Þjóðviljinn - 12.05.1990, Blaðsíða 20
SPURNINGIN
Ef þú mættir ráðstafa tíu
miljónum, hvert vildirðu að
þær rynnu?
3- g a st 3r
íris Williamsdóttir innheimtufulltrúi Ég veit ekki, til einhverrar góðgerðc rstarfsemi. Til Kvennaathvarfsins o bama helst.
3
Aöalsteinn Sveinsson nemi Það er spuming. Ég myndi aðstoð foreldra mína að byggja húsið. Be væri að dreifa peningunum. Það svo margt hægt að styðja.
o
Áslaug Kristjánsdóttir verslunarmaður Ég hugsa að ég myndi gefa Krabba- meinsfélaginu peningana. Einnig gæfi ég fé til landgræðsluátaksins.
Kristjana Stefánsdóttir söngnemi Ég gæfi peningana til styrktar mann- úðarmálum og náttúmvemdarsam- tökum. Helst myndi ég styrkja Am- nesty Intemational.
mm
Ingibjörg Stefánsdóttir
hjúkrunarfræðingur
Þetta er voðalega erfið spuming. Það
eru til svo mörg góð málefni. Ég
hugsa að ég myndi skipta peningun-
um á milli málefna.
þiómnuiNN
SÍMI 681333
SÍMFAX
681935
Vinnuskólamir anna eftirspuminni nokkum veginn en óvissa rikir um atvinnuhorfur unglinga sem lokið hafa gmnnskólanámi.
Unglingavinna
Óvissa f atvinnumálum unglinga
Eftirspurn víðast enn meiri en í fyrra. Atvinnuhorfur unglinga íframhaldsskólum ekki góðar
tarfsfólk vinnumiðlana og
vinnuskóla víða um land sit-
ur nú sveitt við að taka niður
atvinnuumsóknir unglinga sem
innan skamms streyma út úr
skólunum í leit að vinnu yfir
sumartímann. Þjóðviljinn sló á
þráðinn á nokkra staði og alls
staðar var sama hljóðið: Eftir-
spurnin jókst gífurlega í fyrra
frá árinu áður og virðist ætla að
verða enn meiri í ár. Grunn-
skólanemendur komast flestir
að hluta úr sumri hjá vinnu-
skólunum en horfurnar fyrir
framhaldsskólaunglingana eru
ekki góðar. Nemendur sem lok-
ið hafa 6. bekk fá oftast þriggja
til ijögurra tíma vinnu í fjórar
vikur en aðrir átta tíma vinnu í
átta vikur. Launin eru ekki há,
á biiinu 150-170 kr. á tímann en
á sumum stöðum hefur þó,
vegna mikillar aðsóknar, þurft
að skera niður vinnustunda-
fjöldann til að koma fleirum að.
Unglingar sem lokið hafa 9.
bekk, 74-árgangurinn, eiga ekki
alls staðar jafn greiðan aðgang að
vinnuskólunum og eins og ung-
lingar í framhaldsskólum þurfa
þeir víða að ieita út á hinn al-
menna vinnumarkað en starfsfólk
vinnumiðlananna er ekki bjart-
sýnt á atvinnuhorfur þeirra.
Ástandið frekar erfitt
Reykjavíkurborg rekur vinnu-
skóla fyrir alla nemendur fædda
árin 1975 og 1976, þ.e. þá sem
eru að ljúka 7. og 8. bekk í vor.
Fatlaðir nemendur sem þurfa
mikinn stuðning í starfi fá einnig
vinnu þar undir leiðsögn sérstakra
leiðbeinenda. Nemendur sem eru
að Ijúka 9. bekk og framhalds-
skólafólk getur látið skrá sig hjá
Ráðningarskrifstofu Reykjavíkur
og er gert ráð fyrir að tekið verði
við svipuðum Qölda og í fyrra í
bæjarvinnuna, þ.e. um 1100
manns. Nær helmingi fleiri sækja
um eða um 2000 manns og sér
skrifstofan um að leita að vinnu
fyrir þá sem þess óska á almenn-
um vinnumarkaði. „Nokkur
hundruð fá vinnu hjá fyrirtækjun-
um og nokkur hluti fær vinnu í
gegnum vinnumiðlun stúdenta.
Það leita mjög margir til okkar en
ástandið virðist vera frekar erf-
itt,” sagði Gunnar Helgason hjá
Ráðningarskrifstofunni. „Aukn-
ingin i fyrra frá árinu áður var gíf-
urleg vegna versnandi atvinnu-
ástands en með sérstakri fjárveit-
ingu tókst að leysa málin þá.”
„Við höfum þurft að hluta til
að stytta vinnustundafjölda 14 og
15 ára krakka til að koma öllum
að í vinnuskólanum en við ótt-
umst að 17 ára unglingum gangi
illa að fá vinnu á almennum
vinnumarkaði og það hefur verið
rætt um hvort hægt sé að gera eitt-
hvað fyrir þann hóp,” sagði EIís
Þór Sigurðsson hjá Vinnuskóla
Akraness í samtali við Þjóðvilj-
ann. I fyrra var stöðugildum ung-
linga fjölgað um 20% í 120 stöð-
ur. „Við rekum vinnumiðlun fyrir
þá sem ekki komast að hjá bæn-
um og höfum samband við fyrir-
tækin en staðan er þung,” sagði
Elís Þór. „Við vonumst til að ein-
hver hluti þessa hóps fái vinnu hjá
Skógræktinni eða Landgræðsl-
unni en við búumst við því að eft-
irspumin eflir vinnu verði enn
meiri en í fyrra og þetta er vem-
legt áhyggjuefni.”
300sóttu um
100 stöður
I Kópavogi hefúr einnig verið
gripið til þess ráðs að skera niður
vinnustundafjölda í vinnuskólan-
um til að koma öllum að á aldrin-
um 12 til 16 ára. I fyrra sóttu fleiri
um en nokkm sinni fyrr, um 440
unglingar, en í ár er gert ráð fyrir
því að talan fari yfir 500. Vinnu-
miðlun fyrir skólafólk fætt 1974
og fyrr er rekin í Kópavogi. Lýs-
andi dæmi um ástandið er að aug-
lýst var eftir fólki í um 100 stöður
i bæjarvinnunni og 300 sóttu um.
Vinnumiðlunin hefnr að und-
anfömu haft samband við öll fyr-
irtæki í bænum til að reyna að út-
vega þeim tæplega 200 sem ekki
komust í bæjarvinnuna atvinnu en
að sögn Friðriks Baldurssonar hjá
Kópavogsbæ em fyrirtækin enn
að spá í spilin og ekki ljóst hve
stór hluti unglinganna fær vinnu.
I Hafnarfirði er sömu sögu að
segja, eftirspumin eftir vinnu er
mikil en óvíst er hvað verður þar
sem fyrirtækin hafa ekki skipu-
lagt að fullu sumarráðningar.
Á Akureyri fá 13-15 ára ung-
lingar vinnu í vinnuskólanum en
ekki hefur enn verið ákveðið
hvort eitthvað verður gert til að
útvega 16 ára og eldri vinnu. Þau
eru þó skráð hjá vinnumiðluninni
en fyrirtæki hafa lítið gert af því
að hafa samband að fyrra bragði.
Nokkuð stór hópur sækir um
vinnu hjá frystihúsunum og hjá
Útgerðarfélagi Akureyringa feng-
ust þær upplýsingar að eflirsókn-
in hefði sjaldan verið jafnmikil og
nú væri svo komið að hætt væri
að taka niður umsóknir. Viðmæl-
andi blaðsins þar sagðist hafa
orðið var við að nokkuð væri um
að unglingar óskuðu eftir vinnu í
frystihúsinu eftir að önnur fyrir-
tæki hefðu svikið ráðningarlof-
orð. Þá taldi hann það valda erfið-
leikum að fiskvinnslustörf væm
orðin það sérhæfð að ekki gæti
hver sem er hlaupið inn í þau fyr-
irvaralaust í nokkrar vikur og
einnig að æ fleiri fiystihús lokuðu
í 10-14 vinnudaga yfir hásumar-
ið.
-vd.