Þjóðviljinn - 12.05.1990, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 12.05.1990, Blaðsíða 3
FRETTIR Austurland Fjöldaatvinnuleysi kvenna Atvinnuleysisdögumfœkkar, en konur áAusturlandi og Vesturlandi búa við fimm prósent atvinnuleysi. Gífurleg aukning atvinnulausra miðað við apríl í fyrra Atvinnuleysi minnkaði heldur í april miðað við marsmánuð, en atvinnuleysi nemur enn um tveimur af hundraði mannafla. Fjöldaatvinnuleysi er meðal kvenna á Austurlandi og Vestur- landi. Samkvæmt upplýsingum frá vinnumálaskrifstofu félagsmála- ráðuneytisins fækkaði skráðum atvinnuleysisdögum um 18 prós- ent milli mánaðanna mars og apr- íl. Skráðir atvinnuleysisdagar í apríl jafngilda því að 2400 manns hafi að meðaltali verið á atvinnu- leysisskrá í mánuðinum. Atvinnulausum hefur því fjölgað um nær 24 prósent miðað við apr- íl í fyrra. Konur á Austurlandi búa við erfiðasta atvinnuástandið. Fimm prósent kvenna í landshlutanum eru án atvinnu. Á Seyðisfirði hef- ur atvinnulausum fjölgað síðan í Viðskipti Mikligarður í Garðabæ Verslunarfyrirtækið Mikli- garður hf hefur tekið yfir rekstur matvöruverslunarinnar Garða- kaupa í Garðabæ og verður hún opnuð á miðvikudag. Þetta er fimmta verslun Miklagarðs á Reykjavíkursvæðinu. Svipað matvöruúrval verður í verslun Miklagarðs í Garðabæ og í Kaupstað í Mjódd og Mikla- garði við Sund en sérstök áhersla verður lögð á kjötvörur. Upphaflegt nafn verslunarinn- ar var Garðakaup en hún stendur við Garðatorg. Um tíma var hún hluti af verslunarkeðju Grundar- kjörs en Mikligarður kaupir hana nú af Sanitas hf. -rb mars. Konur á Vesturlandi þurfa einnig að þola fjöldaatvinnuleysi og munar þar mestu um mikinn fjölda atvinnulausra kvenna á Akranesi. Af 188 atvinnulausum á Vesturlandi eru 144 konur. Á Akranesi einu eru 110 konur atvinnulausar. Atvinnuleysi annars staðar er heldur minna. Á höfuðborgar- svæðinu öllu eru 951 án atvinnu, en það er talsverð fækkun frá í mars. /vtvinnuieysi a woróurlandi nemur 3,4 af hundraði, en heildaratvinnuleysi á Austur- landi er 3,5 prósent. Minnst er atvinnuleysið hins vegar á Vest- fjörðum, eða 0.4 prósent. -gg Ströng dómgæsla var í ökuleiknimóti norrænna strætisvagna sem fór fram í Reykjavík í gær. Mynd: Jim Smart Fjármál Vexör stöðugir Bankarnir bíða til að sjá afleiðingar hertrar lausafjárskyldu áður en ákvörðun verður tekin um vaxtahækkun Litlar vaxtabreytingar eru fyrirsjáanlegar hjá bönkum og sparisjóðum á allra næstu dögum jafnvel þótt efnahagslegar for- sendur séu fyrir vaxtahækkun að sögn bankamanna. Smávægileg hækkun á innláns- vöxtum sérkjarareikninga ís- landsbanka í gær er fyrst og fremst fólgin í einföldun og sam- Húsavík Útsölumenn gefastekki upp Kosið um áfengisútsölu í fjórða sinn Við kjósum um áfengisútsölu 26. maí og það verður þá í fjórða sinn sem slík kosning fer fram. Meirihlutinn gegn útsölu hefur farið minnkandi og menn virðast ekki ætla að gefast upp fyrr en meirihluti fæst fyrir útsölu, sagði Eysteinn Sigurjónsson, formaður kjörstjórnar á Húsavík, í samtali við Þjóðviljann. Húsvíkingar hafa þurft að sækja áfengi sitt til Akureyrar, en áhugamenn um útsölu á Húsavík telja sig hafa góða von um sigur í þessari fjórðu kosningu. Síðast var kosið um útsölu árið 1988. Ákveðið hefur verið gefa fólki kost á að kjósa utan kjörfundar síðustu vikuna fyrir kjördag. -gg Norrœnt mót Ökuleiknir vagnstjóra Norrænir strætisvagnastjórar kepptu í gær í ökuleikni á Kirkju- sandsplani Strætisvagna Reykja- vikur. íslenskir vagnstjórar lentu í 2. sæti á eftir Dönum. Finnar voru í 3. sæti. Alls tóku þrjátíu vagnstjórar frá Norðurlöndunum þátt í keppninni sem nú er í fyrsta skipti haldin hér á landi. Islendingar fengu fæst refsistig þótt þeim tæk- ist ekki að vinna Dani. Efsti mað- urinn af íslendingum var Kristján Jónsson sem lengst af hefur ekið leið 3 í Reykjavík. Um 150 gestir frá hinum Norðurlöndunum komu til lands- ins vegna keppninnar. Fimm hundruð manns til viðbótar eru staddir hér á landi vegna ráð- stefnu norrænna strætisvagnafyr- irtækja sem hófst í gær. —rb Ljósvakasameining Starfsfólk ræðir sammna Starfsfólk Stöðvar 2, Sýnar hf. og íslenska útvarpsfélagsins koma saman í dag á ráðstefnu um fyrirhugaða sameiningu fyrir- tækjanna. Kristinn Karlsson formaður Starfsmannafélags Stöðvar 2 segir að hugmyndin að fundinum hafi komið upp í viðræðum fé- lagsins við sjónvarpsstjórann. Samkomulag varð um að Starfs- mannafélag Stöðvar-2 skyldi skipuleggja fundinn sem h»Minn verður á Hótel Sögu. Rætt verður um sameúTIIig- armálin frá öllum hliðum. Unnið verður í hópum og þar sem starfs- fólki gefst tækifæri til leggja fram hugmyndir og tillögur um hvern- ig það telur best standa að sam- einingunni frá sjónarhóli starfs- manna. Kristinn segir að mark- mið fundarins sé líka að gefa fólki tækifæri til að kynnast tilvonandi samstarfsmönnum sínum. Nær 140 manns starfa hjá Stöð 2, tæp- iega 40 hjá íslenska útvarpsfé- laginu og um 15 hjá Sýn hf. Þorvarður Elíasson sjónvarps- stjóri hjá Stöð 2 segist búast við að fyrirtækin þrjú verði sameinuð formlega strax í þessum mánuði eða byrjun júní um leið og hlut- hafafundir þeirra hafa verið haldnir. Ljóst er að sameiningin getur haft mikil áhrif á framtíð starfs- manna. Rætt hefur verið um stór- fellda fækkun þeirra í kjölfar sameiningarinnar. Mikið vinnu- lág er á starfsmönnum Stöðvar 2 og telja þeir ólíklegt að hægt verði að fækka fólki mikið. -rb ræmingu innan bankans á mis- munandi sparnaðarleiðum að sögn Ragnars Önundarsonar framkvæmdastjóra fjármála og verðbréfaviðskipta bankans. Hann segir að þess vegna sé ekki hægt að líta á hana sem lið í al- mennri vaxtahækkun. Ragnar segir að þrátt fyrir þetta sé það staðreynd að for- sendur fyrir vaxtahækkun séu fyrir hendi vegna hertrar lausa- fjárskyldu banka og sparisjóða. Hún var hert um leið og Seðla- bankinn lækkaði bindiskyldu um síðustu mánaðamót, en hluti af þeirri lækkun var breytt í lang- tímalán banka og sparisjóða til ríkissjóðs. Mjög erfiðlega hefur gengið að selja ríkisskuldabréf að undan- förna sem líka þrýstir á um vaxta- hækkun. Ekki hefur einu sinni tekist að selja fyrir innlausnum á eldri ríkisskuldabréfum. Hins vegar er raunvaxtahækkun á næstunni ólíklegt á meðan ekki ljóst hvernig bönkum gengur að uppfyila herta lausafjárskyldu sína. -rb Laugardagur 12. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN -SÍÐA 3 HELGARRUNTURINN HÁTÍÐLEGHEITIN eru allsráðandi í menningarlifinu um þessa helgi. Á pöbbunum í Reykjavík er ekki þverfótað fyrir djassgeggjurum en lokahnykkur norrænu útvarpsdjasshátiðarinnar verður á Hótel Borg í kvöld og Borgarleikhúsinu á morgun. Og uppi á Akranesi ætlar Svavar Gestsson menntamálaráðherra að setja M-hátíð kl. 14 í dag og stendur hún með húsvigslum, listsýningum, íslenskum kvikmyndadögum, kaffi- drykkju, söng og hljóðfæraslætti fram á þjóðhátíðardag Norðmanna á fímmtudaginn. Þá er hægt að minnast 35 ára afmœlis Kópavogskaup- staðar með því að skoða sýningar og mannvirki í bænum frá kl. 10-16 í dag og jafnvel að skreppa í bátsferð írá Kársnesshöfn. Liður í þessum hátíðarhöldum Kópavogsbúa eru tónleikar Skólakórs Kársness þar sem yfir 200 böm taka þátt en þeir verða í Langholtskirkju í dag kl. 14. Sam- kvæmt gömlu tímatali lauk vetrarvertíð í gær og af því tilefni verður helgin tileinkuð sjómönnuin í Keflavík, nánar tiltekið á veitingastaðnum Ránni... HÁKÚLTÚRINN blómstrar svo að vanda í höfuðborginni þótt helstu menningarljón séu eflaust að ná upp þrekinu fyrir Listahátíð sem hefst upp úr mánaðamótum. Á Kjarvalsstöðum verða opnaðar tvær listsýning- ar, Steinunn Þórarinsdóttir sýnir höggmyndir í vestursal en í þeim eystri verða sýnd útskriftarverk nemenda í MHI. Suður í Hafnarborg sýnir Sveinn Björnsson olíu- og klippimyndir, Vignir Jóhannsson sýnir í Ný- höfn og í FIM-salnum í Garðastræti verða til sýnis verk sænsku lista- konunnar Maj-Siri Österling... LEIKLISTIN er á lokasprettinum fyrir sumarið. Þjóðleikhúsið er hætt að sýna og í Borgarleikhúsinu lýkur sýningum á Hótel Þingvöllum í kvöld. Enginn bilbugur er hins vegar á Sigrúnu Ástrós á litla sviðinu en hún verður á fjölunum í kvöld. Hugleikur ætlar að hafa aukasýningu á Yndisferðum á Galdraloftinu í kvöld og norður á Akureyri verður Fá- tækt fólk sýnt í dag og á morgun. Operusmiðjan sýnir Systur Angeliku í Frú Emilíu í kvöld og í kvöld og á morgun verður kabarett í Norræna húsinu þar sem einvalalið leikara og söngvara rifjar upp stríðsára- stemmningu... TÓNLISTARSKÓLARNIR eru að ljúka sér af og fiðlungar og píanist- ar framtíðarinnar þreyta sínar prófraunir. Tvær ungar stúlkur ljúka burt- fararprófi i píanóleik í dag: Halldóra Aradóttir úr Tónskóla Sigursveins verður í Listasafni Siguijóns klukkan 14.30 en Kolbrún Jónsdóttir úr Tónlistarskólanum í Reykjavík leikur í skólanum kl. 17. Þá er frumraun ungs hljómsveitarstjóra, Guðmundar Óla Gunnarssonar, á dagskrá á tónleikum Islensku hljómsveitarinnar í Langholtskirkju á morgun kl. 17... FUGLASKOÐUN er kjörin útivistariðja á þessum árstíma því nú standa fuglar í hreiðurgerð, stunda ástalíf og annað það sem tilheyrir vorverkunum. Náttúrufræðistofa Kópavogs ætlar að skipuleggja fúgla- skoðun á Kópavogsleirum kl. 13.30 í dag og á morgun en Ferðafélag ís- lands ætlar að skoða fúgla á Suðumesjum. Þeir sem eru ljósfælnir geta horft á rússnesku stórmyndina Tsjaikofski eftir Talankín hjá MÍR að Vatnsstíg 10 kl. 16 á morgun en myndin er sýnd í tilefni af því að nú eru 150 ár liðin frá fæðingu meistarans...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.