Þjóðviljinn - 12.05.1990, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 12.05.1990, Blaðsíða 12
Vofir hungursneyð yfir heimsbyggðinni? World Watch Institute birtir nýjar niðurstöður „Heimsbyggðin horfir fram á alvarlegan matvælaskort á næstu árum ef stjórnmálamenn um heim allan breyta ekki af- stöðu sinni til landbúnaðarmála og umhverfisverndar og stemmt verður stigu við mannfjölgun. Matarskortur bitnar ekki einvörð- ungu átekjulægstu íbúum þróun- arlanda. Gríðarlega hátt kornverð samfara efnahags- legum og félagslegum óróleika ógnar bæði þjóðríkjum, og stjórn- völdum þeirra, og síðast en ekki síst alþjóðlega fjármagns- kerfinu." Svo hljóða válegar niðurstöður í ársskýrslu Worldwatch Institute í Bandaríkjunum sem Magnar Norderhaug, forstöðumaður Norrænu worldwatch-stofnunar- innar, kynnti á ráðstefnu Norr- ænu bændasamtakanna í Noregi um þróun matvælaframleiðslu í heiminum. í ársskýrslunni birtast niðurstöður athugana WWI á heildarframleiðslu matvæla á heimsvísu, þar sem tekið er tillit til allra þeirra þátta sem hafa áhrif á hana. Þetta er með öðrum orðum engin venjuleg skýrsla um fram- leiðslu matvæla eða „birgða- talning" heldur gagnmerk greining á framleiðslugetu hverr- ar heimsálfu í nútíð og framtíð. Óhætt er að segja að Norderhaug hafi verið ómyrkur í máli. Hér á eftir verður tæpt á því helsta. Framleiösla mat- væla heldur ekki lengur í við mannfjölgun Undirstöðufæða mannkyns er korn. Á árunum 1950 til 1984 var kornframleiðsla í öllum heims- álfum að jafnaði á hvern íbúa meiri en nam mannfjölgun, í fyrsta skipti í veraldarsögunni. Upp úr miðjum níunda áratug snýst þessi þróun við nema í Bandaríkjunum og Vestur- Evrópu. Mannfjölgun er alvar- legasta vandamál heimsbyggðar- innar, samfara jarðvegseyðingu og umhverfismengun. I dag búa rúmlega fimm miljarðir manna á jörðinni. Talið er að þeim muni fjölga um 95 miljónir ár hvert og að þessari þróun linni ekki fyrr en á 21. öld eða um það leyti þegar mannfjöldinn hefur allt að því þrefaldast. Örfoka land, rányrkja, upp- þornaðar ár, lægri grunnvatns- staða og smækkun innvatna í Kína, Mexíkó, Bandaríkjunum, Afríku, Austur-Evrópu og Suður-Ameríku eru til vitnis um að hámarksframleiðslugetu korns sé þegar náð, og meira en það. Áhrif matvælaskorts Flest ríki heims verða að flytja inn korn svo þau geti brauðfætt sig. Ef fram heldur sem horfir er matvælaskortur og hungursneyð víða um heim óumflýjanlegt staðreynd á næstu árum. I fyrstu snertir það iðnríkin lítið, þar sem velferð er almenn. Öðru máli gegnir um þau lönd þar sem jafnvel 70% tekna fólks fer í matarkaup. Með hækkandi kornverði er hætt við að fátæk- ustu ríkin geti ekki staðið við fjár- skuldbindingar sínar og alþjóða fjármagnskerfið kemst þar með í uppnám. Uppskerubrestur í stærsta kornframleiðslulandi heims, Bandaríkjunum, árin 1988 og 1989 gaf forsmekkinn að því sem í vændum er. Kornbirgð- ir heimsins eru á þrotum í dag og heimsmarkaðsverð snarhækkaði, en það er í beinum tengslum við kornbirgðir. WWI telur að við núverandi aðstæður verði mikl- um erfiðleikum bundið að auka kornframleiðsluna um meira en 1% á ári á meðan mannkyninu fjölgar um 2% á sama tíma. Úr erindi Magnars Norder- haugs Mannkynið taldi 5 miljarða árið 1987. Áætlað er að því fjölgi um 96 miljónir tæpar á hverju ári. Ekki er talið að mannfjölgun linni fyrr en á 21. öld eða þegar 14 miljarðar byggja jörðina. Váleg framtíðarsýn þegar við brauð- fæðum ekki einu sinni þá 5,2 milj- arða manna sem búa á jörðinni í dag. Þróun matvæla- framleiöslunnar (kornframleiösl- unnar) Á árunum 1950 til 1984 jókst kornframleiðslan í heiminum að jafnaði um 3% á ári, fór úr 624 í 1645 miljónir tonna á ári. Þetta er einstætt tímabil í sögu mannkynsins því kornfram- leiðslan var meiri en nam mann- fjölgun í öllum heimsálfum. Upp úr 1984 snýst þessi þróun við nema í Bandaríkjunum og Vestur-Evrópu. í öðrum heims- hlutum jókst korninnflutningur jafnt og þétt aðallega af þeim sökum að innlend framleiðsla hélt ekki í við mannfjölgunina. í Afríku, Asíu og suður-Ameríku er ástandið hvað uggvænlegast. Þar eru iðnríkin í Asíu engin undantekning. Japan, Taiwan og Suður-Kórea flytja inn 71%, 72% og 59% af því korni sem fer í innanlandsneyslu. Flatarmál kornræktarlands Á árunum 1950 til 1981 jókst akurlendi um fjórðung (24%). Á 9. áratugnum minnkaði það aftur á móti um 7%. í Bandaríkjunum og Sovétríkjunum hafa landsvæði verið „tekin úr urnferð" þar sem hætt er við uppblæstri eða svo- nefnd jaðarsvæði. I iðnaðar- löndum fer sífellt meira ræktar- land undir mannvirki. í þriðja heiminum fara árlega stór land- svæði til spillis sökum upp- blásturs og rangrar landnýtingar. Takmarkaöir möguleikará framleiðsluaukn- Á 7. áratugnum jókst korn- framleiðsla á hverja ræktaða ein- ingu um 27%, á 8. áratugnum um 21% og á þeim 9. um 19% en það vekur athygli að á síðari hluta 9. áratugarins var aukningin aðeins 2,6%. Kornframleiðslan verður ekki aukin nema með því að auka framleiðni hverrar ræktaðrar ein- ingu þar sem ræktarland er af skornum skammti. Framleiðniaukningin er háð þremur þáttum: Tilbúnum áburði, áveituvatni og jarðvegs- eyðingu. Framleiðniaukningu undanfarinna áratuga má að verulegu leyti rekja til aukinnar notkunar tilbúins áburðar en nú er svo komið að hún stendur í stað til dæmis í Bandaríkjunum. Ýmislegt bendir til þess að ekki sé til nægilegt vatn til áveitu í heiminum. Uppþornaðar ár, lægri grunnvatnsstaða og smækk- un innvatna eru til vitnis um það í Kína, Bandaríkjunum, Afríku, Austur-Evrópu og Suður- Ameríku. Þá er jarðvegseyðing gríðarleg um allan heim. Talið er íslendingar eru oft að hrósa sér af því að þeir þekki ekki kynþátt- ahatur. Betur að satt væri. Ég verð þá að segja fyrir mína parta: það kemur alltof oft fyrir að maður rekur sig á megna andúð á útlendingum - ekki síst þeim sem eru öðruvísi útlits en við. Það var ekki að undra þótt ví- etnamski kínverjinn, sem spurð- ur var í sjónvarpi á dögunum, hvort menn hefðu komið fram við hann hér eins og hann vildi helst, yrði vandræðalegur og vildi helst ekki svara. Eitt dæmi af mörgum: lesend- abréf í Morgunblaðinu á dögun- að fyrir tilverknað náttúrulegs rofs, skógeyðingu og rangrar landnýtingar fari 24 miljarðir tonna af jarðvegi í súginn ár hvert. Veðurfars- breytingar Ýmislegt bendir til að þegar farið sé að gæta hinna svokölluðu gróðurhúsaáhrifa. Áætlað er að meðalhiti í heiminum verði 1,5- 4,5 gráðum hærri árið 2030 en í dag (15 gráður). Það eitt að breyta áveitukerfi heimsins er áætlað að kosti 200 miljarða doll- ara. Þá bendir einnig ýmislegt til þess að ósonlagið sé að þynnast. Talið er að dragist ósonlagið sam- an um 1% aukist útfjólublá geislun um 2% sem aftur minnkar uppskeru sojabauna um 1%, en þær eru mikilvægasti próteingjafi mannkyns. Þróunin næsta áratug Árið 1988 og 1989 var upp- skerubrestur í Bandaríkjunum með þeim afleiðingum að korn- um. Þar er bréfritari að þakka Útlendingaeftirlitinu og kallar það „mikilvægasta varnarlið landsins". Margir munuá annarri skoðun: Útlendingaeftirlitið hér hefur orð á sér fyrir sérlega ramma tortryggni, sem m.a. hef- ur bitnað á þeim sem giftir eru erlendum ríkisborgurum, hvað þá öðrum. En aðalmál bréfrit- ara var að kvarta yfir því að von er á 60 flóttamönnum frá Viet- nam. Hann setur dæmið þannig upp að „hver innflytjandi hlýtur að kosta einn heimamann af- komumöguleika" - og því hljóti jafnmargir íslendingar að hrökk- last burt af landinu í staðinn: „Er birgðir heimsins eru á þrotum. Heimsmarkaðsverð á korni er í beinum tengslum við birgðir. WWI telur að miðað við núver- andi aðstæður verði miklum erf- iðleikum bundið að auka kornframleiðslu heimsins um meira en 1% á ári á meðan mannkyninu fjölgar um 2% á sama tíma. Þessi þróun getur haft hrikalegar afleiðingar. Tvöföld- un á heimsmarkaðsverði er fyrir- sjáanleg í náinni framtíð. Það snertir í fýrstu iðnrfkin lítið en þeim mun meira þann miljarð manna í þróunarlöndum sem verja 70% af tekjum sínum f matvörukaup. Fátækustu ríkin geta ekki staðið við fjárskuld- bindingar sínar og alþjóða fjár- magnskerfið kemst þar með í uppnám. Ef fram heldur sem horfir gætu einnig iðnríkin þurft að endurskoða þá kornfram- leiðslu sem fer í dýrafóður, en hún er oft nefnd „einu vara- birgðir veraldar" (reelle kornreserver / 450 miljón tonn á ári). (Fréttatilkynning frá Upplýsinga- þjónustu landbúnaðarins) búið að velja þá?“ spyr bréfritari. Dæmið er sett upp með fárán- legum hætti. En lesendabréfið lýsir afstöðu sem er í raun mjög útbreidd hjá íslendingum. Hún er sú að hugsa í eina átt. Það þykir sjálfsagt að íslendingar fari hvert á land sem vill og vinni þar og dettur engum í hug að spyrja hvort þeir séu að taka vinnu frá öðrum. En um leið og útlendur maður kemur hingað hvolfist yfir hann þessi tortyggni: að hann sé að taka lifibrauð frá íslendingi. Af þessu eru margar daprar sögur og engar íslendingum til sóma. HJ. LESENDABRÉF Úttendingahatrið smýgur víða 12 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 12. maí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.