Þjóðviljinn - 26.01.1990, Qupperneq 4
Borgarstjórnarkosningar veröa
aö vori og þegar er farið aö bolla-
leggja um framboðsmál og sýnist
sitt hverjum hvernig þau mál eigi
að vera. Sumirvilja bjóöafram
sameiginlegan lista til að fella
meirihluta Sjálfstæðismanna í
borgarstjórn en aðrir vilja halda
sig við það form sem verið hefur.
Þá hefur fyrsta umræöa um fjár-
hagsáætlun borgarinnarfarið
fram og finnst mörgum að flott-
ræfilsháttur borgarstjóra og hans
manna keyri úr hófi fram á kostn-
að ýmissa félagslegra mála sem
ekki hefur verið tekið á en brýnt
er að leysa hið fyrsta. Sigurjón
Pétursson borgarfulltrúi Alþýðu-
bandalagsins svarar spurningum
um þessi mál og fleiri á Beininu í
dag.
Hver er afstaða þín tíl sam-
eiginlegs framboðs minnihluta-
flokkanna í borgarstjórn og óf-
lokksbundinna kjósenda fyrir
borgarstjórnarkosningarnar í
vor?
- Ég hef mjög unnið að því að
koma á sameiginlegu framboði
allra minnihlutaflokkanna í borg-
arstjórn en þá hef ég viljað gera
það á flokksbundnum grundvelli
og talið að óflokksbundnir aðilar,
sem eru þá kjósendur einhverra
stjórnmálaflokka, að þeir mundu
þá fylkja sér um það framboð
eins og alltaf hefur verið. Ég vil
benda á það þegar menn eru að
tala um stærðir og styrkleika
þessara óflokksbundnu kjós-
enda, sem vissulega er rétt, að þá
þegar það er borið saman við
fylgi AÍþýðubandalagsins og síð-
an fjöldi flokksmanna, þá gefur
það auga leið að fylgi Alþýðu-
bandalagsins hefur verið allt að
tífalt meira og hefur alltaf verið
heldur en þeir sem hafa verið fé-
lagar í flokknum. Það breytir því
hins vegar ekki að við sem erum
kjömir til að vera borgarfulltrúar
eða fulltrúar flokkanna, að við
erum fulltrúar þeirra en ekki
okkar sjálfra. Við erum ekki bara
kosnir til að vera fulltrúar okkar
sjálfra eða einhverra óþekktra
manneskja úti í bæ. Heldur emm
við fulltrúar þeirra flokka sem
bera ábyrgð á störfum okkar, eru
okkar leiðbeinendur í starfi og
við bemm ábyrgð gagnvart. Þess
vegna vil ég vinna að framboði
allra minnihlutaflokkanna í borg-
arstjórn, mynda eitt sameigin-
legt, sterkt og skipulegt afl gegn
Sjálfstæðisflokknum og að því
hefur verið unnið mjög lengi.
Hins vegar er það alveg ljóst að
tveir af flokkunum hafa lýst því
yfir að þeir ætli sér ekki að vera
með, og þá er ég að tala um þá
flokka sem eru á vinstri væng,
Borgaraflokkinn hef ég aldrei
litið á í þessu sambandi. Ég leyfi
mér að trúa því sem þetta fólk
segir mér að það hafi samþykkt á
fundum sínum og ég held að það
þýði ekkert annað en trúa því
sem þarna er sagt. Það dugir ekk-
ert að gera samþykktir hjá Al-
þýðubandalaginu um að hinir
flokkarnir hafi aðra skoðun.
Mótast kannski afstaða þín til
þessa máls af ótta við að missa
áhrif í málefnum borgarinnar?
- Nei. Hún mótast ekki með
neinum hætti af minni persónu-
legu afstöðu. Ég er búinn að vera
mjög lengi í borgarstjórn og það
er alveg ljóst, og mér er það ljóst
að minn tími er ekki eilífur. Og
að því kemur og kannski komið
að því að ég eigi að fara að víkja.
Um það ætla ég enga ákvörðun
að taka hér og nú eða á allra
næstu dögum. Vika í pólitík er
langur tími. Þessar hræringar
verða að ganga yfir en ég hef ekki
verið minn frambjóðandi síðustu
tuttugu árin heldur Alþýðu-
bandalagsins. Jafnframt er það
ekki ég sem tek ákvörðun um það
hvort ég verð áfram eða ekki. Ég
get tekið ákvörðun um að hætta
og það get ég einn gert. En um
hitt ég get alls ekki tekið ákvörð-
un einn.
Er ekki sú hætta fyrir hendi
þegar menn hafa setið jafn lengi
og þú hefur gert í borgarstjórn, í
nær tvo áratugi, að þeir verði
samdauna kerflnu?
- Jú, auðvitað er ákveðin
hætta á því. Og kannski er það
þess vegna sem það er styrkur af
því að hafa að baki sér flokk sem
ekki er samdauna kerfinu og sem
verður það aldrei. Borgarmála-
ráð flokksins sem starfar og er
virt og sem ekki er samdauna
kerfinu og verður það aldrei í því
er fólgin ákveðin trygging. Kann-
ski er það nú fyrsta einkenni þess
að maður sé orðinn samdauna
kerfinu að maður finnur það ekki
sjálfur. Ég hef ekki orðið var við
það né heldur að Borgarmáia-
ráðinu finnist það og ekki flokkn-
um yfirhöfuð. Þaðan af síður hjá
mínum kjósendum. Þannig að
þeir einu sem halda því fram að
það eru auðvitað þeir sem eru
okkar pólitísku andstæðingar
sem vilja auðvitað koma á Al-
þýðubandalagið og fulltrúa þess
einhverjum stimpli um það að
þeir séu vondir kallar og litlir.
Telurðu að stofnun Birtingar
og sá ágreiningur sem uppi er
milli hennar og stjórnar ABR hafi
skaðað flokkinn?
- Já ég tel það og jafnframt að
það sé aldrei neinum flokki til
framdráttar að skipta sér upp. Ég
tel að þá sé flokkur sterkastur
þegar samstaðan er best. Það er
enginn vafi á því að stofnun Birt-
ingar og það að þeir yfirgefa fé-
lagið í Reykjavík og telji sig geta
starfað með hinum félögunum og
starfað líka sér, það veikir flokk-
inn í Reykjavík. Ég óttast að það
muni hafa áhrif á kjósendafylgið
og ég veit að það hefur þegar haft
mikil áhrif á vilja manna til að
starfa yfirhöfuð í þessum sam-
tökum. Ég tel þetta mjög miður
og hefði talið að það væri kannski
fyrsta og verðugasta verkefni Al-
þýðubandalagsins að sameina
sjálft sig.
Eru þessar væringar fremur
persónulegar en málefnalegar?
- Ég á voðalega erfitt með að
dæma um það. Málefnalegur á-
greiningur hefur ákaflega lítið
komið upp og sést lítið að þessu
frátöldu að ég og við hinir í ABR
teljum okkur vera öðruvísi en Al-
þýðuflokkurinn, en ég fæ ekki
betur séð en að Birtingsfélagar
leggi alla áherslu á að það sé eng-
inn munur á þeim og Alþýðu-
flokknum.
Hver verða að þínu mati helstu
kosningamálin í vor þegar kosið
verður til borgarstjórnar?
- Ég held nú að þau séu alveg
augljós. Reykjavíkurborg er
sennilega rikasta samfélagið á
öllu íslandi. Hér hafa verið mjög
miklir peningar í gangi og út úr
síðustu skattkerfisbreytingunni,
staðgreiðslunni, hefur borgin
komið mjög vel út og væntanlega
önnur sveitarfélög líka. En
sökum þess hve borgin er stór og
öflug þá hefur hún haft úr mjög
miklum peningum að spila.
Hvernig þeim fjármunum hefur
verið varið er satt best að segja
alveg hörmung. Hér gæti verið
eitt besta samfélag á byggðu bóii
ef þessir peningar væru nýttir
rétt. Ég var nýlega að hlusta á
fulltrúa Samtaka aldraðra, sem
er forstöðumaður Skjóls, vera að
lýsa því neyðarástandi sem ellilíf-
eyrisþegar búa við sem er skortur
á hjúkrunarheimili, skortir að-
stöðu og eru inni á heimilum þar
sem þeir eru ósjálfbjarga og fjöl-
skyldurnar verða ósjálfbjarga
líka. Þarna hefur mjög lítið verið
gert. Ráðhúspeningarnar mundu
duga til að Ieysa þennan vanda í
einu lagi. Þannig á að nota pen-
ingana. Um þetta verður meðal
annars tekist á í komandi kosn-
ingabaráttu.
Hvað greinir ABR frá hinum
minnihlutaflokkunum i borgar-
stjórn varðandi málefni borgar-
innar?
- Ef þú vilt vinna að sameigin-
legum málefnum þá geturðu það.
Þá leggurðu allan ágreining til
hliðar. Síðustu fjögur árin þá höf-
um við unnið sameiginlega að
öllum borgarmálum. Við höfum
lagt þau málefni til hliðar sem á-
greiningur hefur verið um og ekki
leitað þau uppi. Og síst ætla ég
nú, þegar þetta samstarf hefur
tekist svona vel og svona lengi og
líklegt að það haldi fram að kosn-
ingum að fara að tíunda ágrein-
ingsefnin. Af einstökum málum
sem við höfum og erum sammála
um er til dæmis afstaðan til þess
hvemig eigi að verja fjármunum
borgarinnar, byggja beri upp að-
stöðu fyrir gamalt fólk, börn og
æskulýð borgarinnar, það beri að
tryggja umferðaröryggi og þá sér-
staklega öryggi gangandi vegfar-
enda. Um þetta allt erum við
sammála.
Formenn A-flokkanna hafa
boðað stofnun nýs jafnaðar-
mannaflokks fyrir næstu alþing-
iskosningar að ári. Hefurðu trú á
þvf?
- Ég hef ekki mikla trú á því en
út af fyrir sig þá hef ég góðan vilja
til þess. Ég hef lengi talið og tel
enn að það eigi og þurfi að sam-
fylkja öllum vinstri öflunum í
einn flokk. Ég hef hins vegar
enga trú á þessu flokksleysi eða
því stjórnleysi sem verið er að
boða með þessu borgarstjórnarf-
ramboði. Ég hef ekki trú á því en
ég vona að það takist og mundi
leggja mitt á vogarskálarnar til
þess að það mundi takast.
Hvert er þitt álit á Davíð Odds-
syni?
- Það er enginn vafi á því að
Davíð Oddsson er hæfur stjóm-
málamaður. Hann er frekur, fra-
kkur og hann er duglegur. Þá hef-
ur hann lag á því að koma fram
með þeim hætti að eftir því er
tekið. í þeim efnum nýtur hann
einstakra þæginda þar sem hann
hefur rfkisfjölmiðlana beinlínis í
vasanum. Það er ekki bara að
hann komi fram í sambandi við
málefni borgarinnar eða í tengsl-
um við hans pólitík, heldur er
hann dreginn upp í sambandi við
nánast allt. Hann er sýndur sem
skemmtilegi maðurinn, sem góði
maðurinn, sem vinur smælingj-
ans, settur í hjólastól í einn dag
og Ríkissjónvarpið eltir hann.
Hann hefur ekki bara Morgun-
blaðið og DV heldur líka
Ríkisútvarpið-Sjónvarp til að
auglýsa sína eigin persónu. Þetta
hossar auðvitað mjög undir hann
en ég verð líka að játa það og satt
að segja gleðst yfir því að hann er
mjög hæfur andstæðingur.
Telurðu þá að Ríkisfjölmiðl-
arnir ástundi ekki þá óhlutdrægni
sem þeir ættu að gera?
- Já það finnst mér og algjört
hlutleysisbrot að mfnu mati. Það
virðist vera sú stefna uppi hjá
Ríkissjónvarpinu sérstaklega og
raunar líka hjá Ríkisútvarpinu að
það að fylgja stefnu Sjálfstæðis-
flokksins sé óhlutdrægni, en að
nefna stefnu annarra sé hlut-
drægni. Ég vil bara minna á að
þegar það gerðist að fulltrúar
annarra flokka en Sjálfstæðis-
flokksins höfðu meirihluta í
Reykjavík árin 1978 til 1982 þá
setti Ríkissjónvarpið sér aðrar
reglur. Hún var sú að það skyldi
aldrei talað við fulltrúa meirihlut-
ans nema að fulltrúi minnihlutans
fengi jafnframt að taka til máls.
Það var réttlætisreglan vegna
þess að það mátti ekki koma fram
bara annað sjónarmiðið. Það
hefði verið hlutdrægni. Þegar
íhaldið var komið aftur í meiri-
hluta var þessari reglu algjörlega
snúið við. Núna er bara talað við
fulltrúa íhaldsins vegna þess að
það eru þeir sem ráða ferðinni og
það er fréttnæmt sem þeir eru að
gera. Þetta er auðvitað löstur á
íslenskri fjölmiðlun og ég vil
segja á málfreisi á íslandi að
Ríkissjónvarpið sérstaklega skuli
haga sér með þessum hætti.
Að lokum Sigurjón. Munt þú
gefa kost á þér til framboðs í vor
og skiptir í því sambandi máli
hvernig staðið verður að fram-
boðsmálum?
- Eins og ég sagði áðan þá tek
ég ekki ákvörðun um það hvort
ég verð í framboði. Ég get hins
vegar tekið ákvörðun hvort ég
verð ekki í framboði. Og það er
alveg ljóst að það skiptir máli
hvernig staðið verður að fram-
boðsmálum hvort ég gef yfir-
höfuð nokkurn kost á því eða
ekki. Ég tel það ekkert sáluhjálp-
aratriði hvorki fyrir mig né þjóð-
ina eða borgina að ég verði í
framboði. En ég hef hins vegar
ekki hlaupist undan merkjum ef
ég tel mín þörf og þess vegna ætla
ég ekki að gefa neinar yfirlýsing-
ar hér og nú. Eins og ég sagði
áðan er vika í pólitík langur tími
og á meðan allar þessar væringar
eru að ganga yfir þá ætla ég ekki
að taka neina afstöðu í þessu
máli. -grh
4 SÍÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. janúar 1990
Mynd: Kristinn.