 .d.kv.: UMFN-
UMFG lau. kl. 14, KR-ÍR sun. kl. 14,
ÍS-ÍBK mán. kl. 20.1 .d.ka.: ÍA-iS fös.
Mynd: Kristinn.
Helga Guðrún Johnson
fréttamaður
Ég ætla út að borða í stórum vinahóp á laugardagskvöldið, en þá
kveðjum við hjón sem eru að flýja land og hefja búsetu í Danmörku.
Fátt annað er ákveðið, nema hvað ég mun örugglega hrekjast að
heiman á föstudagskvöldið því maðurinn minn þarf næði til að lesa
undir próf. Annars set ég bara tíu tær uppí loft og klára að lesa Jakann
um helgina.
kl. 20.30, UMFL-UMSB lau. kl. 13,
Snæfell-UBKkl. 14.
Badminton. Meistaramót TBR í
TBR-húsumfrákl. 10lau.ogsun.
Keppt í einliðaleik, tvíliðaleik og
tvenndarleik í meistarafl. A- og B-fl, ef
þátttaka fæst. Þátttaka tilkynnist fyrir
kl. 12fös.
HITT OG ÞETTA
Bíósalur MÍR, Vatnsstíg 10, su kl.
16: Sólaris e/Tarkovskí. Myndin er
byggð á vísindaskáldsögu og gerist á
rannsóknarstöð úti í himingeimnum.
Hún var fullgerð árið 1972 og er tal-
settáensku.
Félag eldri borgara í Reykjavík og
nágrenni Dansnámskeiðin hefjast
aftur í Nýja dansskólanum Ármúla 17
lau. Upplýs. í skólanum. Opið hús í
Goðheimum, Sigtúni 3 su, kl. 14
frjáls'., spil og tafl, dansað frá kl. 20.
Félag eldri borgara í Kópavogi, fé-
lagsvist og dans á 1. hæð Félags-
heimilis Kópavogs í kvöld kl. 20, hús-
iðverðuropnað 19:30. Hljómsveit
leikurfyrirdansi.
Skemmtinefnd góðtemplara byrjar
síðvetrarstarfið í kvöld kl. 21. Félags-
vist og gömlu dansarnir á hverju
föstudagskvöldiíTemplarahöllinni,
Tíglarnir leika fyrir dansi, allir vel-
komnir.
Ferðafélag íslands, sunnudagsferð
á Þingvelli, brottför kl. 11 frá BSI,
austanm. heimkomaca. 16:30. Far-
arstjóri Sigurður Kristinsson, verð
1000 kr. fríttfyrirbörn.
Hana nú leggur upp í laugardags-
gönguna frá Digranesvegi 12 kl. 10 í
fyrramálið. Nýlagað molakaffi.
Útivist, sunnud: Fyrsti áfangi
Þórsmerkurgöngunnar, lagt af stað
úr Grófinni kl. 13, síðasti áfangastað-
ur gamli Árbærinn, boðið upp á rútu-
ferð til baka. Skíðagöngunámskeið,
lagt af stað frá BSÍ, bensínsölu kl. 13,
heimkoma ca. 17:30, verð 600 kr.
Dregið var í happdrætti Styrktarfé-
lags vangef inna 24.12.89:
1 .vinningur nr. 75096,2. nr. 33404,
3.-10. nr. 1906-14582-19881-
37019-43848-60766-75455-
99410.
höfundinn
FJÖLMIÐLAR
ÞROSTUR
HARALDSSON
Þegar söguefnið snýr á
Ríkissjónvarpið hóf eftir ára-
mótin sýningar á nýrri enskri
þáttaröð sem byggð er á sögum
breska spennusagnahöfundarins
Len Deighton. Ég sá að vísu að-
eins fyrsta þáttinn og kannaðist
þar við flest því ég hef lesið þessa
trílógíu Deightons. Einhvern
veginn fór nú svo að ég var ekkert
sérlega uppveðraðúr yfir þessum
þáttum og er þó annálaður vel-
unnari breskra spennuþátta.
Ástæðan var sennilegast sú að
bókmenntagreinin sem Deighton
hefur tileinkað sér á í djúpstæðri
tilvistarkreppu um þessar mund-
ir.
Að leikslokum, eins og þætt-
irnir heita upp á íslensku, fjallar
um breska spæjarann Bernard
Samson sem starfar hjá leyni-
þjónustunni og hefur Berlín sem
sitt sérsvið. Myndin hófst á því að
Samson var að smygla sér dulbú-
inn í gegnum landamærastöð í
Berlínarmúrnum frá austri til
vesturs. Þetta átti að sjálfsögðu
að vera afar spennandi og hefði
eflaust verið það tveimur mánuð-
um fyrr. En eftir fall Berlínar-
múrsins reyndist mér afar erfitt
að setja mig í þær kaldastríðs-
stellingar sem spennan byggðist
á.
í nýlegu hefti af Time er fjallað
um þann vanda sem nú steðjar að
spæjarasögunni sem listgrein.
Þar segir að allt útlit sé fyrir að
heilum her frakkaklæddra manna
á besta aldri verði sagt upp störf-
um án þess að þeir eigi neina von
um að komast á eftirlaun. Hins
vegar sé nokkur munur á því
hvernig höfundar snúi sig út úr
þessari klípu.
Einn frægasti spæjarahöfund-
urinn er eflaust John Le Carré
sem ma. á heiðurinn af þeirri bók
sem næst kemst því að verða
tákngervingur kalda stríðsins í
bókmenntum: Njósnarinn sem
kom inn úr kuldanum. Sú gerðist
líka að mestu leyti í skugga Berl-
ínarmúrsins sem þar var nýreistur
og er því beinn fýrirrennari bók-
anna um Bernd Samson.
Það þótti tíðindum sæta þegar
Le Carré fór í heimsókn til So-
vétríkjanna fyrir 2-3 árum. Hann
kvaðst vera að kynna sér aðstæð-
ur fyrir nýja bók og urðu menn þá
nokkuð skrýtnir á svip. Ætlar
hann virkilega að skrifa enn einn
kaldastríðsreyfarann? En Le
Carré tókst að snúa á framvind-
una og gaf í fyrra út bókina Rúss-
landsdeildin sem nú er komin út á
íslensku og gerist að verulegu
leyti í Sovétríkjunum eftir glas-
nost. Þar kveður við ailt annan
tón en í fyrri bókum hans.
Sumir höfundar voru hins veg-
ar ekki eins fljótir að átta sig á
framvindu heimsmálanna og
meðal þeirra er Len Deighton.
í sömu vikunni og Berlínar-
múrinn féll kom nefniiega út ann-
að bindið í annarri trílógíu
Deightonsum Bernd Samson. Ég
er búinn að lesa fyrsta bindið og
hann er enn á sömu slóðum, að
snuðra utan í múrnum og reyna
að fjarstýra agentum sínum
austan hans. Ætli þeir séu ekki
flestir komnir vestur yfir í versl-
unarleiðangur núna, eða þá farn-
ir að stjórna ríkinu? Nú er bara
að sjá hvernig Deighton snýr sig
út úr þessari erfiðu klípu í þriðja
bindinu.
Annars er merkilegt að fylgjast
með því hvernig óvinirnir, vondu
gæjarnir í reyfurunum hafa verið
að breytast smátt og smátt eftir
að Gorbatsjov fór að taka til í
Moskvu. Fyrst var algengt að
reyfarahöfundar tækju það ráð
að búa til góða og vonda gæja
innan KGB og gekk sagan svo út
á það að góðu gæjarnir tóku
höndum saman við CIA eða
jafnvel bara góðu gæjana þar því
allt í einu kom í ljós að ekki var
allt með felldu þar heldur.
Svo var farið að horfa víðar.
Ekki var hægt að nota kínverjana
eða arabana því þeir höfðu verið
þurrausnir á tímum menningar-
byltingar og olíukreppu. Þá var
augunum beint að írönskum ofs-
tækismönnum, írska lýðveldis-
hernum, og jafnvel kynþáttast-
jórnin í Suður-Afríku reyndist
brúkleg í spæjarasögur.
Ekki treysti ég mér til að spá
um framhaldið í leit njósna-
söguhöfunda að söguefni.
Ósennilegt verður þó að teljast
að svo mikill friður komist á í ver-
öldinni að þeir verði gersamlega
verkefnalausir. Það hefur lengi
þótt gott söguefni að töfra fram á
sjónarsviðið steingervinga frá
gömlum tímum, td. nasista eða
japani úr síðari heimsstryjöld-
inni, og reyndar eru þeir enn að
skjóta upp kollinum, hafandi ver-
ið í felum. Kannski fáum við að
lesa um gamla kaldastríðshauka
sem rotta sig saman eftir áratug
eða svo og reyna að sölsa undir
sig heiminn. Nú eða afdankaða
liðsmenn Securitate í Rúmeníu
sem birtast skyndilega eftir að
hafa falið sig í fjöllunum hans
Drakúla greifa í Transsylvaníu...
Einhvern veginn þarf að
skemmta okkur og skaffa efni til
að fylla skjáinn á hverjum degi
árið um kring. Hjá því verður
ekki komist.
26 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 12. janúar 1990