Þjóðviljinn - 11.05.1990, Qupperneq 4
Sigfus Jónsson bæjarstjórí á Akureyri er á beininu
Menn treysta
of mikið á
álvinninginn
Nýtt Helgarblað er í dag helgað höfuðstað Norður-
lands að hluta. Af því tilefni er Sigfús Jónsson bæjar-
stjóri á beininu, og við spyrjum hann um atvinnumálin
Háar tölur um fjölda at-
vinnulausra á Akureyri hafa
vakið athygli. Hvað hefur verið
gert af hálfu bæjarins til að
hamla gegn atvinnuleysi á
kjörtímabilinu?
„Því er náttúrlega mjög erfitt
að svara beint, en nefna má að
bærinn hefur lagt mikla áherslu á
byggingu félagslegra íbúða, ekki
bara sem félagsmál, heldur hefur
það líka í bland verið atvinnumál
til að styðja við byggingariðnað-
inn. Þá er ákveðið að byggja upp
Krossanesverksmiðjuna, sem er
bæjarfyrirtæki. Fyrir tveim þrem
árum var tekið af skarið um að
kaupa nýjan togara til Útgerðar-
félagsins. Það hafa verið keypt
hlutabréf í litlum fyrirtækjum og
nokkrum smáfyrirtækjum komið
af stað. Þau hafa fengið lán úr
framkvæmdasjóði bæjarins.
Veittar hafa verið ábyrgðir fyrir
fyrirtæki sem annars hefðu lagst
af eða horfið úr bænum. Bærinn
veitti til dæmis 90 miljóna króna
ábyrgð þegar einstaklingar hér í
bænum keyptu loðnuskipið Súl-
una, til að skipið yrði ekki selt úr
bænum. Þegar skóverksmiðja
SIS lagðist af keyptu nokkrir að-
ilar verksmiðjuna og stofnuðu
upp úr því skóverksmiðjuna
Strikið. Bærinn hjálpaði til við
það. Það er svona sitt lítið af
hverju sem bærinn hefur gert.
Atvinnuleysi núna skapast
auðvitað af niðursveiflu í þjóðfé-
laginu en það sem skiptir veru-
legu máli er samdráttur í ullar-
iðnaðinum, hjá Álafossi, sam-
dráttur í Slippstöðinni og hjá
Kaupfélaginu. Eg held að bærinn
hafi engin tök á að spoma við hjá
þessum stóm aðilum en bærinn
hefur liðkað fyrir, t.d. þegar Ála-
foss er að semja um greiðslur á
opinberum gjöldum og eitthvað
þess háttar.”
Kom til álita þegar Krossa-
nesverksmiðjan var brunnin að
nota tryggingaféð til annarrar
“PPbyggingar?
„Það kom til álita að nota
tryggingaféð til að borga skuldir
en bæturnar hefðu jafnvel ekki
dugað, vegna þess að verðmætin
sem voru eftir í verksmiðjunni
hefðu nýst svo illa. Við hefðum
þurft að selja vélar og tæki til
vélasala sem em að selja notaðar
vélar, járnið í húsinu meira og
minna til niðurrifs. Þetta var
skoðað, en það hefði ekki orðið
neitt fé afgangs, alveg ömgglega
ekki.”
Ertu með þessu að segja að
Krossanesverksmiðjan hafi
ekki átt fyrir skuldum.
„Eg er nú kannski ekki að
segja það en verðmætin í hálf-
bmnnu húsi og hálfri loðnuverk-
smiðju fara eftir því hvort ætlun-
in er að byggja verksmiðjuna upp
aftur eða selja til niðurrifs. Ef við
hefðum valið þann kostinn að
rífa rústirnar og selja leifarnar
hefðum við ekki átt fyrir skuld-
um, en með því að byggja verk-
smiðjuna upp á nýtt, gerum við
miklu meiri verðmæti úr þessu.”
Margir sveitarstjórnar-
menn á svæðinu virðast treysta
því að álver verði byggt í firð-
inum. Er ekki varasamt að
leggja svo mikla áherslu á einn
kost, sem þar að auki er ekki
nema að litlu leyti á vaidi
heimamanna?
„Jú, ég held að það sé mjög
varasamt og ég vil fyrst og
fremst líta á álverið sem viðbót,
sem happdrættisvinning, ef svo
má að orði komast. Mér finnst að
almennt verkafólk, iðnaðarmenn
og aðrir slíkir, treysli allt of mik-
ið á álverið og ég er hræddur um,
að það verði óskaplegt spennufall
hjá þessu fólki ef álverið verður
ekki reist. Mér finnst erfitt að
þurfa að hugsa til þess að margt
fólk er eiginlega búið að missa
trúna á og það er alveg voðalegt
ef ástandið er orðið svona. En
það er þannig að margir iðnaðar-
menn sjá ekki fram á neitt annað.
Þetta er ekki endilega fólk sem er
atvinnulaust, en hefur orðið fyrir
barðinu á samdrættinum, sem
kemur fram í því að það er skorin
niður öll yfirvinna. Þessu fólki er
kannski bara boðið upp á 70 - 80
þúsund krónur á mánuði en iðn-
aðarmenn virðast ekki sætta sig
við það, þeir vilja uppgrip og eru
tilbúnir að vinna mikið til að fá
hærri laun.”
í umræðum um hugsanlegt
álver hefur verið rætt um að
sveitarfélögin kosti sameigin-
lega gerð hafnar. Hvað myndi
slík höfn kosta?
„Hún kostar á að giska 420
miljónir samkvæmt nýjustu upp-
lýsingum ef hún er einungis
byggð með þarfir álversins í
huga. Við höfum hins vegar ekki
látið reikna út hvað frekari
mannvirki kosta ef við ætlum að
gera höfnina að almennri vöru-
höfn, með plönum og öðru í
kring um það.”
Hefur komið til umræðu
meðal sveitarfélaganna að
leggja svipaða fjárupphæð í
einhverja aðra atvinnuupp-
byggingu?
„Nei, það hefur ekki verið
rætt. Sveitarfélögin líta ekki svo
á að þau leggi til fé úr sveita-
rsjóðum í þessu skyni. Það yrði
tekið erlent lán fyrir höfninni til
20 ára og svo eiga haínargjöldin
eða aðrir skattar af álverinu að
bera kostnaðinn. Líklega yrði
stofnað sérstakt félag sveitarfé-
laganna um höfnina.”
Þið eruð þá ekki að tala um
að leggja álverinu höfnina til?
„Við erum að tala um að við
séum tilbúin að byggja og reka
höfnina. Eigendur álversins eru
náttúrlega ekki tilbúnir að leggja
út fyrir þessari miklu íjárfestingu
sjálfir í upphafi og hafa svo frían
aðgang að henni. Þeir vilja frekar
borga sín hafnargjöld.
Sveitarfélögin eiga eftir að
ræða sín á milli um íyrirkomu-
lagið ef höfnin verður notuð íyrir
almenna vöruflutninga, en það
þýðir auðvitað lægri hafnargjöld
fyrir álverið. Það er til dæmis
ljóst að ef við ætluðum að byggja
stóra og fina gámahöfn hér á Ak-
ureyri þá er það mjög dýrt, því
það fer óskaplegt landííæmi á
Eyrinni undir gámasvæði. Olafs-
firðingar eru heldur ekki vel sett-
ir með sína flutninga. Þannig er
þetta hugsanlega hagstætt fyrir
Ólafsfirðinga og Akureyringa en
það er ekki víst að það sé hag-
stætt fyrir Dalvíkinga.”
Hver yrðu að þinu viti á-
hrifin af 400.000 tonna álveri í
firðinum?
„Ég er náttúrlega ekki búinn
að sjá það koma fyrr en á næstu
öld, en það verður allavega
200.000 tonn ef það kemur núna.
Ég býst við að álverið yrði fyrir-
tæki sem hefði alveg gífurleg
ítök og svæðið verður auðvitað
mjög háð því hvemig fyrirtækinu
vegnar. Hlutdeild álversins í firð-
inum verður kannski svipuð og
hlutdeild Kaupfélagsins og Sam-
bandsverksmiðjanna í bæjarlífinu
íyrir einhverjum áratugum.”
Hafið þið vissu fyrir því að
mengunin frá 200.000 tonna ál-
veri, að ekki sé talað um
400.000 tonn, sé innan hættu-
marka?
„Nei, við höfum ekki ennþá
fengið þessa skýrslu, sem kemur
frá norsku Ioftrannsóknastofnun-
inni, en hún er væntanleg og það
er meiningin að kynna hana fyrir
Eyfirðingum í byijun næstu viku.
Þegar hún liggur fyrir held ég að
margir bændur hér í Eyjafirði séu
fyrst tilbúnir að taka einhverja
afstöðu í þessu máli. Ég finn á
viðræðum við bændur hér í firð-
inum að þótt þeir séu almennt
hlynntir atvinnuuppbyggingu og
því að héma rísi stórt fyrirtæki,
þá eru þeir með vissa fyrirvara
þangað til þeir fá meiri upplýs-
ingar um mengunarmálin.
Og ég held að það sama gildi
um iðnaðarráðherra og sveitar-
stjómarmenn almennt. Menn em
ekki tilbúnir að fóma umhverfinu
fyrir svona atvinnu.”
Ef ákvörðun verður tekin
um að reisa 200.000 tonna ál-
ver, verður þá ekki að gera ráð
fyrir að það tvöfaldist að
stærð?
„Jú, menn verða að vera und-
ir það búnir og það er skilyrði af
hálfu Atlantal að þeir geti stækk-
að í 400.000 tonn.”
Verði ekki af byggingu ál-
vers, til hvaða ráða geta sveit-
arfélögin og þá sérstaklega Ak-
ureyri gripið til að sporna við
þeirri óæskilegu byggðaþróun
sem það myndi væntanlega
hafa j för með sér?
„Ég held að bæjarfélagið eitt
og sér hafi ekki burði til að ráða
við það. Það getur auðvitað lagt
sitt lóð á vogarskálina en þama
fara menn að spyrja sjálfa sig
hvert sé hlutverk sveitarfélagsins.
Umræðan um atvinnumál hér
á Akureyri er dálítið sérkennileg.
Bæjarbúar búast við og ætlast til
að Akureyrarbær geri í raun og
veru miklu meira í atvinnumálum
heldur en krafa er gerð um í
nokkru öðru bæjarfélagi á
landinu. Menn em einhvemveg-
inn famir að treysta allt of mikið
á forsjá bæjarins í atvinnumálum,
kannski vegna þess að bærinn er
svo stór þátttakandi í atvinnulíf-
inu.
Ég held að bærinn eigi ekki
að reka fyrirtæki en hann á að
skapa íyrirtækjum góða aðstöðu.
Bærinn getur reynt með ýmsum
aðgerðum að auka ferðamanna-
þjónustu en það dugar ekki til.
Ferðamannaþjónusta verður bara
ein af atvinnugreinunum sem við
munum byggja á en virðist hafa
verulega vaxtarmöguleika. Bær-
inn getur auðvitað barist fyrir því
að fá meira af opinberri þjónustu.
Opinber þjónusta hefur vaxið gíf-
urlega mikið á síðustu ámm og
áratugum. Hún hefur kannski
vaxið í allt of miklum mæli í
Reykjavík. Það hefur verið litið
svo á að stofnanir sem eiga að
þjóna öllu landinu þurfi endilega
að vera í Reykjavík en það þarf
alls ekki að vera svo. Það er
kannski leið númer tvö á eftir
túrismanum.
Hér em öflug sjávarútvegs-
fyrirtæki og við getum auðvitað
barist fyrir því að auka hlutdeild
okkar í sjávarútvegi, en þá vakn-
ar spumingin: þjónar það í sjálfu
sér tilgangi að ná aukinni hlut-
deild í sjávarútvegi hingað til
Akureyrar, því við erum þá að
draga það frá öðrum? Erum við
eitthvað betur sett með því að ná
hingað togumm frá öðmm stöð-
um á Norðurlandi? Akureyri sem
höfuðstaður Norðurlands verður
auðvitað að hafa traust bakland.
Við lifum ekki héma ef Norður-
Iand fer í eyði.
í fjórða lagi getur bæjarstjóm
auðvitað beitt áhrifum sínum til
að fá heils árs veg yfir Möðru-
dalsöræfi og að flýta endurbótum
á veginum yfir Oxnadalsheiði.
Þetta myndi stækka upplandið
fyrir Akureyri mjög mikið. Aust-
firðingar, Skagfirðingar og Hún-
vetningar gætu þá sótt ýmsa
þjónustu til Akureyrar sem þeir
geta ekki gert núna vegna þess að
þessir vegir klippa landshlutana
alveg frá Akureyri.
I fimmta lagi má nefna að til
em fleiri tegundir af orkufrekum
iðnaði en álver. Jámblendiverk-
smiðja er við Gmndartanga og
það var hugsað um kísilmálm-
verksmiðju á Reyðarfirði. Það
em því til fleiri kostir í arðvæn-
legum fyrirtækjum, þótt þau séu
ekki jafn stór og álver, þannig að
ég held að við eigum að halda á-
fram að huga að orkufrekum iðn-
aði.”
Þú segir að bærinn eigi ekki
að eiga og reka fyrirtæki. Nú á
bærinn mikinn meirihluta í
einu ríkasta útgerðar- og fisk-
vinnslufyrirtæki landsins, Út-
gerðarfélagi Akureyringa h/f.
Telurðu þá að bærinn ætti að
selja hlut sinn í þessu félagi og
nota peningana í annað?
„Það er ekkert óeðlilegt að
bærinn eigi hlut í fyrirtækjum, en
ég tel það hins vegar ekki eðli-
legt að bærirm sé varanlega, eða
til frambúðar, langstærsti eignar-
aðilinn. Ég held að það hafi sýnt
sig annarsstaðar á landinu, að
menn þurfa ekkert að vera
hræddir um að það verði ein-
hverjir „vondir menn að sunnan”
sem kaupi til að flytja fyrirtækið
suður, þó að þessi bréf séu seld á
hlutabréfamarkaði og peningamir
notaðir í aðra uppbyggingu.
Það flytur enginn Útgerðarfé-
lag Akureyringa. Hér er það með
alla sína aðstöðu, og allt þetta
góða vinnuafl og alla sína togara,
og ég get ekki séð að það verði
neitt verr rekið þó að bærinn
seldi einhver tíu til þrjátíu pró-
sent af sínum hlutabréfum, til
dæmis til almennings í bænum.
Það er búið að breyta skattalög-
um, þannig að almenningur er
farinn að verða miklu virkari
þátltakandi í hlutabréfamarkaði.
Hér í bænum var fullt af fólki
sem var að leita eftir því fyrir
síðustu áramót að kaupa hluta-
bréf vegna skattafsláttar en það
var ekki hægt að kaupa hlutabréf
í einu einasta fyrirtæki á Akur-
eyri. Ég er klár á því að ef við
seldum hlutabréfin á markaði
myndu margir Eyfirðingar og
Akureyringar eignast bréfin.”
Kemur til greina að þínu
viti að selja hlut bæjarins í
Landsvirkjun og nota féð til at-
vinnuuppbyggingar eða að
greiða niður skuldir hitaveit-
unnar?
„Aðeins á þeirri forsendu að
með því sé verið að greiða niður
gífurlegar skuldir Hitaveitunnar.
En þetta mál er mjög vandmeð-
farið því það er hætta á að ríkis-
valdið leysi vanda annarra veitna
á eftir og þá væm Akureyringar
búnir að leysa vandann á sinn
kostnað, og búnir að missa af
lestinni ef svo má segja. En ég tel
koma til greina að skoða málið.”
Að Iokum. Verður Sigfús
Jónsson bæjarstjóri á Akureyri
eftir næstu kosningar?
„Um það vil ég ekki spá. Það
er ekki nokkur leið. Það er eins
og að spila í lóttói.”
hágé
4 SlÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. maí 1989