Þjóðviljinn - 11.05.1990, Side 6

Þjóðviljinn - 11.05.1990, Side 6
Ég grét alltaf í sturtunni Hvers vegna kenna aðstandendur sjálfum sér um drykkju alkó- hólista? Hvað er gert í A1 Anon? Hvað er „kóalkóhólismi”? Getur fjölskyldan í sameiningu tekist á við drykkjusýkina? „Ég vakti alitaf eftir honum...” Myndin er eftir viðmælanda blaðsins og heitir Svartnætti. AAI Anon-samtökin þekkja margir af afspurn. „Sam- tök fyrir aðstandendur alkó- hólista” er algengasta svarið þegar spurt er. En fyrir mörg- um standa Al Anon-samtökin fyrir nýtt líf, nýjan hugsunar- hátt. Þau benda fjölskyldum drykkjusjúklinga á leið til að ná áttum í erfiðu lífi og aðferð- ir til að hugsa upp á nýtt. „Það var hrein tilviljun að ég gekk í A1 Anon, sá samtökin nefnd í SAA-blaði og eftir að hafa talað við ráðgjafa fór ég á fund sama kvöld. Eg var orðin fuli örvæntingar,” segir Guðrún, eiginkona alkóhólista sem ekki hefur drukkið í þrjú ár. Nafn hennar er reyndar annað en vegna nafnleyndarreglu AI Anon er það ekki nefnt hér. Hún hefur sótt fundi reglulega í tólf ár. A þeim tíma hefur maður hennar margsinnis farið í meðferð. Fyrstu meðferðina fór hann í tveimur árum eftir að Guðrún byrjaði í A1 Anon. „Það var mikið grátið á þess- um árum. Ég held að ég hafi varla farið í sturtu þennan tíma án þess að gráta þar. En í dag erum við ástfangnari en nokkru sinni fyrr. Mér líður vel, bömin okkar tvö skilja hvað alkóhólismi er og þótt pabbi þeirra hafi fallið þetta oft þá vitum við öll að hann er alltaf að reyna,” segir hún. Ástandið var ömurlegt „Ég kynntist A1 Anon þegar við höfðum verið saman í um tvö ár. Þegar við kynntumst notaði hann ýmis efni sem ég þekkti ekki og honum tókst lengi að leyna því fyrir mér. Síðan fór hann að drekka allar helgar og nota flest þau eiturlyf sem eru á boðstólum hér. Astandið var öm- urlegt. Ég var orðin heltekin af því og allar mínar hugsanir gengu út á það hvar alkóhólistinn væri og hvað hann væri að gera. Ég var búin að missa alla stjóm á lífi mínu. Ég var andvaka allar helgar og vakti eftir honum til þess að geta hellt mér yfir hann og tekið reiðina út á honum. Ég byrjaði mjög fljótt í felu- leiknum, leyndi ástandinu pg hylmdi yfir með honum. Ég reyndi fyrst að treysta vinkonum minum fyrir vandamálunum en þá var bara sagt við mig: „Til hvers ertu að púkka upp á þetta fífl?” Ég fann til hræðilegrar skammar yfir að elska mann sem hagaði sér svona og var sífellt að verja allar hans gerðir og fela hvað var um að vera. Og það var mikil vinna sem fór í það en auð- vitað sáu margir hann blindfullan niðri í bæ þegar ég hélt að enginn vissi neitt. Meðgangan að fyrra baminu okkar var mjög dapurleg, það gekk allt illa.” Guðrún þagn- ar um stund, það er ekki auðvelt að riíja þetta upp. Eiturlyfja- neyslan jókst Síðan heldur hún áfram: „Hassneyslan jókst hjá hon- um og síðan fór hann út í spítt og þá kom ofsóknaræðið með því. Það var hryllilegt. Um það leyti sem ég gekk í A1 Anon fann ég að ég var í raun orðin háð þessu ástandi. Maður er fastur í þessu mynstri og það er útilokað að komast út úr þess- um vítahring. Einhvern veginn aðlagar maður sig að því að vera sífellt að fást við vandamálin og á endanum verður maður háður þeim. Alkóhólistinn var oft at- vinnulaus, það vom litlir pening- ar til og þegar ég áttaði mig á að ég hafði minni áhyggjur af bam- inu, sem var mjög óvært, en alkóhólistanum, þá sá ég að ég varð að gera eitthvað í málun- um.” AI Anon em algjörlega óháð samtök og hver deild heldur fundi reglulega. Reyndur félagi leiðir fundina og nýliðum er boð- ið upp á byrjendaiúndi. A fund- unum er farið í prógramm sem byggir á tólf reynslusporum, þeim sömu og alkóhólistar nota á AA-fundum. Fyrsta sporið, sem mörgum reynist það erfíðasta, beinist að því að fá fólk til að skilja að alkóhólisminn hefur tekið öll völd og því er um megn að stjóma eigin lífi. Hann var ekki aumingi „í spomnum sem við fömm yfir á fundunum er talað um æðri máttarvöld. En það er skýrt tekið fram að hver og einn getur valið um hvaða máttarvöld það eru, hvað sem er. Það eina sem skiptir máli er að geta viðurkennt að eitthvað sé til manni sjálfum æðra,” segir Guðrún. „Og þegar ég byrjaði í A1 Anon setti ég samtökin sjálf í þetta sæti, „æðri máttarvöld.” Ég var eiginlega hætt að trúa á Guð, mér fannst hann hafa yfirgefið mig. En þeg- ar ég fór að pæla í þessu og lesa mér til þá fór ég að öðlast trú á ný. Það var mikili léttir að koma á fyrsta fundinn og hitta fólk sem svipað var ástatt fyrir. í deildinni sem ég fór í fyrst vom flestir fé- lagarnir konur giftar mönnum sem vom búnir að fara í meðferð og vom óvirkir þannig að I fyrstu var ég ekki viss um að ég ætti er- indi þarna inn en lærði fljótt að það var misskilningur. Það var mjög gott að heyra að þetta væri sjúkdómur og það róaði mig svo- lítið að heyra að maðurinn sem ég elskaði væri ekki sá „aum- ingi” sem ég hélt að hann væri. Þegar ég gekk í A1 Anon fyrst var það með því hugarfari að finna patentlausn til að þurrka alkóhólistann upp. En ég Iærði það fijótlega að slík lausn er ekki til og þetta er fjölskyldusjúkdóm- ur sem ég var orðin mjög sjúk af sjálf.” Ég var sjúk sjálf „Það tók mig 3-4 mánuði að átta mig á að það eina sem ég gæti gert væri að breyta sjálfri mér. Enginn getur breytt alkó- hólistanum nema hann sjálfur en með því að breyta sjálffi mér gat ég bætt ástandið mikið. Ég sá að minn þáttur í þessu sjúklega á- standi var mikill. I samtökunum finnur maður sér trúnaðarmann, reyndan félaga sem er manni inn- an handar og gefur góð ráð. Og fyrsti veturinn fór mikið í að vinna með trúnaðarmanninum í að breyta mínum viðhorfum gagnvart manninum mínum og að læra að hætta að reyna að stjóma honum. Stjómsemin er mikil og það tók langan tíma að losna við hana og viðurkenna að ég var vanmáttug gagnvart þessum sjúkdómi. Mér fannst auðvelt að viðurkenna að þetta væri sjúk- dómur, það var svo þægilegt, en aflur á móti var svolítið erfitt að sætta sig við það. Það er þetta sem prógrammið gengur út á: Að taka sjálfan sig í gegn. Þetta þýð- ir ekki eigingirni heldur aðeins að hugsa vel um sjálfan sig og iðka samtímis stöðuga sjálfs- gagnrýni. Ég fór að rilja upp mín gömlu áhugamál og einbeita mér að starfinu mínu, móðurhlutverk- inu og hvíldinni. Smám saman fór ég að sjá mína litlu sigra og sjálfsvirðingin kom aftur. Eg fór að geta tekíð ákvarðanir aftur og á endanum lét ég gamlan draum rætast og fór í ljögurra ára nám á háskóla- stigi.” Grátur og píslarvætti „Ég svaf lítið á þessum fyrstu árum og vakti heilu helgamar á meðan alkóhólistinn var úti. Ég gekk um gólf á nóttunni og beið alltaf eftir honum, hvenær sem hann kom. Ég grét, öskraði eða setti upp píslarvættissvipinn. Þessu þurfti ég að taka á strax og með því að nota slökunaraðferðir sem ég lærði á meðgöngunni heppnaðist það fljótlega. Ég lærði að það breytti engu fyrir manninn hvort ég var sof- andi eða vakandi þegar hann kom heim en hins vegar skipti það miklu fyrir mig að geta hvílst. I fyrsta sinn sem mér tókst að sofna þegar hann var úti þá var hann svo hissa að hann kveikti öll ljós og vakti mig til að athuga hvað hefði gerst. Ég gerði mér grein fyrir því seinna að með því að breyta hegðunarmynstrinu á þennan hátt þá eyðilagði ég heilmikið fyrir honum því á heimleiðinni var hann vanur að útbúa „söguna” í sem skemmstu máli og undirbúa sig fyrir átökin við mig. Algengt sjúkdómseinkenni aðstandenda er hroki. Ég var orð- in þannig að ég var farin að þrasa við alla, meira að segja við stúlk- una á kassanum úti I búð. Sumir verða píslarvottar og hugsa alltaf um aumingja sig. En bömin fara kannski verst út úr þessu. Það verða allir sjúkir í fjölskyldunni. Aðstandandinn pínir oft börnin óbeint til að taka afstöðu með öðru foreldrinu gegn hinu og oft- ar en ekki vorkenna bömin alkó- hólistanum en reiðast foreldrinu sem er alltaf að skammast og ríf- ast.” Vandamálin urðu að verkefnum „En með því að lifa eftir A1 Anon leiðinni fer lífið smám saman að breytast. Mér fór að líða betur, ég leit betur út og var á allan hátt mun jákvæðari mann- eskja í umgengni. Maðurinn minn var mjög undrandi á þessari breytingu á mér. Það fyrsta sem ég prófaði var að sleppa vanalega nöldrinu þegar hann fór út. Eg kvaddi hann bara vel og sagði „gangi þér vel.” Hann var á leið á stað sem hann fór ekki á öðm- vísi en að koma fúllur heim en í þetta skipti kom hann edrú heim. Ég hélt þá að ég gæti notað svona aðferðir til að þurrka hann upp en svo var ekki. Samt var ég heppin að þetta virkaði þama því það varð til þess að ég fékk á- huga á að halda áfram í A1 Anon. Ég hætti að líta á vandamálin sem eitthvað óyfirstíganlegt og vandamálin urðu að misþungum verkefnum sem hægt var að leysa. Svona liðu tvö ár. Mér var farið að þykja vænt um hann aft- ur, var farin að þekkja sjúkdóms- einkennin og geta aðskilið þau frá honum og út spratt þessi maður sem ég varð ástfangin af. Ég fór að geta umgengist hann af fullri virðingu á ný, sama í hvaða ástandi hann var. Ég hætti að ríf- ast við hann fullan og æsa hann upp í fyllirí. Það er of seint að stoppa alkóhólista af þegar hann er á leiðinni út á föstudegi. Hann er búinn að ákveða jafnvel á mánudeginum áður að detta í það um helgina og þú getur engu breytt þar um. Þetta þekkja flestir aðstandendur og þeir fyllast sekt- arkennd og fara að velta sér upp úr því hvað þeir geri rangt, hvort alkóhólistinn elski þá ekki úr því að hann hagar sér svona. En svo einfalt er málið ekki.” Eiginmaður Guðrúnar fór í vikulanga meðferð tveimur árum eftir að hún gekk í A1 Anon. Hann féll þó fljótlega en fór aftur í meðferð sjö mánuðum síðar. „Mistökin voru þau að hann hætti að sækja fundi og hélt sig geta hætt að drekka en notað hass áfram,” segir hún. A1 Anon samtökin kenna okkur líka að takast á við follin og vera undir þau búin. Ég lærði að taka einn dag fyrir í einu og lifði eftir orð- unum: Þar sem líf er, þar er von.” Og góðu tímarnir, þegar hann stóð sig vel á milli „fallanna” styrktu von mína um betra líf. Það er líka mikilvægt að gera sér grein fyrir því að alkóhólismi er ekki bara drykkja og þó að henni sé lokið er mikið eftir. Alkóhólismi er ólæknandi sjúk- dómur sem fer síversnandi sé ekkert að gert, en hægt er að halda niðri með mikilli vinnu í AA-prógramminu. En enginn alkóhólismi þrífst án stuðnings- manns og þegar aðstandandinn hættir í stuðningshlutverkinu þá neyðist alkóhólistinn til að gera eitthvað i málinu.” Texti Vilborg Davíósdóttir „Enginn alkóhólismi þrífst án stuðnings- manns og þegar að- standandinn hættir stuðningshlutverkinu neyðist alkóhólistinn til að gera eitthvað í málinu.” Mynd Jim Smart Guð, það góða I öllu fólki eða 6 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.