Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 20.07.1990, Blaðsíða 10
Gamanmyndir í Vín Úr kvikmyndinni „Wisky Galore". Neðansjávar- viský Áriö 1941 strandaði flutninga- skipiö S.S.Politician skammt undan strönd eyjarinnar South Uist í Suðureyjaklasanum við Skotland. Skipið var á leið frá Li- verpool til Jamaica og í farminum voru 250 þúsund flöskur af skosku eðalviský. Eyjarskeggjum tókst að bjarga einhverjum hluta viskýsins og fóru vitaskuld á dúndrandi fyll- erí. Pað varð kveikjan að skáld- sögu Compton Mackenzie „Wisky Galore“ og samnefndri kvikmynd sem byggð er á sög- unni undir leikstjórn Mackend- rick árið 1948. Kvikmyndin var sýnd í íslenska sjónvarpinu fyrir nokkrum árum og er í hópi sí- gildra grínmynda. Árið 1987 leituðu kafarar í flakinu og fundu átta viský- flöskur sem voru seldar á 4 þús- und pund eða á rúmar 400 þús- und krónur íslenskar. í sumar er leiðangur staddur á eyjunni sem ætlar að kafa niður að flakinu og leita betur í því, en talið er að allt að tvö þúsund kass- ar af viský séu enn um borð. Er eftir töluverðu að sækjast miðað við það verð sem fékkst fyrir flöskurnar árið 1987. Hallgrímur Helgason opnar sýningu í blómaskálanum Vín á Akureyri í dag Hallgrímur Helgason forstöðu- maður Útvarps Manhattans opn- ar sýningu á gamanmyndum í blómaskálanum Vín í höfuðstað norðurlands í dag. Gamanmyndirnar eru í ' tveimur gæðaflokkum, annars vegar topp-grínmyndir unnar á Manhattan vorið 1988 með leiserprenti, og hins vegar léttar gamanmyndir sem listamaðurinn framkallaði í París á síðastliðnu vori með nýrri tegund af gvass- litum. Topp-grínmyndirnar fyrrnefn- du tileinkar Hallgrímur íslensk- um raunveruleika til sjávar og sveita og einkum baráttunni gegn offjárfestingu í undirstöðua- tvinnuvegunum. Léttu gaman- myndirnar endurspegla innra líf þjóðarsálarinnar með sérstaka áherslu á svæðisútvarp norður- lands. Allar myndirnar eru með íslenskum texta. Sýningin er öllum opin á með- an húsrúm leyfir, en listamaður- inn hvetur fólk til að mæta tíman- lega á sunnudögum því þá býst hann við mikilli örtröð. Sýningin stendur til 29. þessa mánaðar og er skoðanleg frá kl. 10-23:30 hvern dag. Myndirnar á sýning- unni eru annars vegar á svoköll- uðu BHMR-verði, og hins vegar á alþýðuverði, sérstakur afsláttur er einnig mögulegur fyrir presta og annað fólk á prestalaunum. Mest seldi sendibíll Evrópu! Renault selur fleiri sendibíla undir Stytta af meistara Hallgrími, sem túlkar samband listamannsins við verk sín. 3,5 tonnum í Evrópu en nokkur annar framleiðandi. Á íslandi stefnir í sömu vinsældir Renault sendibíla. Renault Express er sparneytinn og lipur en jafnframt öflugur og rúmgóður. Renault Express er atvinnutæki sem skilar arði og VSK af innkaupsverði og rekslrarkoslnaði bílsins í skattskyldri starfsemi skilar sér beint aftur í veltuna. Við ábyrgjumst bílinn í 3 ár og ryðvörnina í 8 ár. Renauit Express, verð frá 663.500 kr. án VSK skv. tollgengi í júní 1990. Bílaumboðið hf |V RENAULT KRÓKHÁLSI 1, REYKJAVlK, SÍMI 686633 FGr á kOStlHTl fFjölbrautaskóli Suðurnesja Dönsku- og íslenskukennara vantar við skólann Umsóknarfrestur er til 4. ágúst. Allar nánari upplýsingar veitir skólameistari í síma 92-13191. Skólameistari Menntamálaráðuneytið Laus staða Dósentsstaða í stjarnvísindum við eðlisfræðiskor raun- vísindadeildar Háskóla (slands er laus til umsóknar. Dósentinum er ætlað að stunda rannsóknir í stjarn- vísindum, hafa forystu um kennslu í þeim við deildina og stuðla að aukinni þekkingu á þessari vísindagrein í landinu. Ennfremur þarf umsækjandi að geta tekið að sér almenna kennslu í eðlisfræði. Oskað er eftir greinargerð um rannsóknirsem umsækjandi hyggst stunda, verði hon- um veitt staðan. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastöf um- sækjenda, ritsmíðar og rannsóknir svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhóli, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 20. ágúst 1990. Menntamálaráðuneytið, 19. júlí 1990 Fjármálaráðuneytið Auglýsing um verklegt próf í endurskoðun Samkvæmt reglugerð nr. 403/1989 verður haldið verklegt próf til löggildingar til endur- skoðunarstarfa. Áætlað er að halda prófið í nóv- ember 1990. Þeir sem hafa hug á að þreyta prófraun þessa sendi prófnefnd löggiltra endurskoðenda, c/o fjármálaráðuneytið, tilkynningu þar að lútandi fyrir 15. ágúst nk. Tilkynningunni skulu fylgja skilríki um að fullnægt sé skilyrðum til að þreyta prófraunina, sbr. lög nr. 67/1976 um löggilta endurskoðendur. Prófnefndin mun boða til fundar með próf- mönnum í september n.k. Reykjavík, 17. júlí 1990 Prófnefnd löggiltra endurskoðenda Kennarar Kennara vantar að Grenivíkurskóla í hannyrð- um og almennri kennslu. Gott, frítt húsnæði. Uppl. gefur Björn Ingólfsson skólastjóri í s: 96- 33131 eða 98-33118 eftir kl. 7 á kvöldin. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Alþýdubandalagið í Reykjavík Skrifstofa ABR verður lokuft frá 16. júlí til 16. ágúst vegna sumarfrís starfsmanns. Á sama tíma verður hægt að hafa samband við formann ABR Sigurbjörgu í síma 77305, varaformann ABR Ástráð í slma 672307 og gjaldkera ABR Áma Þór í síma 625046. - Stjóm ABR. Bifhjolamenn hafa enga heimild til að aka hraðar en aðrir! ||UMFERÐAR 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.