Þjóðviljinn - 12.05.1990, Blaðsíða 5
VIÐHORF
Skammastu þín!
Morgunblaðið snuprar Davið Oddsson
Það hendir oft þegar menn
verða rökþrota að þeir grípa til
gífuryrða til þess að leyna rök-
þroti sínu.
Þetta hendir borgarstjórann í
Reykjavík alloft, og nú fyrir þess-
ar kosningar við umræður um
dagvistarmál barna.
Þegar stjómarandstæðingar í
borgarstjóm hafa gagnýnt það að
fjármunum borgaranna hefur
verið varið til hallarbygginga á
sama tíma og verulega skortir á
að þörfum bama fyrir dagvistar-
rými sé fullnægt þá hafa viðbrögð
meirihlutans, og þá aðallega
borgarstjórans, verið þau að
grípa til stóryrða og blekkinga.
Við afgreiðslu síðustu fjár-
hagsáætlunar, þegar við
gagnrýndum harðlega slóðagang
í uppbyggingu dagvistarkerfis
bama féllu eftirfarandi gullkom
af vöram borgarstjóra: „Er nú
svo komið, að engin höfuðborg á
Norðurlöndum, að Kaupmanna-
höfn undanskilinni, getur boðið
foreldrum fleiri dagvistarúrræði
og jafn skjótvirka þjónustu og
Reykjavíkurborg gerir...“
Ekki þoldi þessi fullyrðing
skoðun.
Hlutfall barna sem eiga kost á
heilsdagsvistun í hinum ýmsu
höfuðborgum Norðurlandanna
er þetta:
Stokkhólmur 60%, Osló 41%,
Helsingfors 34%, Þórshöfn í Fær-
eyjum 28% og að lokum stolt
íhaldsins, Reykjavík 14%.
En þegar staðreyndir þrýtur
taka stóryrðin við og þeim beitir
borgarstjórinn í Reykjavík
Sigurjón Pétursson skrifar
óspart: „...Reykjavík er því i
hreinni forystusveit hvað úrræði
fyrir fjölskyldur um dagvistun
snertir ef litið er til ALLS HINS
VESTRÆNA HEIMS.“
Það hendir ekki oft að
Morgunblaðið telur ástæðu til
þess að snupra borgarstjórann í
Reykjavík, allra síst þegar aðeins
eru örfáir dagar eftir til borgar-
stjórnarkosninga.
Þó er svo komið að jafnvel á
þeim bæ blöskrar mönnum svo
innihaldsleysi stóryrðanna að
þeir komast ekki hjá því að setja
ofan í við borgarstjórann þótt
auðvitað sé hann ekki nefndur
með nafni.
Það var einn af föstum dálka-
höfundum Morgunblaðsins sem
fékk þetta verkefni. Víkverji
kallar hann sig og þar sem ekki er
skrifað undir nafni hljóta skrif
hans að túlka skoðun og stefnu
Morgunblaðsins.
Aldrei fyrr hef ég getað jafn
heilshugar tekið undir sjónarmið
sem sett era fram í því blaði og
nú.
Þar sem hugsanlegt er að ein-
hverjir af lesendum Þjóðviljans
hafi ekki lesið „Víkverja“ laugar-
daginn 5. maí s.l. þá tek ég mér
það bessaleyfi að birta hluta af
þeim skrifúm orðrétt (undir-
strikanir og áherslubreytingar í
þessari grein era mínar. S.P.):
„íslenskt dagvistarkerfi er ein-
hæft; val foreldra er nánast ein-
skorðað við vistun hálfan daginn
á leikskóla og þá ekki fyrr en
bamið er orðið 2ja ára. Sjálfsagt
telja ráðamenn það best fyrir
börn að vera aðeins hálfan dag-
inn á dagvistarheimili, en raun-
veraleikinn er hins vegar sá að
eftirspurnin eftir heils dags vistun
er hrópandi.
Lausnin felst í því að fram að
tveggja ára aldri era bömin allan'
daginn hjá dagmömmu og síðan
hálfan daginn á móti leikskóla
eftir 2ja ára aldurinn. Afleiðingin
er að bömin era á sífelldu flakki
milli heimilis, leikskóla og dag-
mömmu.
Víkverji fullyrðir að ekkert
bam hafi gott af slíku og stjórn-
málamönnum væri nær að snúa
sér að lausn vandans fremur en
fela hann.
Lífskjör ungra fjölskyldna á ís-
landi era slæm, sérstaklega vegna
mikils kostnaðar við öflun hús-
næðis og einnig kostnaðar við
dagvistun. Stjórnmálamenn eru
hins vegar flestir af þeirri kynslóð
sem byggði hús sín fyrir gjafafé
og virðást ekki skilja þarfir
barnafjölskyldna nútímans.
Að hluta til snýst málið um
það, að þjóðfélagið fái notið
krafta vel menntaðra ungra
kvenna úti á vinnumarkaðnum.
Eða svo málið sé skoðað fá þjóð-
hagslegu sjónarmiði: Til að fjár-
festing þjóðfélagsins í menntun
ungra mæðra skili arði þarf að
byggja upp miklu öflugra dag-
vistarkerfi en nú er.
Aðalatriðið er þó, að tryggja
góðan aðbúnað bama, þannig að
þau njóti öryggis og leiðsagnar.
Sjálfstæði bamanna og trausta
sjálfsmynd teystum við ekki með
því að láta þau ganga sjálfala,
þvert á móti.“
Við þessi orð „Víkverja“ er
engu að bæta.
Það er hægt að byggja upp
nægilegt dagvistarrými fyrir öll
böm í Reykjavík á aðeins einu
kjörtímabili ef til þess er vilji.
Reykjavíkurborg hefur úr feikn-
miklum fjármunum að spila, fjár-
munum sem til þessa hefur verið
varið til þess m.a. að byggja
glæsilega skrifstofubyggingu fyrir
borgarstjóra og hans nánustu vini
en sem einir og sér hefðu fyllilega
dugað í það þýðingarmikla verk-
efni sem „Víkverji" talar um.
f hvað fjármunir næstu fjög-
urra ára fara veit enginn enn; en
er það líklegt að þeir sem telja sig
í dag fremsta allra í „hinum vest-
ræna heimi“ leggi áherslu á upp-
byggingu dagheimila?
Ætli þeir láti ekki hér eftir sem
hingað til stóryrðin og hrokann
mæta réttmætum kröfum fólks
um úrbætur.
Þeir sem vilja nýta fram-
kvæmdafé borgarinnar til sam-
félagslegra verkefna, sem auka
jöfnuð meðal borgarbúa, og eru á
sömu skoðun og „Víkverji“ og AI-
þýðubandalagið í dagvistar-
málum, eiga aðeins eina örugga
leið í vor; TIL VINSTRI X-G.
„Þó ersvo komið að jafnvel á þeim bœ blöskr-
ar mönnum svo innihaldsleysi stóryrðanna að
þeir komast ekki hjá því að setja ofan í við
borgarstjórann... “
Við lentum á José Martflug-
vellinumn á Kúbu snemma morg-
uns. Sólargeislar teygðu sig lágt
yfir raka jörðina. Á flugvellinum
biðu okkar starfsmenn ICAP
(stofnun er sér um vináttutengsl
milli Kúbu og annarra þjóða).
Þeir áttu eftir að vera okkur
traustir og vingjarnlegir félagar
allan dvalartímann, sem var
u.þ.b. mánuður. Frá flugvellin-
um var haldið rakleitt til Julio
Antonio Mella búðanna. Mella
(borið fram Meija) var einn af
stofnendum Kommúnistaflokks
Kúbu árið 1925. Hann var myrtur
í Mexíkó skömmu síðar. Búðim-
ar eru í u.þ.b. 30 km fjarlægð frá
Havana, höfuðborg landsins og
vora þær helsti dvalarstaður okk-
Viva Kúba!
Bjartmar Jónsson skrifar
40° C sem er töluvert hærri hiti
en við erum vön. Við héldum að
það yrði okkar bani að vinna í
þvílíkum hita, en líkaminn er
ótrúlega fljótur að venjast mis-
Það skilja aðeins þeir sem smakk-
að hafa ísinn þar.
í eitt skiptið heimsóttum við
litla eyju suður af Kúbu. Hún var
kölluð Djöflaeyjan fyrir bylt-
Síðustu vikuna unnum við ekk-
ert og fórum með járnbrautarlest
til Ciego de Avila héraðs sem er
lengra inni í landi. Þar dvöldum
við í heimavistarskóla. Á þessum
„Ég mun aldrei sjá eftir að hafafarið íþessa
ferð, þvííhuga mér er hún semfjársjóður, er
gefið hefur mér víðsýni og sannfœrt mig um
frelsunarmátt sósíalismans“
Við (Brigada Nordica) voram
rúmlega 150 manns frá öllum
Norðurlöndum sem gistum búð-
irnar og áttum við lífleg og
skemmtileg samskipti, jafnt við
innfædda sem og aðra gesti. Okk-
ur var skipt í 8 vinnuhópa og
tókum að okkur ýmis verkefni
s.s. byggingarvinu, akurvinnu og
ávaxtatínslu.
Vinnuvikan var töluvert frá-
brugðin því sem við höfum van-
ist. Unnið var aðeins 4 daga vik-
unnar þ.e.a.s. mánudaga, þriðju-
daga, fimmtudaga og föstudaga.
Morgunmatur var kl. 6, en síðan
var haldið til vinnu í litlum rútum
kl. 7 og unnið til kl. 11. Þá var
yfirleitt haldið til búðanna að
borða. Aftur var haldið til vinnu
kl. 14ogunniðtilkl. 17,þaðerað
segja ef veðrið greip ekki inní
með þrumum, eldingum og til-
heyrandi rigningu, sem á sér ekki
samlíkingu á Fróni.
'' Yfir daginn fer hiti oft yfir
jöfnum aðstæðum og kom það
vel í ljós.
Eftir vinnu vora oft haldnir
fundir með ýmsum þjóðfrelsis-
hreyfingum þriðja heimsins.
Okkur var kynnt innan- og utan-
ríkisstefna Kúbu, svo og haldnar
veislur, skemmtanir og dansleikir
þar sem margir frægir kúbanskir
listamenn komu fram. Einnig
voru farnar stuttar ferðir til Ha-
vana.
Á miðvikudögum og um helgar
vora farnar lengri og ítarlegri
ferðir s.s. á baðstrendur, söfn
o.fl. Einnig vora svokallaðir
„frjálsir tímar“. Þá gátum við far-
ið til Havana og skoðað borgina
af eigin rammleik. Þær ferðir
urðu oft mjög skemmtilegar, oft-
ast notuðum við þær í verslunar-
leiðangra. Þá var ekki hægt að
sleppa því að fara í íshöllina sem
er einn vinsælasti staðurinn í
hjarta Havana og er ekki furða.
ingu. Þar vora átta þúsund fangar
hýstir í senn, þar á meðal Fidel
Castro ásamt öðram byltingar-
sinnum. Sagan segir að þar hafi
menn ekki verið meira virði en
flugur, enda áttu fæstir aftur-
kvæmt sem þangað vora sendir.
í dag heitir eyjan Isla de la Ju-
ventud eða Æskueyjan. Þar
stunda um 16 þúsund nemendur
frá Asíu og Rómönsku Ameríku
nám, sumir í allt að átta ár. Þetta
er aðeins dæmi um Alþjóðahyg-
gju Kúbana. Æskueyjan hefur
verið í mikilli uppbyggingu. Þar
eru marmaranámur og mikil
ávaxtarækt. Þar skoðuðum við
hin risavöxnu fangelsi sem eru
grotnandi minnisvarði um ógnar-
og óstjórn Fulgencio Batista ein-
ræðisherra. Einnig fengum við að
sjá afríska unglinga dansa, sem er
ógleymanlegt. Svo var að sjálf-
sögðu dýrindis veisla fyrir brott-
förina.
stað var loftslagið mun þurrara
en í Havana, sem hafði þann kost
að lítið var um moskító flugur.
Þessa seinustu daga vora hald-
nar svo til linnulausar skoðunar-,
kynnis- og skemmtiferðir vítt og
breitt um héraðið. M.a. vora
heimsótt sjúkrahús, verksmiðj-
ur, samyrkjubú, söfn og ýmsar
stofnanir s.s. verkalýðsfélög,
friðarhreyfingar og margt fleira.
Svo til hver einasta mínúta var
skipulögð, en eitt var þó öðru
skemmtilegra þessa seinustu viku
á Kúbu. Það var ferð út í eyju sem
er alveg ósnortin af mönnum.
Það er ævintýri sem ég vildi ekki
hafa misst af.
Á þjóðhátíðardegi Kúbu, 26.
júlí, hlotnaðist okkur ásamt 150
þúsund manns að líta Fidel Ca-
stro berum augum og hlusta á
hann flytja óvenjustutta ræðu
(aðeins 2 tíma).
Allt tekur enda. Sama átti við
um þessa ógleymanlegu ferð til
Kúbu sumarið 1989, sem mér
ásamt sjö öðrum íslenskum ung-
mennum og tugum annarra
Norðurlandabúa hlotnaðist að
fara í. Hvert sem ég ferðaðist á
Kúbu varð ég aldrei var við að
fólk betlaði. Menntun er endur-
gjaldslaus fyrir alla þegna Kúbu
oig sama á við um heilbrigðis-
þjónustuna sem er á háu stigi,
jafnvel miðað við ríkar auðvalds-
þjóðir.
Atvinnuleysi er ekki til, því
sett vora lög skömmu eftir bylt-
ingu sem tryggja hverjum einasta
þegni Kúbu atvinnu. Ekkert bar
á kynþáttamisrétti sem er eins-
dæmi í Ameríku, og þótt víðar
væri leitað. Ég sá ekki betur en
íbúar Kúbu lifðu við lífskjör sem
flestir íbúar þriðja heimsins láta
sig ekki dreyma um.
Ég mun aldrei sjá eftir að hafa
farið í þessa ferð, því í huga mér
er hún sem fjársjóður, er gefið
hefur mér víðsýni og sannfært
mig um frelsunarmátt sósíalis-
mans.
í sumar verður aftur farið í
vinnuferð til Kúbu. Lagt verður
af stað 28. júní og dvalið á Kúbu í
júlímánuð. Unnið er í 3 vikur og
ferðast um landið í viku. Að
þessu sinni geta börn frá 8 ára
aldri slegist með í för, en sérstakt
skipulag verður fyrir þau. Um-
sóknarfrestur fyrir þessar ferðir
er til 12. maí. Umsóknir sendist
til Vináttufélags (slands og
Kúbu, Pósthólf 318, 121 Reykja-
vík. Upplýsingar era veittar í
síma (91)13695 og (91)622864.
Viva Kúba! Víva Kastro!
Bjartmar Jónsson vinnur í vélsmiðju í
Vestmannaeyjum og dvaldi á Kúbu i
mánuð sumarið 1989.
Laugardagur 12. maí 1990 [ÞJÓÐVILJINN — SlÐA 5