Þjóðviljinn - 12.05.1990, Blaðsíða 15
einnig að vænta að ekki líði á
löngu að út komi rit um forsögu
Tónskóla Sigursveins sem hann
stofnaði og veitti forstöðu í tæpan
aldarfjórðung. Styrktarfélag
skólans ákvað að hefja heimilda-
söfnun til undirbúning slíks rits í
tilefni af 25 ára afmæli skólans
sem var á síðasta ári. - Það sem ég
set hér á blað verða aðeins nokkr-
ir þankar og minningabrot frá
kynnum mínum af Sigursveini.
Mig minnir það hafi verið á
samkomu í Skátaheimilinu gamla
við Snorrabraut sem ég sá Sigur-
svein fyrst. Það hefur líklega ver-
ið 1954. Félagsskapur sem nefnd-
ist Söngfélag verklýðssamtak-
anna átti einhvern þátt í dagskrá
á samkomunni. Ég hafði aldrei
séð blandaðan kór á sviði fyrr.
Sem nýgræðingi hér á mölinni
þótti mér söngurinn hressilegur
og uppörvandi. En það sem mér
fannst sérstaklega aðdáunarvert
var að sjá mann í hjólastól stjórna
kórnum (á þeim tíma þótti það
ekki sjálfsagður hlutur). Þetta
var Sigursveinn D. Kristinsson,
tónskáid. Ég fór á samsöng þessa
kórs í Austurbæjarbíói vorið
1955 og um haustið datt mér í hug
að leita eftir inngöngu í kórinn. -
Þannig hófust kynni mín af Sigur-
sveini.
Söngfélagið var hinn ágætasti
félagsskapur. Það rann fljótlega
upp fyrir okkur að Sigursveinn
ætlaði kórnum mikið hlutverk.
Hann átti fyrst og fremst að
syngja baráttu- og ættjarðarsöng-
va á fundum verklýðsfélaga og
jafnframt að halda árlega sam-
söng fyrir styrktarfélaga. Einnig
og ekki síður var það á stefnu-
skránni að stuðla að menningar-
starfi innan verklýðshreyfingar-
innar í samstarfi við Lúðrasveit
verkalýðsins og samtök rithöf-
unda. - Æfingar undir stjórn Sig-
ursveins þetta haust urðu ekki
margar því hann hélt til Þýska-
lands í framhaldsnám í ársbyrjun
1956. En kórinn starfaði áfram,
fyrst undir stjórn Magnúsar Ein-
arssonar, þá Ásgeirs Ingvars-
sonar og síðan undir stjórn dr.
Hallgríms Helgasonar. Meðal
fyrstu verkefna kórsins undir
stjórn dr. Hallgríms var að æfa og
flytja Þjóðhátíðarkantötuna
Þjóðhvöt eftir Jóns Leifs, á af-
mæli tónskáldsins 1959.
Varla þarf að eyða að því orð-
um hvflíkt átak það hlýtur að hafa
verið fyrir fatlaðan mann að taka
sig upp og hefja framhaldsnám
erlendis. En staðfastur vilji og
óbilandi kjarkur varð greinilega
öllum kvíða yfirsterkari. A-
kvörðunin var ótvírætt þaulhugs-
uð. Reynslan af kórstarfinu með
Söngfélaginu, svo líflegt og gef-
andi sem það annars var um tíma,
hafði óefað skerpt þá hugsun Sig-
ursveins að grunnur undir þrótt-
mikið tónlistarlíf meðal alþýðu-
fólks væri markviss tónhstarf-
ræðsla fyrir uppvaxandi kynslóð.
Þýskalandsdvölin var liður í því
að afla sér aukinnar þekkingar í
músíkuppeldi.
Atvikin höguðu því svo að Sig-
ursveinn hélt til Siglufjarðar
haustið 1957 skömmu eftir
heimkomuna frá Þýskalandi.
Hann segir svo frá í viðtali í þessu
blaði 7. aprfl 1984 að hann hafi
verið beðinn að koma norður til
að stjórna lúðrasveit, og tveim
mánuðum síðar var ég kominn
með á annað hundrað nemend-
ur.“ Tónskóli Siglufjarðar var
svo stofnaður vorið eftir með
stuðningi verklýðsfélaganna á
staðnum. Þarna var Sigursveinn
skólastjóri í 5 ár. Svo mikið kvað
að þessu starfi á Siglufirði að það
spurðist hingað suður að varla
væri fundarfært í félögum í bæn-
um; allir væru uppteknir við tón-
listarnám.
Það lýsir vel lítillæti Sigur-
sveins að hann skrifaði yfirleitt
aðra fyrir því sem hann gerði
sjálfur. Þegar hann lætur hafa
það eftir sér (í fyrrgreindu við-
tali) að um það leyti sem hann
kom suður (1963) hafi hópur
manna í forystu verklýðsfélag-
anna hér í Reykjavík farið að
ræða um nauðsyn þess að stofna
hér alþýðlegan tónlistarskóla,
þarf enginn að segja mér að ein-
hver annar en Sigursveinn sjálfur
hafi átt frumkvæðið að þeirri um-
ræðu. Hitt mun rétt að hann átti
alla tíð góða liðsmenn í röðum
verklýðsfélaga og ýmissa annarra
félagasamtaka; fólk sem var
reiðubúið að tala máli hans í sam-
tökum sínum. Hugmyndin um
„alþýðlegan tónlistarskóla,"
Tónskóla Sigursveins, hefði varla
orðið að veruleika ef frumkvöðu-
llinn hefði ekki notið þessa stuðn-
ings. - Skólinn var stofnaður 30.
mars 1964 og er nú einn stærsti
tónlistarskóli landsins. Hann
starfar í eigin húsnæði á tveimur
stöðum hér í borg og nemendur
eru um 600. - Sigursveinn lét af
störfum árið 1985. Starf skóla-
stjóra er nú í traustum höndum,
systursonar hans Sigursveins K.
Magnússonar.
Þegar litið er yfir ævistarf Sig-
ursveins D. Kristinssonar fer
tæpast milli mála að stofnun og
uppbygging Tónskólans ber þar
einna hæst. Hvað átti Sigursveinn
annars við þegar hann talaði um
„alþýðlegan tónlistarskóla“? Var
þetta kannski bara eitthvað al-
þýðudekur? Öðru nær. Hann
segist sjálfur (í fyrmefndu viðtali
1984) hafa kynnst slíkum skólum
í Danmörku og Þýskalandi, en
útskýrir raunar ekki nánar hvers
konar fræðslustofnanir um var að
ræða. í kynningarbæklingi sem
MINNING
gefinn var út kringum 20 ára af-
mæli skólans, og Sigursveinn
samdi að mestu leyti, segir að til-
gangur skólans sé, að auka þekk-
ingu og iðkun tónlistar meðal al-
mennings." Ég minnist þess að
hafa oft heyrt Sigursvein leggja
áherslu á það í spjalli og á fund-
um í Styrktarfélaginu að skólinn
þyrfti að skírskota til allra aldurs-
hópa, hann yrði að taka tillit til
mismunandi þroska nemenda,
gefa ölium tækifæri en varast að
„sortéra" nemendur sína í úr-
valsnemendur og hina sem slak-
ari væru. Framboð á kennslu á
mismunandi hljóðfæri og það að
hvetja nemendur til samleiks
væru líka mikilvæg atriði. Og síð-
ast en ekki síst yrði skólinn að
reyna að miða skólagjöld við það
að greiðslugetu þeirra efnaminni
væri ekki ofboðið. - Segir þetta
ekki eitthvað um hvaða skilning
hann lagði í hugtakið? Menn geta
svo velt því fyrir sér hvort þessi
atriði séu ekki einmitt þau sem
allir tónlistarskólar í landinu
keppa nú orðið að.
Það var gaman að líta inn til
Sigursveins og Ólafar á Óð-
insgötu 11 og síðar í Stóragerði
23. (Þau buggu raunar á Grettis-
götu 64 fyrst eftir að þau fluttust
frá Ólafsfirði.) Alltaf var kaffi á
könnunni og oft pönnukökur.
Stofan var allt í senn skrifstofa
skólans, kennslustofa, náms-
gagnamiðstöð, fundarherbergi
og vinnustofa skólastjórans og
tónskáldsins. Þarna voru fiðlan
og píanóið á sínum stað. Hingað
komu krakkarnir með blokkf-
lauturnar sínar. Hér var aðsetur
tónskálds sem samdi til dæmis
lögin við Fylgd eftir Guðmund
Böðvarsson og „1. maí“ eftir Jó-
hannes úr Kötlum (svo einhver
séu nefnd). Hér litu inn menn til
að ræða um hvað vinstripólitíkin
væri slöpp og mikill sofandahátt-
ur í verklýðshreyfingunni. Hér
sat baráttumaður fyrir þjóðfrelsi
við símann og bauð Samtökum
Framhald á bls. 17.
Kveðja frá Samtökum tónlistarskólastjóra
Mánudaginn 14. maí verður til
moldar borinn einn af stofn-
endum Samtaka tónlistarskóla-
stjóra Sigursveinn D. Kristins-
son. Hans verður minnst sem eins
ötulasta áhugamanns um upp-
byggingu tónlistarmenntunar á
íslandi. Um áratuga skeið starf-
aði hann að tónlistarkennslu og
rak einnig tónlistarskóla, fyrst á
Siglufirði en síðan í Reykjavík.
Tónskóli Sigursveins er í dag
einn stærsti tónlistarskóli lands-
ins og mun halda á lofti minning-
unni um stofnanda sinn. Sigur-
sveinn var mjög virkur í félags-
störfum og fyrir u.þ.b. tuttugu
árum stofnaði hann Samtök tón-
listarskólastjóra ásamt nokkrum
öðrum skólastjórum og sat í
stjórn samtakanna í mörg ár.
Samtökin eiga Sigursveini mikið
að þakka því að án þeirra væri hið
öfluga starf sem í dag fer fram í
tónlistarskólum landsins ekki
svipur hjá sjón. Hinn mikli áhugi
hans á eflingu tónlistarlífs í
landinu er okkur öllum, sem að
tónlistariðkun og kennslu stönd-
um, til eftirbreytni.
Fyrir hönd Samtaka tónlistar-
skólastjóra sendi ég aðstand-
endum öllum samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning Sigursveins
D. Kristinssonar.
F.h. stjómar S. T. S.
Lárus Sighvatsson
Ólína Þorvaróardóttir,
bókmenntafr.
Kristín Á. Ólafsdóttir,
borgarfulltrúi
Guðrún Jónsdóttir,
arkitekt
Kristín Dýrfjörð,
fóstra
Rut L. Magnússon,
tónlistarmaður
Aðalheiður Fransdóttir,
verkakona
Hádegisfundur
Kvenframbjóðendur H-listans halda fund í veitingahúsinu
Gauki á Stöng laugardaginn 12. maí nk. kl. 11.00 árdegis.
Kvenframbjóðendur H-listansT Reykjavík
flytja stutt ávörp.
Fundarstjóri verður Valgerður Gunnarsdóttir, sjúkraþjálfari.
í boði verður léttur hádegisverður, súpa og salat, fyrir kr. 600,-.
Allir velkomnir.
Valgerður Gunnarsdóttir,
sjúkraþjálfari
Kristrún Guðmundsdóttir,
bankastarfsm.
Halldóra Jónsdóttir,
menntaskólanemi
Kristín B. Jóhannsdóttir,
fóstrunemi
Guðrún Ómarsdóttir,
hjúkrunarfr.
Ragnheiður Davíðsdóttir,
ritstjóri
Guðrún Jónsdóttir,
félagsráðgjafi
ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 15