Þjóðviljinn - 26.01.1990, Page 15

Þjóðviljinn - 26.01.1990, Page 15
Opna kerfið eflir persónuþroska Kristín Einarsdóttir hóf kennslu í Fossvogsskóla, flutti svo út á land og kenndi í venjulegum skóla um tíma, en sneri aftur til síns gamla skóla. „Opna kerflð á betur við mig,“ segir hún. „Mér finnst skemmtilegt að eiga mikið sam- starf við aðra kennara eins og hér er. Þegar ég flutti mig héðan og fór að kenna annars staðar fannst mér munurinn felast mest í því að vera lokuð inni í stofu með bekkn- um. Þar veit enginn hvað maður er að gera. Ég fór að kenna fyrir opnum dyrum, en það olli óróa hjá krökkunum í hinum bekkjun- um. Svo tóku fleiri kennarar upp þennan sið og við fórum að vinna meira saman með hópana.“ Og Kristín heldur áfram: „Munurinn er líka sá að hér þekkja aðrir kennarar líka börnin í bekkjardeildinni minni og hafa afskipti af þeim, vegna þess að þau blandast á svæðum á valdög- um. Það er gott að geta talað við aðra um nemendur sína. Námið hér fer þannig fram að þrjá til fjóra daga í viku er bekkj- ardeildin saman en ekki endilega að gera það sama, oftast er hver að vinna að sínu og ég geng á milli og leiðbeini þeim. Ákveðin atriði kenni ég þó öllum í einu, til dæm- is ný atriði í stærðfræði og samfé- lagsfræðina. Einn til tvo daga í viku eru svo valdagar. Þá byrjum við á því um morguninn að börnin velja það sem þau vilja gera yfir daginn. Svo eru fjórir kennarar saman á opnum svæðum með nemendur sína sem blandast eftir því hvað þeir hafa valið. Fyrir utan það sem kennararnir bjóða upp á geta þau verið inni á bókasafni eða í spilakrók þar sem þau æfa sig í að spila saman - og læra að vinna og tapa. Lykilatriðið í náminu héma eru áætlanirnar sem þau byrja á eftir jól í átta ára bekk. Þá áætla þau hvað þau ætla að komast yfir mikið námsefni í vikunni. Flest eru fljót að komast upp á lagið með að skipuleggja námið, en þau eru lengur að læra að standa við áætlunina, beita sig sjálfsaga. Þá þarf að ræða við þau, kenna þeim að ætla sér af án þess að draga úr þeim áhugann, því verk- ið þarf að klára. Þau þurfa að komast yfir ákveðið magn af efni á önn. Persónulega finnst mér aldurs- hópurinn 10-12 ára tilvalinn í þetta kerfi. Þá eru þau búin að læra undirstöðuna í vinnu- brögðum, eru orðin sjálfstæð og það er hægt að virkja þau mjög vel. Kenna þeim að velja og bera ábyrgð á námi sínu. Þetta kerfi er hvetjandi fyrir nemendur og eflir persónuþroska þeirra, finnst mér. Það eflir líka persónuþroska kennaranna því þetta er mikið álag á þá. Þeim sem eru vanir að vera einir með sitt finnst erfitt að kenna með mörgum öðrum í sama herbergi. En mér finnst ég fá mikið út úr því.“ SA Hreyfifæmi og náms- geta fylgjast að í Fossvogsskóla er engin kyn- skipting neins staðar í námi, ekki einu sinni í leikflmi. í tímum hjá Snorra Magnússyni eru strákar og stelpur saman, en kynin koma hvort út um sínar dyr inn f leikfímisalinn. Þegar við komum þangað eru sex ára börn að ærsl- ast upp um alla veggi. En sex ára börn eiga ekki að vera í ieikfími samkvæmt grunnskólalögum, er það? „Nei,“ svarar Snorri, „en frek- ar myndi ég sleppa ellefu ára börnum við leikfimi en litlu krökkunum. Hreyfiþroskinn er í örri mótun frá þriggja til sjö ára aldurs. Börn hafa mikla þörffyrir að fá útrás í leikfimi, og auk þess Það er ábyggilega líka þroskandi að hanga í köðlum eru þau önnum kafin við að þroska hreyfikerfið og tengsl heilahvelanna og samhæfa hend- ur og fætur. Enginn aldurshópur hefur eins mikið gagn af leikfim- inni og þau. Leikurinn er uppistaðan í kennslunni á þessum aldri og þau mega gera allt sem þau vilja, kynnast öllu hér inni smátt og smátt. Ég legg áherslu á að allir fái tækifæri til að vinna án þess að því fylgi að einhverjir verði að tapa. Ef ég sé einhverja verulega færa krakka vísa ég þeim á íþrótt- afélögin þar sem þau geta fengið nóg tækifæri til þjálfunar, en legg meiri vinnu í hin sem þurfa hjálp og uppörvun. Ég prófaði sex ára börnin í hreyfifærni í vetur og átti svo fund með hinum kennurunum, sérkennurum og sálfræðingum, og það kom í ljós að áhyggjur þeirra af einstökum börnum Komu heim og saman við niður- stöður úr prófinu hjá mér. Böm sem áttu í erfiðleikum með hreyf- ingar áttu líka í erfiðleikum með nám og hegðun.“ Við spyrjum hvernig sé að hafa kynin saman í leikfimi og Snorri segir að það gangi vel hjá yngstu börnunum. „En það er bindandi þegar þau eldast því þá verða áhugamálin ólík. Strákarnir vilja boltaíþróttir en stelpumar vilja mýkri leikfimi. Það er erfitt að gera alla ánægða, en ég reyni að gera hluta af hópnum ánægðan í hvert skipti og skipta svo um næst.“ Tilraunin með heilsdagsskóla kemur leikfiminni til góða, hún er eitt af þeim fögum sem fá meiri tíma. Eins og Snorri bendir á em það þó börnin sem græða mest á því. SA Föstudagur 26. janúar 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 15

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.