Þjóðviljinn - 11.05.1990, Qupperneq 12
Sigríður Stefánsdóttir
Vongóð um myndun vinstri meirihluta
Sigríður Stefánsdóttir, oddviti Alþýðubandalagsins:
Munur vinstri oghægri meirihluta byggistáþátttöku Alþýðubandalagsins. Metnaðarleysi einkennirstarf meirihlutans.
Alþýðubandalagið áAkureyri gengur samstillt til kosninga
Munurinn á vinstri og hægri
meirihluta í bæjarstjórn
byggist á þátttöku Alþýðubanda-
lagsins. Við erum ekki feimin við
að segja að við viljum helst starfa
í meirihluta með öðrum en Sjálf-
stæðisflokknum, en útilokum
ekkert. Við viljum stuðla að
myndun vinstri meirihluta eftir
þessar kosningar eins og eftir þær
sfðustu.
Þetta segir Sigríður Stefáns-
dóttir, menntaskólakennari og
bæjarfulltrúi Alþýðubandalags-
ins á Akureyri.
Sigríður var önnur á lista Al-
þýðubandalagsins í kosningunum
1982, varð þá varamaður Helga
Guðmundssonar í bæjarstjórn en
tók sæti hans sem aðalmaður á
miðju kjörtímabili. Þá störfuðu
Alþýðubandalag, Kvennalisti og
Framsóknarflokkur saman í
meirihluta, en Sjálfstæðisflokkur
og Alþýðuflokkur mynduðu
minnihluta.
Eini vinstri
flokkurinn
f kosningunum 1986 fór Sig-
ríður inn í bæjarstjórn við annan
Alþýðubandalagsmann, Heimi
Ingimarsson. Alþýðubandalagið
reyndi þá að koma saman meiri-
hluta án þátttöku Sjálfstæðis-
flokksins, en Alþýðuflokkurinn
kom í veg fyrir það.
Hefur meirihlutasamstarf
Sjálfstæðisflokks og Alþýðu-
flokks á þessu kjörtímabili leitt í
Ijós að það sé raunverulegur
munur á vinstri sinnuðum meiri-
hluta og hægri sinnuðum?
„Já, það er enginn vafi á því.
Þegar Alþýðubandalagið á aðild
að meirihluta kemur þessi munur
skýrast fram.
Okkur finnst stundum að við
séum eini vinstri flokkurinn í bæj-
arstjórn. Við áttum reyndar mjög
gott samstarf við Kvennalistann á
síðasta kjörtímabili, en nú finnst
okkur eins og við séum ein um að
halda uppi vinstri stefnu í bæjar-
stjórn,“ segir Sigríður.
Metnaðarleysi
meirihlutans
Hún telur mikið skorta á áhuga
og skilning hinna flokkanna á fé-
lagsmálum, skólamálum og lýð-
ræðislegum vinnubrögðum.
Sigríður Stefánsdóttir: Ég er
vongóð um að okkur takist að
mynda vinstri meirihluta eftir
þessar kosningar, en það byggist
á því að Alþýðubandalagið fái
góða kosningu. Mynd gg.
„Nú þegar við erum í minnih-
luta gætir sjónarmiða okkar mun
síður, en þó náum við að hafa
áhrif í sumum tilvikum.
Dæmi um það er deilan um
hvort börn í Síðuhverfi áttu að
geta gengið í hverfisskólann sinn
allt upp í níunda bekk.
íbúar hverfisins börðust fyrir
þessu og við höfðum sömu stefnu
og íbúarnir í þessu. Hinir flokk-
arnir þrjóskuðust við, en létu
undan að lokum,“ segir Sigríður.
Hvernig hefur meirihlutinn
brugðist þannig að þörf er fyrir
vinstri meirihluta að nýju?
„Starf meirihlutans hefur ein-
kennst sérstaklega af almennu
metnaðarleysi, bæði í bæjar-
stjórn og í nefndum bæjarins.
Það hafa ekki orðið nein stórlys,
þeir hafa t.d. ekki beinlínis Iagt
niður þjónustu. Og um sum mál
hefur náðst góð samstaða allra
flokka.“
Atvinnuleysið
„Metnaðarleysið er alvarlegast
í atvinnumálum. Alþýðuflokkur-
inn náði verulegri uppsveiflu síð-
ast fyrst og fremst vegna ástands-
ins í atvinnumálum, en nú er
atvinnuleysið á Akureyri meira
en áður hefur þekkst.
Meirihlutinn hefur heldur eng-
an metnað í menningarmálum og
félagsmálum. Félagsleg þjónusta
á Akureyri er að mörgu leyti
langt á eftir tímanum eins og
reyndar víðar á íslandi.
Þjónusta við börn og barnafólk
er algjörlega óviðunandi og það
bíða margir lengi eftir dagvistun.
Allir aðrir flokkar en Alþýðu-
bandalagið lýstu sig samþykka
þeirri stefnu að „fullnægja þörf“
fyrir vistun barna á aldrinum
tveggja til sex ára. f þessu felst
ekki meiri metnaður en að gera
eitthvað fyrir alla á þessum aldri.
Afleiðingin er m.a. sú að áhersl-
an hefur verið lögð á leikskóla-
pláss, en þörfin fyrir heilsdag-
svistun er gífurleg. Það vantar
sárlega dagvistun fyrir börn yngri
en tveggja ára.“
Há þjónustugjöld
„Við eigum aðeins eitt skóla-
dagheimili á Akureyri. Það er í
miðbænum, langt frá skólum.
Þetta er lýsandi fyrir metnaðar-
leysi meirihlutans.
Afstaða meirihlutans til félags-
legrar þjónustu og jöfnunar að-
stöðu lýsir sér einnig vel í því að
þjónustugjöld ýmiss konar hafa
verið hækkuð verulega á kjörtím-
abilinu. Dagvistargjöld hækkuðu
til dæmis um 58 prósent á síðasta
ári.
Við höfum alltaf lagt áherslu á
að bærinn eigi að nýta tekju-
stofna sína til þess að geta veitt
góða þjónustu, sem allir eiga
greiðan aðgang að.
Það er mjög skýr munur á af-
stöðu flokkanna til félagslegrar
þjónustu, þjónustu við aldraða
og börn. Ef núverandi meirihluti
heldur velli er ég hrædd um að
hann muni halda lengra á þeirri
braut að draga lappirnar í upp-
byggingu félagslegrar þjónustu
og jöfnun,“ segir Sigríður.
Vaxtarbroddur
í háskólanum
Alþýðubandalagið leggur
megináherslu á eflingu atvinnu-
lífs. Sigríður varar við því að
menn einblíni á álver, en bendir á
aðra möguleika í eflingu atvinnu.
„Akureyri býður upp á fjöl-
Stóriðja
Kvennalistinn
einn gegn álveri
Alþýðubandalagið mœlir ekki gegn stóriðju
að uppfylltum skilyrðum. Sjálfstœðisflokkur-
inn mun vinna aðþvíað stóriðja rísi við
Eyjafjörð
Kvennalistinn á Akureyri hefur
einn flokka tekið afstöðu gegn
byggingu álvers í Eyjafirði. Aðrir
flokkar eru misjafnlega áfjáðir í
álver, en hafa ekki mælt gegn því.
I stefnuskrá Kvennalistans
segir að það sé eindregin skoðun
hans að stóriðja við Eyjafjörð „sé
ekki hentug ieið í atvinnumál-
um“.
„Við viljum að lögð verði
áhersla á að byggja upp og efla
almennan iðnað, sem byggir á því
sem fyrir er og notar heimafengin
aðföng, þ.e. hráefni frá sjávarút-
vegi og landbúnaði," segir í stefn-
uskránni.
Eins og fram kemur í viðtali við
Heimi Ingimarsson leggst Al-
þýðubandalagið ekki gegn bygg-
ingu álvers, en setur þau skilyrði
að forræði yfir því verði íslenskt,
að það verði þjóðhagslega hag-
kvæmt og að mengunarvarnir
verði sem fullkomnastar.
í stefnuskrá Sjálfstæðisflokks-
ins er það hins vegar skýrt tekið
fram að flokkurinn muni vinna að
því að stóriðja rísi við Eyjafjörð.
-gg
marga góða kosti í atvinnumál-
um, en við þurfum að efla tiltrú
fólks á staðnum. Við verðum að
standa vörð um þann iðnað sem
fyrir er og ég vil nefna skipasmíð-
aiðnaðinn sérstaklega í því sam-
bandi. Ef einhvers staðar á að
halda uppi skipasmíðum á íslandi
þá er það í Slippstöðinni. Það
væri fáránlegt af fiskveiðiþjóð að
glutra niður þeirri kunnáttu sem
þar er fyrir hendi.
Háskólinn á Akureyri er tví-
„Þar sem flokkar hafa myndað
samfylkingu, hafa þeir annað
hvort átt gott samstarf í meiri-
hluta eða starfað saman í minni-
hluta gegn sterkum Sjálfstæðis-
flokki. Þessar aðstæður eru ekki
fyrir hendi hér.
Alþýðuflokkurinn á Akureyri
hefur lúrt í skjóli Sjálfstæðis-
flokksins og Framsóknarflokkur-
inn hefur ekki verið nægilega
vinstri sinnaður fyrir okkar
smekk.
mælalaust einn stærsti vaxtar-
sprotinn og vonarneistinn í at-
vinnumálum okkar og þar bjóð-
ast miklir möguleikar. Það er
nauðsynlegt að efla skólann,
þjónustu hans og rannsóknir á
hans vegum.
Annars blasa verkefnin við
okkur hvarvetna og við viljum
ólm fá aðstöðu til þess að takast á
við þau. Það þarf að takast á við
fjölmörg verkefni í félagsmálum,
menningarmálum, húsnæðismál-
um og umhverfismálum."
Samstillt
Alþýðubandalag
Víða um land hafa flokkar á
vinstri væng tekið höndum saman
fyrir þessar kosningar. Kom sú
umræða ekki upp á Akureyri?
Alþýðubandalagið á Akureyri
gengur samstillt til þessara kosn-
inga, við þekkjum ekki þetta
sundurlyndi sem rfkir sums stað-
ar annars staðar.
Ég er vongóð um að okkur tak-
ist að mynda vinstri meirihluta
eftir kosningar, en það byggist á
því að Alþýðubandalagið fái
góða kosningu þrátt fyrir ný
framboð. Alþýðubandalagið er í
raun og veru eini kosturinn fyrir
þá sem vilja starfa í anda félags-
hyggju.
Það er lágmark að við höldum
tveimur bæjarfulltrúum, en ég
minni á að við vorum nálægt því
síðast að ná inn þriðja manni.
Það væri verðugt verkefni fyrir
vinstra fólk á Akureyri að koma
Sigrúnu Sveinbjörnsdóttur í bæj-
arstjórn,“ segir Sigríður Stefáns-
dóttir.
-gg
ÍÞRÓTTASKÓLI VALS
Hálfsmánadar íþróttanámskeið fyrir 6-13 ára börn.
Innritun er í Valsheimilinu. Verð með hádegismat:
Upplýsingasímar: 12187 og 623730 Kr. 8.900,-
/990