Þjóðviljinn - 11.05.1990, Side 20
Hugmyndir eiga
sér sjónrænt form
- segir Daníel Þ. Magnússon, sem er fyrsti heiðursgestur Mennta-
málaráðuneytisins í kynningu á ungum myndlistarmönnum
íslendingar hafa mikla þörf fyrir
myndlist og þeir taka listformið
alvariega. Það er óvíða sem finna
má jafn heit skoðanaskipti um
myndlist og hér á landi, sagði
Daníel Þorkell Magnússon
myndlistamaður í samtali við Nýtt
Helgarblað í tilefni þess að hann
er nú heiðursgestur Mennta-
málaráðuneytisins með sýningu
á 13 lágmyndum úr blönduðu
efni í húsakynnum ráðuneytisins
að Sölvhólsgötu. Sýningin er sú
fyrsta sem ráðuneytið efnir til
með þessum hætti, en áformað
er að ungum og lítt þekktum lista-
mönnum verði í framtíðinni boðið
að sýna í ráðuneytinu gegn „dag-
gjaldi" fyrir verkin.
Greiðsla slíkra daggjalda fyrir
listaverk hefur reyndar lengi ver-
ið baráttumál Sambands ís-
lenskra Myndlistarmanna, og
sagði Svavar Gestsson mennta-
málaráðherra við opnun sýning-
arinnar að þótt með þessu væri
ekki verið að innleiða daggjöld til
listamanna frá opinberum söfn-
um, þá væri þetta fyrirkomulag
engu að síður áfangi á þeirri leið
að höfundarréttur myndlistar-
manna verði virtur með einhverj-
um hætti í framtíðinni.
Þessar myndir mínar eru flest-
ar eins konar minnisvarðar eða
monúment yfir hugmyndir,
ástand, andrúmsloft eða minn-
ingu, sagði Daníel. Ég tek mér
yfirleitt langan tíma til þess að
hugsa um mín verk, og mig langar
ekki til þess að framkvæma þau
fyrr en hugmyndin er komin í sitt
einfaldasta og hreinasta form,
laus við öll aukaatriði.
Mönnum er gjarnan tamt að
gera þá kröfu til myndlistar að
hún vísi til einhvers ákveðins
hlutveruleika eða einhvers sem
menn þekkja fyrir. Það er ekki
nema sjálfsagt að gera kröfur til
myndlistarinnar, en menn þurfa
líka að gefa sér tóm til að upp-
götva að myndlist getur fjallað
um eitthvað allt annað og óá-
þreifanlegra en hlutveruleikann,
eins og til dæmis hugmynd. Það
getur tekið tíma að meðtaka
slíkt, en um leið og menn hafa
gert það hafa þeir tekið afstöðu
og þá á sér stað viss þroski eða
þróun.
/ hverju er sambandið á milli
óhlutbundinnar hugmyndar eða
ástands og áþreifanlegs forms í
myndlist fólgið?
Ég trúi því að í mannshuganum
leynist sjónræn staðreynd sem
samsvari sérhverri hugmynd. í
stærðfræðinni getur ein mynd
haft fleiri lausnir en eina. Þá velj-
um við þá sem okkur fellur best
við. Það má segja að ég geri það
sama. Ég reyni að sækja þá hug-
mynd sem mér þykir vænst um á
hverjum tíma inn í hugann og
laða hana fram í sínu einfaldasta
og hreinasta formi.
Pú notar gjarnan óhefðbundin
efni í myndir þínar eins og plast,
límband og hvers kyns tilbúna
hluti. Hvers vegna þetta efnisval?
í myndum mínum kemur ein-
faldlega fram ákveðin væntum-
þykja gagnvart ýmsum algengum
efnum í okkar daglega umhverfi,
efnum sem eru rusl ef þau eru
ekki sett saman í einhverju sam-
hengi. Mér finnst einfaldlega
gaman að raða þessum efnum
saman og gefa þeim nýtt sam-
hengi og nýja merkingu. Fegurð
þessara efna er í sjálfu sér óháð
hugmyndinni, en samhengið
tengir þetta þrennt saman, efni,
form og hugmynd.
Mér finnst til dæmis sápa vera
ákaflega heillandi efni. Bæði
vegna formsins, efnisáferðarinn-
ar og ilmsins. Ég held að ef Mars-
búar kæmu til jarðarinnar og
fyndu sápu þá myndu þeir telja
þetta vera trúarleg objekt eða
skurðgoð...
Sérð þú þína myndlist í sam-
hengi við annað sem unnið hefur
verið í myndlist hér á landi eða
eriendis?
Myndlistin er eins og tungum-
ál, og það á sér alltaf stað eins
konar samtal eða díalektík á milli
myndlistarmanna. Ég starfaði
með Jóni Gunnari Árnasyni sem
aðstoðarmaður í hálft annað ár
eftir að ég útskrifaðist frá MHÍ
1987, og það var minn mesti
skóli. Það má segja að Jón Gunn-
ar hafi verið minn myndlistarlegi
faðir. Ég kann líka vel að meta
myndlistarmenn eins og Kristján
Guðmundsson og Kristinn
Guðbrand Harðarson, og þótt
mínar myndir líkist ekki beint
verkum þessara manna, þá er viss
díalektík þarna á milli.
Hvernig tilfinning er það að
sýna verk þín hérna í ráðuneyt-
inu?
Mér finnst það heiður að fá að
sýna hér, og mér finnst þetta vera
lofsvert framtak. Að kynna ungt
myndlistarfólk, sem ekki hefur
hlotið rnikla umfjöllun. Það á að
geta orðið okkur styrkur.
Myndir Daníels Þ. Magnús-
sonar eru yfirleitt einfaldar í
formi og búa yfir ríkri efnistilf-
inningu og stemningu, sem getur
verið bæði ísmeygileg og ertandi.
Verkin eru frá síðustu þremur
árum og má sjá í þeim þróun til
aukins formræns einfaldleika og
tilfinningalegrar dýptar sem lofar
góðu um framhaldið. Sýning
Daníels í Menntamálaráðuneyt-
inu mun standa í tvo mánuði, en
samtímis stendur yfir athygli-
sverð sýning á módelteikningum
nemenda Myndlista- og handíða-
skóla íslands, sem unnin var
undir leiðsögn ungverska kenna-
rans Janosar Probstners. Mátti
heyra á starfsfólki ráðuneytisins
að það kunni vel að meta það að
fá listina inn á gafl til sín með
þessum hætti. Væntanlega mun
þetta framtak einnig gleðja augu
þeirra fjölmörgu gesta, sem eiga
erindi í Menntamálaráðuneytið
næstu tvo mánuðina.
-ólg.
MINNING
Þóra M. Þórðardóttir
Látin er við háan aldur tengda-
móðir mín frá fyrra hjónabandi,
Þóra Þórðardóttir, frá Gauks-
stöðum á Jökuldal. Foreldrar
Þóru voru: Þórður Þórðarson,
bóndi á Gauksstöðum og Stefan-
ía Jónsdóttir, síðari kona hans.
Þóra ólst upp í fjölmennum
systkinahópi með foreldrum sín-
um.
Ung að árum giftist hún Þor-
keli Björnssyni verkamanni. Þau
bjuggu lengstum á Seyðisfirði en
sín síðustu búskaparár í Reykja-
vík. Þorkell er látinn fyrir mörg-
um árum, eftir langa dvöl á
Reykjalundi. Svo höguðu atvikin
því að við Þórný, elsta barn
þeirra Þóru og Þorkels, rugluð-
um saman reytum okkar og gift-
umst. Þannig kynntist ég Þóru og
hennar fólki. Þórný, fyrri kona
mín, er látin fyrir tæpum þrjátíu
árum. Enn í dag held ég tengslum
við mitt gamla tengdafólk eins og
ég væri einn þeirra.
Næst í röð barna þeirra Þóru og
Þorkels er Anna Birna, sem gift
er Geir Sigurðssyni pípulagn-
ingameistara. Þau hjón hafa
gengið Ásu Birnu, yngri dóttur
okkar Þórnýjar í foreldrastað.
Þriðji í röðinni er Ingólfur skóla-
meistari Menntaskólans í Kópa-
vogi. Kona hans er Rannveig
Jónsdóttir, cand. mag., kennari
við Fjölbrautaskólann í Ármúla.
Næst er Soffía, sem er búsett á
Hólmavík. Hún er gift Jóhanni
Guðmundssyni
vélsmíðameistara. Yngstur er
Þórður, verkamaður í Reykja-
vík. Hann er ekkjumaður.
Eins og vænta má er kominn
frá þeim Þóru og Þorkeli ættbogi,
sem ekki eru tök á að tíunda hér.
Þetta er mannvænlegur hópur,
Fœdd 21
sem er á þeim aldri, þegar menn
sýna sig og sanna við að hasla sér
völl í lífinu. Þóra og Þorkell voru
ólíkrar gerðar. Þau voru nánast
fulltrúar gjörólíkra ættar-
einkenna, sem setja svip sinn á
ættir Héraðsbúa. Börn þeirra
sækja sitt hvað til þeirra beggja,
þó í mismunandi mæli, einsog
gengur þegar ólíkir straumar
renna í einum streng. Sama kem-
ur fram í barnabörnum þeirra, en
í þeim koma styrkleikahlutföll
erfðanna betur í ljós. Sum þeirra
bera þess merki, að meginkostir
mikilhæfrar formóður munu lifa
áfram meðal afkomendanna.
Á Gauksstöðum var stór
systkinahópur og heimilið hafði
sitt séreinkenni, eins og tíðkaðist
með meiriháttar heimili á Jökul-
dal. Þóra bar nafn fyrri konu
Þórðar föður síns, og var talin
vera í miklu afhaldi hjá honum.
Henni svipaði um margt til móð-
ur sinnar Stefaníu þótt þær væru
ólíkar í viðkynningu. Báðar
ódeigar í lund og fylgnar sér.
Stefanía kom á Gauksstaða-
heimilið úr Vopnafirði sem
vinnukona. Það kom í hennar
hlut að fylla húsmóðursætið og
stýra heimili sínu til vegsauka.
Hún bjó síðar með Þórði syni sín-
um á Gauksstöðum, svo lengi
sem kraftar entust. Hún létti
undir með Þóru dóttur sinni og
tók í fóstur að Gauksstöðum
frá Gauksstöðum
júní 1900 - Dáin 4.
elstu dæturnar Þórnýju og Önnu
Birnu. Hún bast fósturdætrunum
sterkum böndum.
Eldri dóttir okkar Þórnýjar ber
móðurnafn Stefaníu og heitir
Steinunn. Steinunn formóðir
dóttur minnar var eyfirskrar ætt-
ar, af svonefndri Kjarnaætt. Svo
höguðu atvikin því að Stefanía
var í heimili okkar Þórnýjar um
árabil eða þar til við fluttum
norður í land. Svo sterkur var
vilji Stefaníu látinnar, að þegar
Þórný dótturdóttir hennar féll frá
var það samhugur allra sem til
þekktu, að þær hvíldu saman í
reit í Fossvogskirkjugarði. Þóra
bætist nú við í þetta leg þriggja
ættliða.
maí 1990
Vonir hrundu í kreppu milli-
stríðsáranna. Þóra varð trausti
aðilinn. Oft sár og bitur yfir dag-
legri armæðu, þannig að úthverf-
an var hrjúf og því var hún oft
misskilin. í raun bjó hún yfir
ótrúlegum úrræðum og var stál í
mótlæti. Undir bjó heit skap-
gerð, trú því sem hún mat og bar
ást til, en tilbúin til að typta það
sem brást henni og ekki þorði að
berjast við veruleikann. Mörgum
fannst Þóra vera um of beinskeytt
og kaldlynd í samskiptum. Hún
spilaði ætíð frá hreinu borði og
átti kímnigáfu í ríkum mæli. Ekk-
ert var fjær henni en undirmál og
sýndarmennska. Þóra var eins og
við öll, ávöxtur þeirrar rótar sem
við vöxum upp af.
Jökuldalurinn er heimur út af
fyrir sig. Hvert heimili með sinn
sterka bæjarbrag. Dalurinn hafði
sinn grunntón. Náttúran hafði
agað sitt fólk og mótað skapgerð
þess, manngerð sem er þáttur í
aðhæfingu aðstæðna, mann-
legum veruleika. Gauksstaða-
fjölskyldan var ein þessara stór-
fjölskyldna á Dalnum, sem svip
hefur sett á umhverfi sitt, hvar
sem þetta fólk fór.
Skúli sagnfræðingur og Þóra
voru tvíburar. Meðal bræðra
Þóru voru Sigsteinn, lengst af
innheimtumaður og fyrrum sam-
býlismaður minn í Reykjavík.
Jónas bóndi á Þórðarstöðum í
Fnjóskadal, síðar vaktmaður á
Akureyri. Flosi var lengst af
lausamaður á Jökuldal. Þórður
bjó eftir föður sinn á Gauksstöð-
um. Allir eru þessir bræður Þóru
látnir. Á lífi er Vilhjálmur, sem
lengst af bjó á Giljum á Jökuldal
og er nú háaldraður á Akureyri.
Systur Þóru voru: Þorvaldína,
sem búsett er í hárri elli í Kaup-
mannahöfn, og Álfheiður, sem
látin er fyrir allmörgum árum.
Eftir standa Gauksstaðir í
eyði. Mestallur ættbogi
Gauksstaðamanna er farinn af
Austurlandi. Kynni mín af
Austurlandi og Austfirðingum
eiga djúpar rætur í mér. Þessum
tengslum höfum við Áslaug, nú-
verandi kona mín, haldið við,
sem og öðrum kynnum við mitt
fyrra tengdafólk.
Að standa yfir moldum Þóru
Þórðardóttur frá Gauksstöðum
vekur upp minningar. Ég á henni
og hennar fólki mikið að þakka
og fyrir tengsl mín við þessa
ágætu fjölskyldu sem var mér
mikill styrkur ungum manni.
Þóra Þórðardóttir stendur mér
enn í dag jafn nærri og þegar ég
kynntist henni fyrst. Hún er per-
sónuleiki, sem skýrist í minning-
unni, kvenhetja úr hversdagslíf-
inu, máttarstólpi sem aldrei
bognar, hvernig sem lætur í lífsins
ólgusjó. Slíkar hetjur eru ekki á
hverju strái, en þær eru
mannlífinu mikilvægar og því er
skarð fyrir skildi, þegar konur á
borð við Þóru hverfa af vettvangi
okkar. Það er sjónarsviptir.
Blessuð sé minning Þóru Þórð-
ardóttur frá Gauksstöðum. Ég
þakka samfylgdina.
Askell Einarsson
20 SIÐA — NYTT HELGARBLAÐ Föstudagur 11. maí 1990