Þjóðviljinn - 26.01.1990, Page 2

Þjóðviljinn - 26.01.1990, Page 2
Systir Skaða skrifar ROSA- GARÐINUM Svo hart getur það verið, skemmtana- líffið Koma suður í djammið og leita sér lækninga. Tíminn Fyrir unga uppa á uppleið Umsækjendur verða að vera fæddir eftir 1. janúar 1958 enda um fulltrúastörf að ræða. Morgunblaðið Upparnirallir ónýtir? Farsímar geta valdið skaða - eistu, augu og fleiri líffæri í hættu vegna geislunar. DV Vertu ekki með þessi látalæti, maður Ég veit ekki hver verða örlög pessara svonefndu bláu mynda á stöðinni. Ég hef aldrei séð þessar myndir. En kannski maður verði að kynna sér þær núna, segir Þor- varður Elíasson, skólastjóri Verslunarskólans og nýráðinn sjónvarpsstjóri Stöðvar 2. DV Erþaðjörðin Vatnsendi? Borgin skipuleggur „Dag jarðar- innar“. Morgunblaðið Byrjað á öfugum enda? Beinagrind í fæðingu. Tíminn Við viljum íslenskt! Eyðileggur útlend padda gróð- urrækt í Hveragerði? Tíminn Hvers eigum við Austurbæingar að gjalda? ekki þar með sagt að hún sé viðurkennd í þjóðfélaginu. Það er nú öðru nær! En sko, sé karlremba víkjandi verðum við að fara að huga að því að kannski eru þeir sýktu að deyja út. Þá mætti ímynda sér að síðustu sóttargemsarnir væru settir í dýragarða þar sem fólk gæti komið og skoðað þá sér til skemmtunar og kannski gefið þeim hnetur. Þegar þeir svo gefa þar upp öndina í hárri elli verður svæsnasta eintakið tekið, stopp- að upp og geymt á Náttúrugripa- safninu við hliðina á geirfuglinum (Homo porcus chauvinissimo). Ég sting hér með upp á bróður- mynd minni Skaða sem líklegu eintaki til uppstoppunar og tel mig hafa fullan rétt á því, enda er mér málið skylt. Ég var annars að fá fréttir af eintakinu. Það var settur lög- fræðingur í málið og hann er þess vegna laus af spítalanum og ég tek það fram að ég harðneitaði að blanda mér í málið. Aðdáendur hans, ef einhverjir eru, geta farið að láta sig hlakka til... Systir Skaða Það er komið upp meiriháttar mál. Rannsóknarefni fyrir sér- fræðinga. Efni í námstefnu, blaðagreinar, blaðadeilur og margar vandamálabækur, svo ekki sé minnst á tilefni til stofn- unar samtaka. Þjóðarhreyfingar og iafnvel stjórnmálaflokks. Ástæðan er vitaskuld greinar- kom mitt frá því um daginn. Ég nenni ekki að rekja hér allar sím- hringingarnar, mórölsku ræðurn- ar og skammirnar sem þessar sak- leysislegu línur ollu. Geymi það í bók mína um þjóðarsálina (mergjaðar sögur úr hversdagslífi montnustu þjóðar á norðurhveli jarðar). En, einn af mörgum sem höfðu samband við mig vegna hnýtinga minna í karlrembusvín- ið Skaða sagði mér í fúlustu al- vöru að sona mætti ég ekki láta. Ég yrði að skilja að Skaði gæti ekkert af þessu gert. Remba væri nefnilega í genum kallpeningsins. Þeir gætu barasta alls ekki ráðið við þetta aumingja strákarnir. Og þetta væri nærri því sannað. Þarmeð er karlremba orðið genetískt fyrirbæri og það að vera karlrembusvín einhvers konar erfðasjúkdómur, sem konur bera en karlmenn fá svona á svipaðan hátt og dreyrasýkin, erfðagóss Viktoríu drottningar til karlkyns afkomenda sinna. Vá! Þá er spurningin hvort ekki megi rann- saka þetta bíólógískt eins og aðra sjúkdóma og finna svo upp lyf. Ég sé fyrir mér miðann á pillu- glasinu: Jón Jónsson, þrjár pillur tvisvar á dag við karlrembu. Það þarf að rannsaka þetta erfðafræðilega. Finna út hvort þetta er ríkjandi eiginleiki einsog skalli eða víkjandi einsog blá augu og tóneyra. Ef karlremban reynist ríkjandi má ímynda sér að hinn dæmigerði karlmaður verði árið 2020 sköllótt, brúneygt og laglaust karlrembusvín. Þá verð- ur nú alldeilis gaman að lifa fyrir suma. Verra fyrir aðra einsog gengur. Ætli Nostradamus hafi átt við þetta þegar hann spáði heimsendi? En það þarf auðvitað að gera sambærilegar rannsóknir á kon- um. Finna út hvort sumum þeirra sé genetískt eðlilegt að láta troða á sér. Ef til dæmis finnst svipað hlutfall af genetískum undir- lægjum og genetískum karlremb- um er þar með hægt að hætta öllu fjasi um uppeldis- og umhverfis- áhrif, stofna hjúskaparmiðlun og para liðið. Málið leyst og allir ánægðir. Ég á við, það á ekkert að vera að taka fram fyrir hend- umar á fólki sem getur ekki ann- að. Spumingin er hvort það ætti ekki að gefa því færi á að stofna sitt eigið samfélag svo það lendi ekki í sálarkreppu. Sálarkreppa er eins og allir vita mjög óheppi- leg hverjum sem fyrir henni verð- ur. Kannski er það óskhyggja en ég er viss um að karlremba rey nist víkj andi, ef hún er þá gen- etísk, sem er auðvitað ekki sann- að en það má gera ráð fyrir að einhver karlremban taki að sér að reyna að sanna það hið bráðasta til að hafa pottþétta afsökun fyrir dónaskap sínum við kvenfólk. En ég vil benda á það að ekki er sop- ið kálið þótt í ausuna sé komið og þótt það sé til dæmis sannað að fólk geti ekkert að stelsýki gert er Þrjár pillur tvisvar á dag viö karlrembu 2 SIÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. janúar 1990 Vel skipulagt vændi hefur þrifist og dafnað í húsi í Vesturbænum um margra ára skeið. Pressan Hvers konarfjöl- breytni? Konan sem þarna býr og starfar hefur jafnframt á sínum snærum nokkrar ungar stúlkur, sem eru reiðubúnar að koma á staðinn ef viðskiptavinir vilja fá fjöl- breyttari þjónustu. Pressan I i .

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.