Þjóðviljinn - 26.01.1990, Qupperneq 20

Þjóðviljinn - 26.01.1990, Qupperneq 20
Gamla fólkið og gróðahyggjan í desember s.l. birtist í banda- ríska vikuritinu Newsweek grein um Alzheimer-veikina, þennan hræðilega sjúkdóm sem nú er sagður vera fjórða algengasta dánarorsök fullorðinna Banda- ríkjamanna. Sagt er að um 10% þeirra sem orðnir eru 65 ára fái veikina og tæpur helmingur þeirra sem ná 85 ára aldri. Blaðið kallar sjúkdóminn „The Brain Killer“ í amerískum hasarstíl, „Heilamorðingjann". Prátt fyrir umfangsmiklar og kostnaðar- samar rannsóknir um árabil vita menn ekki enn hvað veldur sjúk- dómnum og geta þar af leiðandi ekki læknað hann. Það er ekki einu sinni hægt að greina hann með fullri vissu fyrr en sjúkling- urinn er látinn. Við höfum auðvitað ekki sloppið við þennan sjúkdóm hér á landi og hefur ýmislegt verið um hann ritað, m.a. í Þjóðviljann í fyrra, ef ég man rétt. Greinin í Newsweek sagði mér e.t.v. ekki margt nýtt um sjúkdóminn sem slíkan, en hún veitti mér innsýn í eitt af mörgum skúmaskotum bandarísks þjóðfélags. Talið er að um 70% banda- rískra Alzheimer-sjúklinga dvelj- ist í heimahúsum. Kostnaðurinn sem fjölskylda sjúklingsins hefur af umönnun hans (lækniskostn- aður, lyf, hjúkrun, o.s.frv.), er sagður nema um og yfir miljón íslenskra króna á ári. Dvöl á hjúkrunarheimili kostar talsvert meira. Sjúkratryggingafélög greiða yfirleitt ekki kostnað fyrir langtímahjúkrun af því tagi sem þessir sjúklingar þarfnast. Mikill skortur er á dagvistun fyrir Alzheimer-sjúklinga eða annarri hjálp við aðstandendur sem þurfa iðulega að hafa stöðugar gætur á sjúklingnum allan sólarhringinn. Nú hefur líka komið í ljós að sjúkdómurinn krefst oft a.m.k. tveggja fórnarlamba: sjúklings- ins sjálfs og þess fjölskyldumeð- lims sem annast hann. Streitan sem fylgir slíkri umönnun hefur neikvæð áhrif á ónæmiskerfið, gerir fólk viðkvæmara fyrir smit- sjúkdómum. í Newsweek er aðallega fjallað um fólk sem hefur efni á að kaupa hjúkrun fyrir veika ættingja sína. En hvað um alla hina? Hvað skyldu vera margir fátækir ein- staklingar með Alzheimer-veiki í Bandaríkjunum? Hvernig skyldi aðbúnaður þeirra vera? Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um vandamál aldraðra hér á landi. Og víst er um það að þótt við séum ekki eins vanþróuð og Bandaríkjamenn á þessu sviði er víða pottur brotinn hjá okkur. Hér í Davíðsborg er t.d. einsog menn haldi að steinsteypa geti leyst vandamál aldraðra. Borgarstjóri kemur í sjónvarpið og segist ætla að verja svo og svo mörgum hundruðum miljóna til að byggja íbúðir fyrir aldraða á þessu ári. Það er alltaf verið að tala um einhverjar „þjónustuíbúðir" sem eigi að leysa allan vanda. Ég er að vísu enginn sérfræðingur í málefnum aldraðra, en satt að segja sé ég ekki skynsemisglóru í þessu byggingastússi. Mikið vildi ég að einhver sprækur rannsóknar- blaðamaður gerði úttekt á þeirri „þjónustu“ sem veitt er í þessum svokölluðu þjónustuíbúðum og færi svolítið ofan í saumana á þeim kjörum sem gamla fólkið í Reykjavík býr við í raun og veru, bæði Alzheimer-sjúklingar og aðrir. Ég hef nefnilega heyrt sögur af fólki sem hefur selt stórar og góð- ar skuldlausar íbúðir til að geta keypt sér litla þjónustuíbúð - sem stundum hefur verið dýrari en gamla íbúðin svo að fólkið hefur jafnvel þurft að slá lífeyris- sjóðslán á gamals aldri - og svo hefur þjónustan reynst vera í skötulíki þegar til kom. Það er kannski komið með mat til fólks- ins ef það treystir sér ekki til að elda og sú þjónusta aðeins veitt virka daga. Rétt einsog fólkið eigi bara að liggja í dvala um helgar, eða hvað? í Reykjavík hafa risið upp glæsileg dvalarheimili fyrir aldr- aða, svo glæsileg að arkitektarnir hafa verið verðlaunaðir fyrir. Svo kemur í ljós að þessi heimili henta ekki nema nánast full- hraustu fólki, þar er engin að- staða fyrir veik gamalmenni, sjúkradeildin hefurgleymst. Stig- arnir eru opnir og stórhættulegir fyrir sjóndapra og fótaveika. Fyrir hverja voru þessi heimili hönnuð? Fyrir arkitektana eða byggingarverktakana? Spurning- in er, einsog alltaf: hver græðir á þessu? Hvað græðir gamla fólkið í Reykjavík á miljónafram- kvæmdum borgarstjórans? Það vantar áreiðanlega ekki steinsteypu í Reykjavík- hvergi á byggðu bóli munu vera jafnmargir fermetrar á íbúa og hér. Það vantar hjúkrun og umönnun, fyrst og fremst. Það þarf að hækka laun þeirra sem stunda heimahjúkrun og aðra umönnun aldraðra, fjölga slíku starfsfólki svo um munar og koma á vaktakerfi til þess að aldr- aðir geti verið sem allra lengst á heimilum sínum. Og svo vantar sárlega fleiri hjúkrunarheimili og sjúkrastofnanir fyrir þá sem eru orðnir algjörlega ósjálfbjarga. Gömlu fólki fjölgar stöðugt, meðalævin lengist, og jafnframt fjölgar þeim sem fá Alzheimer- veiki eða aðra hrörnunar- sjúkdóma. Það er skylda okkar sem siðaðra manna - og verðandi gamalmenna - að sjá til þess að skynsemin taki völdin af gróða- hyggjunni og flottræfilshættinum sem nú ráða ríkjum í henni Reykjavík. Leyfum þúsund blómum að blómstra Veistu hver ég er? eftir Betty Fairchild og Nancy Hayward Jón St. Kristjánsson þýddi 137 bls. Ný sýn 1989 „Sonur minn er enginn hommi, hann er fullkominn eins og ég,“ söng Bubbi Morthens fyrir munn hins fordómafulla (og örvænting- arfulla?) föður sem þorir ekki að horfast í augu við kynhneigð sonar síns. Nú er komin út bók handa þessum föður og öðrum í hans sporum. Veistu hver ég er? er leiðbeiningabók fyrir aðstand- endur homma og lesbía þar sem mest áhersla er lögð á að hjálpa foreldrum samkynhneigðra til að jafna sig á „áfallinu". Höfundar eru tvær bandarískar konur, önnur þeirra á samkynhneigðan son og hin á dóttur sem er lesbía. Bókin kom út fyrir tíu árum í Bandaríkjunum og hefur verið stytt lítillega og löguð að íslensk- um lesendum. Einn kafla hennar, „Samkynhneigðir og kristin trú“, hefur Þorvaldur Kristinsson um- ritað út frá íslenskum aðstæðum • og farist það ágætlega úr hendi. Bókin er sett saman úr ótal reynslusögum fólks, bæði barna og foreldra og jafnvel afa og amma, af því hvernig er að upp- götva sjálfur að maður er sam- kynhneigður, af því að segja öðr- um frá því, taka þátt í jafnréttisbaráttu og foreldrahóp- um og af því að lifa lífi sínu sem hommi eða lesbía í heimi sem all- ur er sniðinn að gagnkynhneigðu fólki. Bókin er ágætlega þýdd og lífsreynslusögurnar komast vel til skila, þó að þær verði dálítið margar og eins þegar líður á bók- ina. Fyrstu sögurnar segja höfund- ar af sjálfum sér og draga enga fjöður yfir hvað þeim þótti erfitt að horfast í augu við kynhneigð barna sinna. Nancy skrifar: „Við Betty áttum báðar erfítt með að ímynda okkur Avril og Glenn sem ein af „þeim“. En við skildum ekki hvers vegna fyrr en við fórum að vinna með samkyn- hneigðu fólki og eignuðumst vin- áttu þess. Þá komumst við að því að „þau“ eru einfaldlega ekki til. Börnin okkar eru ekki eins og „þau“ - þvert á móti. „Þau“ eru nákvæmlega eins og börnin okk- ar.“ Þær komast að því að allar manneskjur eru tilbrigði við stef, „ekki framleiddar á færibandi eins og bflar“, og að engin „skýring" er til á því hvers vegna ákveðið hlutfall fólks verður samkynhneigt. Þetta er ekki sjúkdómur og ekki smitandi, tengist ekki hormónajafnvægi líkamans sem er alveg eins og hjá gagnkynhneigðu fólki, og það er ekki hægt að kenna fólki að verða hommar og lesbíur. Það virðist vera meðfætt og óumbreytanlegt. Menn hafa reynt raflost og aðrar „meðferðir sem minna hreinlega á pyntingar", en allt kemur fyrir ekki. „Mamma var alveg viss um að ég væri orðinn svona upp úr ein- hverju sem hún hefði gert,“ skrif- ar einn ungur maður. En mamma þarf ekki að kenna sér um neitt, hegðun hennar hafði ekki nein áhrif á soninn, hann var frá upp- hafi þetta tilbrigði við mannlega stefið. „Ég varð alveg forviða á eigin viðbrögðum. Ég hefði aldrei trú- að að ég tæki þessu svona illa. Ég átti þó að vera „upplýst" kona,“ segir ein móðirin. Én þó að fólk eigi ekki að úthýsa börnum sínum af þessum sökum er auðvitað lítil ástæða til að það verði himinlif- andi þegar það fréttir að börnin þeirra eru samkynhneigð. Margir nefna til dæmis hvað þeir sakni barnabarnanna sem þeir missa vonina um að eignast, og fátt er mannlegra en það. En það sem fólk verður að átta sig á og bókin gerir svo augljóst er að það þýðir ekkert að gera röfl. Kynhneigð fólks verður ekki breytt með neinu móti, alveg sama hvernig foreldrar og aðrir vandamenn láta. Þess vegna er langbest að sýna skilning og um- burðarlyndi frá upphafi. SA Opnanir Okkur hefur borist bókverk eftir Þorvald Þorsteinsson myndlistar- mann. Bókin, sem heitir „Open- ings“ hefur að geyma allmargar ljósmyndir sem höfundur hefur unnið ofaní með tússi. Með inng- ripi sínu í ljósmyndina gefur Þor- valdur henni nýja merkingu eða skírskotun, gjarnan með því að láta svart tússið hylja ákveðið form eða flöt í myndinni. Bókin er unnin við Jan Van Eyck Akademíuna í Hollandi, þar sem Þorvaldur hefur stundað nám undanfarið. Myndin sem hér fylgir er dæmigerð fyrir aðferð Þorvalds og skýrir sig sjálf. -ólg. „Mig þrýtur brátt krafta“ Steinunn Ásmundsóttir: Einleikur á regnboga. Almenna bókaforlagið 1989. Ég hef stritað með líkama mínum sál minni. Hlaðið þennan múrvegg stein fyrir stein. Vegg sársaukans. Með þessum orðum hefst eitt af ljóðum Steinunnar Ásmunds- dóttur, og getur það sem best kallast einkennandi fyrir fyrstu ljóðabók hennar. Það kveður víðast við tóna heimshryggðar og bölsýni og er ekki að sjá að skáldið unga hafi tiltakanlega mikinn áhuga á að slá á aðra strengi: „Mig þrýtur brátt krafta“; „Ég byrja á nýjan leik / biturleiki styrkir von mína“. Sumum skáldum tekst best upp þegar þau yrkja um tómleika og biturð, heimsku mannanna og vonsku heimsins. Til þess að slík- ur skáldskapur sé trúverðugur þarf skáldið í raun að vera reiðu- búið að segja sig úr lögum við guð og menn. Það verður að ganga á hólm við lífið, klífa upp á kjölinn. Ella er hætt við að ljóðin verði eins og sundsprettur í sjálfs- vorkunnarpollinum. Á bókarkápu er upplýst að ljóðin séu sprottin upp úr reynslu Steinunnar af dekkri hliðum lífs- ins; í þeim sé að finna lífsháska og þroskaðan hug: „Bókin lýsir í heild ákveðnu þroskaferli sem vísar til bjartari tíma“. Mér er satt að segja ekki ljóst í hverju lífsháskinn sá arna felst. „Lífs- háski" er bæði stórt og fallegt orð, alls óskylt því vonleysishjali sem mér finnst einkenna bók Steinunnar. „Þroskaferli" er aft- ur á móti kauðskt orð, auk þess sem mér var ómögulegt að finna þetta ferli þar sem bókin er einkar eintóna. Ljóð Steinunnar eru oft býsna uppskrúfuð, nánast hátíðleg, og eru óaðgengileg fyrir vikið og glata sannfæringarmætti sínum. Máltilfinningu er ábótavant, eins og klúðurslegt val og röðun á orð- um sýnir víða: „...og glufur koma í gættir nýrra dyra“; „Bjarma slær á efstu stund / þá lotin sál sig réttir / upp til himinhvolfa"; „Hol- skefla ranghverfra strauma"; „Ljóðaglamur / dáralegt / þykir mér“; „Ást er mér horfin / á vit bældra/ lifnaðarhátta“; „Torveld lífsins auðna / tómt mál að tala um / að hafa betur. / Óöryggi skipulags / manna á meðal.“; „Tíð hver sækir fram / um vegi hlykkjótta“. Bestu ljóðin í bók Steinunnar eru einföld og stflhrein, þar sem orðskrúðið kæfir ekki hugsunina. Dæmi um þetta eru ljóð eins og „Raddir í vatninu", „Maður úr borginni", „Málari strætanna“, „Mánudagsmorgunn“ og „Bréf“. Raddir í vatninu er á þessa leið: Ég heyri raddir í vatninu. Lágvœrar og blíðar hvísla þœr í niðandi strauminn. Segja mér sögur af árbúa sem spilar á flautu í grœnbláu húmi. Þá syngja raddirnar með titrandi blœ óðinn til hafsins. Ég grœt björtum tárum til sjávar. Að mínu viti hefði Steinunn Ásmundsdóttir sem best mátt doka ögn við með útgáfu bókar- innar. Bestu Ijóðin gefa ágæt fyrirheit, en þau lakari sýna að „þroskaferlið" er rétt að hefjast. Hrafn Jökulsson 20 SIÐA - NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 26. janúar 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.