Þjóðviljinn - 12.05.1990, Blaðsíða 14
MINNING
að. Sigursveinn var kennari
minn, jafnframt sem faðir og var
afar kröfuharður. Þó gerði hann
mestar kröfur til sjálfs sín. Hann
var félagi minn eins og allra ann-
arra nemenda sinna og um leið
hinn besti samstarfsmaður.
Sigursveinn og Ólöf voru okk-
ur Sigrúnu og dætrum okkar sem
bestu foreldrar.
Það skarð sem rofið er verður
ekki fyllt en verkinu sem hafið er,
skal haldið áfram.
Þorsteinn Valdimarsson ritar
formála fslandsljóða. Þar er að
finna inntakið í lífsspeki frænda
míns.
„Sönglíf er skuggsjá þjóðlífs.
Rati þjóðin í ánauð, hljóðnar
harpan; brjóti hún af sér ok, þá
syngur hún sigurljóð; lifi hún
frjáls í landi, þá.hvelfist hvert þak
af söng.“
„Sönglíf er aflvaki þjóðlífs. Af
strengjum hörpunnar stökkva
gneistar frelsisins. Fyrir mætti
sigursöngvanna brestur okið.
Ráði söngurinn ríkjum mun
þjóðin ráða landi.“
Sigursveinn Kristinn Magnússon
Þegar Sigursveinn er nú borinn
til moldar, þyrlast upp margar
minningar frá áratuga samfylgd -
raunar samfylgd frá blautu barns-
beini í eiginlegustu merkingu.
Ef til vill er ekki einungis verið
að kveðja Sigursvein í dag, held-
ur mjög merkilegt tímabil í
íslandssögunni. Tímabil þar sem
sveit hugsjónamanna setti svip
sinn á þjóðlífið allt.
Sigursveinn var einn þessara
hugsjónamanna. í köldu stríði
lagði hann á borð með sér borg-
aralegan frama. Þegar kollegar
hans komu sér upp konungsríki
og litu ætíð til beggja átta í
kontrapúnkti lífsins og auðguðu
umhverfið raunar á margan hátt
og fengu svo konunglega blysför
að lokum, þá fór Sigursveinn
aðra leið. Sigursveinn leit aldrei
til baka og sjaldan til hliðar.
Hann var brautryðjandi frá upp-
hafi til enda.
Frá blautu barnsbeini sagði ég.
í Flókadalnum voru engin barna-
heimili. Þar voru börnin sett út í
hlaðvarpann. Og síðan sungu
fuglarnir fyrir þau. f óljósri minn-
ingu voru tveir skríðandi í hlað-
varpanum á Krakavöllum.
Krumminn á höndum og fótum.
Sigursveinn á höndunum einum.
Svo undarlegt er það, að
nokkrúm árum síðár, þegar ég
lenti í því að fatlast og fara að
vinna í samtökum fatlaðra og
kynnast mörgum mínum bestu
vinum í Sjálfsbjörg, þá rann fyrst
upp fyrir mér sú staðreynd að
Sigursveinn væri fatlaður. Þetta
er víst kallað intergrering eða
blöndun núna.
Sigursveinn leit aldrei til baka
og sjaldan til hliðar. Mér er nær
að halda að áðurnefndum hlað-
varpa á Krakavöllum hafi kvikn-
að á hinum rauða loga. Líklega
áttu húslestrar Sæmundar gamla
Dúasonar þar hlut að máli en um
áratuga skeið var lesið fyrir
heimilisfólkið úr veraldarsögu H.
G. Wells og öðrum slíkum bók-
menntum. Kommúnistaávarpið
kom hins vegar ekki inn á þetta
heimili fyrr en í miðri síðari
heimsstyrjöld þegar nýjar kyn-
slóðir voru komnar á kreik.
Kannski er það tímanna tákn
að nú eru hugsjónamennirnir að
deyja einn af öðrum. Þessir menn
lögðu allt í sölurnar. En sagan er
skrítin skepna. Kannski tekur
hún upp á því einn dag að opin-
bera þann sannleika að við erum
þrátt fyrir allt að jarða konung í
dag.
Hrafn Sæmundsson
Einn ötulasti liðsmaður tón-
listariífs á íslandi, Sigúrsveinn D.
Kristinsson skólastjóri, tónskáld
og menningarfr.ömuður er látinn,
79 ára að aldri.
Um fermingaraldur lamaðist
Sigursveinn fyrir neðan axlir og
var þá um sinn af sumum talinn
kross á herðum foreldra sinna,
glataður samfélaginu sem þegn
og sviptur allri von nm eðlilega
lífshamingju. En hér sannaðist
sem oftar að hæfileikar, skap-
festa og dugnaður geta oft bjarg-
að úr aðstöðu sem í fljótu bragði
séð virðist vonlaus, einkum þegar
líka nýtur við hjálpar góðra
manna. Jón Bergsson hagleiks-
maður á Kambi í Ólafsfirði
kenndi Sigursveini að skera í-tré.
Sæmundur Dúason kennari
hjálpaði honum að komast niður
í erlendum málum. Tónlist var
þáttur í heimilislífinu, og hálfþrí-
tugur að aldri hóf Sigursveinn
reglulegt nám í fiðluleik hjá
Theodór Árnasyni fiðluleikara.
Hálffertugur hóf hann nám í
Tónlistarskólanum í Reykjavík
og rúmlega hálffimmtugur lauk
hann tónlistarnámi í
Austur-Þýskalandi.
Sigursveinn kom til Siglu-
fjarðar 1939 fyrir tilstilli vinar
síns Óskars Garibaldasonar í
þeim tilgangi að æfa karlakór.
Stutt varð í starfi hans hér í það
skipti, en Óskari var alltaf eftir
þetta ofarlega í huga að fá hann
aftur til Siglufjarðar til að koma
lífi í tónlistarstarfsemi, en á hénni
hafði Óskar alltaf brennandi
áhuga, þótt störf hans sjálfs lægju
á öðrum vettvangi.
Haustið 1955 átti Óskar frum-
kvæði að stofnun lúðrasveitar á
Siglufirði. Erfiðlega gekk að fá
stjórnendur, en 1957 varð það úr
að Sigursveinn réðst til að æfa
hana um tíma. Jafnframt var
stofnuð dálítil blönduð söngsveit
og að auki efndi Sigursveinn til
námskeiðs í blokkflautuleik.
Reyndist áhugi mikill og voru
nemendur alls orðnir um 150 í
febrúar 1958. Var þá tekin
ákvörðun um að stofna eins kon-
ar alþýðuskóla í tónlist og Sigur-
sveinn ráðinn skólastjóri til þrig-
gja ára.
Hér verður saga Tónskóla
Siglufjarðar ekki rakin. Margir
lögðu honum gott lið, en starf
hans byggðist þó fyrst og fremst á
forustu og geysilegum dugnaði
þeirra Óskars og Sigursveins.
Viðgangur hans var með þeim
hætti að slíks munu fá dæmi á
íslandi. Tónlistarstarfsemi var sá
þáttur sem mest var áberandi í
bæjarlífinu meðan Sigursveins
naut við.
Sigursveinn lét af skólastjóra-
starfinu á Siglufirði eftir fimm ára
starf, stofnaði samskonar skóla í
Reykjavík og stjórnaði honum í
tvo áratugi. Hef ég fyrir satt að
hann sé og hafi lengi verið fjöl-
mennasti tónlistarskóli landsins.
Merkið féll ekki þótt Sigur-
sveinn hyrfi af vettvangi á Siglu-
firði. Hæfir starfskraftar sem
hann hafði fengið að skólanum,
námskerfið, starfshefðir og
óhvikull stuðningur Óskars
Garibaldasonar og verkalýðs-
samtakanna tryggði áframhaldið
uns komið var á nýrri og bættri
skipan tónlistarkennslu með
lagasetningu árið 1975. Og enn
sér starfs þessara ötulu forvígis-
manna stað, þótt þeir séu horfnir,
í kórstarfi, lúðrasveit og rekstri
tónskóla sem hefur fengið ágæta
starfsaðstöðu fyrir atbeina bæjar-
ins og hæfa starfskrafta. Skóla-
stjóri er einn af fyrstu nemendum
Sigursveins, Elías Þorvaldsson.
Svo önnum kafinn serri Sigur-
sveinn var í starfi,sínu hér á Siglu-
firði hafði hann alltaf tíma til að-
stoðar við skemmtanahald, þátt-
töku í flokksstarfi og frumkvæðis
í málefnum fatlaðra. Fyrsta
Sjálfsbjargarfélagið var stofnað á
Siglufirði fyrir atbeina hans 10.
júní 1958.
Eiginkona Sigursveins var
Ólöf Grímea Þorláksdóttir, látin
fyrir fáum árum. Hún stóð alla tíð
ótrauð við hlið hans og studdi
hann í starfi.
Fyrir hönd gamalla vina og fé-
laga Sigursveins hér á Siglufirði
leyfi ég mér að þakka sam-
fylgdina. Héðan fylgir honum
virðing og þakklæti að síðasta
hvflustaðnum.
Benedikt Sigurðsson
Sá maður sem fyrst og fremst
stóð fyrir stofnun Sjálfsbjargar-
félaganna var Sigursveinn D.
Kristinsson. Sjálfur var hann
mikið fatlaður. Hann fékk
mænuveikina aðeins 13 ára gam-
all og lamaðist í báðum fótum og
var síðan bundinn hjólastól og
hafði því kynnst því af eigin raun
að vera mikið fatlaður.
Það var fyrir tæpum 32 árum
sem ég kynntist Sigursveini.
Hann var þá búinn að hafa sam-
band vestur á ísafjörð og nokkrir
fatlaðir einstaklingar höfðu
undirbúið komu hans og stofnun
félags fatlaðra.
Það var kalsa veður daginn
sem hann kom. Gekk á með élj-
um og vafasamt með flug til ísa-
fjarðar og líka vafasamt hvort
Sigursveinn, svona mikið fatlað-
ur maður, legði í að koma vestur.
Þá voru að sjálfsögðu allt aðrar
aðstæður fyrir flugið en eru í dag.
Þegar „Katalínan" gamla lenti á
Pollinum á ísafirði vorum við
nokkur mætt á Bæjarbryggjunni
til að taka á móti Sigursveini. All-
ir farþegarnir, að undanskildum
einum, flýttu sér úr „snurpubátn-
um“ upp á bryggjuna. Þessi eini
sem sat eftir hlaut að vera okkar
maður og það reyndist svo. Sigur-
sveinn var kominn vestur. Hann
var svo borinn upp á bryggju og í
bfl og beint heim til Ingu Magnús-
dóttur. Það var svo gengið frá
lokaundirbúningi að stofnun fél-
agsins, og stofnfundur haldinn
kvöldið 29. september 1958, í
einni kennslustofu Barna-
skólans.
Þessi stutta frásaga er eitt lítið
dæmi um dugnað og áræði Sigur-
sveins. Hann var eldhugi og mik-
ill baráttumaður fyrir bættum
kjörum fatlaðra, sem þá voru allt
önnur en eru í dag og fatlaðir
lifðu við mjög slæm kjör og lítil
félagsleg réttindi. Hann var tals-
maður þeirra sem höllum fæti
stóðu í lífsbaráttunni. Því fengum
við að kynnast sem störfuðum
með honum að málefnum Sjálfs-
bjargar frá upphafi og allt til árs-
ins 1986. Hann stjórnaði öllum
þingum samtakanna frá stofn-
þinginu 1959 til þingsins 1986.
Af sama dugnaði stofnaði hann
Tónskóla Sigursveins, en hann
var vel menntaður tónlistarmað-
ur og naut virðingar á þeim vett-
vangi sem ég fer ekki nánar út í
hér. Það gerir ábyggilega einhver
sem þekkir enn betur til.
Sigursveinn var varaformaður
landssambandsins 1959 - 1982.
Hann átti sæti í stjórn Öryrkja-
bandalagsins og gegndi marg-
háttuðum trúnaðarstörfum fyrir
Sjálfsbjörg. Eiginkona Sigur-
sveins var Ólöf Grímea Þorláks-
dóttir, en hún lést 1988.
Störf Sigursveins fyrir Sjálfs-
björg eru ómetanleg. Hann
stofnaði samtökin og sá þau
verða að því afli, sem haft hefur
veruleg áhrif á bætt lífskjör fatl-
aðra í landinu.
Við Sjálfsbjargarfélagar
kveðjum einn af forustumönnum
okkar. Minningin um góðan fé-
laga, eldhuga og baráttumann
lifir.
Ég votta syni og stjúpsyni Sig-
ursveins og öðrum ættingjum
hans dýpstu samúð.
Trausti Sigurlaugsson
„Byrjun sólmánaðar. Skolla-
sálin var ennþá alhvít og Skútu-
dalurinn, en klettapeysan hægra
megin á hólshyrnunni var svört
með hvítum röndum. Suðrið
andaði þýðvindum og þegar sólin
skein á klettana roðnuðu þeir
strax á vangann. Tveir menn hitt-
ust í góðviðrinu á tröppunum við
Gránugötu 14, annar handar-
vana, hinn með bilaða fætur. Þeir
ræddu um það, hvort ekki væri
hægt að koma á fót samtökum til
þess að berjast fyrir réttindum
fatlaðs fólks.“ Þannig reit eld-
huginn og baráttumaðurinn Sig-
ursveinn D. Kristinsson í fyrsta
tölublað ársrits Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra árið
1959.
Sigursveinn var einn af frum-
kvöðlum að stofnun Sjálfsbjarg-.
arfélaganna hérlendis og gekkst
fyrir stofnun fjögurra þeirra
fyrstu. Með Sigursveini er
genginn einn skeleggasti baráttu-
maður fyrir réttindum fatlaðra
hérlendis. Sigursveinn hvikaði
aldrei né sofnaði á verðinum.
Hann stefndi ótrauður að settu
marki og þegar réttindamál fatl-
aðra bar á góma þá neistaði af
eldhuganum. Það var ekki ein-
asta í ræðu og riti sem Sigur-
sveinn barðist fyrir málefnum
Sjálfsbjargar heldur einnig með
list sinni. Eins og alkunna er var
Sigursveinn tónskáld gott og mik-
ill hljómlistarmaður. Sigursveinn
samdi fyrir Sjálfsbjörg söng
Sjálfsbjargar sem á táknrænan
hátt lýsir í tali og tónum þýðingu
baráttu Sjálfsbjargarfélaganna
fyrir fatlaða. Við Sjálfsbjargarfé-
lagar minnumst Sigursveins m.a.
frá þingum okkar sem hann sat
langflest og stýrði gjarnan. Þar
tókst honum á undraverðan hátt,
með lipurð sinni og krafti, að ná
þeim árangri sem þurfti og vekja
baráttuglóð og anda í hugum fé-
laga sinna. Sigursveinn vann
geysimikið og óeigingjarnt starf í
þágu Sjálfsbjargar og hefur það
reynst Sjálfsbjörg ómetanlegur
styrkur að eiga slíkan félaga til að
plægja akurinn. Við Sjálfsbjarg-
arfélagar munum halda áfram að
sá í þennan akur sem hann og
aðrir frumkvöðlar Sjálfsbjargar
hafa plægt. Á þann hátt heiðrum
við best minningu þeirra.
Sjálsbjörg, landssamband fatl-
aðra, vottar syni Sigursveins og
öðrum aðstandendum dýpstu
samúð.
Jóhann Pétur Svcinsson
formaður Sjálfsbjargar,
landssambands fatlaðra
Nú er vinur minn, eldhuginn
Sigursveinn D. Kristinsson lát-
inn. Hann var ekki venjulegur
maður. Hann var maður mikilla
hugsjóna og hafði atorku, ák-
veðni og viljafestu til að koma
þeim í framkvæmd. Við Sigur-
sveinn vorum lengi nágrannar og
við börnin í hverfinu drógumst að
manninum sem ók á sérkennilega
„hjólabílnum". Það varekki bara
vegna þess að „hjólabfllinn", eins
og við kölluðum hann, vakti at-
hygli okkar, heldur ekki síður
vegna þess að Sigursveinn hafði
gaman af börnum og bar virðingu
fyrir þeim sem einstaklingum.
Hann átti sér marga drauma
m.a. um betra og réttlátara þjóð-
félag, um aukin réttindi fatlaðra
og að allir sem vildu gætu kynnst
tónlistinni. En Sigursveinn lét sér
ekki nægja að dreyma. Hann
framkvæmdi. Hann tók þátt í
pólitíkinni af lífi og sál, hann
stofnaði fyrsta félag fatlaðra,
Sjálfsbjörg á Siglufirði, sem óx
síðar í fjöldahreyfingu um allt
land. Hann stofnaði Tónskóla
Sigursveins D. Kristinssonar sem
í dag er fjölmennasti tónlistar-
skóli landsins. Já, Sigursveinn
var enginn venjulegur maður.
Um daginn, er ég var stödd í
hinum nýju og fallegu húsa-
kynnum Tónskólans, þá varð
mér hugsað til upphafsára
skólans og hve gífurlegar
breytingar væru á aðstæðum nú
og þegar ég hóf störf við skólann
fyrir rúmum 20 árum. Þá leigði
skólinn eitt herbergi úti í bæ sem
var notað til kennslu. Annars fór
kennslan fram heima hjá Sigur-
sveini í Iitlu íbúðinni við Óðins-
götu 11 og heima hjá okkur kenn-
urunum. Nú á skólinn tvö hús,
eitt í miðborginni og annað í
barnahverfinu Breiðholti. Já,
breytingin er gífurleg. Leiðin var
oft grýtt og erfið yfirferðar. En
Sigursveinn var ekki maður
uppgjafar. Hann beitti sínum
mikla viljastyrk og að manni
fannst oft, óþrjótandi lífsorku til
að yfirstíga allar hindranir. Nú er
kraftaverkamaðurinn horfinn
sjónum okkar en verk hans munu
lifa.
Ég votta öllum aðstandendum
þessa mæta manns samúð mína.
Brynja Guttormsdóttir
Sigursveinn D. Kristinsson var
einn af afreksmönnum okkar
tíma. Verkin tala og lifa í grettis-
tökum sem þessi eldhugi lyfti á
sviði félags- uppeldis- og menn-
ingarmála. Áhugasviðin voru
afar mörg og lutu ekki landamær-
um. Hann var alþjóðahyggju-
maður, hjartað sló jafnt með
kúguðum lýð í löndum þriðja
heimsins og íslenskri alþýðu.
Honum var það svo eiginlegt að
vera merkisberi hugmynda um
bræðralag manna. Draumsýn
hans, eins og svo margra af alda-
mótakynslóðinni, var samfélag
þar sem „einskis manns velferð er
volæði hins.“ eins og Þorsteinn
Erlingsson orðaði það. Þessi lífs-
sýn var undirtónninn og drif-
krafturinn í öllu starfi hans.
Aðrir munu við þessi leiðarlok
rifja upp helstu staðreyndir um líf
og störf Sigursveins. Þá er þess
Kveðja frá Tónskáldafélagi íslands
Einn elsti félagi okkar, Sigur-
sveinn D. Kristinsson er látinn.
Hann tók mjög virkan þátt í fé-
lagsstarfi í Tónskáldafélaginu á
sjötta og sjöunda áratugnum og
er þess minnst með þakklæti.
Sigursveinn var baráttumaður af
guðs náð, baráttumaður fyrir
betra lífi öllum til handa og hann
trúði að tónlistin væri öflugt vopn
í því stríði. Þess vegna stofnaði
hann Alþýðukórinn og Lúðra-
sveit verkalýðsins á sínum tíma
og þessvegna byggði hann upp
Tónskólann eftir sósíalískri fyrir-
mynd.
Sá sem þessar fátæklegu línur
ritar minnist Sigursveins frá þeim
árum þegar baslið var mest og
bjartsýni og vongleði í hjörtum.
Það var þegar Sinfóníuhljóm-
sveitin var í burðarliðnum og
menn dreymdi stóra drauma um
Tónlistarhöll, Óperu og tón-
listarmenntun öllum til handa. Þá
vorum við í Tónlistarskólanum
báðir, ég um fermingu, Sigur-
sveinn talsvert á fertugsaldri.
Meistari okkar var Björn Ólafs-
son, fiðluleikarinn ógleymanlegi,
sem var óþreytandi að kenna
okkur Bach og Beethoven, að
óleymdum Hándel og Corelli í
nemendahljómsveitinni. Sigur-
sveinn þurfti að ferðast í hjólastól
og hann var háður annarra hjálp í
tröppum og stigum. En hann lét
sig aldrei vanta á æfingar og það
leiftraði af honum þegar hann
handlék fiðluna í fallegustu
köflunum.
Frá þessum árum eru fyrstu
tónsmíðar Sigursveins. Ég minn-
ist helst Duo fyrir fiðlu og víólu,
sem við lékum saman og ýmissa
tilbrigða fyrir fiðlu og píanó, sem
voru skemmtileg. Én merki-
legustu smíðar hans á þessum
árum voru þó líklega frumsamin
lög fyrir Alþýðukórinn og ótal
vandaðar útsetningar, ekki síst á
íslenskum þjóðlögum og baráttu-
söngvum. Löngu seinna, þegar
Sigursveinn hafði lokið námi í
austurþýska Alþýðulýðveldinu,
komu Draumur vetrarrjúpunnar
og Greniskógurinn og margt ann-
að fyrir hljómsveit og kóra, og
eiga þau verk eflaust eftir að
halda nafni hans á lofti um langa
hríð.
Við í Tónskáldafélagi íslands
munum ætíð minnast Sigursveins
sem góðs félaga og þótt stundum
slægi í snarpar brýnur um stefnur
og strauma, bæði í Iist og lífi, þá
var það aðeins til að efla sam-
stöðuna um það sem máli skipti.
F.h. stjórnar
Tónskáldafélags fslands
Leifur Þórarinsson, ritari
14 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. maí 1990