Þjóðviljinn - 11.05.1990, Page 9

Þjóðviljinn - 11.05.1990, Page 9
Steinunn Þórar- insdóttir sýnir iámskúlptúra á Kjarvalsstöðum Það eru stórir og fyrirferðar- miklir jámskúlptúrar sem mæta okkur á vinnustofugólfi Steinunnar Þórarinsdóttur myndhöggvara á Korpúlfs- stöðum, þar sem við heimsótt- um hana í vikunni: flennistórar og efnismiklar jámplötur hefur hún meðhöndlað eins og um léttan og auðmeðfarinn pappír væri að ræða, skorið þær, undið og rifið og leikið á landa- mærum forms og skugga, tví- víðs flatar og þrívíddar, efnis og tóms, þar sem skugga- myndir af fólki elta hver aðra og útskorið formið stendur andspænis tóminu sem það skilur eftir í fletinum eins og maður andspænis andhverfu sinni, vera andspænis ekki vem. Plötunum flettir hún eins og spilum þar til þær opnast í formi manns sem aftur speglar sjálfan sig í efninu og leikur þannig á mörkum efnis og efnisleysis, tví- víddar og þrívíddar, veru og ekki veru. Rifin plötubrúnin er ryðguð í sárið en annars bera plötumar hreinan stálbláan lit. I myndinni Landamærí erum við stödd í her- bergishorni sem afmarkað er af þrem plötum rifnum í kantinn sem eru veðraðar af vatni og sýru og bera ryðrauðan lit eins og opið sár. I veggnum djarfar fyrir mannsmynd sem eins og hverfúr í stálið en utan veggja er flötur- inn lokaður og heill með þessum hreina og kalda bláma sem er Steinunn Þórarinsdóttir. Ljósm. Jim Smart Á landamærunum andstæða ryðsins alveg eins og tómið er andstæða efnisins. Landamærin sem leikið er á í þessari sýningu em margræð og Steinunn segir okkur að þetta séu hugmyndir sem hafi vaknað með henni þegar hún dvaldi í Lista- miðstöðinni í Sveaborg sumarið 1988. „Þessar hugmyndir voru ekki framkvæmanlegar þar, þvi þær kölluðu á svo stórt form, og því hef ég unnið þetta hér á verk- stæði Myndhöggvarafélagsins í vetur. Þetta eru sjálfstæð verk, sem eru ekki hugsuð fyrir ákveðna staði fyrirfram, og ég veit því ekki hvað um verkin verður þegar sýningin er afstað- in. Mér finnst það í sjálfu sér heillandi og skemmtilegt við- fangsefni að vinna verk fyrir ákveðna staði eða tiltekið rými, en slík vinna byggir á öðmm for- sendum. Þessi verk em sjálfstæð- ar hugmyndir og þurfa helst að standa inni nema þá að þau verði varin sérsíaklega gegn veðrun. Þetta eru járnplötur með blárri eldhúðinni úr valsinum, og þessi blái litur hefur einhverja djúpa merkingu fyrir mér, hann eltir mig í flestum mínum verkum, ég veit ekki hvers vegna... Mér finnst gaman að meðhöndla þetta þunga, harða og óárennilega efni eins og það væri leikandi léttur pappír og láta það ómögulega gerast. Þetta er í raun og veru einhvers konar óraunvemleg um- breyting á efninu sem ég er að sækjast eftir jafnffamt því sem ég vil láta það njóta sín eins og það er,” segir Steinunn Þórarinsdótt- ir. Nú er Steinunn búin að flytja skúlptúrana sjö með ærinni fýrir- höfn niður á Kjarvalsstaði, þar sem hún opnar sýningu í Vestur- salnum á laugardag kl. 14. Sýn- ingin stendur til 27. mai og verð- uropin alladagaki. 11-18. Föstudagur 11. maí 1990 NÝTT HELGARBLAÐ — SÍÐA 9

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.