Þjóðviljinn - 12.05.1990, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 12.05.1990, Blaðsíða 7
X-DALVIK N-listinn Jafnaðarmannafélag til frambúðar Jón Gunnarsson, oddviti jafnaðarmanna: Markmiðið að náþremur mönnum. Dalvík er á meðal beststöddu sveitarfélagafjárhagslega. Öflugt atvinnulíf ber uppi góða félagslega þjónustu Jón K. Gunnarsson, Þóra Rósa Geirsdóttir og Símon Ellertsson: Öflugt atvinnulíf á að bera uppi góða félagslega þjónustu. Mynd gg. Markmið okkar er að ná þrem- ur mönnum í bæjarstjórn og við erum bjartsýn á að það geti tekist. Þessi ár sem við höfum ver- ið í meirihluta hafa verið upp- gangsár, segir Jón K. Gunnars- son, framleiðslustjóri og oddviti framboðslista Jafnaðarmannafé- lags Dalvíkur, í samtali við Þjóð- viljann. Jón er annar tveggja bæjar- fulltrúa G-listans á Dalvík, en að honum standa Alþýðubandalag- ið og aðrifvinstri menn. G-listinn hefur myndað meirihluta í bæjar- stjórn með Sjálfstæðisflokki og óháðum kjósendum á kjörtíma- bilinu og að sögn Jóns hefur það samstarf gengið með ágætum. Nú heyrir framboð Alþýðubanda- lagsins á Dalvík hins vegar sög- unni til, að minnsta kosti í bili. Dýrar framkvæmdir „Við höfum lagt áherslu á eina stóra framkvæmd á hverju ári á þessu kjörtímabili. Við beindum meginkröftum okkar fyrsta árið að því að klára annan áfanga leik- skólans. Á öðru ári réðumst við í átak í malbikun gatna og þá ekki síst gatna sem orðið höfðu hornreka vegna þess að þær skiluðu litlum gatnagerðargjöld- um. Með virkjun nýrra vatnsbóla höfum við tryggt Dalvíkingum nægt vatn um ófyrirséða framtíð, en ástandið í vatnsmálum var orðið alvarlegt. Vatnið var mjög af skornum skammti og þar að auki saltmengað. Af framkvæmdum kjörtíma- bilsins má einnig nefna kostnað- arsama dýpkun hafnarinnar sem var orðið mjög brýnt að ráðast í. Höfnin var orðin svo grunn að það stóð umsvifum þar fyrir þrifum. Á þessu ári leggjum við áherslu á annan áfanga nýja grunnskólans, þar sem kennslu- rými verður aukið, frágang gang- stétta og síðast en ekki síst áfram- haldandi uppbyggingu hafnar- innar,“ segir Jón. Uppgangsár Hann segir bæjarstjórn hafa tekist að rétta fjárhag bæjarins verulega við með niðurgreiðslu skulda og hagræðingu í rekstri. „Nú er svo komið að Dalvík er meðal best stöddu sveitarfélaga á landinu fjárhagslega. Það er óhætt að fullyrða að síðustu ár hafi verið uppgangsár á Dalvík. Það hafa verið byggðar um 50 íbúðir á staðnum og bæjarstjórn hefur sérstaklega beitt sér fyrir byggingu félagslegra íbúða. Atvinnulífið hefur verið gott og ungt fólk hefur sóst eftir að setjast hér að. íbúum Dalvíkur hefur fjölgað stöðugt og það er því mikilvægt að viðhalda vexti og uppbyggingu atvinnulífs. Reyndar eru ný fyrirtæki í upp- siglingu og önnur eru að auka starfsemi sína. Við leggjum áherslu á að öflugt atvinnulíf beri uppi góða félags- lega þjónustu. Mikilvægustu verkefni næstu ára varða málefni aldraðra og barna, auk atvinnu- mála, umhverfismála og ferða- mála. Hér eru mjög góðar for- sendur fyrir uppbyggingu ferða- þjónustu og nægir að benda á frá- bært skíðasvæði í því sambandi,“ segir Jón. Von um meiri áhrif Alþýðubandalag og Alþýðu- flokkur hafa ekki verið lögð nið- ur á Dalvík, en bjóða ekki fram. N-listinn er borinn fram af Jafn- aðarmannafélagi Dalvíkur og að sögn Jóns er líf félagsins ekki bundið við næsta kjörtímabil. „Munurinn á félaginu hér og félögum og samfylkingum víða annars staðar er kannski sá að við hugsum þetta sem frambúðar- lausn í bæjarmálum. Við erum að sýna að við eigum samleið og bindum vonir við að okkur takist að tryggja jafnaðar- mönnum meiri áhrif með þessum hætti,“ segir Jón K. Gunnarsson. -gg menn og óháðir bjóða þó fram sinn D-lista og skipar Trausti Þorsteinsson fræðslustjóri eftir sem áður fyrsta sæti listans. Nýtt fólk er hins vegar í næstu fjórum sætum D-listans. Svanhildur Árnadóttir er í öðru sæti, Gunnar Aðalbjörnsson í þriðja, Hjördís Jónsdóttir skipar fjórða sætið og Arnar Símonarson það fimmta. Alþýðuflokkurinn bauð ekki fram í kosningunum 1986 og gerir það heldur ekki nú. Að frum- kvæði Alþýðubandalagsins var stofnað Jafnaðarmannafélag Dalvíkur fyrir nokkru og það býður fram N-listann. Jón K. Gunnarsson framleiðslustjóri, annar tveggja bæjarfulltrúa G- listans, skipar efsta sæti N- listans, en Símon Ellertsson er í arfélagið á Dalvík hefur fengið liðsstyrk og býður nú fram H-lista undir merki framsóknar og vinstrimennsku. Valdimar Bragason fram- kvæmdastjóri skipar efsta sæti H- listans, en hann var annar á B- listanum síðast. Guðlaug Björns- dóttir var í efsta sæti B-listans síð- ast, en skipar nú annað sæti H- listans. í þriðja sæti H-listans er Rafn Arnbjörnsson, fyrrverandi bæjarfulltrúi Alþýðubandalags- ins, Einar Arngrímsson skipar fjórða sætið, Inga Ingimarsdóttir það fimmta. Nýtt framboð frjalslyndra Síðast en ekki síst ber að telja nýja framboðið á Dalvík, F-lista frjálslyndra. Haukur Snorrason sk'rifstofúmaður og oddviti list- ans segir í samtali við Þjóðviljann úð salan á Útgerðarfélagi Dalvík- inga hafi ráðið úrslitum um að framboðið varð til. Bæjarstjórn seldi KEA sinn hlut í útgerðarfélaginu fyrir skömmu, en salan varð mjög um- deild í bænum. Haukur segir söl- una sem slíka ekki svo ýkja um- deilda, en gagnrýnir hvernig að henni var staðið. „Salan fór leynt og KEA fékk félagið allt of ódýrt,“ segir Haukur. Snorri Snorrason skipar annað sæti F-listans, Ósk Finnsdóttir það þriðja, Sigurður Haraldsson er í fjórða sæti og Þórhallur Sig- urvin Jónsson því fimmta. -gg Valdimar Bragason af H-lista. Haukur Snorrason af F-lista. Trausti Þorsteinsson af D-lista. öðru.sæti. Símon var ekki á Usta síðast. Þóra Rósa Geirsdóttir er í þriðja sæti N-listans, HaUdór Sig. Guðmundsson í fjórða og Ólafur Árnason í fimmta. Vinstri menn víðar En vinstri menn eru á fleiri list- um en N-listanum. Framsókn- Framboðsmál á Dalvík breytast ört og taka á sig ýmsar mynd- ir. Hrein flokksframboð eru þar engin nú og auk þess hefur fram- boðum fjölgað í fjögur með til- komu F-listans, lista frjálslyndra. f kosningunum 1982 voru boðnir fram hreinir flokkslistar, D-listi, A-listi, B-listi og G-listi. Framsóknarflokkurinn náði þá fjórum bæjarfulltrúum af sjö og hreinum meirihluta. Hver hinna flokkanna fékk einn bæjarfull- trúa. í síðustu kosningum tapaði Framsóknarflokkurinn verulegu fylgi og fékk aðeins tvo bæjar- fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn bauð fram með óháðum og vann stórsigur, bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum. Þriðja framboð- ið, Alþýðubandalagið og aðrir vinstri menn, fengu tvo fulltrúa, einum fleiri en Alþýðubandalag- ið hafði fyrir. G-listi og D-listi hafa myndað meirihluta á kjör- tímabilinu sem nú er að Ijúka. Frá höfninni á Dalvík. Mynd: gg. Nýtt á D-lista Nú hafa framboðsmál á Dalvík enn breyst verulega. Sjálfstæðis- Fjölbreytt framboöaf lóra Engir hefðbundnir flokkslistar á Dalvík. Framsóknarmennfá liðs aukafrá vinstri. Jafnaðarmannafélagið býðurfram N-lista. Frjálslyndir bjóða fram í fyrsta sinn. Framboð fleiri en síðast Laugardagur 12. maí 1990 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.