Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 2
SKAÐi SKRIFAR Ég klóra mér í hausnum Ég verö nú að klóra mér í hausnum yfir ýmsu nú upp á síðkastið. Heimurinn er eitthvað svo ótryggur orðinn, mér líkar það ekki. Einu sinni gat maður vísað á kommún- ismann sem gott og kristilegt dæmi um það hvernig fer fyrir þeim sem hafna Sjálfstæðis- flokknum, en nú er hann búinn og þykist aldrei hafa verið til frekar en lausaleikskrakki í fínni fjölskyldu. Ekki bætir það úr skák þegar höfuðands- tæðingur heima fyrir eins og SÍS er ekki lengur til að kenna mönnum hvernig ekki á að fara að því að versla. Og svo kemur að því, að flokksbræður mínir breskir, þeir mega ekki einu sinni segja það sem þeir meina um Þjóðverja og þeirra dólgslegu frekju, veifandi sínu marki eins og atgeir Skugga-Sveins, svo allir sauðir Evr- ópu mega fara að vara sig. Ég segi nú bara fyrir mig: hvað eigum við, íslenskir menn, að varast, fyrst við getum ekki lengur varast kommúnismann og SÍS og megum ekki var- ast þýskarana? Eigum við kannski að vera hræddir við Norðmenn og Þingeyinga? Ég bara spyr si sona. Svo er það þetta með að komast í álnir með útsjón og forsjálni eins og afi minn kenndi mér. En hann lærði þá einföldu for- múlu af Rockefeller gamla að sá sem vill verða ríkur, hann á að safna þúsund dollur- um og leggja í fyrirtæki. Eða miljón, það fer eftir verðbólgu náttúrlega. Ég hefi alltaf verið að safna, en það hefur ekki tekist og er kannski ekki að marka því ég hefi ekki verið nógu duglegur, ég skal viður- kenna það, og þar að auki hefi ég tekið í nefið og ekki verður maður ríkari af því. En hitt er óskiljanlegra hvernig frændi minn Gísli er svona ríkur sem aldrei á neitt nema skuldir. Nú síðast er hann að vísu kom- inn í einhverja klemmu að því er ég held. Hann fór í það að kaupa sjónvarpsstöð, Sýn eða Stöð 2 eða hvað það nú heitir. Hann kom til mín fyrir hálfu ári blaðskell- andi og kvaðst hafa gert reyfarakaup. Fengið þessa fínu stöð fyrir slikk. Én svo sá ég það í blöðunum um daginn, að hann var eithvað fúll hann Gísli og kallaði á blaðamenn og sagði að hann hefði verið prettaður. Hann hefði haldið að hann hefði gert góð kaup en svo hefðu menn barasta sagt sér rangt til um skuldastöðu og rekstrarstöðu og það munaði eitthvað 300 miljónum eða hvað veit ég. Hvernig stendur á þessu Gísli minn? spurði ég. Ég hélt að þú herfðir sjálfur átt sæti í þessari bankastjórn sem var að selja hlutafélaginu ykkar Eiríks og Helga þessar sjónvarpsgræjur. Já það er satt, sagði Gísli. Og hvað svo? spurði ég. Og hvað svo? Svo gerist ekki neitt. Málið er eiginlega leyst. Og hvernig leystist það? spurði ég Með því að báðir höfðu á réttu að standa, sagði Gísli. Nú? hváði ég. Já, sagði Gísli. Ég keypti stöðina fyrir skít á priki ef við höfum í huga hvað er í rauninni hægt að græða á svona sjónvarpi. En ef maður er allur með hugann við fortíðina og önnur leiðindi, þá safnast saman allskonar skuldagrautur og vextir og dót og skekkir dæmið og þá eru þetta engin reyfarakaup. Og hvernig leysirðu úr því? spurði ég. Það er ósköp einfalt. Við skiljum á milli fortíðar og framtíðar og lifum í núinu. Ha? sagði ég. Já, sagði Gísli. Og í núinu sláum við lán og fáum Davíð til að skrifa upp á. Hann má það ekki, það er kommúnískur borgarstjórapilsfaldakapítalismi, sagði ég. Hann verður, sagði Gísli. Sjáðu til: Davíð og hans menn geta ekki leyft hálfkommum og laumukommum að viðhalda ríkiseinokun á sjónvarpi. Þar að auki er það hugsjónarík byggðastefna að landsbyggðarfólk njóti tveggja sjónvarpsstöðva eins og borgarbúar til þessa. Hvað kemur byggðastefnan Davíð við? spurði ég. Það er einfalt, sagði Gísli. Hann veit að ef ekki verður fullt af sjónvarpi á landsbyggðinni þá flýja þessir aumingjar sem eftir eru hingað í höfuðstaðinn að horfa á sjónvarp og bíó og fleira og hér skapast kynþáttavandamál eins og í Róm þegar Sikileyjarskríllinn kom þang- að. En ef þú nú getur ekki borgað lánið, Gísli minn? spurði ég áhyggjufullur. Þá borgar Davíð lánið, sagði Gísli. Og ég hefi ákveðið að greiða sjálfum mér á meðan góða og réttláta leigu fyrir veð, sem ég hefi safnað mér hjá nokkrum barnlausum frænk- um mínum og lána sjónvarpstöðinni minni. Svo að jafnvel þótt þetta færi illa, sem ekki kemur til mála, þá á ég smávegis til að byrja upp á nýtt í skelfiskeldi, hugstillingarhringjum eða einhverju öðru sem fólkið vill og þarf. HIÐ TORVELDA JAFNRÉTTI Ég skil ekki hvers vegna flugfé- lögin vigta ekki farþega með töskum sínum svo að hver um sig greiði réttlátan hluta af kostnaði við ferðina. Það er eins og flugfé- lögin líti á það sern einhverjar náttúruhamfarir að fólk leggist í spik. Eitthvað sem fólk ræður ekki við og því þurfi að deila byrðinni á allan almenning. DV. ÓKRISTILEGT BÆNA- HALD En hver vill fæðast inn í fjöl- skyldu sem biðst fyrir í stað þess að leita læknis? Slíkt framferði getur ekki talist kristið á nokkurn hátt. Prestur í DV. VAR HONUM ORÐIÐ KALT, GREYINU? King David var fyrsta kvik- mynd Gere þar sem hann kom ekki fram nakinn. Vikan. SÁ GEFUR EKKISEM EKKERTÁ Hvenær ætla íslenskir ráða- menn að gefa Bandaríkjamönn- um tóninn? Morgunbladið. ÞAÐ MUNAR UM MINNA Alþýðublaðið tekur heils hug- ar með ungmennafélögunum undir kjörorð hreyfingarinnar: R.æktun lands og lýðs... Leiðari og forsíða Alþýðublaðs- ins. ER SJÁLFSTRAUSTIÐ BANNAÐ EÐA HVAÐ? Bæjarstjórinn kaus sjálfan sig. Minnihlutinn kærir atkvæða- greiðsluna til ráðherra. Fyrirsagnir í DV. HENTISTEFNA STJÓRNMALA- MANNA! Þorsteinn Pálsson er búinn að raka sig. Útsíðufrétt í DV. ÞAÐ LIGGUR BEINT VIÐ í tilefni af myndinni í Morgun- blaðinu á bls.5 fimmtudaginn 12. júní sl. þar sem fjórir lögreglu- menn eru að fylgja önd með unga, þá langar mig til að segja frá því þegar keyrt var yfir kött í götunni þar sem ég bý. Morgunblaðið. ENNÁKARLINN HAUK í HORNI Lenín lifi! eftir Birgi ísleif Gunnarsson. Morgunblaðið. ISS, SVONA PAKK.... Fátt hefur verið sérkennilegra en að fylgjast með tilburðum nokkurra kaupsýslumanna hér í borg með skólastjóra í broddi fylkingar til að reyna að reka op- inberan fjölmiðil. Jón Óttar Ragnarsson í Morgunbiaðinu. 2 SÍÐA — NÝTT HELGARBLAÐ Föstudagur 20. júlí 1990

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.