Þjóðviljinn - 11.05.1990, Page 8

Þjóðviljinn - 11.05.1990, Page 8
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjórí: Hallur Páll Jónsson Ritstjórar: Ámi Bergmann, Ólafur H. Torfason Umsjónarmaður Helgarfolaðs: Ólafur Gíslason Fréttastjóri: Sigurður A. Friðþjófsson Útlit: Þröstur Haraldsson Auglýsingastjórí: Olga Clausen Afgreiðsla: « 68 13 33 Auglýsingadeild: ** 68 13 10-68 13 31 Símfax: 68 19 35 Verð: 150 krónur í lausasölu Setning og umbrot: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Oddi hf. Málgagn sósíalisma, verkaiýðshreyfingar og þjóðfrelsis Síðumúla 37,108 Reykjavík Dounreay og við Um langa hríð hafa einstaklingar og samtök með þjóðum við Norður-Atlantshaf mótmælt áformum og framkvæmdum Breta við kjamorkuverið í Dounreay nyrst á Skotlandi. Gagnrýnendur hafa bent á hve stórfelldar afleiðingar gætu orðið í lífríki hafsins, ef óhapp gerðist á einhverju stigi vinnslunnar í þessu veri, sem m.a. er ætlað að endurvinna plútoníum. Rökstutt hefur verið, að Dounreay-kjamorkuverið væri eitt hættulegasta mannvirki á þessum slóðum. Það er því ills viti og vekur verstu grunsemdir, að þagað skuli hafa verið allt þar til í fyrradag um þá staðreynd, að einum af kjamaofnum Dounreay-versins var lokað vegna natríum-leka úr kælikerfi hans fyrir hálfum mánuði. Vitaskuld halda forsvars- menn kjamorkuversins því fram, að engin hætta hafi verið á ferðum og geislavirk efni ekki sloppiö út. Samt sem áður reyndu þeir að fela staðreyndir um þetta óhapp fyrir almenningi. Allt staðfestir þetta gagnrýni þeirra sem vilja stöðva fram- kvæmdir í Dounreay og finna starfseminni heppilegri og ömgg- ari stað en við jaðar eggjahvítubankans í Norður-Atlantshafinu. Ennfremur er þetta skýr ábending um að tækni og öryggisráö- stöfunum í Dounreay hefur verið ábótavant. Allt leiðir þetta að þeim sama bmnni sem umhverfisvemdar- sinnar hafa stöðugt bent á: Tæknin er dýrari en menn vilja vera láta. Hingað til hafa stjómmálamenn og fyrirtæki í flestum tilvik- um sætt sig við ódýrari og einfaldari framleiðsluaðferðir en rétt- lætanlegt er. Það er t.d. dýrara að framleiða hollan og næring- arríkan mat en verksmiðjukássur iðnríkjanna, sem byggjast oft á stríðeldi búrdýra. Umhverfisspjöllin sem afkastamikill landbún- aður hefur valdið erlendis greiðast einfaldlega af næstu kynslóð- um. Endurheimt skóga, sem skaðast hafa af súm regni eða verið mtt burt vegna skyndigróðasjónarmiða, kostar feiknariega Ijánmuni, sem ekki vom reiknaðir með til kostnaðar í byrjun. I Austur-Evrópu em nú að opnast augum manna nánast í hvenri viku áður óþekktar afleiðingar mengunar og umhverfis- spjalla, þar sem nánast engu hefur verið til kostað að bægja frá hættum. Þar var sparað til dauðs. Við (slendingar eigum langt í land með að girða fyrir umhverfisspjöll af ýmsum völdum. Við spömm. Við uröum og brennum sorp, sem þykir í nágranna- löndum fomaldarlegt og ekki samrýmast nútíma kröfum. En það er dýrara að endurvinna það. Á síðasta ári kom út í Sviss bók um svissneska fyrirtækið Alusuisse, þar sem höfundar rekja skýrt og greinilega þann tví- skinnung, sem Alusuisse, eins og obbinn af öðmm auðhringum, hefur gert sig sekan um í skiptum við önnur lönd hvað varðar umhverfismálin. Varðandi mengunarvamir og alla aðstöðu hef- ur fyrirtækið í verksmiðjum sínum I öðmm löndum notfært sér tæknilausnir, sem enginn vogaði sér að bjóða upp á í Sviss, og þannig nýtt sér út í ystu æsar andvaraleysi og reynsluleysi minna þróaðra þjóða. [ stað þess að hífa þessar þjóðir upp á heilsusamlegra plan hefur stórfyrirtækið látið gróðasjónarmiðið ráða. Að þessu leyti var stefna Alusuisse um langan aldur um margt hliðstæða þeirrar miskunnarlausu miðstýringar sem vald- ið hefur tjóninu í löndum Austur-Evrópu. Með skammtíma hag- kvæmni fyrir augum var litið fram hjá öryggisþáttum sem kost- uðu peninga, hvar sem það var hægt. Menn muna fáránlegar deilurnar milli íslenskra stjórnmálamanna hérlendis á sínum tíma, þegar talsmenn Alþýðubandalagsins gerðu harða hríð að (SAL vegna ófullkominna mengunarvama. Allt sem Alþýðu- bandalagið barðist fyrir í þessum efnum reyndist rétt og nú mundi enginn íslenskur stjórnmálamaður voga sér aftur að þybbast við jafn sjálfsögðum endurbótum á útblæstri og lokun kerja, sem þá gat verið deiluefni manna, þótt nú megi furðulegt þykja. Hastariegasta dæmið sem nú hefur vitnast á islandi í þess- um efnum eru þær fregnir, að í tíð Viðreisnarstjómarinnar hafi vamamnáladeild utanríkisráðuneytisins afsalað öllum rétti ís- lenska ríkisins og einstaklinga hér á landi til skaðabóta, komi í Ijós að Bandaríkjaher hafi mengað land eða spillt umhverfi vegna ratstjárstöðvarinnar á Langanesi. Geta einstakir embætt- ismenn í Reykjavík svipt frjálsa þegna í lýðveldinu þeim rétti að krefjast skaðabóta fyrir tjón sem Bandaríkin, eða aðrir aðilar, valda þeim? Því verður ekki trúað. Hér er einfaldlega um að ræða sama dæmið og í viðskiptum mismunandi þróaðra þjóða við Alusuisse og aðra stálslegna auðhringi áður fyrr og jafnvel enn. Sá reyndari og sterkari notfærir sér til hins ítrasta veilur í löggjöf, vanþekkingu eða fljótfæmi hjá fulltrúm viðskiptaland- anna. Sumir kalla það viðskiptavit. Við köllum það siðferðis- brest. Dounreay er bara nýjasta áminningin. ÓHT Útivistartiópurinn Hana nú á morgungöngu I Kópavogi. Kópavogur 35 ára Fjölbreytt dagskrá í tilefni dagsins I dag, 11. maí er þess minnst með margvíslegum hætti að 35 ár eru liðin frá stofnun bæj- arfélagsins. Afmælishátíðin verður í Félagsheimilinu, Fannborg 2 kl. 16. Þar verða bæjarlistamenn Kópavogs út- nefndir fyrir næsta ár jafnframt því sem fráfarandi bæjarlista- menn, þeir Hjörtur Pálsson skáld og Sigurður Bragason söngvari kveðja. Þá verður kynnt útgáfa á sögu Kópavogs í þrem bindum, nýstaðfest bæjarskipulag kynnt og haft til sýnis í Félagsheimili og bóka- safni. Á laugardag kl. 10-16 stendur bæjarbúum og öðrum gestum til boða að skoða ýmis mannvirki og stofnanir í bæn- um, nýja sundlaugin á Rútstúni verður opin og sunddeild Breiðabliks býður upp á kaffl og meðlæti við gömlu sund- Iaugina. Þá verður boðið upp á stuttar bátsferðir frá Kársnes- höfn. Sýning á verkum nem- enda verður í Snælandsskóla í Nemendur Tónlistarskóla Kópavogs munu halda tónleika af þessu tilefni í skólanum í dag og á laugardag heldur Skólakór Kársness 15 ára afmælistón- leika sína í Langholtskirkju í Reykjavík, þar sem um 200 böm og unglingar koma fram. Þá munu bæjarfulltrúar og forystumenn Iþróttafélags Kópavogs undirrita ramma- samning á afmælisdeginum um íþrótta- og æfingasvæði IK í Fossvogsdal. -ólg Fuglaskoðun í Kópavogi Náttúrufræðistofa Kópavogs hyggst í vor bjóða almenningi upp á þá þjónustu að hafa reynda fuglaskoðara tií að sýna fóiki fuglalífið sem er sérstaklega líflegt á Kópavogsleiru og flörunni út með voginum á þessum árstíma. Leirumar i Kópavogi em einhverjar þær gróskumestu sem finn- ast hér á landi og þær laða til sín mikinn fjölda fugla. Meðal þeirra sem gista Kópavoginn í maímánuði eru umferðarfarfuglar sem koma við hér á landi á leið sinni af vetrarstöðvunum á Irlandi og Bretlandseyjum til varpstöðva á Grænlandi. Má þar nefna margæsir og rauðbrystinga. I maílok halda þeir áfram ferð sinni vestur á bóginn og því fara að verða síðustu forvöð að sjá þá. Á morgun, laugardag, og sunnudag verða reyndir fúglaskoðarar á vettvangi á mótum Urðarbrautar og Sunnubrautar í vesturbæ Kópavogs og hefst leiðsögn þeirra kl. 13.30 báða dagana. Fólki er bent á að hafa með sér sjónauka, fuglabók og skrifTæri. -ÞH tilefni dagsins. Horfur á laugardag og sunnudag: Hæg SA-læg átt. Dálítil súld á SA-landi og við A-ströndina. Þokuloft á annesjum N-lands og svalt í veðri. Þurrt og víða bjart veður með 7- 12 stiga hita í öðrum landshlutum. 8 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.