Þjóðviljinn - 12.05.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 12.05.1990, Blaðsíða 10
Frakkland Grafreitur gyðinga vanhelgaður Óvenju viðurstyggilegar aðfarir. Stjórnmálaleiðtogarfordœma verknaðinn einum rómi IFrakklandi er fólk slegið reiði og hryllingi siðan í fyrradag, en þá kom í Ijós að illvirkjar nokkrir höfðu vanhelgað grafreit gyðinga við Carpentras, smáborg í Pro- vence. Háttalag af því tagi er að vísu ekki óalgengt, en að þessu sinni voru aðfarirnar óvenju viðurstyggilegar. 34 grafir voru vanhelgaðar og lík manns, sem lést fyrir hálfum mánuði 81 árs að aldri, var grafið upp, staursett og Davíðsstjarna fest á það. Talið er að aðfarir þessar hafi átt sér stað á miðviku- dagsnótt. Grafreitur þessi er einn af elstu grafreitum gyðinga í Frakklandi. Maður, sem mælti bæði á frönsku og arabísku, hringdi í gær í lögregluna í Carpentras, kvaðst heyra til hópi sem hann nefndi Mohammed E1 Boukina og kvað þann hóp hafa framið vanhelgun- ina. Enginn kannast við að hafa heyrt þann hóp nefndan fyrr, og ekki gat sá sem hringdi um ástæð- ur til aðfaranna. Ekki er enn vit- að hvort nokkurt mark er takandi á því símkalli. Margir hafa lýst a. m. k. óbeinni sök á hendur Þjóðfylkingunni (Front National) af þessu tilefni og telja að illskeyttur áróður hægriflokks þessa gegn Norður- Afríkumönnum og gyðingum hafi leitt til aukins kynþáttahat- urs. Forkólfar Þjóðfylkingarinn- ar hafa hinsvegar fordæmt hryll- ingsverkið engu vægar en aðrir stjórnmálaleiðtogar og jafnframt haldið því fram, að líklegast sé að óvinir flokksins hafi framið það beinlínis í þeim tilgangi að Þjóð- fylkingin yrði höfð fyrir sökinni. Ódæðisverkið var framið er sólarhringur var liðinn frá hátíða- höldum þarlendis í tilefni sigurs- ins á Hitlers-Þýskalandi fyrir 45 árum. Francois Mitterrand forseti, margir aðrir háttsettir stjórn- málamenn, trúarleiðtogar o.f. hafa fordæmt ódæðisverkið hörð- um orðum og hvatt til þess að engin fyrirhöfn verði spöruð til að hafa upp á þeim sem það fröm- du. Pierre Joxe, innanríkisráð- herra, kallaði það glæp gegn mannkyninu. Albert Decourtrey kardínáli, æðsti klerkur kaþólsku kirkjunnar í landinu, sagði að í franskri sögu yrði héreftir ein- Mongólía Lýðræði líka þar Bestukjarasamningur við Bandaríkin á döfinni Fyrstu þingkosningar með þátttöku fleiri en eins stjórnmála- flokks í sögu Mongólíu verða haldnar seint í júlí n.k., að sögn austurþýsku fréttastofunnar ADN, sem hefur þetta eftir mong- ólskum forustumönnum. Mong- ólía hefur verið undir stjórn kommúnista frá því í byrjun 3. áratugar aldarinnar, eða lengur en nokkurt ríki annað að Sovétr- íkjunum undanteknum. Gert er ráð fyrir að þó nokkrir stjórnmálaflokicar bjóði fram í kosningunum í júlí, enda fá þeir að starfa samkvæmt breytingum, sem nýlega voru gerðar á lögum og stjórnarskrá. Fara Mongólar í þessu eftir fyrirmyndum frá Austur-Evrópu. f kosningunum í sumar verður kosið á löggjafar- þing, sem kemur til með að fjalla um lög, fjárveitingar og efna- Verðbólga er nú meiri í Bret- landi en nokkru sinni fyrr í átta ár. í apríl var verðbólgan þar 9,4 prósent á ársgrundvelli, en var 8,1 prósent í mars. Eru þetta al- varleg tíðindi fyrir ríkisstjóm Margaretar Thatcher, en íhalds- flokkurinn, sem hún veitir for- stakur óhugnaður tengdur 9. maí, deginum er vanhelgunin var framin. Franska þingið gerði stundarfjórðungs hlé á umræðum í mótmælaskyni við verknaðinn. í gær hafði verið ákveðið að halda hagsmál. Núverandi þing Mong- óla, sem kosið mun hafa verið á með gamla austantjaldslaginu, verður þó áfram til sem nokkurs- konar öldungadeild. Um langt skeið hefur Mongól- ía takmörkuð samskipti haft við önnur ríki en Kína og Sovétríkin, stöðu, er nú langt fyrir neðan Verkamannaflokkinn í fylgi, samkvæmt skoðanakönnunum. Bretland er nú þriðja mesta verð- bólgulandið í Evrópubanda- laginu á eftir Grikklandi, sem var með 17,8% verðbólgu í mars, og Portúgal, þar sem verðbólgan var 12,8% í sama mánuði. mótmælafund í grafreitnum síð- degis og var gert ráð fyrir að flest- ir helstu stjórnmálaleiðtogar landsins kæmu á þann fund, þeirra á meðal Mitterrand for- set'- Reuter/-dþ. en nú er að sjá að vinátta sé í skjótri svipan að takast með Bandaríkjamönnum og Mongól- um. Washington Post skýrði ný- lega svo frá að viðskiptasamning- ur væri á döfinni milli þjóðanna og vera kynni að það yrði best- ukjarasamningur fyrir Mongóla. Daschiyn Bjambasuren, aðstoð- arforsætisráðherra Mongólíu, ræddi nýlega við háttsetta Banda- ríkjamenn í New York og Mont- same, hin opinbera fréttastofa Mongólíu, hefur skýrt svo frá að þeim Dan Quayle varaforseta Bandaríkjanna og James Baker utanríkisráðherra þeirra hafi ver- ið boðið í opinbera heimsókn til Mongólíu. Fylgdi sögunni að þeir myndu þiggja boðið áður en árið væri á enda. Reuter/-dþ. Aukin verðbólga í Bretlandi Stefnt að samstarfi Forsetar Eistlands, Lettlands og Litháens, þeir Arnold Ruutel, Anatolijs Gorbunovs og Vytautas Landsbergis, halda í dag fund í Tallinn, höfuðborg Eistlands, í þeim tilgangi að samræma ráð- stafanir landa sinna gagnvart stjórnvöldum í Moskvu. Reynt verður að koma á samstarfi með lýðveldunum þremur á sviðum stjórn- og efnahagsmála. Þetta verður fyrsti fundur for- seta landanna þriggja frá því að sjálfstæðissinnar komust þar til valda fyrr á árinu að unnum kosn- ingasigrum. Talið er að forset- arnir muni öllu öðru fremur reyna að ná samkomulagi um samstöðu og samvinnu í efna- hagsmálum, í von um að þá verði auðveldara fyrir lýðveldin þrjú að standast efnahagslegar þving- unaraðgerðir sovésku stjórnar- innar. Litháen sætir þegar slíkum aðgerðum og Eistir og Lettar ótt- ast að þær verði einnig hlutskipti þeirra. Haft er eftir Endel Lipp- maa, eistneskum ráðherra, að með samstarfi í efnahagsmálum gætu ríkin þrjú orðið drjúgum sterkari á þeim vettvangi en þau eru hvert í sínu lagi, en veikasti hlekkurinn hjá þeim er að þau ráða ekki yfir teljandi orku- lindum til eldsneytisframleiðslu. Genscher vill hraða sameiningu Hans-Dietrich Genscher, var- asambandskanslari og utanríkis- ráðherra Vestur-Þýskalands, hvetur til þess í blaðaviðtali er birt var í gær að vesturþýsku þingkosningarnar, sem ákveðið hefur verið að fari fram í des. n.k., verði látnar fara fram í Austur-Þýskalandi einnig. Er svo að heyra á Genscher að hann geri sér vonir um þá muni sameining þýsku ríkjanna verða komin í kring. Genscher sagðist einnig í við- talinu gjarnan vilja krýna stjórnmálaferil sinn með því að verða utanríkisráðherra samein- aðs Þýskalands, enda væri hann sjálfur Austur-Þjóðverji. Nánar tiltekið fæddist hann í Halle. Reuter/-dþ. Innkaupastofnun ríkisins f.h. Ríkisspítala óskar eftir tilboöum í akstur með sjúklinga og vörur fyrir Geödeild Landspítala aö Kleppi. Ekiö er alla virka daga ársins frá kl. 8.00 f.h. til 17.00 e.h. Bifreiðin þarf að hafa sæti fyrir a.m.k. 11 far- þega. Utboðsgögn afhendast á skrifstofu vorri aö Borgartúni 7, Reykjavík og skal skila tilboöum á sama staö merkt: „Útboö 3589/90“ þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóð- enda föstudaginn 25. maí kl. 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN RÍKISINS Boraartúni 7. sími 26844 Útboð Tilboð óskast í að leggja til og setja upp fólks- lyftu í húsið Borgartúni 7, Reykjavík, ásamt lyftustokk sem klæddur er gleri. Lyftan sé vökvadrifin og gengur milli 4ja hæða. Útboðs- gögn verða afhent á skrifstofu vorri að Borgart- úni 7, Reykjavík. Tilboð merkt: „Lyftuútboð 3590/90“ berist á sama stað þar sem þau verða opnuð í viðurvist viðstaddra bjóðenda föstudag- inn 25. maí kl. 11.00 f.h. INIMKAUPASTOFNUN RÍKISIIMS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK ÆSKULYÐSFYLKINGIN ÆFR Almennur félagsfundur Almennur félagsfundur ÆFR er boðaður 30. maí n.k. Fundarefni verður framboðsmál í Reykjavík í Ijósi kosningaúrslita og staða Alþýðubandalagsins í nútíð og framtíð. Stjórn ÆFR Útboð Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar, f.h. Borgarverkfræð- ings í Reykjavík óskar eftir tilboðum í jarðvinnu vegna byggingar Hamraskóla við Dyrhamra í Reykjavík. Helstu magntölur: Gröftur 7000 m3 Sprenging 600 m3 Fylling 1800 m3 Verkinu skal lokið 27. júlí 1990. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík frá og með þriðjudeginum 15. maí gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 29. maí 1990, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Frikirkjuvegi 3 Simi 25800 Fundarboð Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar h.f. verð- ur haldinn í Safnahúsinu á Sauðárkróki mánu- daginn 21. maí 1990, kl. 17.00. Dagskrá samkvæmt 16. gr. samþykkta félags- ins. Stjórn Steinullarverksmiðjunnar h.f. Öskjuhlíðarskólinn í Reykjavík Lóðarlögun Tilboð óskast í-lóðalögun við Öskjuhlíðarskóla. Um er að ræða jarðvegsskipti, frárennslislagnir, snjóbræðslulagnir, kantstein og hellulögn. Auk þess á að setja upp girðingar, hlaða vegg og gróðursetja plöntur. Verktími er til 30. júlí 1990 en gróðursetningu plantna skal vera lokið 20. júní 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Innkaupastofnunar ríkisins, Borgartúni 7, 105 Reykjavík frá þriðjudegi 15. maí til og með þriðj- udags 22. maí. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 25. maí 1990 kl. 11.30. INNKAUPASTOFNUN RIKISINS Borgartúni 7, simi 26844 Utboð V Svalbarðseyrarvegur Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum [ ofan- greint verk. Lengd kafla 960 metrar, fyllingar 10.600 rúmmetrar og burðarlag 5.700 rúmmetr- ar. Verkinu skal lokið 15. október 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins á Akureyri og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 14. þ.m. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 28. maí 1990. Vegamálastjóri

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.