Þjóðviljinn - 12.05.1990, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 12.05.1990, Blaðsíða 11
X-HÚSAVÍK Kristján Ásgeirsson Þurfum meiri kvóta Kristján Ásgeirsson, oddviti G-listans: Þurfum að efla sjáv- arútveg tilþess að ná markmiðum okkar í uppbyggingu félagslegrarþjónustu. Gagnrýnum aðgerðaleysi meirihlut- ans í atvinnumálum Það er full ástæða til þess að gagnrýna meirihluta bæjar- stjórnar fyrir aðgerðaleysi í at- vinnumálum. Atvinnuástandið hér er slæmt og til þess að bæta úr þvf þurfum við að ná hingað meiri kvóta, segir Kristján Ás- geirsson, framkvæmdastjóri Höfða og efsti maður á lista Al- þýðubandalagsins og óháðra á Húsavík, í samtali við Þjóðvilj- ann. Alþýðubandalag og óháðir unnu sigur í kosningunum síðast, fengu þrjá bæjarfulltrúa og urðu þar með stærsta aflið í bæjar- stjórn. Alþýðuflokkur, Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur hafa hins vegar farið með meirihlutavald á Húsavík á þessu kjörtímabili. Atvinnástandið ber hæst í kosningabaráttunni á Húsavík eins og víðar um land. Að sögn Kristjáns hefur afli dregist veru- lega saman á síðustu árum, bæði vegna brottflutnings kvóta og vegna gæftaleysis. Fyrirtæki í sjávarútvegi hafa orðið gjald- þrota. Auk þess hefur starfsemi Kaupfélags Þingeyinga dregist saman og starfsfólki hefur verið sagt upp. „Það er mikilvægt að bæjar- yfirvöld vinni að því að halda hlutdeild okkar Húsvíkinga í kvótanum. Bærinn hefur bol- magn til þess að auka kvóta byggðarlagsins í samstarfi við aðra aðila. Við erum búin að missa á annað þúsund tonn í kvóta á síðustu árum og það er verulegt hlutfall þess sem kemur á land hér árlega. Við erum óhrædd við að fjár- festa í atvinnuuppbyggingu, því slík fjárfesting skilar sér aftur ef rétt er á málum haldið," segir Kristján. Hann kveður fjárhagsstöðu bæjarins ekki slæma, enda hafi Húsavík komið vel út úr nýju lög- unum um verka- og tekjuskipt- ingu ríkis og sveitarfélaga. Kjar- Valgerður Gunnarsdóttir Viljum efla framhaklsskólami Valgerður Gunnarsdóttir Kvennalistakona skipar annað sœti G-listans: Hefmjög jákvœða reynslu af samstarfi við Alþýðubandalagið Uppbygging framhaldsskóians er mjög mikilvægt framfaramál í okkar augum. Það er áætlað að leggja 13 miljónir króna í hús- næði skólans í ár, en við lögðum til að fjármagnið yrði aukið um sjö miljónir. Því hafnaði meiri- hlutinn, segir Valgerður Gunn- arsdóttir bæjarfulltrúi, sem skipar annað sæti G-listans. Valgerður er Kvennalista- kona, en hefur starfað með Al- þýðubandalaginu og óháðum í bæjarmálum. „Reynsla mín af þessu sam- starfi hefur verið mjög góð og ég tel að við höfum haft góð áhrif á Alþýðubandalagsmennina í þessu samstarfi. Ég held að þetta hafi verið góð leið til áhrifa,“ segir Valgerður. Hröðun framkvæmda hafnað Framhaldsskólinn á Húsavík tók til starfa fyrir þremur árum og hefur þegar útskrifað stúdent. Kennarar við skólann eru um 20 talsins, en húsnæðisskortur háir starfseminni. Ákveðið hefur verið að hefja framkvæmdir við framhaldsskól- abyggingu og á fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir 13 miljónum króna til framkvæmdanna. Jafnframt hefur verið ákveðið að kosta sjö miljónum til þess að leggja hemlakerfi hitaveitunnar niður en taka mælakerfi í notkun. G-listinn lagði til að þeim fram- kvæmdum yrði frestað, en fjár- magnið yrði þess í stað lagt í Valgerður: Okkar bíða mikil verk- efni í atvinnumálum. Mynd gg. framhaldsskólabyggingu. Til- lagan var felld. „Auk þess að vera stór vinnu- staður hefur framhaldsskólinn stórkostleg áhrif á bæjarbraginn. Það er ástæða til þess að setja uppbyggingu skólans á oddinn. Bæði grunnskóli og framhalds- skóli eru í þröngu húsnæði. Það er til dæmis lítil sem engin að- staða fyrir félagsstarf í skólun- um,“ segir Valgerður. Helstu framkvæmdir sem Hús- víkingar standa í um þessar mundir eru hafnarframkvæmdir og bygging framhaldsskóla og heilsugæslustöðvar. „Atvinnuleysi er raunverulegt vandamál í bænum, en meirihlut- inn hefur alls ekki unnið af næg- um krafti við að hamla gegn því. Þar bíða okkar mikil verkefni,“ segir Valgerður. -gg asamningar og lækkun vaxta auka mönnum einnig bjartsýni um fjárhagirin. Á hinn bóginn eru skuldir bæjarins miklar. „Við byggjum tekjur okkar að mestu leyti á sjávarútvegi og það er því nauðsynlegt að auka velt- una þar verulega. Það er for- senda þess að við getum stuðlað að betra og öruggara mannlífi, að við getum náð markmiðum okkar í uppbyggingu heilbrigðisþjón- ustu, fræðslumála og félagslegrar þjónustu. Og til þess að geta blásið nýju lífi í sjávarútveginn þurfum við að ráðast í stórframkvæmdir við suðurgarð hafnarinnar,“ segir Kristján. Alþýðubandalagið hefur ekki átt aðild að meirihluta í bæjar- stjórn síðan 1978. Er ekki orðið tímabært að breyting verði á því? „Við erum alltaf reiðubúin að taka þátt í meirihlutasamstarfi. En það er auðvitað mikilvægt líka að minnihlutinn sé sterkur og veiti meirihlutanum öflugt að- Hörður Arnórsson, annar á G- listanum, Valgerður Gunnars- dóttir, sem skipar annað sætið og lengst til hægri er Kristján Ás- geirsson, oddviti G-listans. Mark- miðið er að þessi þrjú sitji í bæjar- stjórn á næsta kjörtímabili. Mynd gg- hald. Við höfum flutt margar góðar tillögur á þessu tímabili, sumar hafa verið felldar, aðrar ekki. Við höfum haft áhrif þótt við höfum verið í minnihluta,“ segir Kristján. -gg Húsavíkurframboðin Línumar skýrast Framboðumfœkkar meðþvíað Víkverjar draga sig íhlé. Jafnaðar- menn bjóðafram ístað Alþýðuflokksins. Kona ekkifyrren ífjórða sœti á D-listanum. G-listinn öflugastur Framboðum á Húsavík hefur fækkað um eitt síðan síðast. Vík- verjar bjóða ekki fram að þessu sinni, en þeir fengu 186 atkvæði og einn bæjarfulltrúa í síðustu kosningum. Alþýðuflokkurinn býður ekki fram að þessu sinni, en jafnaðarmenn bera fram A- lista. Atvinnumálin eru efst á baugi í kosningabaráttunni á Húsavík og erfitt atvinnuástand mun eflaust reynast meirihluta- flokkunum þungt í skauti. Valdahlutföll í bæjarstjórn Húsavíkur breyttust þó nokkuð í síðustu kosningum. Framsóknar- menn voru stærsti flokkurinn eftir kosningarnar 1982, höfðu þrjá bæjarfulltrúa, en töpuðu einum síðast. G-listinn varð stærstur Óháðir og Alþýðubandalag höfðu tvo bæjarfulltrúa 1982- 1986, en hafa haft þrjá bæjarfull- trúa á þessu kjörtímabili. Þó munaði ekki miklu á atkvæða- fjölda G-lista og B-lista í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn missti einn bæjarfulltrúa í síðustu kosn- ingum og hefur því aðeins haft einn á þessu kjörtímabili. Alþýð- uflokkurinn bætti við sig at- kvæðum síðast, en náði ekki að bæta við sig bæjarfulltrúa. Óvænta framboðið síðast, Þ- listi Víkverja, fékk einn bæjar- fulltrúa og hefur verið í minnih- luta ásamt Alþýðubandalagi og óháðum. Meirihlutinn hefur því stuðst við fimm bæjarfulltrúa gegn fjórum hinna. Jafnaðarmanna- listi Nú eru framboðin sem fyrr segir aðeins fjögur. Skipan tveggja efstu sæta á G-listanum er óbreytt. Þar sitja þau Kristján Ásgeirsson og Valgerður Gunn- arsdóttir. Þriðji bæjarfulltrúi G- listans, Örn Jóhannsson, hefur hins vegar dregið sig í hlé og hef- ur Hörður Arnórsson forstöðu- maður tekið sæti hans. A-listinn er nú listi jafnaðar- manna en ekki Alþýðuflokksins. Efsti maður á lista Alþýðuflok- ksins síðast, Jón Ásberg Salóm- onsson húsasmiður, er þó jafn- framt efstur á lista jafnaðar- manna nú. Guðrún Kristín Jó- hannsdóttir, sem skipaði annað sæti A-listans síðast, er nú í heiðurssætinu, en Guðrún Krist- insdóttir hefur tekið sæti hennar. Þriðja til fimmta sæti A-listans skipa Björn Olgeirsson, Harald- ur Haraldsson og Þorgrímur Sig- urjónsson. Nýtt hjá Framsókn Báðir bæjarfulltrúar Fram- sóknarflokksins hafa dregið sig í hlé, en Bjarni Aðalgeirsson út- gerðarmaður er nýr oddviti flokksins. Lilja Skarphéðinsdótt- ir var í þriðja sæti listans síðast, en hefur færst upp í annað sætið nú. Sveinbjörn Lund, Stefán Haraldsson og Kristrún Sig- tryggsdóttir skipa þriðja til fimmta sæti B-listans. Katrín Eymundsdóttir, bæjar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, skipar heiðurssætið nú, en Þor- valdur V. Magnússon tæknifræð- ingur hefur tekið við sæti hans á toppi D-listans. Þórður Haralds- son, Frímann Sveinsson, Margrét Hannesdóttir og Árni Grétar Gunnarsson skipa annað til fimmta sæti D-listans. Konu er því ekki að finna fyrr en í fjórða sæti D-listans, sem hefur einn bæjarfulltrúa sem stendur. -gg G-listinn 1. Kristján Ásgeirsson, 2. Val- gerður Gunnarsdóttir, 3. Hörður Arnórsson, 4. Aðalsteinn Bald- ursson, 5. Regína Sigurðardóttir, 6. Kristján Eiðsson, 7. Haukur Hauksson, 8. Helgi Helgason, 9. Aðalbjörg Sigurðardóttir, 10. Eiríkur Sigurðsson, 11. Jóhanna M. Stefánsdóttir, 12. Magnús G. Hreiðarsson, 13. Bjarni Ás- mundsson, 14. Kristín Sigurðar- dóttir, 15. Guðmunda Þórhalls- dóttir, 16. Sigmar Arnórsson, 17. Stefán Halldórsson, 18. Þórarinn Vigfússon. Laugardagur 12. maí 1990 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA 11

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.